Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Side 12
12 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF, Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R, EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—t4. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda og plötugerö: HILMIR HF, SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf. Átkriftarverfl á mónufll 330 kr. Verfl I tausasölu 30 kr. Helgarblað 36 kr. I leit að töfralækni Islenzkir kjósendur eru eins og gigtarsjúklingur, sem leitar leiða til að lina þjáningar sínar. Margir þeir, sem eru svo ógæfusamir að þola þrautir og pínslir, freistast til að leita „töfraformúla”. Þeir reyna til dæmis hvers konar nudd og hvers konar inntökur. Auglýsingar á ýmsum „töfraefnum” ná til þessa fólks, einnig margs konar tæki, svo sem rafmagn í höfuðið. Þeir hlýða á boðskap um heilsulyf, geril, rósaolíu eða fræfla, svo að eitthvað sé nefnt. Víst getur orðið gagn að sumu af þessu. Hinn dæmigerði íslenzki kjósandi telur sig hafa verið illa svikinn í pólitík. Ekki er við öðru að búast. Flestum er ljóst, hve illa málum okkar er komið. Við bætist, að kjara- skerðing síðustu ára hefur ekki haft langvinn áhrif til að rétta þjóðarbúið. Verðbólgan er aftur komin á skrið. Enn sláum við manna mest af erlendum lánum til að geta lifað eitthvað lengur um efni fram. Loforð landsfeðranna um úrræði ganga enn einu sinni ekki upp. Kjósendur leita að „töframanni” í hópi stjórnmála- manna, einhverjum sem kynni aö bæta úr skák. Þar er skýringin á því, hvemig fimmtungur landsmanna lýsir nú trausti á nýjum formanni Alþýðuflokksins. Alþýðu- flokkurinn hefur á skammri stund þrefaldað fylgi sitt. Enn eru 30—40 af hundraði kjósenda óákveðnir um hvaða lista þeir kysu, yrði brátt kosið. Margir þeirra lýsa sem fyrr vantrausti á alla listana. Þeir hafa enn ekki fundið sinn töframann. Alþýðuflokkurinn hefur áður rifið sig upp úr lægð. Hann fékk í kosningunum 1978 meira fylgi en hann hefur nú. Einnig þá hrifust fjölmargir kjósendur af „nýjum, ungum mönnum” í Alþýðuflokki. Fylgisaukning Alþýðu- flokksins kom í ljós talsvert fyrir kosningar í skoðana- könnunum fyrirrennara DV. Hún hélzt fram yfir kosn- ingar. Við tók hinn bitri veruleiki stjórnmálanna. Alþýðu- flokksmenn settust í ríkisstjórn. Brátt varð ljóst, að sú stjórn var engu betri en fyrri stjórnir næst á undan, ef til vill verri. Fylgið hrundi af Alþýðuflokknum. Kjósendur hans þóttust illa sviknir. Vissulega verður Vilmundi Gylfasyni ekki um kennt. Hann vildi aldrei þessa stjóm. Alþýðuflokksmenn hlupust úr stjórninni til að reyna að halda einhverju af hinu nýja fylgi. Þeim tókst þolanlega í vetrarkosningunum 1979. En það var sjálfstæðismönnum að þakka, sem hófu „leiftursóknina” alræmdu og hröktu fylgið í faðm krata. Þetta var eðlilega skammgóður vermir fyrir alþýðu- flokksmenn. Fólkið hélt áfram að flýja þá. í kosningunum 1983 var fylgið komið niður í tæp tólf prósent en haföi verið tuttugu og tvö prósent fimm árum áður. Skoðanakannanir sýndu enn fylgisflótta frá Alþýðu- flokknum, þar til nú er snögg veðrabrigði verða. Kjós- endahópurinn vonar enn, að „töfralæknir” hafi fundizt, og enn er það í Alþýðuflokknum. Formanninum verður erfitt að halda utan um fimmt- ung kjósenda, þar sem „harðir” alþýðuflokksmenn í landinu virðast aðeins vera um sex prósent kjósenda. Líklegast er, að töfralæknir hafi alls ekki fundizt og sjúklingurinn haldi áfram að kveljast — og leita. Haukur Helgason. DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. EKKERT HL AÐ VEÐSETJA Varla leikur nokkur vafi á því, að kjör launafólks eru aö verulegu leyti komin undir því, hvernig því tekst að koma yfir sig húsnæði. Hér á landi er talið sjálfsagt og eðlilegt, að fiestir búi í eigin húsnæði, svo aö illa hefur gengið að fá aðra kosti samþykkta, svo sem búseturéttaríbúöir, leiguíbúðir eöa aðrar lausnir á húsnæðisvanda manna, sem taldar eru sjálfsagðar í nágranna- löndumokkar. Fólk hefur þvi orðið að fóma bestu starfsárum ævinnar fyrir að eignast þak yfir höfuðið, og á árum áður var verðbólgan bjargvættur margra, sem skuldabagginn hefði annars sUgaö. En með verðtryggingu lána og vaxandi verðbólgu er útlitið ekki glæsilegt fyrir þá, sem nú eru að byggja eða kaupa íbúðir. Byggingasjóður verkamanna hefur löngum verið eini kosturinn, sem lág- launafólk átti tU