Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. 13 GUNNLAUGUR STEFÁNSSON GUÐFRÆÐINGUR, STARFSMAÐUR HJÁLPAR- STOFNUNAR KIRKJUNNAR Hjálparstarfiö bjargar samt mörgum frá dauða til lífs og leggur grundvöll aö framtíð. Þaö er einnig hvatning til valdhafa og almennings um aö málefni fátækra og snauðra veröi tekin alvar- legri tökum. Hjálpum strax I yfirstandandi landssöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, hefur því verið heitið að send verði íslensk flugvél, hlaðin matvælum og hjálpargögnum ásamt hjálparliði, beint til Eþíópíu. Matvælaskortur háir hjálparstarfinu þar mjög mikið, og erfitt hef ur verið að skammta öllum magafylli er til hjálparbúðanna leita. Menn óttast aö þetta ástand eigi eftir aö versna þegar fram líður. Fórnarlömb hungursins skipta nú þegar þúsundum. Með sam- vinnu og samhjálp má enn bjarga mörgum. Að því er stefnt í yfirstand- andi söfnun. Hjálparstofnun kirkjunnar leggur einnig áherslu á nauðsyn þess, aö starf að fyrirbyggjandi aðstoö verði eflt í hjálparstarfinu. Sl. ár hefur stofnunin axlað ábyrgð af þátttöku í fleiri slíkum verkefnum en áður. Ákveðið er, að f jölga íslendingum í þróunarstörfum á vegum stofnunarinnar, en á vegum Hjáiparstofnunarinnar starfa nú fimm Islendingar að þróunarverkefnum. En hvort tveggja, neyðarhjálpin og langtímahjálpin, er háð velvilja og skilningi íslensks almennings, aö Hjálparstofnunin geti enn treyst á fómfúsan hug í lifandi hjálparstarfi. Gunnlaugur Stefánsson. Þegar ríkistjómin okkar tók við völdum var það sameiginlegt álit stjómenda að landsmenn yrðu aö spara til að ná árangri í bættum lífs- kjörum og auðvitaö reiknaði almenningur með því að stjórnendur landsins gengju þar á undan meö góðu fordæmi. Hvernig hefir svo til tekist? Landsmenn sýndu í verki að þeir tóku alvarlega áskorun lands- feöra. Mögluðu ekki heldur fannst sjálfsagt að rýra kjörin meðan árangriyrðináð. Hins vegar tóku ráöamennirnir þessu ekki eins. Meðan tækifærin streymdu til þeirra vom þau ekki nýtt. Þegar svo leið aö því að kjara- samningar yröu endurskoöaöir komu sumarfríin. Allt lenti þetta í hnút og vitleysu og hið andstyggilega verkfall, öllum til óþurftar, skall á og sá timi sem heföi átt aö vinna vel á hljóp í burt. Eftirleikinn vitum við nú og þar sér enginn fyrir endann á. Það átti að spara: Og almenningur spyr. Hvar er sparnaður á vegum AÐ SPARA ríkistjórnarinnar? Hafa utanlands- Hefir alls konar nefhdum á kostnað siglingar á vegum ríkisins minnkað? ríkisins fækkað? Og hvaö um öll fp „Aðstoðarráðherrum og öðrum slíkum hefur fjölgað um leið og talið var bót að fækka nokkrum þvottakonum hingað og þang- að.” Kjallarinn ÁRNI HELGASON, FV. PÓST- OG SÍMSTJÓRI, STYKKISHÓLMI veisluhöldin, glauminn og gleðina? Hefir því verið stillt í.hóf? Nei, því miður. Þetta hefir allt aukist og væri gott og gagnlegt fyrir almenning að fá nákvæmar skýrslur af þessum vettvangi. Nei, það drekka margir og skemmta sér á kostnað ríkisins og ekki fyllir það upp í fjárlagagatið. Ekki stendur á góðum áformum. Aðstoðarráðherrum og öörum slíkum hefir fjölgað um leiö og taliö var bót að fækka nokkrum þvotta- konum hingað og þangað. Það er allt- af ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Ríkisskuldir, bæði innlendar og erlendar, hafa stóraukist. Gengis- lækkun hefir orðiö litið að segja þegar sjávarútvegur á í hlut. Gróöa- öflin ráða svo miklu í þjóðlífinu í dag. Bankarnir blóinstra og í smáum kauptúnum eru tveir og þrír. OIíu- félögin hafa tök á að byggja stórar milljónabyggingar út um allt og skiptir þá engu þótt aðrar stöðvar séu þar fyrir. Þaö á að spara. Hverjir eiga aö byrja ef ekki þeir sem eru í fararbroddi i þjóðlífi voru? Þeir hafa að minnsta kosti lofað því. Öreiðan og eyðslan vex. Og svona gengur það og svona er það. Allir vita þetta en enginn sér það. Og ætli orö Skugga-Sveins séu ekki enn í gildi: Það er engum að treysta. Þess vegna er lausungin i þjóöfélagi voru í dag. Það er hægt að snúá við þessari öfúgþróun og ekki stendur á fólkinu. Vilja nú ráðamenn ekki taka sig til og byrja á byrjuninni? Sigursæll er góðurvilji. Árni Helgason. GJAFAAUGLYSINGAR í SJÓNVARPINU þeir. Og þeir bæta við aö útsöluverð á sjónvarpsauglýsingum hafi reyndar staðiö yfir í mörg ár. Tug milljóna