Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Síða 19
19
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
Umsjón: Jón G. Hauksson
Þekktar
hagtölur
Þjóðarframleiðsla
Árið 1985 (spá): 86,4 milljarðar
kr. (verðlag ’85).
Arið 1984 (áætl.): 67,3 milljarðar
kr. (verðlag ’84).
Hagvöxtur
Hagvöxtur þýðir aukningu
þjóðarframleiðslu. Hann er tal-
inn verða um 1/2% á árinu 1985.
Verðmæti útflutnings er talið
aukast um 2%. Viðskiptahallinn
hefur þau áhrif að þjóðarfram-
leiðslan eykst ekki um þessa tölu.
Spáð er að þjóðarframleiðsla á
mann dragist saman um 1/2% á
yfirstandandi ári. (Miðað við 1%
mannf jöldaaukn.)
Fjárlög
Áætluð 25,3 milljarðar á árinu
1985.
Skuldir við útlönd
I júnílok ’84 : 38,6 milljarðar kr.
I árslok ’84: Áætlaðar í
kringum 45 milljarðar kr.
(Endanleg tala liggur ekki fyrir).
Atvinnuleysi
Um 1,3% árið ’84. Þýðir að
um 1500 manns voru atvinnulaus-
ir að meðaltali á mánuði. Búist
við svipuðu atvinnuleysi á árinu
1985.
Viðskiptahalli
Aætlaður um 5,6% af þjóðarfram-
leiðslu, á árinu 1985 eða 4,8
milljarðar. Viðskiptahallinn er
að mestu fjármagnaður meö
erlendum lánum.
Verðbólga
Áriö 1984 (jan.—des.):
Hækkun framfærsluvísitölu:
um22%.
Hækkun byggingarvísitölu: um
20%.
Hækkun lánskjaravísitölu: um
19%.
Verðbólga (hækkun lánskjara-
visitölunnar) er talin verða í
kringum 20% á þessu ári.
Hækkunin 1. jan. var 4,9% (77,7%
á ársgrundvelli). Því er spáð að
1. febrúar nk. verði hækkunin 4,0
til 4,5% (60-70% á ársgrund-
velli) og 1. mars 2,5% (34% á
ársgrundvelli).
Þjóðartekjur á mann
í dollurum
Island: um 9.000,-
Bandaríkin: um 13.000,-
Svíþjóð, Noregur, Danmörk: á
bilinu 11 til 12 þús. dollarar.
-JGH
Tölvuiðnað-
inumíBanda-
ríkjunum er
núlíktvið
bílaiðnaðinn
Tölvuiðnaðinum í Bandaríkjun-
um er nú líkt við bilaiönaðinn,
það er þegar bílar voru aö koma
fram á s jónarsviðið.
Líkingin er tilkomin vegna þess
að nokkrir tugir þúsunda fram-
leiðenda framleiða nú tölvur þar í
landi. Baráttan og samkeppnin
er geysihörð.
Þróunin er talin verða eins og í
bílaiönaðinum, að framleiðend-
um fækki stórlega og í lokabar-
áttunni verði jafnmargir og í
bílaframleiöslunú.
En hverjir verða í lokaslagn-
um? Margir eru kallaðir en fáir
útvaldir.
-JGH
Um 85 þúsund erlendir ferflamenn komu til landsins i fyrra. Bandarikja
menn i miklum meirihluta, alls 27.293.
1|Í :W
teh-JT3r 1
-
Árið 1985 gott f erðamálaár:
Útlendir
pantað meira
enífyrra
— óvenjumargar ráðstefnur
hérlendisíár
Allt virðist benda til þess að árið í ár
verði sannkallað ferðamálaár hjá okk-
ur Islendingum. Fleiri bókanir eru
erlendis frá en í fyrra sem var geysi-
lega gott ár í feröaþjónustunni.
„Það eru allir á einu máli um að það
sé aukning í pöntunum erlendis frá
miðað við í fyrra, og menn í þessari at-
vinnugrein eru bjartsýnir,” sagði
Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri.
„Utlitið er mjög gott,” sagði Konráð
Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel
Sögu. „Arið ’84 var á meðal bestu ára
Hótel Sögu og við reiknum með enn
betri nýtingu í ár.”
Konráö kvað umtalsverða aukningu
vera í ráðstefnuhaldi hérlendis í ár.
„Þetta eru mest ráðstefnur sem tengj-
ast norrænni samvinnu. Og það virðist
sem óvenjumargar ráðstefnur hafi
fallið í hlut okkar Islendinga í þetta
skiptið.”
Um 85 þúsund erlendir ferðamenn
komu til landsins í fyrra, um 10%
aukning frá ’83. Bandaríkjamenn voru
í miklum meirihluta erlendra ferða-
manna hingað, alls 27.293 komu. Frá
Norðurlandaþjóðunum komu um 22
þúsund. Og enskir brugðu sér líka til
landsins í noröri, 9.398 komu frá
Englandi.
