Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Síða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. Engin gengisfelling eða verðbólga Hjá okkur færðu allt í jólaskreytinguna á lága verðinu: grenibúnt 95 kr. Jólatré: þinur, rauð- greni og fura. Kertaskreytingar frá 130 kr. Geysi- legt úrval af gjafavörum. Odýrar jólatréskúlur. Skreyttir krossar og greinar á leiði. Hvar færð þú könglapokann á 5 kr? I Blómaskálannm, Kársnesbraut 2, Kópavogi, sími 40980. Svefnsófar í úrvali Hæð 97 cm, lengd 170 cm, breidd 75 cm. VÖNDUÐ VARA Á VÆGU VERÐI. Smiöjuvegi 6, Kópavogi símar: 45670 — 44544. Ötal girnilegra rétta á matseðli okkar. Njótið kvöldsins í Nausti. Veitingahúsið Naust Borðapantanir í síma 17759. Neytendur Neytendur Neytendur Verðlistinn heim- sækir Hrafnistu fyrir jólin „Voöalega ertu púkó — þú ert aö máta kjólinn sem mér fannst svo sæt- ur. Hann er svo smart sko, já í alvöru, þú gætir farið í leikhús og hvert sem er í honum. Já, og hann væri líka fínn í spilamennskuna. ’ ’ Viö erum stödd á Hrafnistu í Reykja- vík og voru frúrnar þar að fá sér jóla- kjólana. Verslunin Verölistinn hefur gert að árlegum viöburöi hjá sér fyrir jólin aö senda tvær konur með fullt af kjólum í einn dag á vistheimilið Hrafn- istu til að leyfa þeim borgurum sem erfitt eiga meö aö fara mikiö út aö velja sér kjóla þar. Verölag kjólanna er frá 2.500 krónum og upp í 4.500 krón- ur en veittur er 10 prósent afsláttur til þessara kvenna, og breytingar eru fríar. Þórdís Gunnlaugsdóttir, starfsmaö- ur Hrafnistu, sagöi að fólk keypti þónokkuð utan á sig á þessum degi. Þær sem eru göngufærar fara oft sjálf- ar í bæinn og kaupa utan á sig og jafn- vel færu þær bröttustu til útlanda. Sigurborg Vilbergsdóttir, vistmaö- ur, sagðist hafa saumað marga kjóla, aöallega þó á börnin, fyrir nokkrum árum. „Eg er of nísk til aö fara aö henda 3.000 kr. í einn kjól en þó er einn þarna á slánni sem mér líst mjög vel á,” sagði Sigurborg. „Mér sýnist úr- valið vera nokkuö mikiö. Þaö er nauðsynlegt aö gera þetta sem Verð- listinn gerir — þetta er mikil tilbreytni fyrir fólkiö hér og um leið þægindi. Eg er nýkomin hingaö á Hrafnistu — kom í júlí og líkar mjög vel. Eg á tvo fína kjóla sem ég get notast við lengur og vil ég frekar nota peningana til að gleðja barnabömin, sem eru orðin 11 talsins, já og svo auðvitað bamabarna- börnin, sem ég hef nú ekki einu sinni töluna á.” Úlafía Bjarnadóttir, vistmaður, sagði að enginn kjólanna höfðaöi sér- staklega til sín. Hún sagðist eiga spari- kjól frá Verðlistanum í fataskápnum sínum, sem væri hvítur og svartur, og notaöi hún þann kjól við hátíðleg tæki- færi. Sigríöur Friöriksdóttir vistmaður sagðist vera svo lítil að enginn kjól- anna passaði — alla vega ekki þeir kjólar sem hana langaði í. „Ég vildi kjól úr þykku og hlýju efni svo hægt sé að nota hann mikið á veturna. ” Afgreiðslustúlkurnar tvær frá Verð- listanúm, Sólborg Arnadóttir og Jó- hanna Bjarnadóttir, höfðu í nógu að snúast og höfðu þær lítinn tíma til að ræða við blaðamann. Þær sögðust samt hafa mjög gaman af þessum degi fyrir jólin. „Þaö er gaman að koma hingað, hitta konurnar og gera þeim til Starfsstúlkurnar á Hrafnistu höfðujafnvel áhuga á sumum kjólanna. DV-myndBj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.