Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Page 10
10 DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttaritara DV í Færeyjum: „Þegar grind er rekin að landi í Færeyjum hlaupa allir sem vettlingi geta valdið niður á ströndina og hafa með sér saltað hvalspik í nestl Þama standa þeir með hendur og andlit löðrandi í lýsi, hlæjandi og patandi eins og villimenn meðan lífiö er murkað úr gríndhvölunum. Þegar hvalirnir hafa veriö ristir á hol má sjá börnin hlaupa heim með rjúkandi hvalnýru i hendinni til að færa mömmuísoðið.” Eitthvað á þessa leið lýstu dönsku blöðin grindadrápi í Færeyjum eftir að mynd af slíkum viðburði var sýnd í danska s jónvarpinu nú á dögunum. Útflutningur bannaöur Færeyska sjónvarpið, sem gert hafði myndina í samvinnu við danska sjónvarpsmanninn Preben Heide, brá viö hart þegar fréttist um viðbrögðin úr Danaveldi og bannaði aö myndin yrði send til BBC sjónvarpsstöðvarínnar i Bretlandi, eins og til haföi staðiö. Verður hún væntanlega ekki sýnd aftur í bráð. Myndin sýnir nokkuð dæmigert gríndadráp í Sandagerðisvogi í Þörs- höfn síðasta vor. Nokkur hundruö marsvin voru rekin inn í voginn í bliðskaparveörí og slátrað þar eftir öllum kúnstarinnar reglum. Aðferðin, sem notuð er við rekstur hvalavööunnar og sjálfa slátrunina, er eins mannúöleg og hún getur oröið Færeyingar: — Mikið deilt um grindhvaladráp f Færeyjum og Danmörku eftir sýningu sjónvarpsmyndar um veiðarnar undir sh'kum kringumstæðum. Fær- eyingamir, sem taka þátt i grinda- drápinu, eru allir þaulvanir veiði- menn. Þegar hvalurinn er drepinn er hann skorinn þvert yfir mænuna og deyr samstundis, en í rekstrinum er stundum beitt eins konar lagspjóti sem stungið er í bakiö á þessu Úóö- ríka spendýri sem dýrafræðingar segja að hafi vitsmuni á borð viö heimilisdýr eins og hunda og ketti. Grísaslátrun Þegar grindin er komin í voginn vaða grindamennimir út og setja króka i hvalina sem síðan eru dregn- ir upp í fjöru og aflífaöir. Færeying- ar halda því fram að þegar allt kemur til alls sé grindadrápið ekkert ómannúðlegra en grísaslátrun í dönskum sláturhúsum — eini munur- inn sé sá að grisaslátrun hafi aldrei verið sýnd í danska sjónvarpinu. . . með hendur og andlit löðrandi i lýsi, hlœjandi og patandi eins og villimenn meðan lifið er murkaö úr grindhvölunum," segja Danir um grindhvaladróp Fœreyinga. Villimenn? Grind og spik eru þjóðarréttur Færeyinga og árlega neyta þeir um 800 tonna af þessari fæðu. Grindin er því ekki lítið búsiiag og kostar ekki neitt. I blaðaskrifum um þetta mál hefur komiö fram að grindhvalurinn sé ekki í útrýmingarhættu og tals- menn Greenpeace-samtakanna hafa sagt að þeir muni ekki reyna að koma í veg fyrir grindadráp í Fær- eyjum. Þeir taka þó undir þá yfirlýs- ingu alþjóöa dýravemdunarsamtak- anna aö grindadráp flokkist undir misþyrmingu á skepnum. Kvikasilfur Danskir sérfræðingar segja að ekkert sé i raun vitað um stærð grindhvalastofnsins og benda á þá staðreynd aö á sjöunda áratugnum hvarf grindhvalurinn snögglega við strendur Astrahu en þar var hann veiddur til manneldis eins og í Færeyjum. Mikil umræða fer nú fram um grindadráp hér í Færeyjum og er greinilegt að margir Færeyingar, einkum þeir yngri, eru að verða því afhuga. Færeyingar munu þó seint neita sér um grind og spik af mannúðarástæöum, fremur en Islendingar um hangikjöt og Danir um grísasteik. Þeim hefur hins vegar veriö ráðlagt af heilbrigöis- yfirvöldum að snæða þessa fæöu ekki oftar en einu sinni í viku vegna þess aö kvikasilfursinnihaldið í kjötinu er komiö langt yfir hættumörk og segir það sitt um mengun Norðurhafa. GERVIBLÓÐ? — tilraunir með vökva í stað blóðs í mannslíkama komnar vel á veg Öskar Magnússon, Washington: Visindamenn víöa um heim vinna nú aö því hörðum höndum að búa til vökva sem geti að nokkru leyti komið í stað blóðs í mannslikama. Nú eru liöin um 20 ár siöan visinda- menn komu