Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Síða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
„Soldill kapítalismi
getur ekki skaðað oss
ff
— segir Deng Xiaoping sem stendur á áttræðu
og er í kapphlaupi við tímann til þess
að koma umbótum sínum í kring
Deng Xiaoping. Myndin er tekin þegar hann flutti margivitnaða ræðu
sina i október 6 35 óra afmæli alþýðulýðveldisins.
. . Nauösyn ber til þess aö telja
gamla félaga á aö víkja úr sæti til
þess aö yngri mönnum veröi komið
aö,” sagði Deng Xiaoping í ræðu á
fundi með ráögjafanefnd miöstjórn-
ar.
Fyrstu vikur þessa árs bera því
vitni aö hann ætlar ekki að láta sitja
viö orðin tóm, því aö mannaskipti í
ýmsum embættum og þá aöallega
innan hersins gefa til kynna aö
uppyngingarherferðin er hafin. —
Fjörutíu gamlaðir herforingjar,
eftirlegukindur frá árum Maos for-
manns, sögðu af sér.
Dugar ekki að
loka öllum gáttum
Og á nýja árinu hefur Deng árétt-
að þá stefnu sína að færa efnahagslíf
Kína inn í 20. öldina og opna um leið
landiö fyrir vestanvindinum. ,,Ekk-
ert land fær fylgst meö þróuninni ef
þaö lokar gættum,” segir Deng.
Deng stendur á áttræöu og keppist
viö aö festa umbótahugmyndir sínar
í sessi áður en hann neyðist frá að
hverfa. Fyrir skömmu opnaöi hann
erlendu f jármagni leið til f járfesting-
ar í f jórtán hafnarborgum Kína sem
sýnir glöggt hve tímarnir hafa
breyst í Kina frá ríkisárum Maós.
Nýlega boðaði hann aö ríkið mundi
hætta að kaupa eins og áöur ákveðna
kvóta af landbúnaðarframleiðslunni
sem hafði framkallað offramleiðslu
á korni. Samningur stjórnar hans við
Bretland um framtíð Hong Kong
mun leiöa til þess að við yfirtöku
Hong Kong munu tvö stjómkerfi
vera í einu og sama landinu. Það
«g
þykir þó geta orðið fordæmi fyrir
hugsanlega samninga síðar meir um
endurheimt Taiwan (Formósu) og
sameiningu við Kína. I utanrikismál-
um hefur Deng fært sér klókindalega
í nyt spennuna milli risaveldanna og
stýrt Peking mitt á milli Moskvu og
Washington. Fyrir nokkrum vikum
heimsótti Ivan Arkipoff, fyrsti að-
stoðarforsætisráöherra Sovétríkj-
anna, ráðamenn í Kína og er það
fyrsta heimsókn háttsetts embættis-
manns til Kína síðan 1969. I þessum
mánuði mun formaður herráðs
Bandaríkjanna, John Vessey hers-
höfðingi, heimsækja Kína.
Gula kverið
hans Dengs
Þessi hröðu vinnubrögö Dengs
hafa vakið upp einhverjar gagnrýn-
israddir sem hafa áhyggjur af því að
hann leiði landið „beint niður hinn
kapítalíska veg,” en aðstoöarmenn
hans kveða slíkt tal jafnharðan
niður. Þeir segja að hann vilji að
efnahagslífið skili meiru af sér og
njóti meiri hagkvæmni, en bera á
móti því að hann ætli að afnema með
öllu ríkisforræðið eða leyfa hömlu-
laust tjáningarfrelsi. Markmið hans
er „sósíalismi með kínversku and-
liti,” eins og þaö er útmálaö í „Gula
kverinu”, samansafni yfirlýsinga
Dengs, sem nýlega var gefið út í
Bejing.
Meiri hagkvæmni, meiri virkni og
árangur er grunntónninn í boöskap
Dengs og í anda þess voru manna-
skiptin í hernum á dögunum. Flestir
foringjarnir sem sögðu af sér voru
komnir yfir sextugt, þriggja stjömu
hershöfðingjar eða hærra settir.
