Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Page 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 24. JANtJAR 1985.
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL
Vinsælustu
hverfin á
fasteigna-
markaðinum:
„PÓSTHÓLF105”
OG FOSSVOGURINN
— fasteignamarkaðurinn tekið kipp—Grandinn ognýi
miðbærinn dýrustu hverfin
„Pósthólf 105 ásamt Fossvoginum
eru eftirsóttustu hverfin í Reykjavík.
Vesturbærinn er líka vinsæll og hefur
ákveöinn kaupendahóp, framboðiö þar
er þó frekar lítiö,” sagöi fasteignasali í
höfuöborginni í samtali viö DV nú í vik-
unni.
En þaö er álit þeirra fasteignasala
sem DV ræddi viö að kippur heföi
komið í fasteignamarkaðinn síðustu
tvær vikurnar eftir mikla ládeyðu í
haust, eöa frá því verkföllin skullu á.
Mest virðist vera spurt um 2ja og 3ja
herbergja íbúðir, aöalsalan er í þeim.
Þessar íbúöir vantar nú mjög á fast-
eignasölurnar.
Aö sögn fasteignasala er meðalverö
2ja herbergja íbúða í Reykjavík nú um
1,4 mUljónir kr. (Mjög breytilegt.) 3ja
herbergja eru á um 1,8 mUljónir kr. og
4ra herbergja á um 2,0—2,2 miUjónir
kr.
Ágætiseinbýlishús á höfuðborgar-
svæöinu, frá 150 fermetrum iU 200 fer-
metra, kosta á bUinu frá 3,5 upp í 4,5
miUjónir. Sérstakar glæsihaUir eru
seldar þetta á 6 eöa 7 miUjónir og allt
upp í 10 miUjónir.
„Pósthólf 105"
er Háaleitishverfið
En hvað er þetta „pósthólf 105” sem
viðmælandi okkar kallaði svo? Þaö er
Háaleitishverfið, HUöamar og götur
nálægt gamla miðbænum eins og
Bollagata og Guðrúnargata.
Og þessi fasteignasaU er ekki sá eini
sem telur „pósthólf 105” vinsælt
hverfi. AlUr fasteignasalarnir sem DV
talaði við minntust strax á Háaleitis-
hverfið hvað vinsældir varðaði.
Þeir voru líka á einu máU um aö
Fossvogurinn væri vinsæll og þá ekki
aðeins ReykjavUcurmegin heldur Uka
Kópavogsmegin.
Einn fasteignasali kvað meginsölu-
tímabihð vera frá febrúar til júní.
Sumarið væri aUtaf lélegt en svo tæki
markaðurinn við sér á haustin. ,,I
haust gerði hann það ekki enda óvenju-
legt ástand í þjóðfélaginu.”
Grandinn og nýi
miðbærinn dýrust
Talandi um fleiri vinsæl hverfi.
Gefum Stefáni Ingólfssyni, verkfræð-
ingi hjá Fasteignamati ríkisins orðiö:
„Dýrasta hverfiö, og þá er ég aö tala
um stærri hverfin, er Seltjamarnesiö
og vesturbærinn. Fossvogurinn og nýi
miöbærinn eru Uka dýr hverf i. ’'
Vestur á Granda eru nýjar og vand-
aðar íbúðir í fjölbýlishúsum og þaö
sama er að segja um nýja miöbæinn
við Ofanleiti. „Þetta eru dýrustu íbúð-
irnar í bænum,” voru orð eins fast-
eignasalans.
Hvað gamla miðbæinn snertir mun
vera þar nokkuð af ósamþykktum
íbúðum. Töluverð ásókn er í þær og
verðið oft í kringum 800 þúsund
krónur, 2ja herbergja.
Þetta þýðir að 2ja herbergja íbúðir
rokka á biUnu frá um 800 þúsund kr. til
um 1700 þúsund kr., tU dæmis vestur á
Granda.
Fossvogurinn mun dýrari
en Breiðholtið
Staður íbúðanna hefur mikið að
segja. I rauninni ótrúlega mikið.
Þannig er greinilegur verðmunur á 4ra
herbergja íbúð í Breiðholti og Foss-
vogi. Ibúðir sem em annars í
svipuðunl gæðaflokki, og stutt á mUU
hverfanna.
„Verðmunurinn er um 400 þúsund
krónur. Ibúðin í Breiðholtinu er á um
2,1 miUjón kr., en íbúöin í Fossvog-
inum í kringum 2,5 miUjónir kr.
Þetta er auðvitaö ekki algUt því
íbúðarverð getur verið mismunandi
innan h verf anna s jálf ra.”
