Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Síða 1
Lenti of hratt Loftferðaeftirlit Flugmálastjórn- ar sendi frá sér fyrr í þessari viku skýrslu um atvik á Keflavíkurflug- velli þann 12. febrúar í fyrra, þegar DC-8 þota Flugieiöa meö 235 manns um borö fór fram af flugbraut i lend- ingu. 1 skýrslunni kemur fram að flug- vélin hafi að öllum likindum snert brautina á bilinu 700 til 780 metra inni á braut þegar aðeins voru um 2.350 til 2.270 metrar eftir af brautinni. Snertihraði flugvélarinnar átti að vera 270 til 280 kílómetrar á klukku- stund en var þess í stað líklega um 290 kílómetrar á klukkustund, sam- kvæmt því sem flugriti skráði. Þetta var meiri hraði en þörf var á. Hefði flugvélin snert brautina á eðlilegum hraða átti hún að geta stöðvast allnokkru áður en brautar- endavarnáö. Flugstjóranum voru gefin upp bremsuskilyrði um tiu minútum fyrir lendingu. Þau voru þá sæmileg til góð. Fjórtán mínútum eftir lend- ingu reyndust skilyrðin sæmileg til léleg en þó ekki undir þeim mörkum sem Flugleiðir setja vélum sínum. Iskýrslunnisegir: Líklegt er að bremsuskilyrði hafi verið enn verri í lendingunni sjálfri en þessar mælingar gefa til kynna, eða einmitt meöan brautin var að frjósa og á brautinni var bæði ís og bleyta. Upplýsingar um versnandi ástand brautarinnar komust ekki fyllilega til flugstjórans. SlökkviUðsmaður beið við enda brautarinnar til þess að dreifa hálku- eyði. Flugstjóranum var ekki kunn- ugtumþetta. -KMU. Verkfall boðað áfarskipunum Samninganefnd undirmanna á far- skipum boðaði í gær verkfall á far- skipunum, með viku fyrirvara. Ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma kemur verkfallið því til framkvæmda 30. janúar. Engir fundir voru haldnir hjá sáttasemjara vegna þessarar kjara- deilu í gær. Iiklegt er taliö að deilu- aðilar verði kallaöir saman siðdegis í dag. ÓEF „Grundvallarlögmálið er að það er búið að leyfa Búseta að byggja. Ibúð- irnar verða byggðar fyrst, síðan kemur upp spumingin til hverra á að úthluta þeim,” segir Jón Rúnar Sveinsson, formaður Bíseta. Jón Rúnar er ekki sammála þeim ummælum félagsmálaráðherra sem koma fram hér á síðunni. Hann telur að lögin heimili Byggingasjóði verkamanna að lána til búseturéttar- íbúða. „Alexander hefur leikið á Þorstein Páisson þannig aö sjálfstæðismönn- um hefur ekki tekist að kæfa félagið í fæðingu. Þorsteinn átti að heita for- maður félagsmálanefndar þegar lög- in voru samþykkt, en hann hefur greinilega aldrei lesið frumvarpið,” segir Jón Rúnar. Hann segir að ætlun Búseta sé að byggja búseturéttaribúðir, en þeir gætu þó sætt sig við að byggja ieigu- íbúðir fyrir forgangshópa ef það væri skilyrði fyrir lánveitingunni. Fram- kvæmdir við 56 ibúöir á vegum Bú- seta eiga að hef jast í sumar og sagði Jón Rúnar að hugsanlega yrði tekið lán innanlands eða erlent lán með milligöngu norræns samvinnusam- bands á sviði húsnæðismála meðan beðið væri eftir láni frá Bygginga- sjóði verkamanna. ÖEF Nótaveiðiskipið Jón Finnsson RE hefur verið selt til Chile eins og greint hefur verið frá i frétt- um. Seint í gærkvöldi lagði skipið af stað frá Reykjavík til hinna nýju heimkynna. . DV-mynd S. Ekki lánað til búseturéttaríbúða — en Búseti má byggja leiguíbúðir fyrir aldraða, námsmenn og öryrkja „Það er ekki verið að opna fyrir búseturéttarfyrirkomulagiö. En Bú- seti getur fengið lán til að byggja leiguíbúðir fyrir námsfólk, aldraða og öryrkja, eins og lögin heimila öðr- um félagasamtökum,” segir Alex- Formaður Búseta: r Osammála Alexander