Margir þeirra höfðu staðfastir fylgt
stefnu Maós um „alþýðuher” og
voru tregir til aö breyta hemum til
nútímavísu. Ennfremur höföu þeir
notið mikilla áhrifa í menningarbylt-
ingunni og létu sér miður líka að
Deng beitti sér fyrir því aö fjárveit-
ingum ætluöum hernum var frekar
beint til borgaralegra þarfa. Enn-
fremur hefur Deng unnið að því að
stjaka foringjum í hemum út úr póli-
tíkinni. Ætlun hans var að fá yngri
menn í foringjastöður hersins úr
þessum 100 foringjaskólum sem her-
inn hefur í Kína. „Ég vildi gjarnan
sjá menn með opnara hugarfar í
hemum,” sagði Deng nýlega.
Fjögur forgangsverkefni
1 umbótaherferð sinni hefur Deng
sett f jögur markmið efst og í ákveð-
inni röð. Fyrst og fremst umbætur í
landbúnaði en þær hafa verið í fram-
kvæmd síöustu árin. Næst, og þær
eru þegar hafnar, umbætur í iönaði. I
þriðja lagi umbætur og átak í vísind-
um og tækni og ekki fyrr en í fjórða
lagi uppdubbun hersins. — Á meöan
hefur herinn t.d. veriö notaður tölu-
vert til aðstoðar við nýbyggingar og
mannvirkjagerð til borgaralegra
þarfa og ýmis sjúkrahús og gistihús,
sem herinn hafði áður forgang að,
hafa verið tekin í borgaralega þágu.
Athyglisverðara er þó hitt að fjórir
fimmtu af vopnaverksmiðjum Kína
eru nú komnar í framleiðslu neyslu-
vamings og skila saumavélum,
ísskápum og vélhjólum.
Deng hefur farið sér hægar við að
yngja upp innan flokksins. 1983 var
talaö um herferð til þess að leiörétta
stefnu flokksmanna og endurskoöun
á embættismönnum hans á þrem
þrepum: Uti í dreifbýlinu, í þéttbýl-
inu nær miðstjóminni sjálfri, og loks
meðal almennra óbreyttra flokks-
félaga. I desember síðastliðnum
greindi Bo Yibo, sem yfirumsjón
hefur með þessari endurskoðun, frá
því á fundi meðal flokksbroddanna,
að þessi áætlun væri ekki lengra
komin en á annað þrep. Hann upp-
lýsti að flokkurinn hefði ákveðið að
víkja ekki fyrrverandi Rauðum
varðliðum úr flokknum, en þeir áttu
mestan þátt í rótinu á áratug menn-
ingarbyltingarinnar. „Þeir voru of
ungir þá til að skilja hið rétta í hlut-
unum,” sagðiBo.
Frjálslyndinu
takmörk sett
Þrátt fyrir frjálslyndi Dengs
gagnvart fjölmörgum þáttum hefur
stefna Bejing breyst lítið gagnvart
listamönnum. A þingi rithöfunda-
samtakanna (sótt af 2.500 fulltrú-
um) var þeim ræðumönnum klappaö
mest lof í lófa sem kröfðust aukins
tjáningarfrelsis. „Kina þarf að eiga
sína Dante, Shakespeare, Göethe og
Tolstoj,” sagði Ba Jin, hinn áttræði
formaður samtakanna. En menn eru
ekki of bjartsýnir í þessum efnum,
minnugir þess þegar Maó formaður
lofaði öllu fögru um frelsi í listtján-
ingu í herferö „hundrað blóma”
1956—57, þá var hann fljótur að sjá
sig aftur um hönd. Síðan Deng kom
til valda hafa þeir, sem héldu úti rót-
tækustu skrifunum á „Lýðræðis-
múmum” í Bejing 1979, endað í
fangabúöum. Meðal embættismanna
flokksins heyrist naumast önnur af-
staða en bókmenntirnar hljóti aö
þjóna byltingunni.