slikum vökva fyrir í mús, settu músina í vatn og sýndu fram á að hún gæti andað þrátt fyrír súrefnisskort. Sá vökvi, sem nú er veriö að þróa, á aö geta flutt súrefni um mannslíkamann. Bandaríska stjórnin, ýmis fyrirtæki hér í Bandaríkjunum og japönsk stjórn- völd hafa varið milljónum dollara í þessar tilraunir. Og án þess að hrein niðurstaða sé fengin hefur þegar verið áætlaö að framleiðsla gervi- blóðs geti skilað hundruðum milljóna dollara á ári. Eitt japanskt fyrirtæki hefur þegar gert tilraunir með gerviblóð á lifandi mönnum. Þó er gert ráð fyrir að gerviblóö verði ekki á almennum markaði í Japan fyrr en eftir 10 ár. Notkun þegar möguieg 1 skýrslu frá National Institute of Health, sem er virt vísindastofnun í úthverfi Washington, kemur fram að þróun þessara rannsókna hafi verið mjög hröð undanfarin ár. Þess er getið í skýrslunni, aö nú sé jafnvel hugsanlegt að gerviblóð verði geöö mönnum í sérstökum tilvikum. Vísindamenn hafa vakið athygli á því að ekki sé verið að reyna að búa til vökva sem geti að öllu leyti komiö i staðinn fyrir venjulegt blóð. Umræddum vökva er einungis ætlað það hlutverk að bera súrefni. I fyrstu mun gerviblóðið ekki hafa þá eiginleika venjulegs blóös aö berjast viö sjúkdóma. Hvít blóðkorn verður heldur ekki aö finna í gerviblóðinu. Ef vel tekst til með áframhaldandi tilraunir má gera ráð fyrir aö gervi- blóðið geti kanið í staö raunvenilegr- ar blóðgjafar til dæmis við skuröað- gerðir. Það gæti komið í veg fyrir frumudauða og haldiö blóðstreymi eðlilegu þangaö tii líkaminn getur endumýjað blóðið meö eöliiegum hætti. Nógsúrefni fyrir músina Vísindamenn hafa geöð þá skýr- ingu á dæminu með músina, sem minnst var á hér aö framan, að músin haö getað haldiö áfram aö anda þótt hún værí i vatni, vegna þess aö lungun voru full af þessu gerviblóði. Ur þvi gat músin fengið nægilegt súrefni. Gerviblóðinu hefur verið dælt í æðakerö rotta á tilrauna- stofum National Institute. Rottumar hafa vaxið og dafnaö nokkuð eölilega á meðan gerviblóðið var að hverfa og ekta rottublóð að taka viö. Gerviblóð af þessu tagi verður væntanlega unnt að framleiöa í stórum stil ef á þarf að halda, svo sem orðið gæti í styrjöldum eöa miklum náttúruhamförum. Viö blóðgjafir skiptir blóðflokkur þess sem þiggur gerviblóðið ekki máli. Gerviblóðið á jafnt við alla blóð- flokka. Og bjartsýnustu menn segja að gerviblóö muni þola óralanga geymslu án þess aö skemmast. Vottar Jehóva mega Fyrirtæki í Los Angeles hefur þegar hafiö tilraunaframleiðslu á efni, náskyldu gerviblóðinu, svo- nefndu feosol. Framleiðslan fer fram í Japan. Bandarísk stjómvöld hafa ekki enn heimilað notkun þess lyfs hér í Bandaríkjunum. Heimilt er þó aö gefa fólki úr trúaröokki Votta Jehóva þetta gerviblóð. Vottar Jehóva neita eins og kunnugt er að þiggja blóð af trúarástæðum. Feosol kemur þó engan veginn að sama gagni og sjálft gerviblóðið á aö gera. Notagildi þess er einkum fólgiö í flutningi súrefnis til afmarkaöra staöa í mannslíkamanum. Þannig getur þaö gagnast hjarta og heila vel. Talið er að feosol verði komiö á almennan markaö í Japan innan skamms. Hliðaráhrif Nú glíma vísindamenn við ýmis hliðaráhrif sem hafa komið i ljós við notkun gerviblóðsins. Stundum hefur gerviblóðið ekki fundiö farveg til allra staða í líkamanum. Þá getur þaö safnast saman í lifrinni og valdið þjáninga»,fullum aukaverkunum. Gerviblóðið hefur auðvitað valdið nokkrum deilum meðal vísinda- manna. Margir vilja ekki fallast á nafngiftina og telja hér einungis um súrefnisvökva að ræða. Gerviblóö geti aldrei komið í stað raunverulegs bióðs. Aðrir og bjartsýnni vísinda- menn fullyrða á hinn bóginn aö tilraunir muni hef jast á mönnum hér í Bandaríkjunum innan tveggja ára. Þeir segjast reikna með að í framtíð- inni geti gerviblóð komið að öestöllu leyti i stað raunverulegs blóðs. Umsjón: Þórir Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.