Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Page 31
DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. 43 leyti tímans tákn þvi hún staðfestir þróun sem átt hefur sér stað á liðnum árum i bókmenntum okkar: þær hafa smám saman horfiö frá tiskubundinni dægurádeilu og sett imyndunarafl og formsköpun á oddinn, endurheimt sjálfsviröingu sina ef svo má að orði komast. Þel er fyrsta skáldsaga Alfrúnar og kemur verulega á óvart þó að smá- sagnasafn hennar, Af manna völdum, hafi gefið ýmislegt til kynna. Við höfum þá trú aö vaxtarbroddurinn al- kunni hafi búiö um sig í þessu verki og látum i ljós þá frómu ósk aö Þel verði ekki siöasta skáldsaga Álfrúnar þótt fyrst sé. Álfrún Gunnlaugsdóttir tekur við bókmenntaverðlaunum af Matthíasi V. Sæmundssyni. DV-mynd: GVA. Álfrún Gunnlaugsdóttir: Óskum að Þel verði ekki síðasta skáldsaga Álfrúnar — ávaip Matthíasar V. Sæmundssonar fyrír dómnefnd íbókmenntum Agæta samkunda. Eg vil fyrst þakka gestgjöfum okkar fyrir ágætar veitingar. A seinasta ári komu út færri skáld- verk en oft áður. Starf bókmennta- nefndarinnar reyndist þó ekki auðveld- ara fyrir þá sök því nokkur verk báru af svo um munaði. Við urðum fljótlega sammála um aö huga fyrst og fremst að skáldsagnagerðinni þvi á sviði hennar hefur einkum gætt markverðr- ar nýsköpunar að undanförnu. Kom- umst við aö þeirri niðurstöðu að Álf- rúnu Gunnlaugsdóttur bæri viður- kenningin i þetta sinn fyrir sögu sina Þel. Rökstuöningurinn: Þel er falleg'a skrifuð sálfræðileg skáldsaga, í senn einföld og margbrotin eins og góðum skáldskap er eiginlegt, stíllinn til- finningarikur og táknrænn, fullur af launstigum, formið einstök listasmið. I sögu sinni dregur Alfrún upp gagnrýna mannfélagsmynd en reynir um leið að lýsa manneskjunni, grimulausri, sýna hvað undir lónni býr. Að okkar dómi hefur henni tekist það einkar vel. Við þetta má bæta að sagan er sett saman af miklu sálfræðiinnsæi. Þel er að vissu Alþýðuleikhúsið: JónGunnar Arnason: juii uuiniai niiidbun. w LIFANDITÁKN FRAMURSTEFNUUSTAR — ávarp Gunnars B. Kvaran, formanns dómnefndar um myndlist Jón Gunnar Árnason takur við myndlistarverðlaunum af Gunnari B. Kvaran, formanni dómnefndar um myndlist. DV-mynd: GVA. Myndlistardómnefnd DV hefur kjörið Jón Gunnar Arnason mynd- listarmann ársins 1984. Jón Gunnar Arnason hefur um árabil verið lifandi tákn fyrir íslenska framúrstefnulist. Það var hann, ásamt þremur öðrum listamönnum, sem stofnaði SUM félagsskapinn áríð 1965, en allt frá þeim tíma hefur hann ekki hætt aö koma okkur á óvart í list sinni. Höfum aðeins i huga verk eins og Hjartaö, EGO, Augaö, Sólvagninn og Loft. Jón Gunnar hefur ávallt haft mikla sérstöðu meðal íslenskra myndhöggv- ara. Hann kynntist snemma hugmynd- um Marchel Duchamp og lærði aö öll listsköpun yrði að hafa ákveöinn hug- myndalegan kjarna. Fyrir Jón Gunnar er listsköpun ekki aöeins efni og uppröðun forma, heldur einnig ákveðin hugmynd til jafns við listhlutinn. En þaö sem gerír Jón Gunnar að einum af okkar fremstu myndhöggvur- um eru m.a. hugmyndir hans um rými i höggmyndalist. Hann hvarf frá högg- myndinni sem hlut og setti skúlptúrinn í stærra og yfirgripsmeira samhengi. Listamaðurinn hugsar ekki lengur í skúlptúrhlut, kyrrstæðum