Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Page 14
14
DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984.
Menning Menning Menning Menning
Góður gestur
Gils Guflmundsson:
Gestur.
íslenskur fróðleikur,
gamall og nýr.
247 bls.
Iflunn 1984.
Ekkert er eins gamalt og dag-
blaðið frá því í gær, segir í frægri
setningu og um það virðast flestir
sammála eöa þeirri staðhæfingu því
allir hlutir hafa sinn tíma. Eigi að
síður er gamalt blað ekki alltaf
gagnslaust. Þegar dagurinn er liðinn
tilheyrir það sögu eöa varðveitir
margvíslegar upplýsingar um menn
og málefni sem hvenær sem er geta
risið upp og rofið safnkyrrðina. Og
þegar áratugir eru liðnir verða sum
blöö ung aftur á vissan máta. Það
þekkja allir er einhverra hluta vegna
hafa þurft aö kemba gegnum ára-
tuga gömul blöö í leitaöheimildum.
Þar lesum við um þjáninguna, því
fréttir blaða virðast yfirleitt vera
slæm tíðindi, stöku sinnum um fram-
farir. Og fyrir kemur aö góð tíðindi
er að finna í blöðunum líka og svo er
þar einnig geymdur f jöldi greina og
fróðleikur sem leynst getur jafnvel í
smáfrétt (lítil um sig í blaöi) eða
jafnvel í auglýsingu, áður en auglýs-
ingar urðu að fagi í taugastríði og
teikningu.
Gestur
Það sitja oft menn á bókasöfnum
undir þögn sem við minnsta hávaöa
fellur á steinlagt gólfið og brotnar í
þúsund mola og allir líta reiðilega
upp til að lýsa vanþóknun sinni á
griðrofum í húsi þögulla fræða.
Sumir þessara manna eru
svonefndir fræöimenn er rita upp úr
gömlum skræðum, prentuðum eöa
rituðum. Menn sem leita staöreynda
og sögu innan við múrinn, meöan
lífiö fyrir utan leikur viö hvem sinn
fingur eða berst í úrsynningi. Safnið
er hins vegar ávallt eins, a.m.k. í
Gils Guðmundsson.
augum okkar sem sjaldan komum
þangað.
Meðal þeirra er oft sjást á söfnum
er Gils Guðmundsson rithöfundur,
fv. alþingismaður og ritstjóri. Og
hefur þannig géngið í mörg ár enda
munu fáir betur kunnir í sagnheimi
bóka og skjalasafna en hann og nú
hefur hann enn einu sinni efnað í bók
úr föngum sínum er ber heitið
GESTUR en í eftirmála segir
höf undur á þessa leið:
Bókmenntir
Jónas Guðmundsson
„Riti því sem hér hefur göngu sína
og hlotið hef ur naf nið Gestur er ætlaö
aö flytja þjóðlegan fróðleik, gamlan
og nýjan, í víðtækustu merkingu.
Leitast verður viö að hafa efniö bæði
fjölbreytilegt og fróðlegt, eftir ýmsa
höfunda og víðsvegar að af landinu.
Arin 1964—1972 gaf Iðunn út
þjóöfræðiritiö Heimdraga, fjögur
bindi alls, meö sagnaþáttum og
margvíslegum fróðleik. Er Gesti
ætlaö svipað hlutverk.
I þessu fyrsta bindi er allmikið af
efni, sem áöur hefur verið prentað í
blöðum og tímaritum, sumt fyrir
löngu, og má heita með öllu gleymt
og grafið. Eru þar á meðal ýmsir
hinir ágætustu þættir. Ætlunin er að
halda áfram birtingu valins efnis af
slíku tæi, sem nú er hvergi aðgengi-
legt öllum þorra manna. Gera má þó
ráö fyrir að í næstu bindum verði
meira en í þessu af áður óprentuðum
frásögnum.”
Ég Moris M. Gilsfjörð
Ekki er vitað um neina nákvæma
skilgreiningu á því á hvaða augna-
bliki hlutir tilheyra sögunni og
hvenær ekki en til er þó sú regla að
hafa það sem sannara reynist og eins
hin að sagfræðingar séu ekki klæö-
skerar sem klippa eigin sniö úr
dúkum. Allt efniö veröur að komast
tilskila.
Hvaö Gest varðar þá eru flestir
sagnahlutar þessarar bókar eftir
ákveðna höfunda og birtast hér lítt
eða ekkert breyttir nema hvaö staf-
setning er færð til nútímahorfs,
einkum í elstu föngunum.
Gils kemur víða við. Frægöarmenn
og almúgi segja frá. Eirikur Briem
prestur, prófessor og þingmaður
rekur æskuminningar sínar, Ámi
Thorsteinsson segir frá dvöl sinni í
Bessastaðaskóla (1844 —46) en hann
er meöal seinustu nemenda þar.
