Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Qupperneq 12
12
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF.
Stjórnarformaöurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf.
. Áskriftarverðá mánuði3IOkr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr.
Ferskfiskur er fullunninn
Ferskur fiskur ísaöur hefur sótt verulega á í útflutningi
upp á síökastiö. Til viðbótar viö hina hefðbundnu leið, að
togarar sigli með aflann, er nú kominn mikill og vaxandi
útflutningur á ferskum fiski í gámum. Sumt af þéssum
fiski er meira að segja flutt flugleiðis.
Þetta byggist á, að ferskur fiskur er verðmeiri vara en
frystur fiskur. 1 frystingu felst alls ekki nein fullvinnsla
sjávarafurða eins og margir virðast halda. Frystingin er
fyrst og fremst vörn gegn skemmdum eins og aðrar og
eldri aðferðir við fiskvinnslu.
Ferskur fiskur fer beint á markað. Hann hleður ekki á
sig kostnaði við fiskvinnslu og fiskgeymslu í sex mánuði.
Hann notar ekki rafmagn og húsaleigu í fiskvinnslu-
stöðvum og hann stendur ekki undir vöxtum, sem hlaðast
upp meðan beðið er eftir, að frysti fiskurinn komist í verð.
Þannig er ekki nóg með, að ferski fiskurinn sé seldur á
hærra veröi, heldur sparast í honum margvíslegur fram-
leiðslu-, geymslu- og vaxtakostnaður. Á móti þessum
sparnaði kemur svo hærri flutningskostnaður, sér-
staklega þegar fiskurinn fer með flugvélum.
Fyrr á árum var erfiðara að koma ferskum fiski á
markað í útlöndum en nú er orðið. Hann var oft orðinn
skemmdur, þegar til kastanna kom, og hrundi í verði. Á
þeim tíma var frysting kærkomin aðferð til að koma í veg
fyrir slík slys og halda tiltölulega stöðugu verði.
I framtíðinni mun gildi freðfisks hins vegar fyrst og
fremst felast í, að hann er kjörið hráefni fyrir verksmiðj-
ur, sem framleiða svokallaðar sjónvarpsmáltíðir. Þær
eru tilbúnar á borðið, þegar þeim hefur verið stungið
andartak í örbylgjuofn, sem víða er til á heimilum.
Ekkert bendir þó til, að sjónvarpsmáltíðir og örbylgju-|
ofnar muni ryðja ferskum fiski úr vegi. Víða um heim eru
menn sömu skoðunar og íslenzkir neytendur, líta ekki við
frystum fiski, þótt ferskur sé ekki fáanlegur. Þetta á til
dæmis við um fiskneyzluþjóð á borð við Frakka. i
Heppilegast fyrir okkur er að vinna upp fjölbreyttan
markaö fyrir fiskinn. Við eigum ekki að velja milli
freðfisks og ferskfisks, né heldur gleyma saltfiski og
skreið. Fjölbreytni í framboði felur í sér gagnlega vemd
gegn verðsveiflum, sem oft verða á afmörkuðum sviðum.
Stjórnvöld hafa löngum litið hornauga til útflutnings á
ferskum fiski og jafnvel lagt stein í götu hans. Það stafar
einkum af, að margir sjá ofsjónum yfir, að afkastageta
frystihúsanna sé ekki nýtt. Við þetta blandast svo óráðs-
hjalið um fullvinnslu sjávarafla.
Staðreyndin er, að samkeppnisaðstaða okkar er orðin
afar erfið gagnvart niðurgreiddum sjávarútvegi Noregs
og ýmissa annarra landa. Ef við getum gert sjávarút-
veginn arðbæran með því að spara vinnslu-, geymslu- og
vaxtakostnað og fá þar á ofan hærra verð, eigum við að
gera það.
Svo virðist sem fiskvinnslan geti ekki greitt útgerð og
sjómönnum það fiskverð, sem þessir aðilar telja sig lægst
þurfa. Hún geti ekki heldur greitt starfsfólki samkeppnis-
hæf laun fyrir erfiða vinnu, sem kostar vöðvabólgu,
heymarskemmdir og sjúkdóma í öndunarfærum.
Sala á ferskum fiski til útlanda er æskilegur kostur um
þessar mundir. Hún getur raunar skilið milli taps og
gróða í sjávarútvegi og rofið láglaunakreppuna í þeirri
grein. Telja verður afar skaðlegt, að stjómvöld leggi
fyrir misskilning stein í götu ferskfisksölunnar.