eða hreyfan-, legum, heldur í rými, „sem nær eins langt og maður getur hugsað” eins og hann orðar það sjálfur. Áhorfandinn er þvi oftast hluti af listaverkinu og Usta- verkiö hluti af umhverfinu. I raun getum viö sagt aö listamaðurínn hafi skapað hugmyndakerfi þar sem aUt virkar saman, listaverkið, maðurinn, náttúran og aUt aUieimsrýmið með sin- um fjölmörgu abstraktkröftum og fyrirbærum. Beint framhald af þessum rýmishugmyndum Usta- mannsins er að finna í verkunum Cosmos og Gravity, sem hann gerði árið 1982 og fyrst voru sýnd sama ár á Feneyjarbiennalnum og síðan á Lista- hátíð 1984. Verkin eru sett saman úr speglum, grjóti og stáU og eru hugleið- ing um gUdi aödráttaraflsins, reglu þess og virkni. I verkinu Cosmos virðist þyngdariögmálinu storkað, stórir grjóthnuUungar hanga í lausu lofti og speglast í speglum sem komið er fyrir á jörðinni og jafnframt á hverj- um steini. Þannig myndast stöðug speglun og óendanlegt rými. Þetta áhrifamikla verk er vafaUtið eitt stór- brotnasta og frumlegasta listaverk sem komið hefur fram á siöastUðnum árum. Því bið ég þig Jón Gunnar Arna- son aö koma hingað og taka við þess- um verðlaunagrip sem viðurkenningu og hvatningu tU enn frekari Ustsköp- unar. Hrafninn flýgur: Merkasta framlag til íslenskrar kvikmynda- gerðar 1984 — ávarp Hilmars Karíssonar, formanns dómnefndar um kvikmyndagerðarlist Góðirgestir! A síöastUönu ári voru frumsýndar fimm nýjar, leiknar kvikmyndir. — Það er vissulega afrek að koma fimm kvikmyndum á markaöinn hjá smá- þjóð sem viö Islendingar erum. Enn meira afrek er það þegar haft er í huga það fjársvelti sem íslenskir kvik- myndagerðarmenn þurfa að búa við. Enda er þaö svo, að af þessum fimm kvikmyndum hefur aöeins ein skilaö peningum fyrir kostnaöi. Það er óhætt að segja að þessar fimm islensku kvikmyndir séu mis- jafnar að gæöum. Fram komu kvik- myndir sem litið gildi höföu. En það voru einnig sýndar kvikmyndir er glöddu augaö og lyftu islenskri kvik- myndalist upp. Kvikmyndanefnd DV hefur orðið sammála um að veita „Hrafninn flýg- ur” eftir Hrafn Gunnlaugsson menn- ingarverölaun á sviði kvikmynda. Tel- ur nefndin að sú kvikmynd í heild sé merkasta framlagið til islenskrar kvikmyndagerðar á liðnu ári. Hrafninn flýgur hefur fengið verð- skuldaða athygli, heima og erlendis. Myndin er spennandi saga frá víkinga- öld og heldur áhorfandanum i greipum sér allan sýningartímann. Sérlega vel hefur tekist með alla tæknivinnu. Leik- stjórn og kvikmyndataka er í höndum kominn fram aðili sem tekur aö sér að skipuleggja tónleikahald, svo aö i þeim málum rekist ekki hvað á annars hom og í fyrsta sinn kom til greina að veita verðlaunin upptökumanni fyrir plötu- upptöku. Við ákváöum að veita verðlaunin i ár tónlistarmanni, sem í starfi sínu sam- einar flest þau svið sem fyrr voru upp talin og það á einkar glæsilegan hátt. Hann er í leiðandi stöðu i Sinfóníu- hljómsveitinni. Hann er einleikari, sem ótrauður frumflytur músík tón- skálda okkar, stundum áöur en blekiö er þornaö á nótnablaðinu og hann hef- ur aukið hróður tónmennta okkar á erlendumvettvangi.Hann er driffjöð- ur í einum okkar bestu kammermúsik- flokka, Blásarakvintetti Reykjavlkur. Hánn er að vísu ekki söngvari, en þó þykir mér jafnan sem