Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Síða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON, Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn; SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Símí ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. . Áskríftarvorð 6 mánuði 330 kr. Varð f lausasölu 30 kr. Halgarblað 35 kr. Málamyndaaðgerö Forsætisráöherra gefur í skyn í DV-viðtali í gær, aö tJt- vegsbankinn verði lagður niður og sameinaður ein- hverjum öðrum ríkisbanka, líklega Búnaðarbankanum. Útvegsbankinn stendur illa. Hann er ofkeyrður af lánum til sjávarútvegsins, þar sem skuldir greiðast illa. Reyndar er Landsbankinn að lenda í sömu klemmunni. Landsbankinn hefur mikla raun af lánum til sjávarút- vegs. Þau eru að sliga bankann. Hugmyndin um fækkun banka nýtur mikils fylgis og hefur lengi veriö á döfinni. Fylgismenn þeirrar hugmyndar virðast ráða lögum og lofum í stjórnmálaflokkunum. Þeir segja, að brjóta þurfi upp skiptingu banka eftir atvinnuvegum. Sú skipting hafi leitt til óeðlilegrar útlánadreifingar, sem hætta stafi af. Þeir segja, aö bankarnir séu of margir og of litlir. Þeir megni því ekki að takast á við þau stóru verkefni, sem fram undan séu. Þeir segja að þetta leiði af sér of flókið kerfi útibúa. Áhættan af einstökum atvinnugreinum hvíli of mikið á einstökum bönkum. Þó er ekki ætlunin að amast við smærri bönkum. Reynslan sýnir, að sparisjóðir eiga fullan rétt á sér. Sparisjóður vélstjóra eða Sparisjóður Hafnarfjarðar hafi sýnt það til að mynda. Því eru þeir stjórnmálamenn, sem enn á ný mæla með sameiningu einhverra bankanna, ekki að ráðast gegn hinum smærri. Ríkisstjórnin lýsir nú yfir, að viðskiptabönkunum verði fækkað. Því á ekki við sú athugasemd Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra í sjónvarpi, að alveg eins megi sam- eina „Seðlabankann og Landsbankann”. Albert Guðmundsson hlýtur í ríkisstjórn að hafa samþykkt, að viðskiptabönkum veröi fækkað, varla að Landsbankinn renni inn í Seðlabankann! Ummæli Alberts virtust sýna að málið væri enn óaf- greitt hjá stjórnarflokkunum. En forsætisráðherra segir í DV í gær: „Auk þess er það skoðun okkar, að tveir ríkis- bankar verði styrkari en þrír. . .” Sameining Útvegsbanka og Landsbanka kemur ekki til greina, eigi að hamla gegn fjárþurrð banka vegna sjávarútvegsins. Því virðist vera um að ræða sameiningu Útvegsbanka og Búnaðarbanka. Sú skoðun er rétt, að Útvegsbankinn, og nú líka Lands- bankinn, beri of mikinn þunga af lánum til sjávarútvegs. Því má „bjarga Utvegsbankanum” með því að sameina hann Búnaðarbankanum. En er þetta eitthvert innlegg í svonefndar „efnahagsað- gerðir?” Raunin er, að svo er ekki. Ahnenning má þetta litlu gilda. Þetta er ámóta merkileg aðgerð og tillögur stjórnarliða um nafnbreytingu á Framkvæmdastofnun eða fækkun sjóða. Ekki verður séð, að þetta skipti sköpum fyrir framvindu efnahagsmála. Auðvitaö þurfa bankar að keppa hver við annan um þjónustu við þegna þjóðfélagsins, bæði innlán og útlán. Útlán eiga að fara eftir lögmálum markaðarins. Því eiga þau að byggjast á arðsemi þeirra framkvæmda, sem lán eru tekin til. Málamyndaaðgerð ríkisstjórnarinnar leysir ekki þenn- an vanda. Haukur Helgason. „Um hvafl sameinast launþegar undir núverandi skipulagi?" Samningana i hendur fólksins Á sl. hausti lögöu þingmenn Bandalags jafnaöarmanna fram frumvarp til breytinga á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938.1 þessu frumvarpi er gert ráö fyrir að stórauka möguleika fólks til aö hafa áhrif á kjör sín og umhverfi. Því, verður ekki á móti mælt aö lög um stéttarfé'ög og vinnudeilur eru sá rammi „em allt skipulag launaþega- samtakanna miöaöst viö. Þaö er full ástæða til aö rýmka þennan ramma og skapa þannig forsendur til vald- dreifingar, aukinnar félagslegrar þátttöku og ábyrgðar