Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Side 8
8 DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd GRIKKIR OG SOVET- MENN SAMMÁLA UM KJARNAVOPN — segir Papandreou eftir heimsóknina til Sovétríkjanna „Grikkland og Sovétríkin eru sam- Andreas Papandreou, forsætisráö- Leningrad í gær og sagði aö þessi fjög- mála um kjarnorkumálin og virða rétt herra Grikklands, að lokinni Moskvu- urra daga heimsókn til Sovétríkjanna hvort annars til þess aö heyra til ólík- heimsókninni. hefði verið hans best heppnaöa heim- um hemaðarbandalögum,” sagði Ræddi hann við gríska fréttamenn í sókn til erlends ríkis síðan hann mynd- Papandreou var i Leningrad i gœr en i dag fer hann heim. Hór er hann með Nikolai Tikhonov og Andrei Gromyko. aöiríkisstjórnl981. „Það er ljóst að afstaða okkar til kjarnorkumála er svipuð: Bann við kjamorkuvopnatilraunum, andstaða við að hervæðast í geimnum og algert bann við uppsetningu nýrra eldflauga af hvaða tagi sem er hvar sem er,” sagði Papandreou. Sagði hann aö þótt tvö lönd tilheyröu sitt hvom hernaöarbandalaginu hindri það ekki að þau geti tekið samskonar pólitiska afstöðu til jafnmikilvægra mála eins og kjamorkumálanna. — „Sovétmenn biðja okkur ekki að fara úr NATO og við biðjum þá ekki að fara úr Varsjárbandalaginu,” bætti Papan- dreou við. Flokkur Glistrups ixær kominn niður á O-punkt — Glistrup úr fangelsi í mars Frá Emi Jónssyni, fréttaritara DV í Kaupmannahöfn: Mogens Glistrup verður látinn laus þann 11. mars næstkomandi. Hann hefur þá setið í fangelsi i tvö ár, helming afplánunartima síns. Þetta hefur vakið mikinn fögnuö hjá bæði fjölskyldu hans og flokki, Framfara- flokknum. Eða eins og Glistrup sjálfur sagði: „Það besta viðaðsitja í fangelsi eraðkomastút.” Glistrup er nú búinn að vera innnn rimla í tvö ár. Hann kemst brátt út og ætlar þá að verða aðstoðar- maður þingflokks Framfara- flokksins. Yfir 9 /1 ára reyrtsla í nýsmíði, viðgerðum w I/ og alhliða viðháldi mannvirkja. Allt verkið á einum stað því ef við höfum ekki fagmanninn þá útvegum við hann. Sérhæfing í eftirfarandi atriðum. Orkusparandi aðgerðir: Glerskipti. Endurkíttun á gleri. Innfræstir þéttilistar á glugga. Klæðning og einangrun á þök og veggi. Steypu- viðgerðir: Vegna frostskemmda. Vegna alkalískemmda, við gerðir eingöngu unnar að undangenginni rannsókn samkvæmt umsögn viðurkenndra aðila. Klæðning útveggja. Þétting steinþaka. Sílanúðun. Viðhaldsþjónusta. Gerum bindandi samninga um eftiriit og viðhald fasteigna. Gefum árlegar skýrslur um ástand fasteigna til stjórna húsfélaga og fyrirtækja. Ráðgjöf: Viðhald og viðgerðir. Nýsmíði og breytingar. Hönnun innanhúss.| Skoðun fasteigna vegna sölu og/eða viðhalds. Þéttingar. Þétting samskeyta húsa. Þétting húseininga. Þétting neðanjarðarmannvirkja. Þétting sturtu- og baðgólfa. Lekaþéttingar á steinsteypu. Þéttingar lekra þaka. Háþrýstiþvottur. SÉRHÆFÐIR í HÚSAVIÐGERÐUM JLðalwrh 5/i SUÐARVOGI7 SÍMI33200 - - 104 REYKJAVÍK NNR. 1655-3573 SUÐARVOGI 7— 104 REYKJAVIK SÍMI 33200 — NNR. 7123-2972 Glistrup, sem var stofnandi Fram- faraflokksins og formaður, þar til hann fór í fangelsi, er án efa umdeildasta persóna Danaveldis. Glistrup var dæmdur fyrir umf angsmikil skattsvik. Hann er lögfræðingur og sérfræðingur í skattarétti. Samhliða kennslu sinni við