Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Síða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBRUAR1985. Spurningin Ertu ánægð/ur með úrslit landsleikja Júgóslava og ís- lands? Þrúður Óskarsdóttir nemi: Já, ég er ánægð meö úrslitin í þessum þrem leikjum. Strákamir stóðu sig frábær- lega. Olafur Gunnarsson bílapartasali: Já, ég er ánægður með seinasta leikinn en ekki hina 2 á undan. Bima Jónsdóttir gjaldkeri: Já, ég er mjög ánægö með úrslitin. Þetta er frábær árangur. Rúnar Guðmundsson nemi: Já, ég er mjög ánægður, sérstaklega með leikinn á fimmtudagskvöldið. Hann varstórkostlegur. Andrés Magnússon verkstjóri: Já, mér fannst þetta vera mjög ánægjuleg úrslit fyrir okkur. Bárður Bárðarson afgreiðslumað- ur: Já, ég er ánægður meö úrslitin á fimmtudagskvöldið. Hins vegar gátum við gert betur í hinum leikjunum. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Byggðastefna, böl landsmanna Skattgreiðandi skrifar: Erindi Baldurs Hermannssonar um daginn og veginn mánudags- kvöld í síðustu viku í hljóðvarpi átti sannarlega erindi til landsmanna. Þar var m.a. drepið á það böl sem byggöastefna í núverandi formi er. Og þá einkum að viðhalda byggð í af- skekktum héruðum með æmum til- kostnaöi sem að stærstum hluta er greiddur af skattgreiðendum þétt- býlissvæðisins hér sunnanlands. Auðvitað verða ekki allir ánægöir þegar drepið er á þetta þjóðþrifa- mál. Visast er að svona erindi sem flutt var í útvarpið verði þagað í hel eða þeir sem efninu voru sammála þori ekki að tjá sig um það opinber- lega, allra síst alþingismenn sem eru allra landsmanna þýlyndastir þegar um það er að ræða að biðla til „atkvæðanna”. En þessi umræða, að stefna að flutningi fólks úr strjálbyggðum hér- uðum, hingað til Suður- og Suð- vesturlandsins er í raun mál málanna því það verður æ erfiðara aö halda þessu fólki uppi öllu lengur. Það er ekkert annað en „uppihald” á vegum ríkisins, skattgreiðendanna þegar látiö er undan þrýstingi um að leggja rafmagn, símalínur og vegi til hinna ýmsu byggðarlaga sem engum arði skila vegna fámennis og lé- legrar framleiöni. Og auðvitað er þaö staðreynd að samhæfður og vel skipulagður þétt- býliskjarni er mun líklegri til að skila framleiðni og arði en mörg lítil og aðskilin pláss á landsbyggðinni. Vestfirðir eru dæmi um erfiða bú- setu, líka Austfirðir og Norðaustur- land. Á okkar dögum og heldur ekki bama okkar verður lögð nútíma samgönguæð til Vestfjarða, land- leiðina. Þótt þar vestra séu fengsæl fiskimið í dag er mun hagkvæmara að nýta byggð þar sem verstöð þar sem fólk dvelur timabundiö til að taka á móti afla. — Eða það sem er enn betra. Hafa þar ekkert fólk en senda skipin héðan og hafa þau staðsett á miöunum nokkra mánuöi í senn og láta móðurskip með vistir, olíu og annan útbúnaö þjóna skipunum á miðunum. Skipverja á síðan að ferja á miðin á tveggja vikna eða mánaðarfresti og skipta þannig um áhafnir. — Flutninga- eða móðurskip taki síðan við afla togaranna, jafnóðum. Þannig fæst nýtt hráefni í hæsta gæða- og verðflokki. Ýmislegt annað og meira er að segja um kosti þess að grisja byggðina í landinu. En núverandi ástand er að sliga þjóðarbúskapinn. Að þvíkemur að þetta verður lagt til, ef ekki af