Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Page 11
DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla u DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla Þekki engin rök fyrirað neita hungruðu bami um brauð —Guðmundur Einarsson, 35 ára gamall f ramkvæmdastjóri H jálparstof nunar kirkjunnar, svarar DV-spurningum um hjálparstarf ið í Eþíópíu Myndir: Kristján Ari Einarsson Texti: Eiríkur iónsson — Hefur þú komlö til Eþíópíu eða Afríku? „Já, vissulega. Þaö er mitt starf að fylgjast með og vera á þessum stöðum. En ég hef ekki verið í Eþíóp- íu eftir að þetta siðasta neyðar- ástandkomupp.” — Nú virðist hjálparstarf í þróun- arríkjunum vera nokkurs konar lífs- stfll. Fólk ferðast, býr á góðum hótel- um, fsr dagpenlnga og hefur það i einu orði sagt gott undlr yfirskini mannúðar. Er þetta ekkert vanda- mál hjá H jálparstofnuninni? „Þetta er ekkert vandamál hjá okkur. Við sendum fólk, til að mynda héðan frá Islandi, til starfa við mjög erfiðar aðstæður. Þau hótel sem starfsfólk okkar býr á núna utan viö Addis Ababa eru hótel sem vart yrðu kölluð annað en skúrar hér heima. Sannleikurinn er sá að í þá sex mán- uði sem starfstíminn er býr þetta fólk í tjöldum. — Verðið þið þá ekkert varir við að vel menntaðir tslendingar sæki í þessi störf vegna þess ævlntýrablæs sem er yfir þeim hvað sem ailrl mannúð líður? „Það er rétt, það er stór hópur fólks sem litur á starf í þróunarlönd- unum sem ævintýramennsku. Ungt fólk sækir um störf í þessum löndum vegna þess að þaö heldur að þetta sé eitt allsherjar ævintýri. Annars geta þeir sem hafa unnið þama borið því vitni að ævintýraljóminn er fljótur að hverfa. Svo dæmi sé tekið af hjúkrunarfræðingunum okkar sem fóru utan í síðasta mánuði þá leið þeim ókaflega illa á fyrstu starfsdög- um sfnum þegar þær stóöu frammi fyrir þvi aö þurfa aö velja eitt bam úr fjölskyldu sem mátti gefa mat. Það er allur ævintýraljóminn. — Hveralg búið þið að ykkar fólkl varðandi laun, dagpeninga og hótel? „Reglan er sú að fólk heldur þeim launum sem þaö hafði hér á landi. Við vitum að flestir Islendingar eru skuldbundnir vegna húsnæðiskaupa og annars og óstæðulaust að láta það liða vegna þess. Þá er þess að geta að Hjálparstofnun kirkjunnar ræður ekki sjálfboðaliöa til starfa einfald- lega vegna þess að þeir láta ekki að stjórn. Við viljum greiöa fólki laun og geta í staðinn gert kröfur til þess í samræmi viðþað.” — Fær fólklð þá ekkert aukalega? „Ef um er að ræða gistikostnað eða kostnað vegna ferða þá er það að sjálfsögðugreitt.” — Nú hafa f jölmiðlar, sérstaklega sjónvarpið i Kastljósþætti, dregið upp sterka mynd af hungursneyðinni i Eþíópíu. Stríðið og fátæktln hefur gleymst. Er Hjálparstofnunhi að kaupa upp f jölmiðla til að auka f jér- safnanlr? „Hlutverk Hjálparstofnunar kirkj- unnar er að sinna þeim sem líða vegna hungurs. Við reynum að draga athygli manna aö þeim milljónum i veröldinni sem liða hungur. Það er talið að um 800 milljónir manna í heiminum séu vannærðir og hungraðir. Ef flugvél með 100 ferða- mönnum ferst einhvers staðar úti í heimi getur það verið forsíðuefni dagblaöa svo dögum skiptir. Minna er um að sagt sé frá þeirri skelfilegu staðreynd að milljónir líða og deyja vegna hungurs. Við gemm okkar til aö draga athygli f jölmiðla aö þessari