Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Side 36
36
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
FJÖLMIÐLAFRELSISVINDAR
BLÁSA UM VERÖLD VÍÐA
Víðar gerast umbyltingar í fjölmiðlaheiminum en
hér á Islandi. Um víða veröld hafa tæknibreytingar og
nývinsæl viðhorf orðið til þess að fólk hefur nú úr meira
fjölmiðlaefni að velja en nokkru sinni áður.
I flestum Vesturlandanna eru nú einhver takmörk
fyrir frelsi til að útvarpa. Annars staðar er það á næsta
leiti.
I Frakklandi er það nú opinber stefna að afnema
einokun ríkisins á ljósvakanum. Á Norðurlöndunum
hefur sú einokun annaðhvort verið afnumin eða verður
afnumin innan tíðar.
Myndbandabyltingin gerir alls staðar vart við sig,
jafnt hér á Islandi sem annars staðar. Borgir Banda-
ríkjanna og Finnlands eru nú flestar að verða kapal-
væddar. Varla líður á löngu áöur en slíkt gerist hér.
Myndbanda- og nú myndplatnatæknin, þróast svo ört
að það sem framleitt er í dag er úrelt eftir fimm
mínútur, ekki bara á morgun eins og í gamla daga. Oft-
hleypur tæknin fram úr ríkisvaldinu. Þannig eru gömul
boð og bönn að engu höfð þegar þau miöast við úrelta
tækni. Framfarirnar eru svo stórstígar að ríkisvaldið
stendur gapandi við startlínuna þegar tæknin er komin í
mark.
Fjölmiðlafrelsið nýkomna um allan heim er tilraun
rikisvaldsins til að halda í við framfarimar. Fréttarit-
arar DV í London, Kaupmannahöfn og Washington
seg ja hér f rá f jölmiðlamálum á sínum svæðum. —ÞóG
Rœða Bandarikjaforseta tekin upp i sjónvarpsstöð i Washington. Frelsi til útvarpsreksturs gengur einna
lengst í Bandarikjunum þar sem nœr hver útvarpsbyglja er upptekin. Þó eru þar lika kapalstöðvar og tals-
verð sala á myndbandstækjum.
BANDARÍKIN:
Allan solarhrínginn
— tíka í eldhúsinu
Óskar Magnússon, Washington:
Allt af öllu allan sólarhringinn.
Þannig er bandarisku sjónvarpi best
lýst. Sjónvarpsdagurinn hefst hér
klukkan hálfsex aö morgni. Honum
lýkur líka klukkan hálfsex aö morgni.
Það er því ekki sjónvarpsleysi sem
veldur því aö venjulegur meöalamer-
íkani fer aö sofa klukkan 10 aö kvöldi.
Utvarp er aö sjálfsögðu líka allan sól-
arhringinn. Þar er valið um óteljandi
stöövar. Allar byggja þær mest á tón-
list en þær betri skjóta inn í ítarlegum
fréttatímum.
Gera má ráö fyrir aö meðalfjöl-
skylda hér geti valiö um fimm til 10
sjónvarpsstöðvar. Margir ná allt upp í
13 stöövum. Kerfiö er í aðalatriðum
tvíþætt: Hefðbundnar sjónvarps-
stöðvar sem aðallega eru fjármagn-
aöar með auglýsingatekjum. Þar á
meöal sjónvarpsstöðvar eins og ABC
og CBS. Á hinn bóginn geta nær allir
gerst áskrifendur aö kapalkerfum.
Þau eru oft auglýsingalaus en byggja
afkomu sína á áskriftartekjum.
Askrift aö kapalstöö kostar um 400
krónur á mánuöi. Fyrir það fé fá menn
samfellda dagskrá allan sólarhring-
inn. Ein kapalstööin sendir nær ein-
göngu út bíómyndir eöa myndir gerðar
sérstaklega fyrir sjónvarp. önnur sér-
hæfir sig í íþróttum og sú þriðja tónlist.
Þar er meginefnið líkt því sem viö
þekkj um úr Skonrokki.
Svæðisbundnar fréttir
ABC og CBS eru meö mjög vandaða
fréttatíma. Fréttir eru oft stað-
bundnar. Þannig fá Steve í Washington
og Allan bróöir hans í Harrisburg ekki
endilega sömu fréttirnar þótt þeir fái
aö ööru leyti sömu dagskrá ef þeir hafa
báöir stillt á ABC. Allan fær fréttir úr
sínu nágrenni og Steve úr sínu. Báðir
fá svo sömu heimsfréttirnar.
Mikil áhersla er á veöurfréttum.
Þær taka hins vegar ekki jafnlangan
tíma og Islendingar eiga aö venjast,
þótt þær séu ekki síður ítarlegar.
Þulirnir, sem jafnframt eru veöur-
fræðingar, lýsa veörinu reiprennandi.
Inn í er skotið myndum af ýmsum stöð-
um til að lífga upp á. Kort eru óspart
notuð.
