Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Page 34
42 qSyvANm /í EFTIRTAL / mem Bláskógar Ármúla 8. Sími 68-60-80. Unnarbraut Arnarnes Sóleyjargata Aragata Hátún Hálsasel Háteigsvegur HAFK) SAMBAND VID AFGREIDSLUNA 0G SKRIFIÐ YKKUR A BIDUSTA. Bláskógar OPNA GJAFAVÖRU VERSLUN HOLME GAARD OG AÐRAR GÖÐAR GJAFAVÖRUR 10% KYNNINGAR- AFSLÁTTUR TIL JÖLA DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. Nýjar bækur Nýjar bækur DESMOND BAGLEY DESMOND BAGLEY í NÆTURVILLU Desmond Bagley ritaði í næturvillu um svipað Ieyti og hann skrifaði met- sölubækur sínar, Gullkjölinn, Fjalla- virkið og Fellibyl. Þessi bók var þó ekki gefin út strax, þar sem höfundurinn vildi gera á henni nokkrar endurbætur. Og þar sem önnur viðfangsefni tóku við hjá honum dróst útgáfa bókarinnar á langinn. Síðan eru liðin tuttugu ár og nú loksins hafa endurbætur verið gerðar, sem. höfundur óskaði, samkvæmt athuga- semdum hans sem fylgdu handritinu og þar með er hún komin í sinn rétt- mæta sess meðal Bagleybókanna. I næturvillu er gefin út af Suðra og er 263 bls. ð m KRAKKAR MÍIMIR, KOMIÐ ÞIÐ SÆL BARNALJÓÐ EFTIR ÞORSTEIN ú. STEPHENSEN Ut er komin í fjórðu útgáfu Krakkar mínir komið þig sæl, sem eru bamaljóð eftir Þorstein ö. Stephensen. Teikn- ingar gerði Halldór Pétursson. Bókin er 41 bls. Helgafell gefur út. FÓLKIÐ í FIRÐINUM TEXTI OG MYNDIR ÁRNIGUNNLAUGSSON I þessu fyrra bindi bókarinnar Fólkið í Firðinum birtast 188 ljós- myndir af eldri Hafnfirðingum, sem teknar voru á árunum 1960—1979, oftast á fömum vegi í Hafnarfirði. Myndunum fylgja æviágrip 229 einstaklinga, upplýsingar um helstu störf þeirra og annar fróðleikur, meðal annars um mörg af húsunum sem sjást á myndunum. Myndimar sem birtar eru em þær sömu og voru á ljósmynda- sýningu höfundar haustið 1979. Við myndatökumar var yfirleitt miðað við að viðkomandi hefði lengi búið í Hafnarfirði og náð 70 ára aldri. Siðara bindiö mun koma út næsta vor. Höfundur gefur bókina út. Er hún 191 bls. ístómbroti. lljSlílÍ.ljMt Sví'ÍJISVFH Hrossin frá KIRKJUBÆ HJALTI JÓN SVEINSSON HROSSIN FRÁ KIRKJUBÆ I þessari bók er sögö saga íslenska hestsins og gerð grein fyrir sérstæðu ræktunarstarfi. Það starf fer nú fram j að Kirkjubæ á Rangárvöllum en hófst jupp úr 1940 er Eggert Jónsson frá Nautabúi í Skagafiröi hóf aö kaupa rauöblesótt hross víðsvegar að, með tilliti til markvissari stofnræktunar. Bókin segir frá fjölda stóðhesta, hryssa og gæðinga sem komið hafa viö sögu íslenskrar hestamennsku í gegn um árin. Hér er fjallað um tilraunir og aðferðir þeirra Eggerts og Stefáns Jónssonar og Sigurðar Haraldssonar, núverandi bónda í Kirkjubæ. Höfundur bókarinnar, Hjalti Jón Sveinsson, hefur verið áhugasamur hestamaður frá unga aldri. Hann hefur um nokkurra ára skeið verið ritstjóri Eiöfaxa og skrifað þar og víðar um hesta og hestamennsku. Samhliða vinnu að bókinni hefur Hjalti Jón haft umsjón með gerð kvikmyndar um hrossin frá Kirkjubæ, sem kemur út á myndbandi um leið og bókin. Hrossin frá Kirkjubæ er 119 bls. og er prýdd fjölda mynda, bæði svarthvítra og litmynda. Sjón og saga gefur bókina ! Út. ! JAROSLAV HASEK GÓÐI DÁTINN SVEJK Víkurútgáfan hefur gefið út hina vinsælu skáldsögu Góði dátinn Svejk. Er þetta fjórða prentun. Jaroslav Hasek var Tékki. Hann skrifaði Svejk og andaðist 