Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Side 37
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
37
Jt
Nýju sjónvarpsstöflvarnar i Danmörku hafa strax orðið vinsœlar. Hór svara tveir forsvarsmenn annarrar
stöðvarinnar spurningum fréttamanna og eru með nóg af köldum Tuborg.
DANMORK:
Ensktpopp
og útvarp
Kristjanía
Frá Erni Jónssyni, fréttaritara DV i
Kaupmannahöfn:
Fyrir nokkrum árum var byrjað að
leyfa óháðar útvarpssendingar í Dan-
mörku og á síðasta ári voru opnaðar
fleiri rásir til þeirra nota. Nú er staðan
þannig að öllum, sem hafa tíma og að-
stöðu, er leyft að útvarpa, þó með því
skilyrði að útsendingarnar séu ekki
fjármagnaðar með auglýsingum.
Það eru margir sem hafa notfært sér
þetta, aðallega stjómmálaflokkarnir,
trúarsöfnuöir og ýmsir hagsmuna- og
minnihlutahópar.
The Voice
Langvinsælasta útvarpsstöðin á
höfuðborgarsvæðinu er The Vocie, stöö
sem rekin er af sömu aðilum og reka
aðra sjálfstæðu stjónvarpsstöðina,
Kanal 2. Utsendingar The Voice eru
ekki ólíkar rás 2, ef frá eru taldar
auglýsingarnar, létt dægurlög og stutt-
ar kynningar. Fyrirmyndin er þó
fremur fengin frá Englandi en Banda-
ríkjunum og eru þeir t.d. með enska
þuli sem halda sér viö móöurmál sitt
og skjóta einstaka sinnum inn í setn-
ingu á dönsku sem kemur skemmti-
lega út. The Voice hefur náð lang-
stærstum hlustendahópi og sýna skoð-
anakannanir aö þeir ná til fleiri hlust-
enda en p 3 sem er vinsælasta opinbera
rásin.
The Voice er ætlaö að vera og er
bakgrunnsútsending. Fólk hefur út-
varpið á þegar það er að gera eitthvað
annaö og hlustar meö öðru eyranu.
Það sama er ekki hægt að segja um
hinar stöðvamar. Að þeim standa
málhópar ýmiss konar sem halda úti
sendingum af hugsjónaástæðum. Þaö
er gaman að hlusta á þessar stöðvar
því að fjölbreytnin er mikiL Eina stund-
ina er það útvarpsstöð atvinnurekenda
sem unnin er af auglýsingastofu og því
fagmannlega gerð og síðan tekur við
útvarpsstöö Kristjaniu, þá stöö kristi-
legra ungmennasamtaka, sósíaldemó-
krata eða lesbía. Maður endist þó ekki
til að hlusta lengi í einu því að sam-
eiginlegt einkenni flestra útsending-
anna er flatneskja reynsluleysisins.
Utsendingamar em lausar í reipun-
um og keppast hóparnir viö að halda
þræðinum með því að finna upp á ein-
hverju þema, vera meö óskalagaþætti,
beina línu eða spurningaþætti.
Útvarp Kristjanía
Utvarp Kristjanía er kapítuli út af
fyrir sig. Þegar ég kveikti á útvarpinu
fyrir nokkru höfðu þau ákveðið að hafa
frelsið sem efni dagsins. Eftir að þau
höfðu sagt allt sem þeim datt í hug
varðandi frelsi opnuðu þau fyrir síma-
línurnar og var fyrsti viðmælandinn 12
ára drengur. Hann var auövitað
spurður aö því hvort hann væri frjáls.
Hann hélt nú ekki og tók sem dæmi að
pabbi hans skammaöi hann alltaf ef
hann geröi eitthvað af sér (eins og
hann orðáðiþað).
Það er fyrst og fremst reynslu- og
peningaleysið sem gerir það að verk-
um aö erfitt er að hlusta á litlu
stöðvarnar til lengdar. Aðstand-
endumir hafa í rauninni ekki efni á
öðru en að sitja í misvel búnum útsend-
ingarherbergjum og reyna að ná sam-
bandi við áheyrendur ef einhverjir em.
