Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Síða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBRUAR1985. Menning Menning Menning Sögulegt boð Grimsá i Reykjavikurhöfn i gœr. DV-mynd GVA. GRÍMSÁ MED 580 GÁMA UM BORD Alþýflulaikhúsið sýnir i Nýlistasafni KLASSAPÍUR eftir Caryl Churchill Þýflandi: Hákon Leifsson Leikstjóri: Inga Bjamason Leikmynd og búningar: Guflrún Geirsdóttir Tónlist: LeHur Þórarinsson Lýsing: Ami Baldvinsson Þetta leikrit ungs bresks höfundar um frama og frasgð kvenna fyrr og nú hefur um nokkurt skeið farið sigurför um hinn vestræna heim úr heimatúnum á Royal Court leik- húsinu á Slone Torginu í London. Kvöldstundin yfir þessum leik setur að manni vafa um réttmæti og möguleika flutnings og þýðingar hans á annað mál, beinar hindranir í þýðingu eru ótal margar og varða því miður flestar hinn sértæka enska heim þessa leiks. Hver sá sem hefur þó ekki nema lítil og stutt kynni af öngum þess samfélags hlýtur að undrast skarpskyggni skáldsins, en margt af þvi smáa sem gerir heildar- mynd hennar af andstæðum ríkra og fátækra, hinna útvöldu og þeirra for- smáðu, máist út í þýðingunni. Eftir er þá samvestrænn vandi, tvískinnungur, breyting á háttum okkar — ný tegund af karlmanni eða konu — hinn atorkusami kvenstjóm- andi, miskunnarlaus og harður, til- búinn að fóma öllu, ást, hamingju, bömum, lifinu, fyrir framann. Og eins og okkur er ljóst þá er sú mann- tegund ekki hótinu skárri en kallinn sem fyrrum skipaði þann bás einn. Leikhús án leikhúss Þannig hljómar síðasta „slogan” Alþýðuleikhússins. Þeim er samt mögulegt að koma upp sýningu sem virðist í fyrstu gliðnandi á öllum saumum en skríður svo saman í á- hrifamikið og fallega leikið leikverk. Eins og oft áður er leikstjórinn hengdur fyrir þessa lausung enda getur hann ekki komiö fram i leikslok og hvíslað aö heimskum og illa lesnum gagnrýnanda: Þetta átti að vera svona — höfundurinn vildi þaö. Upphaf leiksins er sögulegt boð. Margrét, nýr framkvæmdastjóri í ráöningarstofunni Klassapíur, held- ur upp á stöðuhækkun sína með nokkrum þekktum kvendum úr mannkynssögunni: Jóhönnu páfa, helsta viöhaldi Japanskeisara á þrettándu öld, Grétu úr málverki Bruegels, sérviskulegum breskum landkönnuði frá öldinni sem leið. Eftir gaman þeirra tekur alvaran viö. Lif á ráöningarskrifstofu. And- stætt eymd noröursins hjá fátækri systur Margrétar framkvæmda- stjóra. Hún á eina dóttur, trega og freka stelpuhnátu með ógæfuna i veganesti. Og svo fer að lokum aö þær systur gera upp sínar sakir, sigurvegarinn og sá undirokaði, Suður- og Norður-England. Leiklist Páll B. Baldvinsson Tveir heimar Hér er semsagt á ferðinni gamall dialókur en settur snoturlega saman við kyndugar myndir úr lífi kvenna, og byggist þegar á líður á þrem frá- bærlega skrifuðum persónum, Margréti, systur hennar Elísabetu og litlu stelpunni, Ásu. Og eins og gjaman er um góð hlut- verk þá má leika þau vel. Kristín 3jarnadóttir á í hlutverki Elisabetar ótal, ótal mörg falleg augnablik en í heild er persóna hennar bitur og buguð. Allt fas hennar er markað þeim rúnum og í auðsveipni sinni og hlédrægni tekst Kristínu að gera per- sónuna sérkennilega máttuga. Margrét Ákadóttir kemst ekki á sannfærandi skrið fyrr en um mitt leikrit en á eftir það afbragðsleik, kaldrifjuð, sakbitin, skömmótt og sigri hrósandi í sinu rétta pólitiska samhengi. Þessar tvær leikkonur bera seinni hluta kvöldsins uppi með dyggilegum styrk Sigrúnar Eddu Bjömsdóttur í hlutverki Asu. „Hún verður ekkert,” segir klassapian, „a packer at Tesco’s” sem þýtt er sem „verksmiðja”. Sem er allt annað. Vinna í verksmiðju er annað en að sitja og pakka inn matvöm í kjörbúð. Er hér eitthvert gamalt iðnaðar- hatur hjá þýöendum vorum? Sigrún Edda er farin að temja sér