Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Síða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBRUAR1985. 3 RÆKJUVINNSLA f SLATUR- HÚSK) k PATREKSFIRÐI? —Rækjuver á Bfldudal býðst til að vinna rækjuna fþess stað Rækjuver hf. á Bíldudal hefur boðið Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar sam- starf um rækjuvinnslu í staö þess að Hraðfrystihúsið leggi sjálft út í slíka vinnslu. Kaupfélag Vestur-Barð- strendinga á Patreksfirði, sem á Hraðfrystihúsið, hefur sótt um leyfi til að reka rækjuvinnslu í sláturhúsi sinu sem til stendur að leggja niður. Einnig hefur Vatneyri hf. á Patreks- firði sótt um rækjuvinnsluleyfi. Er ætl- unin að þessar tvær rækjuvinnslu- stöðvar tækju á móti hráefni frá tveim- ur þremur bátum 4 til 6 mánuði á ári. Umsóknir þessara aðila um rækju- vinnsluleyfi eru nú til athugunar hjá sjávarútvegsráðherra en munu væntanlega koma til umfjöllunar í ríkisstjóm. I bréfi sem framkvæmdastjórí Rækjuver sendi kaupfélagsstjóranum á föstudag býður hírnn að leggja upp allan rækjuafla frá þessum skipum hjá Rækjuveri á þeim tíma sem þeim hentaöi. Segir hann að hjá Rækjuverí sé veruleg vinnslugeta ónýtt og væri hægt að bæta þessum skipum við án þess að leggja í sérstakar fjárfestingar í vélum eða húsnæði. „Þetta fyrir- komulag gæti sparað ykkur nýjar og nokkuð miklar fjárfestingar, sem nýtt- ust aöeins hluta ársins. Um leið sparaðist þjóðarbúinu sama umfram- fjárfesting,” segir í bréfinu. ÖEF Simalausi simaklefinn i Kópavogi. Nú ó afl vakta hann. Blóðbankinn í kjarabaráttu: Flókin bams- faðemismál verða að bíða —því rannsóknir liggja niðri Blóðbankinn hefur frá áramótum neitað að framkvæma vefjaflokka- rannsóknir. Eru niðurstöður slíkra rannsókna m.a. notaöar til aö úr- skuröa í „erfiðari” bamsfaðemismál- um, eins og Olafur Jensson, yfirlæknir Blóðbankans komst að orði. Er þessi afstaða Blóðbankans til komin vegna þess aö starfsfólk hefur hvorki fengið greiðslur fyrir þessi störf né heimildir til að vinna þau. Olafur Jensson yfirlæknir sagði að allt til ársins 1976 hefðu slíkar rann- sóknir orðið að fara fram erlendis. Síðan heföi Blóðbankinn séð um þær. Væri hann eina stofnunin á landinu sem væri í stakk búin til að sinna þess- umverkefnum. „Viö höfum nú skrifað til stjómar- nefndar ríkisspítalanna og tjáð henni að við getum ekki sinnt þessu vegna annarra verkefna,” sagði Olafur. „Svo verður, þar til lausn hefur fengist á svokölluðu starfsheimildarmáli, eða þá að eðlilegar greiðslur fást sem standa undir launakostnaði.” Það er Rannsóknastofa Háskólans sem hefur framkvæmt allar erfða- markarannsóknir, utan ofangreindan þátt sem Blóðbankinn hefur séð um. „Vefjaflokkarannsóknimar em nauðsynlegar til úrlausnar í hluta bamsfaðemismála,” sagði Olafur. „Og það er nauðsynlegt að hægt sé að framkvæma þær hér á landi, því ella er ekki hægt að framfylgja á fullnægjandi hátt bamalögunum svokölluðu. En viö höfum veriö hjálparaðilar i þessum efnum og höfum ekki fengið á okkur formlegar skyldur. Aftur á móti gerum við afdráttarlausar kröfur til að fá greiðslur eða heimild fyrir þessari vinnu. Að auki er okkar rannsóknageta fullnýtt fyrir læknisfræðileg verkefni,” sagöi Olafur. -JSS Undarlegur símaklefi í Kópavogi: SÍMALAUS í SIÖ ÁR 1 miðbæ Kópavogs stendur síma- klefi, kyrfilega merktur sem slíkur, og hefur staðið þar i sjö ár. En i honum er enginn sími; hefiu- reyndar aldrei ver- ið að frátöldum nokkrum dögum áríö 1978. „Það var ekki hægt að halda honum við. Hann var eyðilagður jafnóðum og gert var viö,” sagði Þorleifur Bjöms- son, yfirmaður viðgerðardeildar Pósts og síma. „Nú ætlum við að gera nýja tilraun og láta vakta klefann.” Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru ekki nema fjórir simaklefar og hafa þeir allir átt undir högg að sækja þó enginn hafi orðið jafn kyrfilega fyrir baröinu á skemmdarvörgum og þessi sjö ára gamli í Kópavoginum. Sá er komst næst honum var símaklefinn við Landssimahúsið við Austurvöll. Hann var barinn sundur og saman þannig að ekki þótti fært annað en hafa hann læstan um helgar. -EIR. ækkanlegt prentaraboró meö hillu og grind fyrir tölvupappír. Tölvuborð meö hækkanlegum plötum fyrir lyklaborð og skerm. Stóll. /Mi 4*. mzo- STALIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5. KÓPAVOGI. SIMI 43211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.