Þessu væri sjálfsagt hægt að breyta
með auglýsingum en þaö væri líklega
The Voice sem fengi mestan hluta f jár-
magns — hinir myndu gefast upp.
Auglýsingabann
Kostulegasta dæmið um bannið við
auglýsingum og vandræðalega tilraun
til að ná til áheyrenda, sem ég hef orðið
vitni að, var spurningakeppni í svæðis-
stöðinni fyrir Amager nú fyrir jól.
Vinningurinn átti að vera svínakjöt og
átti hver keppandi að fá eitt kíló af
svínakjöti fyrir hverja rétta spurn-
ingu. Slátrari hafði gefið svínið og var
ætlunin aö hlustendur næðu í vinning-
inn til hans. Það var bannað að nefna
slátrarann á nafn og þurfti því sérhver
vinningshafi að fá bréfiega uppgefið
hvar ætti að sækja kílóin. Ekki nóg
með það, heldur þurftu þeir að bíða þar
til búiö var að keppa um allan grísinn.
Alltaf þegar ég hlustaði á Radio
Amagar, í meira en mánaðartíma
fyrir jólin, var verið að tala um bless-
aða skepnuna, hvort henni væri rétt
skipt í kílópokana, hverjir fengju fitu-
minnsta kjötið, af hverju ekki mætti
gefa upp nafn slátrarans o.s.frv.
Nokkmm dögum fyrir jól var ekki enn
búið að skipta svíninu milli hlustenda
og vantaði þó nokkuð upp á.
Hagsmunastöðvar
Það eru hverfastöðvarnar á höfuð-
borgarsvæðinu sem em í hvað mestum
vandræðum með að finna einhvem
prófíl. Mögulegur hlustendahópur
þeirra er breiður og á það eitt sam-
eiginlegt aö búa á sama svæði. Stöðvar
hagsmunahópanna og minnihlutahóp-
anna em aftur mun betur settar.
Tilhneigingin virðist vera að hver og
einn nái til sinna og þar er þá hægt að
fjalla um mál sem eiga erfitt með að
komast inn hjá opinberu stöövunum.
Það eru ömgglega þessar stöövar sem
halda áfram þegar tilraunatímabilinu
erlokiðaðári.
Reynsla
Almennt má segja að mikilvægi
óháöu útvarpsstöðvanna felist í þeirri
reynslu sem almennir borgarar fá við
að fást við fjöimiðlun, jafnvel þótt sú
reynsla fáist oft á kostnað þolinmæði
hlustenda. Og hitt að hópar, sem telja
sig eiga sameiginlega hagsmuni, fá
vettvang til að skiptast á skoðunum
um málefni sem aðrir hafa ekki sér-
staklega mikinn áhuga á. Þetta kemur-*'.
skýrast fram úti á landsbyggðinni þar
sem sveitarstjómarmál em nú rædd í
meira mæli en áður. I þessum skilningi
er afnám einokunarinnar raunverulegt
spor í lýðræðisátt. En það em samt
stöðvar eins og The Voice sem ná til
sem flestra því fæstir hafa vilja né
tíma til að setjast fyrir framan útvarp-
ið og fylgjast gaumgæfilega með, held-
ur vantar létta afþreyingu til að fleyta
sér yfir önn dagsins.
r BRETLAND:
Olöglegum
stöðvum fer
fjölgandi
Frá Gyðu Jónsdóttur, fréttaritara
DV í London:
Sjónvarpsstöövar í Bretlandi em
fjórar. Sú fjórða, rás fjögur, bættist í
hóp BBC eitt, BBC tvö og ITV fyrir
tveimurárum.
Rás fjögur er reyndar merkileg
tilraun. Hún ætlaði sér frá upphafi að
vera öðmvísi en hinar stöðvarnar. Hún
hefur fleiri þætti fyrir sérhópa, eins og
konur, Inverja, Vestur-Indíumenn og
aðra. Auk þess hefur rás fjögur stutt
mjög við bakiö á kvikmyndagerðar-
mönnum og skapað mikla grósku á því
sviði.