1923, tæplega fertugur að aldri. Bókinni voru ætlaðir lengri líf- dagar. Það mun vera sameiginlegt álit flestra bókmenntafræðinga að bókin um góða dátann Svejk sé eitthvert snjaiiasta skáldverk sem nokkru sinni hafi verið ritað um styrjaldir og ekki er um þessar mundir útlit á að þvílíkur Fróðafriður sé í vændum að hún verði ekki í fullu gildi enn um stund. Þýðing sú sem hér birtist er eftir Karl Isfeld og kom fyrst út á árunum 1942—1943. Bókin er368bls. JAKOB F. ÁSGEIRSSON ALFREÐS SAGA OG LOFTLEIÐA Bókaútgáfan Iöunn hefur sent frá sér Alfreðs sögu og Loftleiða. Jakob F. As- geirsson skráði eftir frásögn Alfreös og ýmsum fleiri heimildum. I bókinni rek- ur Alfreðs Elíasson, fyrrverandi for- stjóri, minningar sínar og greint er frá tilurö og sögu Loftleiða, „hvernig fyrirtækiö óx úr nánast engu upp í aö verða stórveldi á íslenskan mæli- kvaröa,” segir í frétt frá forlaginu. „Fjallaö er um íslenska flugsögu sem nær hápunkti með sameiningu Flugfé- lags Islands og Loftleiða sem sumir vilja kalla „stuld aldarinnar”. Alfreð Elíasson segir hér frá upp- vaxtarárum sinum, dvöl vestanhafs og fyrstu kynnum af flugi og flugmálum og koma hér við sögu allir helstu for- vígismenn í íslenskum flugmálum við stríðslokin. Þá er greint frá stofnun Loftleiða og baráttu þeirra fyrir stöðu sinni á hinum harða markaði Atlants- hafsflugsins. Frásögnin er studd margvíslegum gögnum, samtímafrá- sögnum blaða, munnlegum upplýsing- um, svo og einkaplöggum sem hafa verið á fárra vitorði um hvað gerðist bak við luktar dyr fundarher- bergja og forstjóraskrifstofa þegar teflt var um völd og metorð í stærsta fyrirtæki Islendinga,” segir í kynningu forlagsins. Má því segja að bók þessi sé grundvallarheimild um sögu flug- mála á Islandi. Alferðs saga og Loftleiða er stór bók, 350 bls., og ríkulega myndskreytt. I eftirmála gerir skrásetjari grein fyrir helstu heimildum og aftast er skrá um mannanöfn. Bókin er pentuð hjá Prent- smiöjunni Odda hf. Kápa er hönnuð í Auglýsingastofunni Octavo. DON KÍKOTI I 8 BINDUM EFTIR CERVANTES SAAVEDRA Almenna bókafélagið hefur nú sent frá sér 3 síðustu bindin af stórverkinu Don Kíkoti eftir Cervantes. Er þá allt verkið komið út, alls 8 bindi, í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Hvert bindi er um 230 bls. Don Kíkoti er eins og kunnugt er eitt af stórverkum heimsbókmenntanna sem olli straumhvörfum þegar hún kom út, kvaö niður heila bókmennta- grein — hinar rómantisku riddara- sögur — og markaði um leið upphaf nú- tíma skáldsögunnar. Sagan er sífellt lesin víða um heim vegna þess hve skemmtilega glettin hún er og raunar kátbrosleg. Upphaflega var litið á hana eingöngu sem háðska ádeilu á lífsblekkingar hinna rómantísku ástar- og hetjusagna miöalda og samtimans, en nú hrífast menn af henni fyrst og fremst fyrir hjartahlýju hennar og ástúölega kímni og hinar skemmtilegu mannlýsingar — annars vegar hinn afar mikli hug- sjónamaður Don Kíkoti og hinsvegar hinn jarðbundni og raunsæi Sjanso Pansa. Þeir nálgast hvor annan smátt og smátt, bera hvor af öörum. Þýðing Guðbergs Bergssonar á þessu stórverki óstyttu er sannkallað afrek til auðgunar íslenskum bók- menntum. Hvert bindi er um 230 bls. að stærð. Prentun hefur Víkingsprent annast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.