Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Qupperneq 5
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985. 5 Dúndrandi uppgangur Flugleiða í Ameríkuflugi: TVOFOLDUN A ÞREMUR ÁRUM Flugleiðir meira en tvöfölduðu far- þegaflutninga sína í Ameríkuflugi á aöeins þremur árum. Áriö 1985 flutti félagið um 249 þúsund farþega á Norður-Atlantshafsleiðinni. Áriö 1981 voru farþegamir um 120 þúsund talsins á þessari mikilvægustu flugleið félagsins. Og enn er gert ráð fyrir aukningu. Að sögn Sigurðar Helgasonar yngri, væntanlegs forstjóra, sem nú er yfir vestursvæði Flugleiða, áætlar félagið að flytja að minnsta kosti tíu af hundr- aði fleiri farþega á þessari flugleið í ár en á nýliðnu ári. Ferðum verður þó ekki fjölgaö yfir háannatímann, að sögn Sigurðar. Þær verða átján í hverri viku, eins og síðastliöið sumar. Þó verða teknar upp ein til tvær ferðir í viku milli New York og Keflavíkur án þess að flugvélin haldi áfram til Lúxemborgar. Ástæða þessa er mikil aukning á farþegum milli Skandinavíu og Banda- ríkjanna. Þeir farþegar skipta um flugvél á Keflavíkurflugvelli. „ A síðastliönum tveimur árum hef ur verið 40 til 50 prósent aukning á farþegum-okkar milli Bandaríkjanna og Skandinavíu. Gert er ráð fyrir 40 prósent aukningu í ár,” sagði Sigurður Helgason. „Þetta eru einkum Bandaríkjamenn af norrænum uppruna sem vilja gjaman bæta Islandi við á leiðinni til okkur. Osló er einn okkar sterkasti staður,” sagði Sigurður. Enda þótt ferðum yfir hásumarið veröi ekki fjölgaö verður boðið upp á fleiri ferðir i vor og haust og yfir vetrartímann. -KMU. Markaðsstjórar Rugleiða# hóldu fund í gœr undir stjóm Sigfúsar Erlings- sonar. Starfið nœsta sumar var skipulagt. DV-myndir: Bj.Bj. Sigurður Helgason, yfirmaður i NewYork. Skandinavíu. Til að mæta þessari þörf hef jum við flug til Bergen í Noregi í sumar. Við verðum þá eina flugfélagið í Banda- ríkjunum sem býður beint flug þangað, aövísuumlsland. Norðmenn virðast hafa mikið álit á Kort um sjósókn Islendinga Sjávarútvegsráðuneytið hefur í samvinnu við Landmælingar Islands látið gera kort til skýringar á helstu þáttum í sjósókn Islendinga. Kortið samanstendur af 13 sérkortum. Það stærsta sýnir landið, landhelgina, miðin og hafstrauma á svæðinu. Auk þess eru minni kort og skýringar- myndir um fiskgöngur, afla og veiðarfæri. Slysavarnafélag Islands mun dreifa kortinu og fær allan ágóða af sölu þess. Ráöuneytið mun afhenda Slysavarnafélaginu 2000 eintök og gefa því útgáfurétt að 8000 kortum að auki. Enn er óvíst hvað kortið mun kosta á almennum mark- aði. Talið er að verðið verði ekki undir 750 krónum. Námsgagnastafn- un hefur beöið um kortið til dreif- ingar í skóla landsins. -GK Halldór Ásgrímsson sjávarútvagsráðharra afhenti Haraldi Hanrýssyni, forsata Slysavamafélagsins, kortið. DV-mynd Bj. Bj. 1. Aður 3.495,- Nú 2.595,- 2. Áður 2.965,- Nú 1.995,- 3. Áður 3.495,- Nú 2.595,- 4. Áður 3.560,- Nú 2.495,- 6. Áður 3.560,- Nú 2.495,- 7. Áður 670,- Nú 350,- 9. Aður 1.885,- Nú 1.385,- 10. Aður 2.285,- Nú 1.785,- 11. Aður 3.360,- Nú 1.995,- 12. Áður 1.185,- Nú 895,- 13. Aður 1.285,- Nú 885,- 18. Áður 2.495, Nú 1.995,- 21. Áður 1.185,- Nú 750,- 25. Aður 1.075,- Nú 775,- 28. Aður 3.470,- Nú 2.595,- Skóverslun Þórðar Péturssonar Laugavegi 95, simi 13570 — Kirkjuhvoli 8, sími 14181.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.