Iþróttir fá sömuleiðis umfjöllun í
hver jum fréttatíma.
Auglýsingar
Auglýsingum er sífellt skotiö inn í
dagskrá sjónvarpsstöðvanna, jafnvel
fréttatímamir fá ekki friö fyrir auglýs-
ingum. Raunar eru sumar auglýs-
ingamar um komandi fréttatíma. I
fyrstu er allt þetta auglýsingamagn
hvimleitt, en venst furöu vel. Menn
læra fljótt aö bíöa með aö pissa til
næsta auglýsingainnskots eöa sinna
öðrum álíka smáerindum.
Auglýsingar eru þó fleiri en til
slíkra hluta er nauðsynlegt. Þær venj-
ast því sennilega aldrei til fulls, sér-
staklega vegna þess hve ótrúlega
leiöinlegar og barnalegar margar
þeirra eru. Olíkt því sem Islendingar
eigaaövenjast.
Sjónvarpsdagskráin er eðlilega
mjög mísjöfn. Mjög margt gott efni er
á dagskrá, aðallega fréttir og bíó-
myndir, en inn á milli ótrúlegt rusl.
Sunnudagur er áhersludagur hjá sjón-
varpsstöðvunum. Þá er yfirleitt fín
dagskrá langt fram á kvöld. Ekki bara
væmnar sunnudagsmyndir. A sunnu-
dagsmorgnum er barnaefni eld-
snemma og líka á laugardögum. Þegar
líöur á sunnudagsmorguninn koma
vandaðir fréttaskýringaþættir og í
kjölfar þeirra bíómyndir. A sunnudag-
inn var sáum viö til dæmis Steina og
Olla, Bush og Reagan á sömu stöð á
sama morgni.
Yfirleitt eitthvað
Enda þótt mikið rusl slæðist með í
dagskránni hér má yfirleitt finna eitt-
hvaö sem horfandi er á, jafnvel þótt
maöur hafi bara fjórar stöövar. Spum-
inga- og skemmtiþættir ganga í sífellu.
Dallas, Dynasty, Hotel og nú nýr fram-
haldsþáttur eftir sömu kappa og gera
Dallas. Sá heitir Berrengers og á ef-
laust eftir aö veröa hörkuvinsæll.'
Ég ræddi viö íslenska fjölskyldu
sem hefur veriö búsett hér í þrjú ár.
Henni bar saman um að fjöldi stöðv-
anna skapaði ekki nein stórvandamál.
Yfirleitt veldu menn sér ,,sína stöð”
sem horft væri á reglulega en aðeins
skipt á aðrar stöövar ef sérstaklega
góöir þættir væru þar.
í eldhúsinu
A sumum heimilum er f jöldi stööv-
anna vandamál. Þá er þaö leyst meö
fleiri sjónvarpstækjum svo allir geti
horft á sína dagskrá. Amerískar hús-
mæður hafa líka margar hverjar
sjónvarp í eldhúsinu og horfa þar á síö-
degis „sögumar” með eldhúsverkun-
um. Gott litsjónvarpstæki af venju-
legri stærö kostar hér um 20.000 krónur
en lítil svarthvít tæki geta menn keypt
og dritað um allt hús. Stykkið kostar
álíka og meðalreyfari.
FJÖLMIÐLA-
FRELSI í HEIMILIS-
SAMSTÆÐUNNI
Smáplatan, eöa leysidiskurinn, er
Rolls Royce hljómplatnanna. En á
þessu ári er gert ráö fyrir að smá-
platan veröi að fólksvagni.
Plötumar og plötuspilararnir eru aö
komast í slíka fjöldaframleiðslu að
verð þeirra er á hraðri niðurleið. Búast
má viö aö áöur en áriö er liðið veröi
spilarinn lítiö dýrari en venjuleg
hljómtæki, þó platan veröi áfram eitt-
hvaödýrari.
Smáplötumar hafa veriö seldar í
tvö ár. Þeir sem þekkja markaðinn
telja aöá næsta ári eða 1987 muni salan
virkilega aukast. Þá verður hægt aö fá
tæki fýrir heimilið, bílinn og til ferða-
laga. Auk þess veröa þá komin á
markaðinn lesminni fyrir tölvur, sem
bygg ja á sömu tækni og nota sams kon-
ar smáplötur. Þessi lesminni, (Com-
pact Disc-Read Only Memory, eöa CD-
ROM) geta geymt geysimikið magn
upplýsinga sem síðan er hægt aö kalla
fram á tölvuskerm.
Ótrúlegt minni
Meö lesminniskerfi getur hver smá-
plata geymt ótrúlegt magn upplýs-
inga. Á 10 sentímetra breiðri plötu
komast fyrir 550 megabitar. Þaö er
1.500 sinnum þaö upplýsingamagn sem
rúmast á venjulegri diskettu og
nægjanlegt til aö geyma alla
Encyclopædiu Brittanicu, og meira til.