kæki á sviði, hamsleysi og ofsa, sem gerir hverja persónu sem hún leikur annarri líka. Ofsalegur tilfinninga- leikur er vissulega sjaldgæfur eigin- leiki en alltaf vandmeöfarinn, þaö eiga bæði leikarinn og sá leikstjóra- skari sem með honum vinnur að vita. Atriðið þegar þessi sextán ára vanþroska stúlka er fyrst kynnt til sögu öðlaöist reyndar viö þennan ofsa óhugnað og spennu sem hafði áhrif, en um leiö hvarf vamarleysi og máttleysi stúlkunnar í skuggann og hún virtist sterkari en til stóð. Kvöldgestirnir Þær kvenhetjur sem em gestkomandi hjá hinni sigursælu Margréti okkar daga voru misjöfn- um dráttum dregnar. Þaö atriði þótti mér sist alls í sýningunni og tapa miklu af þeirri víöu sögulegu mynd sem höfundurinn vill draga upp og þá ekki síður kimni. Bæöi má kenna um leik og texta, leiksýningin nær sér i raun ekki á strik fyrr en á sviöið er kominn hreinn raunsæisleikur með gamla góða fjölskylduuppgjörinu, táknum stétta og hópa. Tónlist, leikmynd og lýsing voru heldur daufur ábætir í þessari veislu. Stílfærsla úr ódýrum efnum verður leiðinleg í leikmyndum (og mikið óska ég þess aö íslensk leikhús fari að kaupa sér almennilega grisju í stað hroða frá Lyf javerslun Ríkisins, að ekki sé minnst á gróðurhúsa- grisjuna) ef þungamiðju vantar í rúm og formhugsun. Tónlist getur tafið leikrit og drepið fyrstu minútur sýningar. En allt þetta drepur ekki vel skapaða karaktera í leik. Og þá má sjá í þessari sýningu sem er að þvi leyti Alþýöuleikhúsinu til sóma. „Það er rosalegt að sjá þetta skip í höfninni. Strompurinn á því er á við Seðlabankabygginguna. Jóhannes fær minnimáttarkennd,” sagði Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Hafskip, um Grimsá. Hafskipsmenn segja aö Grimsá sé stærsta gámaflutningaskip sem komið hafi til landsins. Það er um átta þúsund tonn, ristir 6,6 metra og er 128 Fiskbirgðimar í landinu munu nú vera nálægt 12.400 tonnum samkvæmt upplýsingum DV. Kæmi upp sú óvenjulega staða að til dæmis raf- magnsleysi yrði á landinu í lengri tíma gætu fiskbirgðimar geymst í um viku- tíma óskemmdar. „Það er óvenjulitið af fiski hjá okkur núna miðað við árstíma,” sagði Rík- harður Jónsson hjá sjávarafurðadeild Sambandsins í saiatali við DV. „Við erum með 250 til 300 tonn af freðfiski, 40 til 50 af saltfiski og um 30 tonn af skreið.” — Ef sú óvenjulega staða kæmi upp að rafmagnslaust yrði á landinu í lengri tíma hvemig væruð þið undir það búnir? „Við erum ekkert sérstaklega undir það búnir. En ég gæti trúað að fiskurinn myndi þola um vikutíma ef sú staða kæmi upp. Frystihús okkar eru ekki með vélar sem gætu keyrt húsin ef til þess kæmi. Hins vegar ) hefur verið talað um að fá hingaö vél metrar á lengd. Um borð hafði þaö hvorki fleiri né færri en 580 gáma. Grimsá er eitt fjögurra leiguskipa sem Hafskip hefur í siglingum beint milli Bandaríkjanna og Evrópu. Grímsá kom til Reykjavíkur í fyrra- dag en fór aftur í gærmorgun. Skipið hafði hér viökomu á leið sinni frá Bandaríkjunum til Norðurlanda. Áhöfn þess er þýsk. -KMU. til rafmagnsframleiðslu,” sagði Rík- harður Jónsson. „Við erum ekki vanir að gefa upp birgðir okkar. Það þykja ekki góð viðskipti. Hins vegar get ég sagt þér að viö erum meö um 12 þúsund tonn i allt,” sagði Guömundur H. Garðarsson hjá Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna. „Það er mjög lítið miðað við það að ársframleiðslan er milli 80 og 90 þúsundtonn.” — Hvemigbrygðustþiðviðeftilraf- magnsleysis kæmi? „Það hefur mér nú ekki dottið í hug. Ég held þó að það yrði ekkert vanda- mál. Við erum með 65 frystihús víðs- vegar um landið og þau hús treysta á næstum jafnmörg raforkubú. Það væri næsta ólíklegt ef allt rafmagn færi af á einu bretti í langan tíma. Hins vegar er ég sannfærður um að flest húsanna gætu gert