Greint er frá andláti Kristjáns VIII
og Theodór Ámason ritar um
tónlistarsögu Reykjavíkur. Viö
fömm í langa ferð meö strandferöa-
skipi þar sem sigling frá Eskifirði til
Reykjavíkur tekur rúmar þrjár
vikur en þaö var fyrir tæpri öld, eða
1890.
Aftast eru smámunir, vísur og
fleira sett saman í kafla og þar er
meðal annars auglýsing úr blaðinu
Haukur sem gefið var út á Isafirði:
,,Eg, Moris M. Gilsfjörð, neyti
héðan af einskis áfengis sem drykkj-
ar og bið því vini mína að bjóða mér
ekki neitt þess konar framar.
Staddur á ísafirði, 21. okt. 1897.
MorisM. Gilsfjörö.”
Og 26. nóv. 1897 tilkynnir sá hinn
samiísamablaði:
,,Að ég, eins og ýmsir helstu
menntamenn heimsins, þingmenn og
þjóöhöfðingjar, hefi breytt skoðun
minni og afturkalla nú yfirlýsingu
þá, semég setti Í4. tbl. Hauks.”
Það sem gefur þessu sagnasafni
mest gildi, fyrir utan að lesa það sér
til ánægju og fróðleiks, er að aftast í
ritinu er nafnaskrá er svo sorglega
oft vantar í bækur á íslandi. Einkum
ævisögur og í bækur um þjóðlegan
fróðleik. Slíkar skrár gera bækur
eigi aöeins eftirsóknarverðari, þær
breyta líka oft bók í handbók og spar-
ar mikinn tíma ef menn vilja leita
heimilda eöa að ákveönum atriðum í
þykkri bók síöar. Þá er heimilda
getið, en einnig það gjörir ritið
merkara, ásamtártölum.
Frágangur er því höfujidLog-útgáf-
unni til sóma. JjjHdsGuðmundsson.
Revklausi öskubakkinn
heldur
reykmengun
í lágmarki.
Ef þú vilt losna víö hvimleiðan reyk og halda
andrúmsloftinu hreinu kemur nýi reyklausi
öskubakkinn að góðum notum.
Reyklausi öskubakkinn dregur reykinn
I gegnum tvöfalda síu.
Góö gjöf, tiivalin fyrirheimiliogá skrifstofuna
Heimili
Póstnr./staður__________________________________________________
Póstverslunin Prfma Opið allan sólarhringinn.
Pöntunarslmi: 91/54943 Pósthólf 63 222 HAFNARFJÖRÐUR
□ stk. Reyklausa(n)öskubakka Kr. 499,—□ stk. Aukafilter Kr. 48,—
□ stk. sett (2 stk.) Rafhlðður
□ Hjálögö greiðsla Kr__________□ Sendist I póstkröfu (kostn.Kr. 63,50)
Nafn__________________________________________________________
Skært lúðrar hljóma
Skœrt lúðrar hljóma, saga íslenskra lúflra-
sveita. Ritstjórn og umsjón útgáffu: Atli
Magnússon. Útgofendur: Samband islenskra
lúflrasveita/ísafoldarprentsmiðja hf.
Rúm öld er síöan fyrsta íslenska
lúöurþeytarafélagið, lúörafélagið,
lúðrasveitin eða hornaflokkurinn
blés fyrst. öll hafa nöfn þessi verið
notuð yfir þessa sérstöku tegund
hljómsveitar og koma fyrir í bókinni.
Sjálfur hallast ég helst að því síðast-
talda það er að segja homaflokkur
þótt að verulegu leyti sé alinn upp í
sveit. Samt finnst mér að í mál okkar
vanti verulega gott heiti á blásara-
hópa þessa.
Sumum kann að þykja öld nokkuö
langur tími en sé þess gætt að þetta
er allur sá tími sem viö Islendingar
höfum spilað í hljómsveitum þá
bliknar okkar saga í samanburöi viö
sögu annarra þjóða, sé á lengdina lit-
ið að minnsta kosti. Já, með horna-
flokkunum hófst þetta allt saman og
þeir urðu vagga íslensks hljóöfæra-
leiks.