háskólann rak hann fyrirtæki sem sérhæfði sig í að búa til skattsvika- myllur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þegar hann hætti fyrirtækis- rekstrinum og stofnaði Framfara- flokkinn á sínum tima átti hann eftir inni yfir hundrað milljónir islenskar krónur af skattafrádrætti sínum. Enginn sem keypti þjónustu hans, borgaði krónu i skatt. Framfaraflokkurinn, sem náði miklum vinsældum meðal betri borg- ara og kom mörgum mönnum á þing, hefur hægt og sígandi verið að ná núll- punktinum. Nokkrir af þeim fáu þingmönnum sem enn eru eftir hafa farið yfir til Ihaldsflokksins. Glistrup hefur fengið starf sem aðstoöarmaður þingflokksins og er hann bjartsýnn á framtiðina þrátt fyrir fylgishrunið. Það á aö herða bar- áttuna gegn skattpíningunni, greiðslu- hallanum við útlönd og innrás farand- verkamanna, eins og hann orðar það sjálfur. Glistrup verður þó liklega ekki mikið ágengt fremur en ýtustjóranum Helge Dohrmann, núverandi formanni flokksins. Framfaraflokkurinn missti i raun öll áhrif eftir að núverandi stjóm þurfti ekki lengur á stuðningi hans aö halda. Almenn skoðun manna er að tími Framfaraflokksins sé liðinn. Þingmaður sakar Thatcher um morð Breski forsætisráðherrann Thatcher varðist í gær sameinuðum árásum stjórnarandstöðunnar sem sakaöi hana um aö hafa logiö að breska þing- inu. Stjómarandstaöan og leyniskjöl sem háttsettur embættismaöur lak i þing- mann Verkamannaflokksins segja aö argentíska herskipið Belgrano hers- höfðingi hafi verið á siglingu frá Falk- landseyjum þegar breskur kafbátur skaut það niður samkvæmt skipun frá London. Þingmaðurinn, Tom Dalyell, gekk svo langt að saka Thatcher um „með- vitað morð í hennar eigin stjórnmála- tilgangi”. Var Mengele fangi her- námsins í stríðslok? Bandarikjamaöur, sem var öryggis- vörður í leyniþjónustunni í síðari heimsstyrjöldinni, segist hafa séö Josef Mengele (Engil dauöans, Böðulinn frá Auschwitz) í haldi hjá Bandaríkja- mönnum i stríðslok. Walter Kempthorne sagði blaða- mönnum í gær að tveir verðir við Idar- overstein stríðsfangabúðirnar i Þýska- landi hefðu þekkt aftur fanga sem þeir sáu rekinn tU þess að gera leikfimiæf- ingar í fangagarðinum. Þóttust þeir þekkja þar Josef Mengele og heyrðu sagt að taka ætti hann af lifi. Bandarisk yfirvöid hafa fyrirskipað rannsókn tU þess aö reyna að grafast fýrir um afdrif Mengeles, sem sakaður er um hlutdeild í drápi 400 þúsund gyð- inga og fýrir hrylUlegar tilraunir (IæknisfræðUegar) á föngum Ausch- witz útrýmingarbúðanna. Nasistaveiðarinn Símon Wiesenthal hefur sagt aö skýrslur bandarísku leyniþjónustunnar bendi tU þess að Mengele (sem nú er 73 ára) hafi verið tekinn til fanga en sleppt inn á her- námssvæði USA í Vín 1947. I Það er talið að Mengele hafi leynst ÖU þessi ár í Suður-AmerUcu. Þrá- I látastur er orðrómurinn um að hann sé Nú bendir margt til þess að Mengele hafi verið fangi Banda- ríkjamanna eftir síðari heims- styrjöld. í Paraguay en stjóm Paraguay hefur þó margsinnis borið á móti því. Kempthome segist ekki fyrr hafa gefið sig fram með upplýsingar sinar vegna þess aö hann hafi ekki gert sér grein fyrir mikUvægi þeirra og raunar gengiö út frá því vísu að heryfirvöld hlytu að vita meira um fangana í Idar- overstein enhann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.