ráðstafanir til að tryggja rafmagn til að keyra upp klefana ef til þess kæmi,” sagði Guðmundur H. Garðarsson. -KÞ. Fiskbirgðimar í landinu: ÞYLDU VIKU RAFMAGNSLEYSI í dag mælir Dagfari______________1 dag mælir Pagfari___________í dag mælir Dagfari Frjálst val milli ríkisrása Þaö léttist heldur betur brúnin & Norðlingum um helgina þá þeir fengu þá langþráðu ósk sina uppfyllta að geta hlustað á rás 2. Sagt er að ekki hafi verið önnur eins fjölmiðlahátið nyrðra siðan sjónvarpið fór að senda sólargeisla sina þangað norður. Nú er svo komið að Akureyríngar eru aö verða einhvers konar yfirstétt í rikisút- varpi. Þeir hafa sina eigin framleiðslu- stöð sem sendir út um land allt. Svo hafa þeir rás 1 og núna rás 2 lika auk þess sem þeir ætla að hefja staðbundn- ar útsendingar innan skamms. En kannski þeim sé vorkunn þvi það er vist ekkl sérlega mikil afþreyingar- menning þarna i höfuðstað Norður- lands. Ekki er nema gott eitt um þaö aö segja að rás 2 teygi tóna sina sem við- ast um land. En við verðum þó að biðja um eitt og það er að ekki veröi faríð að útvarpa elnhverju landsbyggðarpoppi Ion og don á þessarí ágætu rás. Eins og dagskráin er i dag þá framleiðir hún aðallega þægilegan bakgrunnshávaða sem léttir þessum fáu húsmæðrum sem eftir eru i landinu eldhússtörfin og bæt- ir geð kontórþræla f þéttbýli. Vonandi helst þessi áreynslulausa útvarpsstefna sem lengst og raunar litil hætta á öðru meðan vinstri menn eru þar áhrifalaus- ur. Meðan okkur er forðað frá ein- hverri innfluttri menningarrembu á rásinni eru okkur allir vegir færir og allir una sæmilega glaðir við sitt nema sjómenn og kennarar. Þessar stéttir hóta nú öllu illu og þaö er kannski eng- in tilviljun að það eru einmitt þessir hópar sem láta hvað ófriðlegast um þessar mundir. Sjómenn eiga vist óhægt með að ná útsendingum rásar- innar og veröa að láta sér nægja sin- fónfur gufuradiósins ásamt myndbönd- um frá sjávarútvegsráðuneytinu. Ekk- ert sældarlif það. Þá eru kennarar svo illa staddir að þeir eru uppteknir við störf lungannúr útsendingartima rásar- innar og missa þvi af mörgum góðum töktum. Raunar virðast kennarar komnir i svo mikla fýlu að vart er ein- leikið. Manni skilst helst aö sú kennsla sem þeir fremji sé eiginlega hálfgerð þríðja flokks kennsla vegna þess hve laun þeirra eru bágborín. Ætli það væri ekki ráö aö hækka laun þeirra um svona 15% og leyfa þeim svo aö hafa rásina léttstillta i timum. Þaö kæmi þeim og nemendum i betra skap og námsárangur gæti ekki versnað i heild frá þvi sem nú er. Hrífning Dagfara á rásinni er auð- vitað tilkomin vegna þess að þetta er framtiðarstöð þjóðarinnar. Einstaka maður var svo vitlaus aö halda að það ætti að gefa útvarpsrekstur frjálsan i landinu. Það kom auðvitað aldrei til mála. Ekkl er hægt að eyða stórfé i að byggja útvarpshöll, koma rásinni á fót og útvarpi á Akureyri og ætla sér að gefa allt frjálst á sama tima. Sérhver heilvita maöur sér að slikt kemur ekki til greina ef málið er skoðað af ein- hverrí skynsemi. Kannski hefðu nýjar, frjálsar útvarpsstöðvar orðið vinsælli en rásin, Akureyrarútvarpið og jafnvel gufuradióiö. Og hvaö ætti þá að gera viö ”Útvarp ríkið”? Varla gerlegt að fara i útflutning. Meira aö segja vafa- samt að það værí hægt að svæla frænd- ur vora, Skandinava, til að kaupa af okkur útvarpsefni. Nei, þá var nú betra að tryggja „Útvarp ríkið” I sessi heldur en taka þessa sjensa. Þvi skul- um við öll fagna útbreiðslu rásarinnar og muna að f þessu sem öðru er forsjá ríkisins okkur fyrir bestu á ööum rás- um. Og af hverju ættum við að kvarta? Eru ekki tvær rásir plús Akureyrarút- varp nóg af þvi þar með hafa lands- menn öðlast frelsi — til að skipta um rfkisrás? Dagfarí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.