Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. Spurningin Horfðir þú á nýja fram- haldsmyndaflokkinn í sjónvarpinu á miðviku- daginn? Aðalhelður Valdimarsdóttir fóstra: Já, ég horfði á hann. Mér fannst hann mjög góður en það var samt þónokkuð af óhugnanlegum atriðum í honum. Birna Róbertsdóttlr fóstra: Nei, ég sá hann ekki. Ég horfi yfirleitt mjög lítið á sjónvarp. Hef bara ekki tíma til þess. Jón J. Jakobsson, húsa- og bilasmiður: Já, ég horföi á hann og fannst hann mjög athyglisverður. Eg hef mjög gaman af svona sögulegum þáttum. Ólöf Hilmarsdóttir húsmóðir: Já, ég sá hann og mér fannst hann ógeðslegur. Það er algjör hending ef ég horfi á þættisemþessa. Lesendur Lesendur Lesendur Les ,,Þótt þjóAin ráði ekki við að reka einn hðskóla svo vel sé þá virðist koma til greina hjð einhverjum þingmönnum stofnun annars háskóla eða háskólaútibús," segir Eyþór Þórðarson. „Eydskisemi og ráðdeSdarieysF' Eyþór Þórðarson, Neskaupstað, skrifar: Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum fyrir hátt I tveim árum lofaöi hún að ná niður verðbólgunni, sem orðin var geigvænleg, og einnig að taka fyrir erlenda skuidasöfnun sem hún taldi þegar allt of miklar. Til að ná þessu fram skyldi nú dregið úr eyðslu, ítrasta spamaðar gætt i hvívetna og hvergi eytt meiru en aflað væri og helst minna. Samþykkt var að hvert ráðuneyti skyldi á árínu 1984 lækka útgjöld sín um 2% a.m.k. Ekki var nú hærra þar á hrygginn reist. Nú er árið 1984 liðið og hefir komið í ljós að þetta hefir misvel tekist hjá hinum ýmsu ráöuneytum, en þó öllum illa. Engum ráöherranna mun þó hafa tekist sparnaöurinn verr en frúnni í sæti menntamálaráö- herra. Sýnist eyðslusemin og ráð- deildarleysið hafa hafa haldið þar á- fram með ekki minni hraða en áður. Ég vil nú færa hér fram nokkur at- riði sem ég tel að sýni aö ekki hafi verið gætt sparnaðar, svo sem hægt hefði veríð að meinalitlu. Ráðherra f jölgaði i ráðuneyti sinu um 1—2 og hefði þó að margra áliti fremur átt að fækka þar um nokkur stykkL Einhverjir fundu út að nauð- synlegt væri að koma í skyndi á annarri útvarpsrás, þó ekki væri til annars en dreifa músík til íbúa Reykjavíkur og nágrennis. Rás 2 var sett upp og kvaö hafa kostaö litlar 60 milljónir auk áríegs rekstrar- kostnaðar. Þá var og hafiö næturút- varp um helgar til kl. 3 að nóttu. Sjálfsagt talið bráðnauösynlegt en lfca dýrt. Sjónvarp hefir frá byrjun verið lokað i júli í spamaöarskyni. Nú var þessari lokun hætt og sjónvarpað allan mánuðinn. Sett var upp útibú frá útvarpinu á Akureyrí og mun hafa kostað þó nokkrar milljónir. Þetta hefir þó tekist vel og útvarpsefni þaðan að jafnaði menningarlegra en frá höfuð- stöðvunum í Reykjavik. Nú er rætt um aðkoma upp háskóla á Akureyri. Hugmyndina átti fyrrverandi menntamálaráðherra. Hann er þing- maöur og búsettur á Akureyri. Komist hugmynd þessi í framkvæmd má reikna meö aö nokkuö fjölgi þá atkvæðum þingmanns þessa. Núver- andi menntamálaráðherra virðist þó lítt hrífinn af tillögu þessari en kveðst þó ekki munu setja fyrir það fótinn að hún nái fram að ganga ef þingmönnum skyldi almennt þykja hún horfa til heilla. Þótt þjóðin ráði nú ekki við að reka einn háskóla svo vel sé, og hópur háskólagenginna manna fái ekki lengur störf við hæfi í landinu né laun sem þeir telja sig þurfa, þá virðist sem til greina komi þó hjá einhverjum þingmönnum stofnun annars háskóla eöa háskóla- útibús. Þjóðarhagur og kostnaöur eru aukaatriði. Ráöherra ákvaö í haust að fækka um eina stund kennslu í neðstu bekkjum grunnskólanna í spamaðarskyni. Kennarar ráku upp óp og sögðu hér vegið að menntun landsmanna. Ráðherra heyktist á að framfylgja þessari sparnaðarhug- mynd sinni. önnur ráð til spamaðar, í kennslukostnaði virðist ráðherra ekki hafa komið auga á þótt nú þurfi viða 3 kennara þar sem einn dugði áður til að kenna sama hópi. I haust stóð svo á aö flestar náms- stjórastööur í námsgreinum grunn- skólabama vom lausar. Vart heföi barnafræðslan beðið