Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Side 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBRÚAR1985. 11 Ríkisstjómin og húsnæðismálin — saga af sviknum lof orðum Hún er heldur dapurleg sagan af sviknum loforðum stjórnarflokk- anna, húsnæðismálum. Á vormán- uöum 1983 munaöi íhald og Framsókn ekki um að lofa 80% lánum á vildarkjörum til langs tima. „Eign fyrir alla,” sögðu sjálf- stæðismenn, „festa, sókn, framtíð,” sagði framsóknarmaddaman og lof- aði mönnum 80% húsnæðislánum til 42 ára og að tryggja mönnum fullt jafnrétti til lifshamingju um leiö. Og hver er útkoman? Tveggja til f jögurra manna fjölskylda sem er að byggja sína fyrstu íbúð getur nú fengið lán úr Byggingarsjóði ríkisins sem nemur 29,1% af kostnaðarverði staöalibúðar, en kaupi sama fjöl- skylda íbúð fær hún að láni 11,5% af kostnaðarverði þessarar sömu stað- alíbúðar. Sé miðað við visitöluíbúð er þetta hlutfall heldur hagstæðara eða u.þ.b. 18%. Þessu til viðbótar hafa fé- iagslegar íbúðarbyggingar dregist stórlega saman og ekki þarf að minna á vasklega framgöngu sjálf- stæðisforkólfanna við að úthýsa Bú- seta, þ.e. húsnæðissamvinnufélaga- forminu, út úr lánasjóönum. Þá hef- ur f járhagsvandi byggingarsjóðanna siðastliðið ár leitt til mikilla tafa á afgreiðslu lána sem aftur hefur vald- ið lántakendum ómældum vandræð- um. Ofáar fjölskyldur hafa horft á eftir mánaðarlaunum eða meiru til framlengingar víxla meðan beðið er eftir húsnæðislánunum sem koma mánuðum seinna en lofað var. Um efnahagsaðgerðir og húsnæðismál Ýmsar aðgerðir ríkisstjómarinnar i efnahags- og kjaramálum hafa haft meiri og minni áhrif á málefni íbúðareigenda og húsbyggjenda. Ber þar auðvitað hæst hrikalega kjara- skerðingu en nærri lætur að fjórða hver króna hafi horfið úr launaum- slögunum í tíð þessarar ríkisstjómar á sama tíma og dýrtíðin hefur ætt áfram. Greiðslubyrði lána hvort heldur sem er hjá byggingarsjóðun- um eða lífeyrissjóðunum, hefur þyngst gifurlega svo ekki sé nú minnst á stöðu þeirra sem em ofur- seldir okurvaxtafeni frjálshyggju- fólskunnar. Af öllum skömmum rikis- stjómarinnar er sú hvað verst að af- nema verðbætur á laun og banna út- reikninga kaupgjaldsvísitölu en reikna skuldbindingu einstaklinga upp í topp eftir öðrum vísitölum, svo sem lánskjaravísitölu, sem mæla dýrtíðina á fullu. Tillögur Alþýðubandalagsins Nokkrir þingmenn Alþb. hafa nýverið lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um ráðstafanir í húsnæðismálum. Meginatriði þessa frumvarps eru að afla tekna að jafngildi 1400 milljóna króna á ári í 5 ár með skattlagningu á verslun, banka, skipafélög og fleiri aðila, auk framlaga úr ríkissjóði. Þessar tekjur eiga að renna í byggingarsjóðina sem framlög og myndu þannig stór- bæta fjárhag þeirra. Tekjunum skal síðan verja á eftirfarandi hátt: — 400 mÚlj. kr. skal verja árlega til að aðstoða þá sem byggt hafa eða keypt húsnæði eftir 1980 og þurfa áaðstoðaðhalda. — 400 millj. kr. til viðbótar skulu renna í Byggingarsjóð ríkisins til að hækka lánshlutfall til þeirra sem em að eignast húsnæði í fyrsta sinn. Sjóðurinn skal miða nýtingu þess fjármagns við það að unnt verði að byggja 1000 íbúöir á ári af hóflegri stærð með lánum sem nema 75% af kostnaði viðkomandi íbúðar. — 600 millj. kr. renni í Byggingar- sjóð verkamanna og skiptist þannig að 300 milljónir króna renni til húsnæðissamvinnufélaga sem fái aðild að sjóðnum út á þetta nýja f jármagn. 