Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. 5 Það er ekki amalegt að styrkja vöðvana undir handleiðslu sterkasta manns í heimi. Það fékk Steingrímur Hermannsson að reyna þegar hann smellti sór á bekkpressu i hófi sem Jón Páll hált fyrir stuðningsmenn sína og vel- unnara. -KÞ/DV-mynd KAE. SAMKOMULAG HJÁ BM VALLÁ Landið sígur og sjórinn hækkar- um 3,8 mm á ári: BESSASTAÐIR UMFLOTNIR SIÓ Á NÆSTU ÖLD Verður forsetasetrið að Bessastöð- um umflotið sjó eða komið að nokkru undir sjó þegar í lok næstu aldar? „Ef ekki hefðu verið hlaðnir vamar- garðar vestan á Alftanesinu væri nú þegar kominn sjór yfir um í Bessa- staöatjöm. Það stefnir í að Alftanes- ið veröi hólmi eða eyja,” segir Jón Jónsson jarðfræðingur. „Reykjanesið og allt landið raunar er að siga um leið og hækkar í sjón- um. Það hefur verið metið að breyt- ingin sé að jafnaöi um 3,8 millí- metrar ó óri. Þetta er þekkt vanda- mól ó eldfjallaeyjum. A Reykjanesi hafa hlaðist óskaplegir hraunmassar ó síðustu 10—12 þúsund órum, frá ís- öld. Þetta segir til sín. Þó er sjórinn að hækka. Menn hafa notaö töluna 1,1 millímetra ó óri sem jafnaðartölu. En það hvernig og hvers vegna sjórinn hækkar er óskaplega flókið mól. Þaö er jökla- bróönun, neðansjóvargos, jarðvegur sem árnar bera fram og ótal margt annaö. Vandinn hjá okkur hefur lengi blasað við og ýmislegt er gert til vamar,” segir Jón Jónsson. Fyrirtækið Fjarhitun hf. hefur gert úttekt ó aöstæðum allt í kringum Reykjanesið. Eins austur við Eyrar- bakka og Stokkseyri. Ljóst er að þörf er fyrir mikla vamargarða til viöbót- ar þeim sem þegar hafa verið reistir. Þeir eru þó aðallega til þess að verj- ast brimi í hásævi. Þegar svo verður komið að Bessa- staðir standa ó hólma en ekki nesi eða þegar sjórinn fer að flæða um hlaðið má búast við að víðar verði vott ó sömu slóðum. Er þá skemmst að minnast þess að Kvosin í Reykja- vík hefur fyrir löngu teygt sig undir sjólinu í stórstraumsflóðum. HERB Agreiningur framkvæmdastjóra steypustöðvar BM Vallár og tveggja starfsmanna ó vigt leystist í gærmorg- un með samkomulagi. Vigtarmennirn- ir halda ófram vinnu sinni og því verk- efni sem bætt var ó þá. Þeir fó þó ekki launahækkun. „Þeir fó athugun ó sinu vinnuálagi,” sagði Víglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri BM Vallór. Vigtarmennirnir tyeir höfðu neitað að taka að sér nótuvinnslu ón launa- hækkunar. Framkvæmdastjórinn brást við með þvi að segja þeim munn- lega upp starfi. Starfsmenn fyrirtækis- ins mynduðu þó samstöðu um að leggja niður vinnu yrðu vigtarmenn- irnir ekki endurráðnir. -KMU. Heilsuleysi hrjáir borgarbúa: Norska flensan komin? Menn velta þvi nú fyrir sér hvort norska inflúensan sé komin hingaö til lands. Heilsuleysi hrjáir nú Reykvík- inga og eykst ólag á borgarvaktina jafnt og þétt aö sögn borgarlæknis. Ein er sú pest sem hefur að undan- fömu lagt menn unnvörpunj í rúmiö og er hún talin líkjast mjög þessari norsku inflúensu. Báöum fylgja höfuð- og beinverkir, særindi í hálsi, hiti og niðurgangur. „Það hafa verið tekin að undanförnu ó þriöja hundraö sýna, en sú norska hefur ekki greinst enn,” sagði Lúðvík Olafsson. „Það sem greinst hefur eru tvær veirutegundir og hólsbakteria. Það er að vísu rétt að önnur veiruteg- undin er ekki ósvipuö norsku inflúens- unni en samt af öðrum toga.” Þessi svokallaða norska inflúensa hélt sig í fýrstu eingöngu í Osló en \ hefur nú greinst utan hennar, svo sem í Bergen. Ekki hefur hennar orðið vart annars staðar ó Norðurlöndunum. Annars eru Islendingar ekki einir þjóða sem eru pestsæknir um þessar mundir. A meginlandi Evrópu hefur mikill lasleiki hreiðrað um sig og er hann rakinn til kuldanna þar aö undan- fömu. Sem dæmi mó nefna að sex milljónir Þjóðverja af sextíu og sex milljónum hafa lagst i rúmið af völd- um gróu flensunnar svokölluðu. Hún lýsir sér með háum hita, eymslum í hólsi og særindum i öndunarfærum, ekki ósvipuð lýsing og ó þeirri norsku. nýja efnalaug við hlið nýja Vörumarkaðarins við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Allar vélar og tæki af nýjustu og fullkomnustu gerð. Sérmenntað starfsfólk mun kappkosta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á. Komið og reynið viðskiptin, athugið okkar langa afgreiðslutíma. Opið: Eiðistorgi 15 úmi 61-12-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.