Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBROAR1985. 5 „Framkvæmdir stöövast hjá Byggung í lok mánabarins” Byggingasamvinnufélag ungs fólks i Reykjavík er í þann mund að komast í greiðsluþrot vegna tafa á afgreiðslu lána frá Húsnæðisstofnun ríkisins. „Við erum ekki að biðja um neina opinbera aðstoð heldur einungis efndir á þeim lögum og reglugerðum sem lög- gjafinn hefur þegar samþykkt,” sagði Þorvaldur Mawby, framkvæmdastjóri Byggung, á fundi með fréttamönnum. Ef af stöðvun verður miui vinna leggjast niður við um 500 íbúðir i Reykjavík og á Seltjamamesi og at- vinnuleysi blasa við rúmlega 150 starfsmönnum félagsins. Auk þess mun stöðvun framkvæmda leiða af sér margs konar röskun á hag þeirra 500 fjölskyldna og einstaklinga sem byggja hjá Byggung og áforma að flytja í nýjar íbúðir á tilteknum tíma. Samkvæmt gildandi lögum og sam- þykktum ríkisstjórnarinnar ættu 44 milljónir að hafa borist félaginu umfram þá f járhæð sem greidd hefur verið frá Húsnæðisstofnun ríkisins. Mikil lækkun byggingarkostnaðar Húsnæðislán vega mun meira í fjár- mögnun bygginga á vegum félagsins en títt er vegna þess hve vel hefur til tekist i að lækka byggingarkostnað með nýrri tækni og miklu umfangi starfseminnar. Algengt er að húsnæðás- lán nemi um helmingi af byggingar- kostnaði. Þannig hafa allar íbúðir, sem félagið hefur byggt, verið seldar á mun lægra verði en útreikningar Húsnæðis- stofnunar á staðalíbúö gera ráð fyrir. Á síðustu fjórum árum hefur Byggung byggt eða hafið byggingu á nær 670 íbúðum. Á síðasta ári tókst aö gera 225 íbúöir fokheldar og á þessu árí hefur verið miðað við að gera 375 íbúðir „ÚRLAUSN í NÆSTU VIKU” — segir Alexander Stefánsson „Við erum að láta athuga einhverjar aðrar leiðir, til dæmis þá að koma upp nokkurs konar greiðslujöfnuði fyrir húsbyggjendur,” sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráöherra í viðtali við DV. Sagði hann að hugs- anlegt væri að koma upp sérstökum biðreikningi hjá opinberum lána- stofnunum sem húsbyggjendur eiga viðskipti við. Á slikan reikning yrði mismunur á „visitölum” lagður tU að greiðslujafna skuldir húsbyggjenda. I athugun er hjá ríkisstjórninni lausn þessara mála sem að líkindum verða tekin upp viö aðUa vinnumarkaðarins um kjarasamninga. Á fundi sameinaðs þings i gær kvaddi Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sér hljóðs ut- an dagskrár. Gerði hann greiðsluvand- ræði Byggung að umræðuefni. Spurði formaðurinn félagsmálaráðherra hvort hann ætlaði að leysa greiðslu- vandræði Byggung og hvert hann hygðist sækja það fé. I svari ráöherrans koma m.a. fram að Byggung hefði ekki sótt um fram- kvæmdalán 1984 heldur miðaö við að peningar kæmu frá einstaklingunum sem þaö byggir fyrir. Taldi hann að úrlausnar væri að vænta í þessari viku, ekki í þessu einstaka máli heldur húsnæðismálum í heUd. HaUdór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, tók tU máls og benti á aö líklega heföu aldrei fleiri húsbyggjendur hafið ný- byggingar en á síðasta ári. HaUdór sagði að stór þáttur í erfiðleikum Húsnæðisstofnunar væri aukinn byggingarhraði sem krefðist m.a. meira fjárstreymis en áætlað var. Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, tók meöal annarra þátt i umræðu þessari. Gerði hann hina nýju ráðgjöf Húsnæðisstofnunar að umtals- efni. Hann taídi það mjög athyglisvert að það væri fjöldi húsbyggjenda sem ekki gæti nýtt sér þessa nýju ráðgjafa- þjónustu vegna skorts á vanskUum. Það eru þeir húsbyggjendur sem komnir eru i vanskU með lægri upphæð en 150 þúsund krónur. -ÞG. fokheldar. Áætlað hefur verið að afhenda nær 200 fuUbúnar íbúðir á þessu ári. Kostnaður við fokheldar tveggja herbergja íbúðir í Selási er innan við 300 þúsund krónur og mun kostnaður þeirra væntanlega nema 60—67% af verði staðalibúða af sömu stærð. Samkvæmt upplýsingum frá Byggung hafa helstu erfiðleikar við lækkun byggingarkostnaðar ekki reynst tæknUegs eðlis heldur stafa af óstöðugleika eðlUegs fjárstreymis. Ef byggingasamvinnufélög nytu sömu lánafyrirgreiðslu og verkamannabú- staðir myndu lánin nema talsvert hærri upphæð en nemur byggingar- kostnaði. Það kom einnig fram hjá Þorvaldi að ef stjómvöld tækju ekki af skarið og efndu gefin loforð gæti afleiðing þess orðið dýrkeypt fyrir félagið og aUar frekari framkvæmdir þess. Slíkt væri óþolandi einmitt nú þegar byggingar- kostnaður færi sUækkandi samhUöa nýrri byggingartækni. -hhei. ingarinnar i Seláshvsrfi. DV-mynd GVA. Munar900 mill jónum „Ef íbúðir á vegum Byggung aUt að 900 mUljónir króna umfram fengju sömu lánafyrirgreiöslu og það sem lánað hefur verið tíl þeirra íbúMr í verkamannabústaöakerfinu 670 íbúða sem fyrirtækið er með í myndi þetta kosta húsnæðiskerfiö byggingu. <r 0 0 0 D D 0 0 D D 0 rv Hagstæð innkaup — Lækkað vöruverð Ti/boðsverð á pústkerfum í Mazda og Voivo vegna hagstæðra innkaupa. Lækkunalitað 25% gegn staðgreiðs/u. T.d. kostarpústkerfií Vo/vo 242kr. 3.900,- miðað við að sé keypt heilt sett. Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70%—80% betri endingu gegn ryði. HVER BÝÐUR BETUR? BílavörubúÓin FJÖÐRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói 83466 0 D 0 D D D 0 D D D

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.