einstaklinga. Það verður ekki fram hjá því gengið aö vinnulöggjöf varöar grundvallarmannréttindi og er þess vegna ekkert einkamál verkalýðs- rekenda. Ákjósanlegast væri e.t.v. aö nema lög um stéttarfélög og vinnudeilur úr gildi og tryggja rétt þeirra sem selja vinnu sina í stjórnarskránni en aö ööru leyti láta hefðir og samkomulag á milli hinna svokölluðu aöila vinnumarkaöarins ráöa. Þannig yröi verkalýöshreyf- ingin frjáls að svo miklu leyti sem þaö er, allra hluta vegna, mögulegt. Þetta væri hið ákjósanlega. Einnig mætti hugsa sér aö sérhver launþegi semdi fyrir sig án afskipta annarra um réttmæt laun fyrir vinnu sína. Þaö er sennilega hiö ófram- kvæmanlega. Frumvarp Bandalags jafnaðarmanna A 35. þingi Alþýöusambands Islands samþykktu þeir ánauðugu flokksleppar, sem þar koma saman, ályktun gegn einhverju sem þeir kusu aö kalla ósmekkleg afskipti af innri málum í verkalýös- hreyfingunni. Þaö er líka athyglisvert aö á sl. ári þegar samhljóða frumvarp var lagt fram í efri deild var það fellt. Af um- ræöum veröur ekki séö aö andstaða þingmanna hafi verið jafneindregin og niöurstööur atkvæðagreiðslu gáfu til kynna. Veröur helst að álykta aö álit umsagnaraöila hafi riðið bagga- muninn. Frumvarið var þá fellt vegna þess að stjóm Alþýöusam- bands Islands vildi þaö. Frumvarpið var fellt vegna þess aö stjóm Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja vildi þaö. Frumvarpiö var fellt vegna þess að stjóm Verslunarmanna- KRISTINSSON FORMAÐUR LANDSNEFNDAR BANDALAGS JAFNAÐARMANNA. félags Reykjavíkur vildi það. Frum- varpiö var fellt vegna þess að stjórn verkalýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri vildi það. Og frumvarpið var fellt vegna þess að stjóm Vinnuveit- endasambands Islands vildi þaö. Þess varö ekki vart að leitað hefði verið umsagnar og álits þolenda þeirra laga, þess skipulags sem hér um ræðir, þ.e. launþega á vinnu- stöðum og starfsmannafélaga sem viöa eru til. Fólks sem ekki hefur beinna persónulegra hagsmuna að gæta innan valdastofnana stéttar- félaganna, heldur var leitað til þeirra sem af skammsýni eru vísir til að telja sér best borgið við óbreyttar aðstæður, óbreytt ástand, þ.e. fulltrúa í alls kyns valda- stofnunum. Sú gagnrýni sem þetta frumvarp hefur orðið fyrir hefur ekki verið ýkja margvísleg en hún hefur verið áköf og nánast heiftúðug á stundum. Því er haldið fram og þykir vont að verið sé að dreifa valdi innan laun- þegasamtakanna, brjóta niður sam- takamáttinn, sundra heildarsam- tökunum, spilla samstööunni og ganga erinda Vinnuveitendasam- bandsins og hlýtur afstaða þess til málsins að teljast næsta einkennileg íþvíljósi. Samstaða? Ef vikið er að samstööunni, sem verið er að sundra, má spyrja sam- stöðu um hvað? Eitt markmið, t.d. hag hinna lægst launuðu, einn leið- toga, eina skoöun, einn sameigin- legan óvin í samræmi við þau 19. aldar ævintýri sem sumir sækja stéttarvitund sína í, eitt dýrt hús- næði, eitt símanúmer? Um hvaö sameinast launþegar undir núverandi skipulagi samtaka sinna? Stjórnarmenn, orlofsbúðir, samþjappað vald hjá kontóristum, sem ástunda vinnustaðasamninga sín á milli vegna þess að kjara- samningamir sem þeir gera eru ó- nothæfir, a.m.k. fyrir þá. E.t.v. er samstaðan um framtíðarsýn Vinnu- veitendasambandsins, þ.e. heils árs kjaftavaöalssamkundu um meðal- talsafkomuútreikninga, og þá næringargildi þeirrar naglasúpu sem samkomulag yrði um að bera við og við fyrir launþegana til þess að samsuöuselskapurinn sannaði til- verurétt sinn. Kristófer Már Kristinsson. „Ákjósanlegast væri e.t.v. aö nema lög um stéttarfélög og vinnu- deilur úr gildi og tryggja rétt þeirra sem selja vinnu sína í stjórnarskránni en að öðru leyti láta hefðir og sam- komulag á milli hinna svokölluðu aðila vinnumarkaðarins ráða.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.