-JGH
7 MILUÓNIR ROYALEÁ EINNI
— rjúkandi sala7 segja kaupmenn
„Það er rjúkandi sala í Royale síga-
rettunum, þær seljast fljótt upp eftir að
þær koma í verslunina,” sagði kaup-
maður einn sem rekur söluturn nálægt
einum framhaldsskólanum í Rvík.
Og hann er ekki sá eini sem hefur
þessa sögu að segja. Kaupmenn eru
nánast á einu máli um að Royale séu
að valda byltingu á sígarettumarkað-
inumhérlendis.
,,Salan er ekki ótrúleg, hún er
skiljanleg,” komst einn kaupmaður að
orði við DV. ,,Fólk setur verðið fýrir
sig þegar verðmunurinn er svona
mikill.” En pakkinn af Royale er seld-
ur á 46,10 kr. á meðan pakkinn af þeim
amerísku kostar 69,60 kr.
Royale eru seldar í þremur gerðum,
mentol, light og regular. Allar rjúka
út, regular þó langmest.
Reykingafólk telur að Royale líkist
hvað mest Winston og Marlboro.
Skoðanir eru þó skiptar um það eins og
gengur.
En eru þessar frösnku sígarettur
aðeins tískufyrirbæri? „Það kann aö
vera. Um það er ómögulegt að segja en
fólk kann allavega að meta þær þessa
dagana. 1 minni verslun seljast þær á
við rauöan Winston.”
JÓN DAÐASON EÐA
JON DADASON?
Mál málanna í íslenska tölvuheiminum er hugbúnaður
til útf lutnings
Hugbúnaður til útflutnings. Það er
taliö mál málanna i hinum íslenska
tölvuheimi. Við erum sagðir eiga góða
möguleika á þessu sviði en áætlað er að
um tvö hundruð manns vinni við gerð
hugbúnaðar hérlendis.
Islenskir tölvunarfræflingar hafa orflifl afl leysa mikið af séríslenskum
vandamálum i framleiflslu hugbúnaflar, sérstaklega textavinnu.
En hvers vegna eigum við meiri
möguleika en aðrir? Astæðurnar eru
nokkrar, meðal annars góð menntun
íslenskra tölvunarfræðinga. Forsend-
umar eru því fyrir því að við getum
staöið okkur vel.
Einhverjir kynnu að halda að
islenskan væri mönnum þrándur í
götu. I raun gildir hið gagnstæða, hún
hjálpar til. Islenskir tölvunarfræðing-
ar hafa orðiö að leysa mikiö af sér-
íslenskum vandamálum í framleiðslu
hugbúnaöar, sérstaklega textavinnu.
Flest forrit eru gerð fyrir enska
tungu. Þannig að þegar leyst er vanda-
mál eins og aö láta tölvuna skrifa Jón
Daðason i stað Jon Dadason er verið
að öðlast dýrmæta reynslu og þekk-
ingu.
Utflutningur á hugbúnaöi þykir væn-:
legastur til Evrópulanda, síður til
Bandaríkjanna. Enn hefur lítið af hug-
bú.iaðarvinnu veriö flutt út.
Kunnugir álíta að nú starfi um tvö
hundruð manns við gerð hugbúnaöar
til sölu og í um 28 fyrirtækjum. Tölvu-
deildir stórfýrirtækja, eins og Flug-
leiða, eru ekki inni í þessari tölu en í
þeim f er mikil hugbúnaðarvinna f ram.
Þá giska menn á að um eitt þúsund
Islendingar starfi nú í þjónustu við
tölvur. Opinber tala er ekki fyrir
hendi. -JGH
VIKU
Hjá ATVR lágu ekki endanlegar
sölutölur fyrir. Aukningin í Royale
væri þó mikil. Þannig voru alls 7
milljónir Royalesígaretta afgreiddar
frá ÁTVR vikuna 6. til 12. jan. síðast-
liðinn.
Af þessu má sjá að tæplega vaða
kaupmenn reyk í umsögn sinni á
Royale. Fyrirtækið Snyrtivörur hf.
hefur umboð fyrir Royale. -JGH
Steypt aö vetrarlagi. Steypusalan í
janúar 1982 var mun betri en í janúar i
ár.
Enginn
„vorkippur"
í steypusölu
Þrátt fyrir „vorveður” í janúar
hefur steypusala á höfuðborgarsvæð-
inu ekki tekið neinn „vorkipp” það sem
af er mánuðinum.
„Salan hefur verið góð en þessi
janúar er alls ekki sá besti hjá okkur.
Janúar ’82 var til dæmis mun betri,”
sagði Víglundur Þorsteinsson, forstjóri
BMVallá.
Hann sagði ennfremur að sér virtist
sem steypusalan í janúar í ár yrði um
25 % meiri miðað við janúar í fyrra.
En þýðir þetta að það sé að slakna á
framkvæmdum í henni Reykjavik?
,Jíg er á því að svo sé. Engar stór-
framkvæmdir á borð við Borgarleik-
húsið, útvarpshúsiö og Seðlabanka eru
núígangi.
„Vanskil húsbyggjenda við okkur
,benda líka til þess að nú séu mjög erf-
| iðar timar hjá húsbyggjendum.”