Eitt ágætisframlag stöövarinnar er
hinn svokallaði „myndkassi.” Hver
sem er getur gengið inn af götunni og
lýst skoðun sinni á sjónvarpsefni vik-
unnar.Ræða hans er tekin upp á mynd-
band og sjónvarpað. Síðan geta tals-
menn þáttanna sem gagnrýndir eru
svarað fyrir sig á eftir. Það er kannski
merki um vinsældir þessa dagskrárlið-
ar aö það er mikiö að aukast að tais-
menn gagnrýndra þátta svari fyrir sig.
Morgunsjónvarp
Morgunsjónvarp er nýjasta fyrir-
bæriö. Það er á tveimur rásum, BBC
eitt og ITV. Þaö byrjar um sexleytið á
morgnana og er til klukkan níu. Meðal
efnis em þriggja minútna viötöl við
ýmist frægt eða ófrægt fólk, stjömu-
spá, leikfimi, fréttir og veðurfréttir. Á
ITV em sýndar auglýsingar milli liða
en ekki á BBC. ITV tók nýlega upp á
því aö fá konu, alls ómenntaða í veður-
fræði, til að segja veðurfréttirnar í
morgunsjónvarpstímanum.
Myndband á 25 krónur
Myndbandstæki eru vinsæl og þeim
fer fjölgandi í heimahúsum fólks.
Myndbandaleigur spretta upp á hverju
horni. Hin mikla samkeppni veldur
lágu leiguverði. Sumar leigurnar eru
með spólur á fimmtíu pence, eða 25
krónur, fyrir kvöldið.
Einnig er mjög ódýrt að leigja
myndbandstækiö sjálft og jafnvel sjón-
Ólögleg útsending i gangi.
varp með. Hægt er að fá stórt litsjón-
varp með myndbandstæki leigt fyrir
áttapund, eöa um 400krónur, á viku.
Ólöglegt útvarp
Olöglegum útvarpsstöðvum fer
sífjölgandi. Nýlega vom 144 slíkar
stöðvar í gangi. Utvarpsefni þeirra er
allt frá dægurlagatónlist til trúarsend-
inga á grísku.
Vegna lítils stofnkostnaðar er auð-
velt aö koma upp eigin útvarpsstöð.
Þessi smáútvörp eru mjög vinsæl
meðal þeirra sem finnast löglegu
stöövarnar ekki sinna sér og ekki hafa
efniviðsitthæfi.
Stærstu stöðvarnar eru þó ekki á
landi. Þær eru á skipum fyrir utan
breska lögsögu. Þær valda ráðamönn-
um útvarpsstöðvanna miklum höfuð-
verk. Enda komast þær ólöglegu hjá
því aö borga öll gjöld.
Nú hyggst stjórnin fara að leigja út
ljósvakann. Þá geta smástöðvarnar
kannski leigt sér vissa tíðni til
útsendinga. Ekki er þó klárt hvernig
stjómin hyggst mkka sjóræningja-
stöövamar um leiguna.
Þorpa-
sjón-
varp?
Frá Gyðu Jónsdóttur, frétta-
ritara DV í London:
Sjónvarpsnotendur í London
urðu hissa í fyrra þegar allt í einu
birtist efni frá nýrri sjónvarpsstöð
á skjánum. Það voru þó ekki ýkja
margir sem náðu þessari stöð. Þaö
var nefnilega veriö að prófa nýja
gerö sjónvarpssendis, sendis sem
aðeins dregur um 15 mílur.
Þessi sendir er kallaður Wave-
view sendir. Þeir sem hafa hannaö
hann vona aö hann komi tii með að
gera kapalsjónvarp úrelt.
Það sérstaka við hann er verðið.
Hann kostar ekki nema niu þúsund
sterlingspund, eða tíepa hálfa
milljón króna. Vegna þess hve
hann dregur stutt er hann tilvalinn
í lítil bæjarfélög. Hann truflar þá
ekki aðra senda i nágrenninu.
Kostnaður við kapallögn er
gífurlega hár. Því hafa slíkar að-
gerðir dregist á langinn þó stjórnin
hafi gefið 11 fyrirtækjum leyfi til að
hefjast handa viðkapailagningar,
Til dæmis hefur Windsor
Television fyrirtækið ákveðiö að
halda að sér höndum í hálft ár áður
en þaö ieggur út í 35 milljón punda
kostnað við að leggja sjónvarps-
kapla í hús.
-r