þess að komast í eigið húsnæði, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum þeim, sem sjóöurinn leggur fé tU. Greiðslukjör eru vissulega mjög góð. Sjóðurinn lánar 80% af íbúðar- verðinu til 42 ára, sem er auövitað gjöróh'kt nokkru öðru í húsnæðisvið- skiptum. Algeng útborgun er um 200 þús. Langflestir eiga nú rétt til láns úr Hf- eyrissjóði sínum, og nægir það lán oft tU útborgunarinnar. GaUinn er hins vegar sá, að þessi réttur nýtist ekki öUum, vegna þess aö íbúð í verka- mannabústaðakerflnu er ekki veðhæf fyrir láni úr lífeyrissjóðl. Skýringin er sú, aö Byggingasjóöur verkamanna lánar umrædd 80% íbúöarverðsins, svo að eign kaupanda er einungis 20%. Lif- eyrissjóðirnir krefjast veðs, sem jafn- gUdir 60% af brunabótamati, en líf- eyrissjóöur starfsmanna ríkisins þó ekki nema 50%. En það er of hátt veð fyrir þann, sem er að kaupa íbúð hjá Byggingasjóði verkamanna. Hann reynir því oftast að fá veðleyfi hjá fjölskyldu eða vinum, sem dugar til að fá lán úr Ufeyrissjóðnum. En það geta ekki þeir, sem Utla eða enga fjöl- skyldu eiga eða eignalausa ættingja, og flestir hafa nóg við sín eigin veð aö gera. Það hendir því, að launþegi get- ur ekki nýtt sér lífeyrissjóðsréttindi sin tU láns, af því að hann á ekkert tU að veðsetja. Og það hendir einnig, að þeg- ar sá sem þannig er ástatt fyrir loksins fær íbúð hjá Byggingasjóöi verka- manna, verður hann að hafna henni af Fyrir nokkru gaf ríkissaksóknari út ákærur á hendur stjómarmönnum í starfsmannafélögum Ríkisútvarpsins. Núverandi stjórnir félaganna héldu blaðamannafund i vikunni og mót- mæltu ákærunum. Ekki kom fram hvort þeir, sem héldu fundinn, eru undir ákæru, en hafi svo verið er það ekki í fyrsta sinn sem ákærðir menn halda fram óréttmæti ákæru. Af blaöa- og útvarpsfregnum virðist hins vegar mega ráða að stjómir félaganna séu ekki í minnsta vafa um sekt stjómar- manna. Réttmæt er gagnrýni stjórna félag- anna um að óeðUlegur dráttur hafi orð- ið á birtingu ákæru á hendur einstöku stjórnarmönnum. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem ákæröir menn lesa um það í blöðum að þeir séu undir opin- berri ákæru. Lögmenn hafa margoft kvartaö undan þessum undarlega sið en sú gagnrýni hefur ekki borið árangur. Rétt er að taka fram aö þaö er ekki hlutverk ríkissaksóknara að sjá um birtingu ákæru, heldur viökom- andi sakadómara, sbr. 115. gr. laga um meðferð opinberra mála, og á aö birta ákæru í framhaldi af þvi að ákveðin er fyrirtaka málsins og þingfesting. Það vakti óneitanlega athygli aö mjög ítarlega var sagt frá mótmælum starfsmannafélaganna í fréttatímum útvarps og sjónvarps — og t.d. mun meiri áhersla lögð á þessa frétt en í Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL LÖGFRÆÐINGUR öUum blöðum landsins. Virðist þarna hafa verið á ferðinni óeðUlegur þrýst- ingur hinna ákærðu á samstarfsmenn sína — en fréttamenn ekki séð ástæðu til þess að skýra sjónarmiðin frá beggja hálfu, t.d. kanna hvort fullyrð- ing starfsmannaf élaganna um að verið sé að ákæra vegna vinnustöðvunar sé rétt. Verkfall ekki kœrt SUk könnun fréttastofanna hefði nefnilega leitt í ljós að það er alls ekki verið að ákæra fyrir verkfaUsaögerðir. Akæran beinist að brotum á 176. gr. al- mennra hegningarlaga, en þar er fjaUað um þegar menn stöðva með ólögmætu atferU útvarpssendingar. Refsiramminn er varðhald eöa fang- elsi aUt aö þremur árum, en þó má beita sektum ef málsbætur eru. Er þaö furðuleg framkoma beggja fréttastofanna aö haga fréttafiutningi á þennan veg. Má til samanburðar nefna fréttir af meintu skatt- eða gjald- eyrismisferli hjá Sambandi islenskra samvinnufélaga, en þar var rætt bæöi við rannsóknaraöUa og þá er blöð höföu birt fréttir um að bornir væru sökum. Þeim mun meiri ástæöa var aö f jaUa um hin meintu brot að þetta er i fyrsta sinn sem ákært er fyrir brot á 176. gr. almennra hegningarlaga. Það kemur líka í ljós í frásögn Þjóö- viljans af nefndum blaðamannafundi að tilgangur fundarins er að hóta ríkis- valdinu að verði haldið fast við ákærurnar þá muni verða beitt ofbeldi á nýjan leik: Haft er eftir ögmundi Jónassyni, einum ákæröa, að menn muni ekki hika við að marséra út á nýjan leik og stöðva útvarpssendingar með ólögmætum hætti. Er það sýnu alvarlegra sem hér á í hlut formaður Starfsmannafélags sjónvarpsins —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.