þingmönnum, þá erlendum lánardrottnum sem hafa þegar séð þennan agnúa í búskap okkar. ◄c „Vestfirflir eru dsemi um erfifla búsetu," segir brófritari. — Mynd frá Breifladalsheifli afl vetrarlagi. Góðar myndir í bíó Stebbi hringdi: Mig langar að þakka bíóhúsunum hér í Reykjavík fyrir hvað sýndar hafa verið góöar myndir að undanförnu. Um jólin var sýnd myndin með Limahl í Bíóhöllinni, Indiana Jones í Háskóla- bíói og fleiri. Svo er Stjörnubíó núna að sýna Karate Kid. Þetta finnst mér og fleirum alveg frábært. Það hefur oft vantað að nóg væri af bama- og unglingamyndum í bíó. Limahl söng titillagið í jólamynd- inni Never Ending story. Óskrifud25 atriöi? 3841—2833 hringdi: Það hefur mikið verið rætt um blaðamannafund forsætis- og fjár- málaráðherra í sjónvarpinu á dögun- um. Menn hafa mikið velt þvi fyrir sér hvers vegna forsætisráðherra velfaði þessu blaði með 25 atriðum sem enginn mátti sjá eða heyra hvað á væri. Spuraingin er hvort það hafi ekki verið óskrifað blað eins og fyrri uppgjör þessarar ríkisstjórnar. Þakkirtil Sólarlands L.G. hringdi: Eg er ein af þeim fjölmörgu sem nýt þess í ríkum mæli að vera aðnjót- andi stofnunar sem kaliar sig Sólar- land. öll þjónusta og aðbúnaöur er til fyrirmyndar og mig langar til aö þakka fyrir það. Fé landsmanna lítils virii Jóhannes Guðlaugsson skrifar: Nú með hækkandi sól rís stórt svart hús sem ætlaö er að geyma fé lands- manna. Það fé er ekki mikils virði þar sem undirstöður efnahagslífsins eru of fáar til að afla gjaldeyris. En ný hugmynd rís með nýju húsi. Það er að gera hið nýja hús Seðla- bankans að geymslubanka fyrir erlenda aðila likt og gert er í Sviss. Seölabankinn yröi sameinaður Lands- bankanum eins og var þar sem ríkið á 4 banka, og keppir hver við annan. Talað er um að bankakerfið sé of stórt miðað við fólksfjölda. I staðinn fyrir að rífa niður væri nær að tala um að nýta það sem komiö er betur. HRINGIÐ 1 ÍSÍMA (68-66-11 kl. 13 til 15 Rás2: SÖMU LÖGIN AFTUR OG AFTUR G.S. skrifar: Oft var það nú svo þegar hin eina sanna rás 1 var að gera mann brjálaðan með eilífu tilkynninga- og sinfóníugargi að margir óskuðu sér að þaö væru nú fleiri rásir. Og viti menn. Eftir margra ára jarm í blöðum og víðar birtist rás 2 með fögrum loforðum um skemmtilega og f jölbreytta dagskrá. Þær vonir sem margir bundu viö rás 2 hafa meira og minna brugðist. Ekki svo að skilja að popptónlist heyrist ekki. Stóri gallinn á gjöf Njarðar er sá að það eru álltaf spiluð sömu lögin aftur og aftur, þannig að mesta rólyndis- fólk er að verða bandvitlaust á þessum sifelldu endurtekningum. Svokallaður vinsældalisti er mjög dularfullur og byggist á sím- hringingum smákrakka að mestu leyti sem troða lögum í efstu sæti. Islensk tónlist virðist lítið eiga upp á pallborðið á rás 2, sér- staklega sú tónlist sem komið hefur út á undanförnum 5 árum. Telst til tiðinda ef slík tónlist heyrist. Ekki er rás 2 gjörsamlega sneydd hæfileikafólki. Vil ég þá helst nefna Rokkrásina sem er mjög vel unnin og er tvímælalaust besti þátturinn á rás 2. Þá má einnig nefna Kvennabúriö en Bylgjur hafa valdið mér vonbrigðum. Ég vona að skjótar endurbætur nái fram að ganga sem fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.