Jónas Kristjánsson.
DV
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
KRAFTAVERK
- EÐA HVAÐ?
A ,,\ heilt ár hefur verið haldið að
^ fólki skýringum á erfiðleikum
þjóðarbúsins og versnandi lífs-
afkomu, sem reynast svo vera
rangar."
Undur og stórmerki uröu í þjóöarbú-
skap Islendinga um sl. áramót og á
fyrstu dögum nýs árs. Kraftaverk
geröist, svo óvænt og undursamlegt, að
fæstir hafa enn áttað sig á umbreyting-
unum. Manna féll af himnum ofan.
Hvert er þaö kraftaverk — hvar er
þaö manna? Von aö spurt sé. Eins og
svo oft þegar undursamlegir hlutir
gerast, þá er eins og fólk sé feimiö viö
að ræða um þá. Blaðamönnum vefst
tunga um tönn og ábyrgum aöilum
verður oröfall. Svona eins og þegar
tveir tígulkóngar eru í spilunum. Spila-
reglurnar gera ekki ráö fyrir slíku.
Best að tala sem minnst um þaö.
Alvarlegur
aflabrestur
1 heilt ár hafa ábyrgir aðilar i þessu
íslenska samfélagi lýst þungum
áhyggjum sínum vegna uggvænlegra
áhrifa af aflabresti og veröfalli sjávar-
afurða á þjóöarbúskap landsmanna.
Samanlagðar sérfræöistofnanir
þjóðarinnar hafa reiknaö út fyrir hana
hvaö þessi aflabrestur svo ekki sé nú
talað um verðfalliö hafi rýrt lífskjörin
mikið. Hinir upplýstu fjölmiölar
þjóöarinnar hafa flutt vikulegar fréttir
af þessum válegu tíðindum og legíó
kastljósa og umræöuþátta hafa snúist
um þessi skelfilegu áföll — aflabrest-
inn og verðfallið. Með þungum og
ábúöarmiklum rökum og flóknum út-
reikningum hefur launafólki verið sýnt
fram á hvemig aflabresturinn og verö-
fallið hafi óhjákvæmilega leitt til al-
mennrar kjaraskerðingar og hversu
fráleitt sé fyrir verkamanninn, sjó-
manninn eða kennarann aö ætla aö
sækja eitthvað af fyrri kjörum til baka
í slíku árferöi. Jafnvel á sjálfu
gamlárskvöldi snerist ræða forsætis-
ráðherra einkum og sér í lagi um þetta
skelfilega ástand og sama má segja
um áramótagreinar annarra stjóm-
málaforingja.
Kraftaverkið
Varla var árið 1984 hins vegar liðið í
aldanna skaut þegar þau tíðindi spurð-
ust, að það ár hefði reynst vera þriðja
mesta aflaár Islandssögunnar. Hinir
upplýstu fjölmiölar, sem fylgst höfðu
grandgæfilega með stóralvarlegu
ástandi í aflamálum allt árið og flutt
þjóöinni vikulegar fréttir af, urðu væg-
ast sagt dálítið skrítnir í framan.
Feikileg aflahrota hlaut að hafa orðið í
jólavikunni — eða hvað? Flotinn, sem
menn héldu að hefði legið í höfnum,
hlaut að hafa laumast út á aðfanga-
dagskvöld — eða hvað? Kraftaverk
hlaut að hafa gerst. Eða vom tveir
tigulkóngar í spilunum? Eins og svo oft
við slíkar aðstæður urðu menn á fjöl-
miðlunum bæði feimnir og undirleitir
og þótti best að segja sem fæst.
En sjaldan er ein báran stök. Varla
var liðin fyrsta vika hins nýja árs
þegar þau tiöindi spurðust til viðbótar,
að verðmæti sjávarvöruframleiðsl-
unnar 1984 hefði vaxið talsvert
umfram almenna verðlagsþróun í
landinu. Sumsé annað kraftaverk í
þjóöarbúskapnum. Verðfallið, sem
menn höfðu flutt vikulegar fréttir af
allt árið 1984, reyndist misskilningur.
Þegar öll kurl vom til grafar komin
reyndist árið 1984 sem sé vera gjöfult
bæði i aflamagni og aflaverömæti.