ander Stefánsson Félagsmálaráð- herra. Halldór Blöndal alþingismaöur sagði í DV í gær aö ef Búseti fengi lán úr Byggingasjóði verkamanna væri það brot á samkomulagi stjórnar- flokkanna. Samkomulag hefði orðið um að nefnd á vegum stjómarflokk- anna semdi frumvarp um húsnæðis- samvinnufélög. I tilkynningu frá Búseta segir hins vegar að félagið hafi fengið heimild til að fá lán úr Byggingasjóði verka- manna samkvæmt ákvörðun félags- málaráöherra og Húsnæðisstofnunar ríkisins. Sé því ekkert til fyrirstöðu að framkvæmdir hefjist á þessu ári við 76 búseturéttaríbúðir sem sótt hafi veriö um lán til. Alexander Stefánsson sagðist ekki hafa veitt Búseta rétt til lána til að byggja búseturéttaríbúðir. Húsnæð- isstofnun hefði hins vegar óskað eftir túlkun ráðherra á þeirri grein lag- anna sem fjallar um lán til leigu- íbúða. Hann hefði svarað því svo að Húsnæðisstofnun væri heimilt að veita lán til Búseta eins og annarra félagasamtaka svo fremi sem þessar leiguíbúðir væru ætlaöar námsfólki, öldruðum og öryrkjum og til útleigu með hóflpgum k jörum. „Búseti getur eingöngu fengiö lán til að byggja leiguíbúðir fyrir þessa tegund af félagsmönnum sínum. Þaö númerakerfi sem Búseti hefur fyrir félagsmenn sína verður að bíða þess tíma að sett hefur verið löggjöf um húsnæðissamvinnufélög. Lán til bú- seturéttaríbúða er ekki heimilt sam- kvæmt þessu bréfi,” sagði Alexand- er Stefánsson. ÓEF. Kaupverð Kyndils hagstætt — segir skipamiðlarinn—systurskipið með umtalsverða galla Olíufélögunum Skeljungi og Olís stóð til boða aö kaupa Torasund, systurskip nýja Kyndils, á svipuðu verði og DV greindi frá í gær að öðrum aöilum hérlendis hefði verið boðið. Fulltrúar olíufélaganna skoð- uðu skipið. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá skipamiðluninni Gunnar Guðjónsson sf. vegna forsíðufréttar í DV í gær. Blaöið setti fram þá spum- ingu hvort olíufélögin hefðu greitt 34 milljón krónum of mikið fyrir Kyndil. Þessi fjárhæð er mismunur- inn á verði Kyndils og því verði sem sett var upp fyrir systurskip þess. „Hinn nýi Kyndill var tvímæla- laust talinn vænlegri skipakostur en Torasund til kaups þar sem Tora- sund er tæplega einu og hálfu ári eldra og er með ýmsa mjög umtals- veröa galla, svo sem að skipið er með umtalsverðar botnskemmdir, önnur ljósavél og annar ketill skipsins eru ónýt og skipið hefur legið í um það bil sjö mánuði í hálfgerðu reiðuleysi í kjölfar gjaldþrots útgerðar skipsins. Einnig má bæta við aö nýi Kyndill er mikið fullkomnara skip en Torasund hvað viðvíkur mengunarvörnum og eldvarnarbúnaði,” segir í athuga- semdum skipamiðlarans. Staöhæfir hann að kaupverð Kyndils hafi verið óvenju hagstætt. Islensku olíufélögin hafi keypt það fyrir 27,5 milljónir norskra króna. Verð skipsins til fyrri eigenda hafi verið 37 milljónir norskra króna við afhendingu fyrir réttum tveimur árum. Verð fyrir samskonar nýtt skip í dag sé 44 til 45 milljónir norskra króna. Segir skipamiðlarinn að nýi Kyndill sá vafalítið fullkomn- asta skip íslenska kaupskipaflotans. „Varöandi getsakir um óvenju há umboðslaun viljum viö taka fram að kaupverö skipsins samkvæmt kaup- samnmgi og afsali, norskrar krónur 27,5 milljónir, voru greiddar hinum norsku seljendum í gegnum Utvegs- banka Islands og Landsbanka Is- lands til Vesturlandsbanken í Bergen og eru upplýsingar norska blaðsins um kaupverðið því afrangar,” segir í fréttatilkynningunni, sem Magnús V. Armann ritar undir. -KMU. §88111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.