varanlegt tjón þótt ráðherra hefði látið undir höfuö leggjast að skipa í þessar h'tt þörfu stöður aö þessu sinni. Til orða hefir komið að við gætum fengið afnot af sjónvarps- eöa út- varpssendingum frá Norðmönnum. Ráðherra virðist hlynntur þessarí verslun, eins þótt fyrir liggi að það muni kosta þó nokkrar milljónir og menningaraukinn ekki í augsýn. Það kom fram í útvarpi nýlega aö ráðherra telur vel koma til mála að slá svo sem 100 milljón kr. erlent lán sem varið yrði til að efla kvikmynda- gerð á Islandi. Það er seint of mikið af list á Islandi, eins þótt mikill hluti hennar sé, eins og „Nýju fötin keis- arans”, ósýnileg almennum augum og óheyranleg að auki eyrum almennings. Á meðan við höfum fullt hús af slíkum ráöherrum verða skuldir ekki greiddar niöur og meðan verðbólg- an brennir upp sparífé fátækling- anna heldur þjóöin áfram að eyða öllu sem aflað er og helst nokkru meira, enda gengur stjórnin þar fyrír. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætlasérleyfistþað. Borgar Þorsteinsson frystlhússstarfs- maður: Já, ég horfði á hann, með öðru auganu. Mér list svona sæmilega á hann, þó finnst mér hann nokkuð óhugnanlegur fyrir krakka. „Kaffibaunahneykslið” Skattgreiðandi skrifar: Hvað á þetta svínari aö viðgangast lengi með SIS og Framsóknar- flokkinn? Enn eitt stórhneykslið, „kaffibaunirnar”, og ekkert er gert við toppana hjá SlS. Á sama tima er veríð að setja menn inn fyrir smávægileg af- brot. Er ekki kominn timi til að stjaka við þessari starfsemi eöa ætlar dóms- málaráðherra kannski að svæfa máliö? 2. febr. skrifaöiEllert B. Schram, á- gæta hugvekju um Framsóknar- flokkinn og SlS, þ.e. „plöntuna í hryllingsbúöinni”. Þar var víða komið við og var það ófögur lýsing. Er ekki kominn tími til að útiloka Framsókn frá öllu stjómarsamstarfi? Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurínn aö sitja lengi í stjóm meðþeim? Meiri dans í sjónvarpið Ester Guðmundsdóttir húsmóðlr: Já, ég sá hann og fannst hann bara nokkuð góður. Miðað við þessa framhaldsþætti sem ég hef séð þá lofa þessir þættir góðu. Dansarihringdl: Mér finnst að sjónvarpið megi gjaman sýna meira af dansi. Hér á ég viö samkvæmisdansa og gömlu dansana. Það hafa reyndar verið sýndir einhverjir þættir frá útlöndum Baldur Garðars son skrif ar: Það var keyrt á bílinn minn föstudaginn 1. febr. þar sem hann stóö fyrir utan veitingahúsið Hellinn i Tryggvagötu. Þetta er blár Subaru og var bakkað á brettið á honum. Sá sem þetta gerði stakk af og hefur ekki en það mætti taka miklu meira efni upp með íslenskum dönsurum eins og gert var fyrir nokkrum ámm. Áhuginn á dansi héríendis hefur aukist mikið síðustu ár og sjónvarpiö ætti aö taka tillit til þess. fundist. Atburðurinn átti sér stað ein- hvern tíma milli kl. 12 og 1. Þar sem margt fólk var á ferli þama þennan dag vil ég biðja þá sem gætu veitt einhverj- ar upplýsingar um málið að hafa sam- band við mig i síma 46988. Allar á- bendingar væru vel þegnar. Bakkað á bíl íTryggvagötu L.K. hvetur til þess aÖ bílstjórar hjálpist aö í umferöinni meö því aö lóta hver annan vita ef Ijósabúnað bifreiöar er ábótavant. Bílstjórar: „Blikkum hver annaiT L.K.hringdl: Það var á lesendasíðunni grein fyrir skömmu þar sem verið var að gagn- rýna eineygða ökumenn. Eg er að mörgu leyti ósammála því sem þar segir. Eg held að oftast viti bílstjórar ekki af því aö eitthvað af ljósunum á bifreiðinni sé ekki logandi. Mér finnst aö bílstjórar eigi að hjálpast að i þessum málum með því að blikka þann sem er eineygður og láta hann þannig vita. Og ef eitthvað af aftur- ljósunum vantar þá aö keyra með háu ljósin fyrir aftan viðkomandi bíl og í stutta stund til að láta bilstjórann vita. Eg er alveg sannfærður um að þetta er ekki kæruleysi hjá bílstjórum heldur vita þeir I flestum tilfellum ekki að eitthvað er athugavert við ljósin hjá þeim. Bílstjórar: blikkum ljósunum- þegar við mætum bflum með Ijós í ólagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.