Mest spennandi er þó að vegna þess
að lesminniskerfið notar sams konar
plötur og notaðar eru við hljómplötuna
og myndplötu, sem einnig er til, þá má
nota eitt tæki fyrir allar þessar plötur.
Þannig er hægt að nota plötuspilarann
til aö spila myndplötu til aö sýna í sjón-
varpi, hljómplötu til spilunar í gegnum
hátalara og lesminnisplötur til skoðun-
ar á sjónvarps- eða tölvuskermi.
Hreinn tónn
Sérfræðingar segja aö ekki sé nema
eitt eöa tvö ár þangaö til farið veröur
að nýta þessa sambyggingartækni.
Pioneer fyrirtækið í Japan er komiö
með á markaöinn samstæöu sem gerir
fólki kleift aö nota spilarana til að sjá
sjónvarpsmynd og heyra stereo hljóm-
burö.
Þaö voru Sony og Philips sem komu
fyrst fram með smáplötuspilarann
1983. Þessi fyrirtæki þróuöu tæknina
saman.
Smáplöturnar eru gerðar úr plast-
húöuöu áli. Til aö taka upp á þær eru
tölvur notaöar til aö prenta merki í
plötumar sem leysigeislatæki í
spilaranum les síöan.
Þessi aöferö útrýmir öllum auka-
hljóðum og skrjáfi sem heyrist á
venjulegum plötum og gefur óvenju-
tæran og hreinan hljóm. Tóngæöin rýr-
ast aldrei því leysigeislahausinn kem-
ur aldrei viö plötuna.
8.000 krónur
Fyrstu samstæðurnar kostuöu um
1.500 dollara, eöa um 60.000 krónur.
Þlötumar kostuöu 600 krónur upp í 800
krónur.
En verðið féll fljótt niður í 600 doll-
ara, eða rúmar 20.000 krónur, og sum
tæki kosta ekki nema 8.000 krónur.
Plöturnar kosta nú tæpar 500 krónur.
Flest stærri hljómplötuútgáfufyrir-
tæki gefa nú út smáplötur. Alls eru til
um 2.000 mismunandi plötutitlar. Á
þeim er jass, rokk, óperur og sinfóníur,
svo eitthvaö sé nefnt.
Vasadiskó
Afleiðingin er sú að í Bandaríkjun-
um einum seldust á siöasta ári 225.000
smáplötuspilarar. Á þessu ári er gert
ráð fyrir aö 30 framleiðendur selji
400.000 eintök.
Smáplöturnar eru svo litlar að
næstum er hægt að nota þær í vasa-
diskó. I fyrra komu nokkur fyrirtæki
meö spilara í bíla. Þeir kostuöu um
20.000 krónur stykkiö eöa ekki ýkja
miklu meira en góðar tegundir bíl-
segulbanda. Sony kom með ferðatæki.
Byltingin er á næsta leiti. Bráðum
geyma kannski svona tæki bíómyndir,
tónlist og tölvutexta.
Þaö tæki sem kallað er „plötu-
maöurinn,” er ekki ólíkt „Walkman”
tækinu og kostar um 12.000 krónur.
„Plötumaðurinn” er sölubesta smá-
plötutæki Sonyverksmiðjanna, að sögn
talsmanns fyrirtækisins.
„Við höfum framleitt 20.000 ferða-
tæki á mánuöi í Japan og önnum samt
ekki eftirspuminni,” sagöi hann. Tals-
maöurinn bætti við að Sony hygðist
tvöfalda framleiösluna á þessu ári.
Sony er líka eitt fyrsta fyrirtækið
sem ætlar aö framleiða lesminnistækja-
samstæðu. Hún á að vera komin á
markaðinn áöur en næsta ár er liðið.
Brittanica í skúffu
Kenneth Lim, sem er ráðgjafi Data-
quest-fyrirtækisins, segir aö fyrstu les-
minnisspilararnir veröi seldir úr verk-
smiðjunni á um átta til 10 þúsund krón-
ur. Allt kerfiö myndi síöan fara á allt
upp í 100.000 krónur.
Miðað viö það verð eru það einungis
fyrirtæki sem geta keypt slík tæki að
einhverju ráöi. Svo nokkur ár munu
líða þangaö til almenningur hefur ráö
á aö geyma Encyclopædiu Brittanicu á
smáplötu niöri í skúffu.
Þegar er byrjað að selja smáhljóm-
plötur á Islandi. Velflestar búðir hafa
þessi tæki á boðstólum. Gunnar
Gunnarsson hjá Japis segist til dæmis
eiga von á tæki innan tíðar sem muni
kosta innan við 30.000 krónur.
Vasadiskótækið frá Sony mun senni-
lega einnig koma innan tíðar. „Það er
svo lítið að það kemst fyrir í jakka-
vasa,” sagði Gunnar.