staðreynd. Við lítum svo ó að það sé hlutverk annarra að fjalla um stjóm- málaástand í þessum löndum.” — Er það ekkl hlutl af neyðinni? „Vissulega og við höfum alla tíð út- listað þaö í okkar málf lutningi að þaö er skelfileg staða aö þurfa aö horfa upp á sama land ár eftir ár án þess að geta gert neitt. Eg held að það væri afar gagnrýnisvert ef hjáipar- stofnanir ó Vesturlöndum ætluðu sér að fara að hafa áhrif á stjórnmála- óstandiö í þessum löndum. Ef það er eitthvaö sem hvíta manninum hefur veriö legið á hálsi fyrir vegna af- skipta sinna i Afriku er það einmitt ihlutun i innanrikismál og þar meö menningu þessara þjóða. Hjálpar- stofnun kirkjunnar vinnur eftir þeirri siðfræði sem fram kemur í sögunni um miskunnsama Samverj- ann. Að líkna þeim sem liggur á veg- inum í stað þess að elta þann sem barði manninn niður. ’ ’ — Nú er flogið með íslenskar af- urðir yfir hálfan hnöttinn til svelt- andi fólks. Væri ekki hægt að senda peninga og kaupa hjálpargögn i Afríku? „Það er alveg ljóst að það er þessi ákvörðunartaka sem tekur hvað lengstan tima hjá okkur. Þaö er spumingin hvernig á að verja hjálp- arfé. 1 þessu tilviki var mjög mikill skortur á mjólkurdufti og héma heima voru til 100 lestir af því. Þegar við höfðum athugaö möguleikana á því að fá ríkið til að niðurgreiða mjólkurduftið, fundiö flugvél sem gat tekið allt i einni ferö auk veiðar- færa sem bráðlá ó niðri í Massawa var þaö ekki lengur nein spuming í okkar huga að þessi ákvaröanataka varrétt.” — Eru þessar vörur grelddar fullu verði? „Við höfum notið þess í okkar starfi að fá þær vömr sem við kaup- um nær því ókeypis í mörgum tilvik- um eða þó ó læsgta verði sem hugs- anlegt er. Fyrir bragðið fáum við margfalt meira magn; verðmæti þess sem við sendum út fer langt fram úr þeim krónufjölda sem við höfumtilumráða.” — Nú bámst af því fréttir fyrir skömmu að utanríklsráðherra Eþíópíu héldi þvi fram að hjálpar- gögn er bæmst til landslns væru ekki í nelnu samræmi vlð þær f járhæðlr sem sagt var að safnast hefðu er- lendis? „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slik gagnrýni kemur fram og einmitt þess vegna höfum við tekið upp þá stefnu aö senda hjálparfólk beint héðan með þeim vörum sem fara út til að ömggt sé aö allt komist á leið- arenda.” — Hver tekur ákvörðun um hvað á að kaupa? „I þessu tiiviki var það einfalt mál. Það er aðeins einn aðili sem selur mjólkurduft; Mjólkursamsalan. Mjólkurduftið var efst á lista yfir þær vörur sem skorti þannig að í því máli velktist enginn í vafa um hvaö velja ætti.” — Nú hafa heyrst gagnrýnlsradd- ir um að verið sé að drepa niður allt frumkvæði meðal eþíópisku þjóðar- innar með þessum látlausu matar- sendingum til landsins. Hefur aldrei hvarflað að mönnum að láta þetta land í friði í nokkra áratugi og sjá hvað setur? „Eg þekki engin rök fyrir að neita hungraðu bami um brauð.” — Er þetta skemmtilegt? „Þetta er fyrst og fremst mjög gef- andi starf. Eg hef verið hér í ná- kvæmlega 10 ár að einu ári undan- skildu þegar ég reyndi fyrir mér í einkageiranum sem framkvæmda- stjóri Kaupstefnunnar. Eg var þá með mínar efasemdir um hvað ég væri að gera hér, hafði betri laun hjá Kaupstefnunni en sneri aftur. Ef það segireitthvað.” _FIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.