Hér má skjóta því inn í að tU eru þeir
sem eru með fordóma gagnvart
ákveðnum hverfum. Rödd eins og
þessi heyrist: „Ég get ekki hugsað
mér að búa í Breiðholtinu.” Að sögn
fasteignasala er nokkuö um að fólk
sem einu sinni er komið í Breiðholtið
vilji alls ekki flytja þaðan. Biður því
um aðra íbúð í Breiðholtinu.
Geysiieg óvissa
framundan
Fasteignasalamir eru ekki alUr jafn-
bjartsýnir á að sú eftirspurn sem nú er
á markaðnum haldist. „Eg tel að
óvissa sé nú mikU og eitt er víst; hún á
eftir að verða geysileg framundan.
Sjáðu til, Húsnæðisstofnun virðist
þung í vöfum, og fólk veit ekki hvenær
lánin eru afgreidd þaðan. Svona
ástand er Ulbærilegt fýrir kaupendur.
Auk þess fær fólk mjög dræm svör í
bönkunum um þessar mundir. Það er
nánast orðið útilokað fyrir ungt fólk,
sem ekki hefur safnaö dágóðum upp-
hæðum, að kaupa sér íbúð. Dæmið
gengur einfaldlega ekki upp hjá því.”
Þegar Utið er á nágraniiabæi
Reykjavíkur er sem ungt fólk úr
Hafnarfirði sé að hverfa tU Garða-
bæjar þar sem lítið er byggt af 2ja her-
bergja íbúðum í Hafnarfirði, að sögn
fasteignasala.
Þá mun markaðurinn í MosfeUssveit
ganga nokkuö í sveiflum. Lítið fram-
boð þar núna og verðið um 15 til 20%
lægra en í Reykjavík.
Snotur hús í Mosó
„Það eru margar mjög skemmti-
legar eignir í Mosfellssveit. Einbýlis-
og raðhús frá 150 tU 200 fermetra, mjög
snotur hús og vinsæl,” er skoðun eins
fasteignasalans.
En hvað segir Stefán Ingólfsson,
verkfræðingur hjá Fasteignamati
ríkisins um uppsveifluna á fasteigna-
markaðinum núna:
„Það hefur sýnt sig að þessar sveifl-
ur eru reglulegar. Verð fasteigna
hækkar alltaf í byrjun árs. Eg veit í
rauninni ekki hvers vegna. Kannski er
þetta orðið sálrænt, það reikna alUr
orðið með hækkun á þessum árstíma.
Og hún bara kemur, svona eins og
þorskgöngurnar.
I fyrra hækkaði verð fasteigna á
milli janúar og febrúar um 8% og aftur
á mUU febrúar og mars um 3%. Það
sem eftir var ársins hækkaöi verðið
mjög lítið. Hækkunin frá október ’83 tU
október ’84, varsvonanálægt 15%.”
I þessu sambandi má geta þess að
hækkun lánskjaravísitölu á árinu 1984
var um 19% og hækkun byggingarvísi-
tölu á árinu 1984 var um 20%.
25 — 30% ódýrari
íbúðir á Akureyri
Stefán er með mjög athyglisverðar
upplýsingar um mismuninn á
markaðsverði fasteigna á Akureyri /
Keflavík annars vegar og í Reykjavík
hins vegar.
En 2ja herbergja íbúð kostar nú um
25 til 35% minna á þessum stöðum en á
höfuðborgarsvæðinu. Þá er salan úti á
landsbyggðinni mjög treg og verðið
víöa langt undir kostnaðarverði. Og á
sumum stöðum seljast hús bara aUs
ekki.
Að sögn Stefáns Ingólfssonar vorul
nálægt 3 þúsund íbúöir seldar í Reykja-
vík á síðasta ári. Reynsla undangeng- j
inna ára sýnir að fimmta hver íbúö
sem seld er í Reykjavík er seld til
landsbyggðarfólks.
15 nýjar fasteignasölur
Og ekki er annað að sjá en sam-
keppnin á mUU fasteignasala hafi
aldrei veriö meiri. Fasteignasölur á
höfuðborgarsvæðinu eru nú á bUinu
50—60 talsins, þar af eru 15 sem stofn-
aðar voru á síðasta ári. Einn fasteigna-
sali sagðist telja að 25 fasteignasölur
gætu þjónaö markaðinum.
Lítum á aldur þeirra sem kaupa fast-
eignir. Stefán Ingólfsson: „Fjórði hver
kaupandi er á aldrinum 22 til 26 ára,
flestir byrja að kaupa á þessum aldri.