tap Ríkisútvarpið áætlar að í ár skili sjónvarpið inn 77,5 milljónum króna í tekjur af auglýsingum, gufuradíóið 95 milljónum og rás 2 13,8 milljónum. Þá hefur söluskattur verið dreginn frá en Ríkisútvarpið þarf eitt fjölmiðla að greiöa söluskatt af auglýsingum. Ef verð sjónvarpsauglýsinga yrði hækkað til samræmis við Moggaverðið þá myndu heildartekjumar hækka í aö minnsta kosti 150 milljónir (auglýsingum mundi jú eitthvaö fækka við hærra verö). Það er hækkun upp á minnst 80 milljónir króna. En þessu fé tapar sjónvarpið í raun meö of lágum auglýsingataxta. Sjónvarpsáhorfend- ur tapa sömuleiðis því þetta bæta þeir upp með hærra afnotagjaldi. Hvers vegna? Engin haldgóö rök era fyrir þessu lága auglýsingaverði. Einhvem tíma heyrðust forráðamenn sjónvarps halda því fram að hátt auglýsingaverð mundi fækka auglýsingum og tap yrði á rekstrinum. Nú hafa þeir hins vegar fyrir framan sig þá bláköldu staöreynd að færri komast að en vilja. Ástæöan er einföld: auglýsingar á útsöluverði. Og ekki er þrýstingi stjómmála- mahna um aö kenna eins og virðist annars einkenna alla vitleysu sem f ram fer í ríkisrekstrinum. Hver er hvar og hvar er hver? „ Einn angi fávitarekstursins á sjónvarpinu kemur fram í því hverjir vinna að gerð ódýru sjónvarpsauglýs- inganna. Það era starfsmenn sjónvarpsins, nokkrir fyrrverandi en flestir núverandi. Starfsmenn sjónvarps hafa svo léleg laun að í frítímum reka þeir eink'a- fyriræki til að gera auglýsingar eða þá að þeir starfa hjá slíkum. Þar fá þeir nóg að gera því allir vilja auglýsa í ódýrasta og áhrifamesta fjölmiðli landsins. Léleg laun þessara manna eru hins vegar til komin annars vegar vegna þess að þeir vinna hjá ríkinu og hins vegar vegna þess að stofnunin sem þeir starfa hjá kastar frá sér tæpum eitt hundrað milljónumkróna á ári. Gamlar klisjur ,,Ef þetta frumvarp felur í sér vera- lega hættu á að Ríkisútvarpið bíði f jár- hagslegan hnekki styð ég það ekki,” segir Stefán Valgeirsson, framsóknar- þingmaður og persónugervingur afturhaldsins í viðtali við DV nýlega um útvarpslagafrumvarpið. Við sama tækifæri sjá fimm aðrir framsóknar- ' þingmenn ástæðu til aö óttast fjárhags- legan hnekki Ríkisútvarpsins ef einka- útvarp yrðileyft. Viðbrögð þessara manna segja margt um það hvað þeir vita um fjárhag Ríkisútvarpsins. Mér sýnist hins vegar meiri hætta á aö óttast um fjárhag Ríkisútvarpsins meðan það sefur þyrnirósarsvefni í einokunar- vöggunni. Og falskar fullyrðingar Ur því verið er að ræða um aug- lýsingar þá er ástæða til aö benda á falskar fuUyrðingar sem Þorbjöm Broddason lektor, eitt helsta „átorítet” vinstri manna umf jölmiðla, viðhefur í kjallaragrein í DV 26. nóvember síðastliðinn. Þorbjörn spyr í grein sinni hvort einhver tapi á því að einkaútvarps- stöðvar veröi f jármagnaðar með aug- lýsingum. Svarar sér sjálfur og segir því fljótsvarað: „I fyrsta lagi tapar Ríkisútvarpið vegna minnkaðra auglýsingatekna og í öðru lagi tapar almenningur vegna hækkaðs vöraverðs (auglýsingakostnaður er að sjálfsögöu ekki gripinn úr lausu lofti heldur leggst hann, eins og anuar kostnaður, ofan á söluverð).” Það er reyndar einkennileg þver- sögn í þeirri fullyrðingu að almenningur tapi eitthvað frekar á auglýsingatekjum til einkastööva en Ríkisútvarpsins. En þaö er ekki aðal- atriðið. Auglýsingakostnaöur hækkar ekki vöruverð, eins og Þorbjörn heldur fram. Þvert á móti. Auglýsingar lækka vöraverð. Þetta er þekkt dæmi í hagfræði. Með auglýsingum tekst framleiðanda eða seljanda að koma vitneskju um vöra eða þjónustu á framfæri. Mun fleiri vita þá af vörunni/þjónustunni heldur en ef ekki hefði verið auglýst. Og þá er grundvöllur fyrir því að framleiða meira magn á hagkvæmari hátt en áður, sem lækkar verðið. Eða, að kaupmaöurinn sem auglýsir getur selt meira, og þá fær hann afslátt út á að hann kaupir meira af framleiðand- anum. Dæmi um þetta er bílaframleiðsla. Bilaframleiðandi sem auglýsir ekki hefur fáa kaupendur. Framleiðslan veröur óhagkvæm og bílarnir dýrir. Bílaframleiðandi sem auglýsir fær fleiri kaupendur, getur lækkað vöru- verð með fjöldaframleiöslu og selt bílana ódýrar en hinn. Mundu það, Þorbjöm: Auglýsingar lækka vöruverð. Ólafur Hauksson ritstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.