100 milljónir gangi til byggingar leiguhúsnæðis á vegum Byggingarsjóðs verka- manna og 200 milljónir til eflingar verkamannabústaðakerfisins. — Eitt meginatriðið enn í tillögum Alþýðubandalagsins eins og þær birtast í frumvarpinu er svo það Kjallarinn STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSOIM ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ að verðtrygging vaxta og afborg- ana verðtryggðra húsnæðislána skuli ætíð miða við þá af vísitölunum tveimur, kaupgjalds- vísitölu (samkvæmt út- reikningum kjararannsóknar- nefndar) og lánskjaravísitölu, sem er lægrí. Þannig yrði tryggt að greiðslubyrði afborgana og vaxta sem hlutfall af launum ykist ekki. Tillögur þingmanna Alþýðubanda- lagsins vísa á raunhæfa leið út úr þeim gífurlega vanda sem húsnæöis- málin eru að sökkva í í meðförum þessarar ríkisstjómar. Alþýðu- bandalagið bendir á raunhæfar leiðir til tekjuöflunar og það er i raun og veru kjami málsins. Loforða- glamrarar ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar hafa hins vegar hvorki kjark, vit né vilja til þess að sækja eitthvað af arðránsfeng fjár- magnseigenda og milliliða til baka, t.d. í húsnæðismálin, þar skilur á milli í þessu máli sem fleirum. SteingrímurJ. Sigfússon. „Af öllum skömmum ríkisstjómarinnar er sú hvað varst að afnema verðbætur & laun og banna útreikninga á kaupgjaldsvísitölu en reikna skuldbindingu einstaklinga upp í topp eftir öðmm vísitölum, svo sem lónskjaravisitölu, sem mæla dýrtíðina ó fullu." Er þingmaðurinn í vitlausum flokki? Prófessor Gunnar G. Schram ritar langa grein í Morgunblaðið þann 6.2. sl. um það sem hann kallar brýnustu verkefni ríkisstjómarinnar. Þar kennir margra grasa og verkefnin ærin aö mati prófessorsins. Hann greinir réttilega frá því að engum dyljist það að ríkisstjómin hafi átt við verulegan mótbyr að stríöa frá lokum verkfallsins í haust. Það dylst heldur engum, sem grein prófessors- ins les, að honum finnst Ul vist sin i fylkingu stjómarhða á þingi, vill nú fara að bjarga eigin skinni og þykist enga ábyrgð bera á athöfnum stjómarinnar. Augu hans eru nefnilega loksins að opnast fyrir því aö ríkisstjórnin ætlaði aðeins hluta þjóðarinnar að axla allar byrðar af herkostnaðinum gegn verðbólgunni, en með því hefur hún misboðið réttlætiskennd fólksins í landinu. Þingmaðurinn veit það, alveg jafnvel og allur almenningur, að ríkisstjóm framkvæmir ekki aðför sina að launaf ólki, nema hafa til þess þingmeirihluta. Og í þeim meirihluta hefur hann sjálfur verið og þar með lagt sitt lóð á vogarskálina. Eg get ekki látið hjá liða að vitna orðrétt í grein dr. Gunnars. Hann segir : „Eftir að verðtrygging launa var afnumin í júní 1983, en henni haldið á húsnæðislánum, hefur greiðslubyrði húsbyggjenda aukist svo verulega að í algert óefni er komið.” Og síðar í greininni: „Þessi þróun hefur leitt til þess að mikill fjöldi ungs fólks er að kikna undir hinni gífurlegu greiðslubyrði og stendur frammi fyrir því að missa eignir sínar á nauðungaruppboði.” Harður dómur um stjómar- stefnuna. Á þingmaðurinn sjálfur nokkra sök? Ef hann væri einlægur hefðu þessar tilvitnuðu greinar trúlega hafist á þessa leið. Sú fyrri: „Eftir að ég og félagar mínir í þing- flokkum stjómarinnar afnámum verðtryggingu launa í júní 1983, en héldum henni á húsnæðislánum o.s.frv.” Sú síðari hefði getað byrjað eitthvað á þessa leið: „Þessar aögerðir okkar félaganna hafa leitt til þess o.s.frv.”. Nei takk, þing- maðurinn vill vera stikkfrí og reynir aö læða því að fólki að þama hafi verið um einhvers konar óumflýjanlega þróun að ræða. Framkvæmd markvissrar og ómannúölegrar stefnu kallar hann þróun!! Að lokum telur dr. Giuuiar að þaö sé sanngirnis- og réttlætismál að leysa vanda þeirra þúsunda hús- byggjenda sem hann sjálfur átti sinn þátt í aö skapa þeim. Skilji nú hver sembeturmá. Sjálfsbjargarviðleitnin er sterk og sjálfsagt að reyna að þvo af sér syndimar. Það hangir þess vegna fleira á þvottasnúrunni hjá dokt- omum. Hann hefur um árabil veriö helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í því réttlætismáli að launamenn greiði ekki tekjuskatt af launum sínum og enn fáum við að sjá þetta á prenti. Nú vill hann líka gera róttækar skipulagsbreytingar á