Til þess að trygg ja f ramgang þess
verks sem Deng er byrjaður á,
áfram eftir hans dag, þarf hann aö
feta sig varlega við aö umbylta kerf-
inu, án þess að kasta alveg frá sér
sósíalismanum. I október reyndi
hann að sefa gallhörðustu maóistana
sem óttuðust að hann hefði gengið of
langt. ,JSvolítill kaptítalismi getur
ekki skaöað okkur,” sagði hann en
fullvissaði þá um leið um að ný
broddborgarastétt mundi ekki rísa
upp í kjölfar umbótanna. Heimsókn
sovéska aðstoöarforsætisráðherrans
og nýjustu viðræður Kína og Sovét-
ríkjanna geta skoðast sem tákn þess
að Kína ætlar ekki að arka einstefnu-
götu vesturveldanna. Þykjast menn
finna þar nokkra þíðu í sambúð
kommúnistarisanna.
Þjóðarsál Kínverja
Tíminn einn mun leiða í ljós hvort
Kína framtíðarinnar verður með því
marki sem Deng vill setja á það.
Margir landar hans eru byrjaðir aö
kvarta undan því að umbætur hans
Námsmaður við tölvudútl,
innreiðin í 20. öldina.
hafi vakiö upp spillingu, atvinnuleysi
og verðbólgu. Vegna niðurgreiðslna
greiða Kínverjar lítið í húsaleigu og
ýmsar mikilvægar neysiuvörur og
eftirspurn eftir ýmsum innfluttum
varningi hefur aukist með meiri
kaupgetu. Ymsir spá því að framtíð-
in velti ekki á hugmyndafræðinni
heldur meir á þjóöarsálinni. Kín-
verskur sósíalismi, segja þeir sem
vel þekkja til Kínverja, hlaut allt frá
upphafi að vera fyrirfram dæmdur
til þess að vera ööruvísi en í Sovét-
ríkjunum. Kaupmangseðli og iðju-
semi sé ríkara i Kínverjum. I slíkum
vangaveltum vilja margir gleyma
rótgróinni tortryggni Kínverja á allt
útlenskt. 1 októberræðu sinni for-
dæmdi Deng tvö tímabil einangrun-
arhyggjunnar í Kína. Þaðfyrrafrá
miðju valdaskeiði Mingkeisaraætt-
arinnar (1368—1644) og fram á
nítjándu öld og hið síðasta síðustu
tvo áratugi. „Þetta hefur háð okkur
og það háði forfeðrum okkar,” sagði
hann.
Þykist ekkert gera sjálfur
I augum Dengs hlýtur mikið að
velta á því að eftirmaður hans standi
nógu styrkum fótum til þess að
hrinda öllum afturhvarfsatlögum.
Hann virðist sjálfur reiða sig mest á
Ahao Ziyang forsætisráðherra og Hu
Yaobang flokksformann. Segir Deng
hverjum sem heyra vill að þeir ann-
ist allar daglegar framkvæmdir, taki
allar ákvarðanir, og sjálfur streitist
hann viö að „gera hreint ekki nokk-
urn skapaöan hlut”. En eftir lífs-
hlaup þar sem hann sjálfur var
þrívegis fórnarlamb hreinsana veit
Deng allra manna best hve valt ver-
aldargengið er í valdabákni Kína og
að það helst ekki á réttum kili án
þess að hreyfa legg né lið. Enda bera
stöðugar fréttir breytinga í Kína því
vitni að Deng lætur ekki grasiö gróa
undir fótum sér og að hann ætlar
ekki að falla hið fjórða sinn í and-
(varaleysi.
Gamall handvagn og ísskápur úr fyrrverandi vopnaverksmiöju, gamail
timi og nýr.
Umsjón: Guðmundur Pétursson