Og um helmingur kaupenda er á
aldrinum 22 tU 32 ára.”
Það er mjög áberandi að yngsta fólk-
inu í kaupendahópnum fækkar ár frá
ári. A síðustu fjórum árum hefur því
fækkað um 20%. Það segir sína sögu
umástandið.”
Reykjavík
og Kaupmannahöfn
Berum sölu á 3ja herbergja íbúð í
Reykjavík saman við sölu 3ja her-
bergja íbúðar í Kaupmannahöfn. Sam-
kvæmt upplýsingum Stefáns er
greiðslan fyrir Reykjavíkuríbúðina
þessi: 75% út á árinu, 10% yfirtekin
áhvílandi lán og 15% útgefin skulda-
bréf (lán seljanda). I Kaupmannahöfn
Utur dæmið svona út; útborgun 10%,
yfirtekin áhvílandi lán 55% og útgefin
skuldabréf (lánseljanda) 35%.
Þrátt fyrir þennan mismun er mun
meira um að fólk erlendis leigi sér íbúö
og noti peninganatil ávöxtunar.
Eitt er þaö vandamál sem orðið er
alvarlegt á fasteignamarkaðnum hér-
lendis, það er skerðing á kaupmætti
vinnulauna.
Eigið fé í íbúðinni
farið að rýrna
Fólk hefur heUt sér út í kaup á fast-
eign og í skuldir í leiöinni. Áætlanir
þess gengu út á að laun og lánskjara-
vísitala hækkuöu í sama hlutfalU. Sú
hefur ekki orðið raunin.
Nýi miðbærinn og hluti af „póst-
hóifl 105”, einhver vinsælustu
hverfln á fasteignamarkaði höfuð-
borgarinnar. Fasteignamarkaður-
inn hefur nú tekið kipp að sögn fast-
eignasala. „Fimmta hver íbúð sem
seld er í Reykja vík er seld til lands-
byggðarfólks.”
Lánskjaravísitalan hefur siglt fram
úr laununum. Þetta eykur á greiöslu-
vandræðin. Þegar svo við bætist að fast-
eignaverð hækkar minna en lánskjara-
visitalan kárnar gamaniö. Kaupand-
j inn hefur orðið þess áskynja að eigið fé
hans í íbúðinni er farið að rýrna.
i Veröbólgan er þannig orðin versti
óvinur húsbyggjenda í staö þess að
vera h jálparheUa á árum áður.
Lands byggðarfólk hefur lent sér-
staklega Ula í lánum og byggingar-
kostnaði. Söluverð húsa er þar miklu
lægra en kostnaðarverðið. Og skuldug-
ir íbúðareigendur á landsbyggöinni
eiga sannarlega ekki sjö dagana sæla.
Flutt inn í fokhelt
Svo er aö heyra á fasteignasölum
sem yngsta fólkið sé nú farið að leggja
áherslu á íbúðir sem eru aðeins fok-
heldar eöa tUbúnar undir tréverk. Það
ræður ekki við annað enda fær það
hlutfallslega mikU lán út á svona
íbúðir.
Oft mun það vera svo að þetta fólk
býr í foreldrahúsum á meðan það er að
koma íbúðinni í íbúöarhæft stand. Þaö
flytur síðan inn, ósjaldan í allt meira
og minna óklárað.
I lok ársins voru lán Húsnæðisstofn-
unar ríkisins, miðað við fokheldar
íbúðir: Einstaklingur 540 þús. kr., 2ja
til 4ra manna fjölskylda 685 þús. kr., 5
til 6 manna fjölskylda 802 þúsund kr.
og 7 manna fjölskylda og stærri 926
þúsundkr.
íbúðarkaup herskylda
íslendinga?
Ætlunin er að fækka um einn flokk en
ekki er vitað hvenær það verður. Lík-
legast þó á þessum ársfjórðungi sam-
kvæmt upplýsingum Húsnæðisstofn-
unar.
Á yfirstandandi ári mun Húsnæðis-
stofnun, co. Byggingarsjóður ríkisins,
fá um 1790 milljónir til ráðstöfunar en í
fyrra fékk hann um 1300 milljónir
króna.
Dugir þessi 1790 milljón króna upp-
hæð? Tíminn verður að leiða það í ljós.
A meðan skulum við velta orðum
útlendings, sem býr í Reykjavík, fyrir
okkur. Hann sagði: „Islendingar hafa
sína herskyldu. Þeir eru kvaddir í
herinn þegar þeir kaupa sér íbúð. ”
-JGH.