hann syngi á klarínettuna og syngi manna best. Sá maður sem þannig vinnur tónlistinni er Einar Jóhannesson og vil ég biðja þig Einar að koma hingað að veita verðlaununum viðtöku. Hrafn Gunnlaugsson tekur við kvikmyndaverðlaununum, sem kvikmynd hans Hrafninn flýgur hlaut, af Hilmari Karlssyni, formanni dómnefndar i kvikmyndalist. DV-mynd-GVA mikilla kunnáttumanna. Tónlistin mögnuö og búningar sérlega góðir. Allt þetta hjálpar til að gera „Hrafninn flýgur ” að eftirminnilegri kvikmynd. Um leið og ég vil biðja Hrafn Gunn- laugsson aö koma og taka á móti verð- |laununum, fylgja honum óskir kvik- | myndanefndar, að þrátt fyrir fjár- hagslegt óöryggi er íslenskir kvik- myndagerðarmenn búi við, verði verð- ' launin honum hvatning til frekari- 1 dáöa. EinarJóhannesson: Syngur manna best á klarinettu — ávarp Eyjólfs Melsted, formanns dómnef ndar í tónlist Ritstjórar, verölaunahafar, aðrir | ágætirgestir. Að venju koma allmargir til álita um tónlistarverölaun, því eins og oft áður var árið sem leið gjöfult tónlistarár. Tvo tónlistarmenn sem glæst afrek unnu á árinu urðum við að útiloka þegar i fyrstu umferð. Helgu Ingólfs- dóttur sem lék svo frábærlega á lista- hátið að það töldu menn einn merkast- an atburð á þvi móti og gaf svo út hljómplötu með efni þeirra tónleika. Þorgerði Ingólfsdóttur sem meö hljóð- færi sínu, Hamrahliðarkórnum, vann til verðlauna i alþjóðakeppni. Báðar hafa þær hlotið þau verðlaun sem hér eru veitt og að auki hefðum viö Guðmundur Gilsson orðið aö bola Þor- gerði úr nefndinni heföum viö þrjóskast viö og ætlað aö veita henni Einar Jóhannesson tekur við tónllstarverðlaununum af Eyjólfi Melsted, formannl dómnefndar um tónlist. DV-mynd GVA verðlaunin — og það vildum við ekki fyrir nokkum mun gera. En það voru fleiri en fyrrum verðlaunahafar sem unnu stórvirki á árinu. Alitlegur hópur músíkalskra ambassadora jók hróður tónmennta okkar meðal annarra þjóða. En þau spruttu líka vel heimatúnin. Tónskáld lögðu fram drjúgan skerf og ekki þurfa þau að kvíða því aö músíkanta skorti til að flytja ópusana. Kammermúsík stóð með blóma og átti frumherjaliöið, Kammersveit Reykjavíkur, áratugs starfsafmæli. Hljómsveitastarf var mikiö og gott og ekki létu söngvarar sitt eftir liggja. Við skulum heldur ekki gleyma því að til er fólk, sem vinnur listinni ómælt gagn þótt hvorki semji það músík né flytji. Það stendur til aö byggja hús yfir tónlistina. Loks er LISTI- LEGUR LEIKUR —ávarp PálsB. Baldvinssonar, formanns dómnefndar um leiklist Alþýðuleikhúsið er nauðbeygt að flytja þetta kammerverk á þröngu sviði i litlum fyrirlestrarsal), framkvæmd þeirrar hugsunar með blæbrígðum sem eru gerólík þeim grófu dráttum sem beita veröur í stærri salarkynn- um. I þessum krappa dansi sýndu leik- konumar listilegan leik. Þeim auönaðist i sýningunni að skapa andar- tök sem fylgja munu áhorfandanum alla tíð — og þær sýndu skýrt og fal- lega magnaö samspil valds og ástríöu, fómarogtáls. Við þökkum bara fyrir okkur og vitum að þar tölum við fyrir munn allra þeirra sem sýninguna hafa séð. Hún lætur engan ósnortinn. Að svo mæltu vil ég biöja Maríu Siguröardótt- ur að veita þessum virðingar- og þakk- lætisvotti viötöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.