Síðustu forvöð
Aðdragandinn og upphafstímabiliö
rekur Atli Magnússon á einkar
greinargóðan hátt. Meö ritun sinni
hefur Atli ekki einungis skráð upphaf
sögu hljómsveitarleiks á Islandi af
sagnfræðilegri nákvæmni og á lipru
og auðskildu máli. Hann hefur
beinlínis bjargaö menningar-
verðmætum með því að hann byggir
söguritun sína á samtölum við menn
sem léku meö í upphafi þessarar
aldar og þekktu og höfðu starfað með
forgöngumönnunum. Það voru
sannarlega síðustu forvöð því sumir
þeirra eru nú látnir. Vera má að ein-
hverjir efist um að háaldraðir menn
muni vel og fari rétt með og því sé
varhugavert að treysta frásögnum
þeirra. Eg leyfi mér að halda hinu
gagnstæöa fram því suma þessara
manna þekkti ég og spilaöi meö allt
frá unglingsárum og ber frásögnum
þeirra í skráningu Atla í einu og öllu
saman við það sem þeir skýrðu frá
fyrir aldarfjórðungi síðan. Því
álykta ég sem svo að söguritun Atla
hafi algjört heimildargildi og hafi
ekki nema í mesta lagi að brotabroti
til eðli þjóðsögunnar.
Hvað er svo
merkilegt?
Margir kunna að spyrja hvers
vegna svo mikilvægt sé að snapa upp
sögu upphafsára íslenskra horna-
flokka. Uti um hinn stóra heim þar
sem menn hafa um ára, já aldaraðir,
notið miklu meiri fjölbreytni í músík
en löngum þekktist hér á Islandi,
þykja slíkir flokkar ekki endilega
með allra fínustu eða merkilegustu
hljómsveitum. Þeir eru ekkert sérís-
Tónlist
Eyjólfur Melsted
lenskt fyrirbrigði nöldurshlustend-
urnir sem fýla grön og segja að í
hornaflokki fái pöpulsmúsíkantar
svalaö sinni frumstæðu þörf fyrir að
gera hávaða. Sannleikurinn er sá að
sú tegund manna hefur löngum verið
of upptekin af uppskafningshætti sín-
um til að mega vera að því að heyra
að ekki eru síður blásnir bliðu tón-
amir og hægu þar á bæ, en hinir takt-
föstu og fjörmiklu. Og hvemig færu
fyrirmenn þjóðfélagsins að án að-
stoðar lúðrablásaranna á hátíðleg-
um stundum. Eg leyfi mér að vitna í
Geir Hallgrimsson sem sagði þegar
hann var borgarstjóri í Reykjavík —
„ekki veit ég hvemig við færum að
því að kveikja á Oslóartrénu í hvaða
veðri sem er ef ekki væri Lúðrasveit-
in til að bjarga málum”.
Vagga íslensks
hljóðfæraleiks
Þeir eru ótrúlega margir sem ekki
gera sér grein fyrir því að hjá lúðra-
sveitunum er vagga íslenskrar
hljómsveitarmenningar. Ur þeirra
röðum komu fyrstu strengjaleikar-
arnir. Þeir byggðu fyrsta, og líkast
til eina húsið fram til þessa sem
reist var í þeim tilgangi einum að
vera tónlistarhús. Fæstir virðast
meira aö segja vita að Tónlistarskól-
inn í Reykjavík var stofnaður og var
til húsa fram yfir Heimsstyrjöldina
síöari í Hljómskálanum. Því er saga
íslenskra lúðrasveita svo merkileg
að hún er um leið saga upprisu þess
tónlistarlífs sem við erum svo stolt af
nú. Því er þessi söguritun hrein
björgun menningarverðmæta.
Misskærir, en saman
hljóma þeir vel
Að vísu er ekki bókin öll rituö af
Atla Magnússyni og hún er ekki öll
lipurlega og vel rituð saga. Margir
kaflanna um einstakar lúörasveitir
eru líkastir afmælispistlum, rituð-
um af skyldu en ekki þörf, og sumir
eru í besta falli eilítið upphafnar
skýrslur. Einn kaflinn í bókinni er þó
hreinasta perla. Það er hin merka
söguritgerö Lárusar Zóphoníasson-
ar, Um hornaflokka á Akureyri
1893—1982. Ritar Lárus þar gagn-
merka sagnfræöi í beinskeyttum og
einarðlegum stíl. Frá sjónarhóli bók-
menntanna hefði best farið á því að
láta Atla og Lárus rita bókina alla
eftir eigin höfði. En slíkt hefði ekki
verið heiðarleg hornaflokkasagn-
fræöi. A landsmótum er hlustaö af
sömu athygli á fámenna flokkinn úr
fiskimannaþorpinu og hálft blásara-
legíó úr borginni. Bókin er saga allra
hornaflokka á Islandi og sérstakt
ánægjuefni er að allir skuli að lokum
standa saman um ritun og útkomu
þessarar bókar því ekki voru allir
sammála þegar ákveðið var að ráð-
ast í verkiö. Bókin er íslenskum
hornablásurum til sóma og þótt ekki
séu allir kaflarnir ritaðir af sömu
pennafærni þá er því ekki ósvipað
farið og þegar menn blása saman —
þótt einn lúðurinn hljómi öðrum
skærar verður það ekki greint ef
hlustaö er eftir samhljómnum.
EM