Hlutskipti
ábyrgra aðila
Auðvitað trúa ábyrgir aðilar í land-
inu ekki slíkum niðurstöðum, sem eru í
hróplegu ósamræmi við það, sem
reiknað hefur verið út fyrir þjóöina í
heilt ár og upplýstir fjölmiðlar hafa
flutt henni vikulegar fréttir af. Enda
var svo, að sömu daga og Mbl. flutti
fréttir af einmuna aflamagni og hag-
stæðri verðþróun birti blaðið Reykja-
víkurbréf þar sem hinn mjög svo
ábyrgi höfundur lagði með þungum
áherslum út af þeim alvarlegu áföll-
um, sem þjóöarbúið hefði orðið fyrir á
árinu 1984 sakir aflabrests og verðfalls
sjávarafurða. Það er sem sé löggilt
skoðun ábyrgra aðila í landinu, að afli
hafi brugðist 1984 og verð fallið hvað
svo sem sjálft uppgjörið segir. Og
blaða- og fréttamennimir, sem hafa
haft svo mikið að gera við að fylla sína
„Varla var árifl 1984 hins vegar liflið I aldanna skaut þegar þau tiðindi
spurflust, afl þafl Ar hefði reynst vara þriflja mesta aflaár íslandssögunnar."
Þá er blessuö ríkisstjórnin búin aö
ákveöa það að vera óbreytt til vors.
Loksins kom að því að hún tók ein-
hverja ákvörðun. Betri hefði hún
kannski getað verið, en það er þó alltaf
skárra að taka einhverja ákvörðun en
enga.
Ljóst er að formaður Sjálfstæöis-
flokksins og þeir menn sem hann
styðja hafa ekki haft afl til þess að
knýja fram breytingar á ríkisstjórn-
inni, eða í þaö minnsta orðið aö beita til
þess meira afli en þeir töldu hyggilegt.
Vafalítið hafa þeir metið stööuna rétt,
en formaðurinn átti leynitromp uppi í
erminni, sem var að knýja fram lands-
fund strax í vor en láta hann ekki bíða
til hausts eins og margir höfðu búist
við. Er talað um að landsfundurinn
verði haldinn um miðjan april.
örlagaríkur
landsfundur
Ekki fer hjá því að þessa landsfund-
ar verði beðið með mikilli eftirvænt-
ingu, í það minnsta ef ekkert hefur
gerst áður sem gefur niðurstöður hans
ótvírætt til kynna fyrirfram. Þorsteinn
Pálsson hættir óneitanlega töluverðu
til, þegar hann boðar til fundarins.
Ymsir hafa talið það bera vott um
Kjallari
á fimmtudegi
MAGIMÚS
BJARNFREÐSSON
i---------------------
mjög veika stöðu hans sem formanns
að hann skuli ekki hafa haft afl til þess
að komast í ráðherrastól og veröa þar
með hinn óumdeildi og opinberi foringi
síns flokks, en ekki bara talsmaður
hans og nokkurs konar ráðgjafi rikis-
stjórnarinnar. Því gæti í fljótu bragði
litið svo út að hann ætti á hættu að
formennska hans yrði afþökkuð fram-
vegis.
Ekki hygg ég að neinar likur séu á
því. Þorsteinn mun koma sterkur til
landsfundarins, meðal annars vegna
þess að hann er ekki í ríkisstjórninni.
Lítill vafi er á því að staða ráðherr-
anna getur orðið býsna veik á fundin-
um. Margir búast við því að erfitt verði
að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að
taka á nokkru máli fram að lands-
fundi. Menn þar á bæ vilja bíða og sjá
hvemig vindar blási á fundinum áður
en nokkur stór skref séu stigin. Verði
þetta ofan á mun gæta mikillar
óánægju í þjóðfélaginu með aðgerða-
leysi ríkisstjórnarinnar og sú óánægja
mun vissulega bergmála á landsfund-
inum. Fyrir það munu ráðherrar
gjalda fremur en Þorsteinn því á
þeirra reikning mun það fremur
skrifað en hans að halda þurfi fundinn
og á þá verður deilt fyrir aðgerðaleysi.
Raunar getur óánægjan orðið svo mikil
að landsfundurinn krefjist stjórnar-
slita og kosninga. Þá verður vissulega
'á brattann að sækja fyrir ráðherrana
suma hverja við niðurröðun á fram-
boðslista en þeim mun auöveldara
fyrir þá sem staðiö hafa utan ríkis-
stjórnar og jafnvel gagnrýnt hana.
En þarna gefum við okkur að stjóm-