landbúnaðar- málum, hverfa frá útflutnings- bótum, niðurgreiðslum og jarð- ræktarstyrkjum. Hann imprar meira að segja á því að gera fjár- hagslega endurskipulagningu á sjávarútvegi. Skoðum nú málin í ljósi reynslunnar. Hvemig hyggst þingmaðurinn koma þessum breytingum í kring? Og nú kemur svolítið skrítið í ljós, sem hvorki ég né aðrir sem skrif hans lesa getum áttað okkur á. Fjárlög voru nefnilega afgreidd fyrir um það bil tveim mánuðum og þá virðist hafa verið eitthvert sambandsleysi milli handleggs og heila. Þá samþykkti þingmaðurinn að leggja á launa- menn 1.700 milljóna kr. tekjuskatt til þess m.a. að greiöa um 1.300 millj. kr. í útflutningsbætur, niðurgreiðslur og jarðræktarstyrki. Er manninum sjálfrátt? Dr. Gunnari dugir ekki heilsíðu- grein í Morgunblaðinu til þess að lýsa eymd og athaf naleysi núverandi ríkisstjómar. I DV þ. 11.2. sl. ritar hann kjallaragrein um vanda hús- byggjenda og verðtryggingarskuld- ara. Þar er fast að orði kveðið, m.a. eftirfarandi: „Það er sanngimis- krafa og grundvallaratriði, að þeir sem hafa tekið á sig fjárhagsskuld- bindingar geti treyst því að hækkun árlegrar greiðslubyrðar lána verði ekki meiri en sem nemur hækkun al- mennra launa.” Hvort eiga menn nú aðhlæjaeðagráta? Mergurinn málsins er sá að fólk féll í þá ófyrirgefanlegu gildm að treysta þingmanninum og hans sam- BJARNI PÁLSSON KENNARI, FJÖLBRAUTA- SKÓLANUMí GARÐABÆ starfsliði á sínum tíma. Doktorinn fyllti nefnilega flokk þess fólks sem hratt húsbyggjendum fram af bjarg- brúninni fyrir hálfu öðru ári. Nú er hann orðinn hræddur við af- leiðingarnar, kannski styttist í kosningar og þá er eins gott að hafa alit á hreinu. Allt bendir samt til þess, samkvæmt síöustu skoðana- könnunum, að skuldaramir muni sparkið. Ef dr. Gunnar G. Schram hefur tekið pólitískum sinnaskiptum frá þvi um siðustu áramót þá á hann ekki lengur heima í Sjálfstæðis- flokknum. Þær skoðanir hans á kjaramálum, tolla- og skattamálum, húsnæðislánaokurmálum og land- búnaðarmálum, sem hann tíundar i tveim áðumefndum blaðagreinum, samrímast ekki gerðum félaga hans í ríkisstjóminni. Það er því einlæg von min að þingmaðurinn sjái aö sér, lagi sambandið milli hugar og hand- ar og sameinist þeirri fjöida- hreyfingu sem fylkir sér nú að baki formanns Alþýðuflokksins. Þar hefur hann tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum til að efla viðgang jafnaðarmanna. Á þeim vettvangi getur hann stuðlað að betra og rétt- látara þjóðfélagi á Islandi og hvergi annars staðar. Bjami Pálsson kennari. VANDIHUS- BYGGJENDA - NÝ ÚRRÆÐI Verötrygging var tekin upp á hús- ncöislánum á miöju ári 1979. Sú verötrygging var ekki látin fylgja kaupgjaidsvLsitölu, eins og réttast heföi veriö heldur lánskjaravísitölu. Afleiöingin er sú aö mikill fjöldi þeirra, sem byggt hafa eigiö húsnxöi aiöustu fimm árin, hefur lent i geíg- vcnlegum skuídakröggum og marg- lr þeirra eiga nauöungaruppboð yfir höföi sér. Þessir húsbyggjendur höföu flestir gengiö út frá þvi sem visum hlut aö kaupiö myndi hækka jafnmikiö og verötryggöu lánin. En þaö varð ekki þar sem lánskjaravisitalan hefur hækkaö miklu meira en kaupiö. Og þar viö bxtist aö mjög hcfur sigiö á ógæfuhliöina síðan á miöju ári 1983, þegar horfiö var frá visitölutrygg- ingu kaupgjalds i landinu. Vandi þessara fjölmörgu hús- byggjenda er aö miklu leyti til kom- inn vegna þeirra stjórnvaldsaö- QUNNAR Q. SCHRAM PINOMAÐUR FYRIR sjAlfstaoisflokkinn • „Það er sanngimiskrafa og grund- vallaratriði að þeir sem hafa tekið á sig fjárhagslegar skuldbindingar geti treyst því að hækkun árlegrar greiöslu- byrðar lána verði ekki meiri en sem nemur hækkun almennra launa.” „Mergurinn málsins er sá afl fólk fáll i þá ófyrirgefanlegu gildru afl treysta þingmanninum og hans samstarfsliði á sínum tíma."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.