Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Síða 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBRUAR1985. 25 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Hjálmar Finimon. Hver verður forstjðri? Menn biöa nú spenntir eftir rðöningu nýs forstjóra Áburðarverksmiðju rikisins. Hjálmar Finnsson lætur sem kunnugt er af þvi starft innan ÖÖar, Alls voru þaö niu manns sem sóttu um starfiö. Þrir þeirra óskuðu nabileyndar. Hefur heyrst, aö þar á meðal séu Björgvin Guðmundsson (áöur BÚR) og Gunnar Björn Jónsson hjá Rannsóknaráöi rikisins. Mun vera nokkur þrýstingur á bak viö hlnn slðar- nefnda. Stjórn ÁburÖarverksmiðj- unnar, sem ræöur úrstitum i málinu, er þannig samansett að i henni eiga sæti tveir sjálfs- tæöismenn, tveir framsóknar- menn og einn krati. Eru sjáifstæöismennirnir sagðir beita sér mjög fyrir þvi aö Garðar Ingvarsson verði ráöinn. Aðrlr atjómarmenn eru sagöir á ýmsum nótum. Þykir ekki ólikiegt aö Hákon Björnsson verði vaUnn tii mála- miðlunar. En siagurinn nú er einkum sagðir standa um at- kvæöi kratans. Garðars Sveins Árnasonar. Ekki er vitaö hvenær gengið verður frá ráðningu nýja for- stjórans. En stjórnarfundur verður haidinn siðdegis i dag. Er ekki óUklegt aö þá reyni ;menn eitthvaö aö náigast lausn vandans. Pröfaöhjá útvarphw Tvær stöður fréttamanna hafa verið auglýstar lausar til umsóknar hjá útvarpinu. Sóttu ellefu manns um þær. Ekki vit- um viö nöfn ailra umsækjenda en meðai þelrra eru sagöir vera nokkrir kennarar. Ekki mun algengt aö þeir sæki f aö kom- ast á rtkisQöimiðlana en segir sina sögu um óánægjuna nú innan kennarastéttarinnar. Nú munu nokkrar nýjungar hafa verið teknar upp við ráð- ningu fréttamanna á RÚV. úmsækjendur veröa aö gangast undir eins konar inn- tökupróL Þeir eru látnlr endur- skrifa fréttatiikynningar og koma þelm á gott mái. Þá verða þeir að taka viötöl og búa þau tU flutnings. Svo eitt- bvað sé nefnt. Útvarpsstjóri, Markús örn Antonsson, hefur falið Árna Böðvarsyni málfars- ráðunaut aö sjá um prófin. En þetta er ekki alit þvi um- sækjendur eru einnig radd- prófaðir. Það er þvi ekki hiaup- ið að þvi að verða fréttamaður á útvarpinu f dag. Makráður bftstjóri Eins og margir hafa tekið eftir eru leigubilstjórar mjög misjafnlega duglegir við að þrifa bila sina. Sum ökutækin eru gljáfægð meðan önnur cru; skitug og illa lyktandi, sem er fátitt. Ailt er þetta háð mann- legri framtakssemi. Þaö var fyrir nokkrum árum aö þrir biistjórar sátu inni i bil hjá þeim (jórða fyrir utan Um- ferðarmiöstöðina. Heldur var billinn ógæfuiegur að innan. Toppurinn, sem hafði verið skjannahvitur, var orðinn dökkbrúnn af sigarettureyk. Einhver hafði rekið fingurinn upp i hann þannig að áberandi ijós rák undirstrikaði óhrein- indin. Biistjórarnir höfðu orö á þvi við bileigandann að hann þyrfti endilega að þrifa bilinn. Svona sóðaskapur gengi bara ekkl. „Já, það er alveg satt,” svaraði leigubilstjórinn.„Ég hef ailtaf ætlað að ná mér i druilu ogkiina i þetta.” Minni styrkur Rás tvö hóf útsendingar norður i land og austur nú um helgina. Kætti það mjög fólkið á viðkomandi stööum sem aðeins hafði átt þess kost á að hlýða á rás eitt fram til þessa. Linnti ekki þakkarhringingum i Efstaieitinu á sunnudaginn. En ekki voru allir jafosæiir með þessa aukningu á þjónustu rásar tvö. Til dæmis sló Ólafs- vikingur einn á þráðinn i höfoð- stöövarnar. Kvaðst hann heyra óvenju Ula f tæki slnu og spurði hvort það gæti verið að útsend- ingarstyrkurinn hefðl verið tekinn að hluta af Vesturlandi og færður á Norður- og Austurland. Ekki reyndist skýringin á slæmum hlustunar- skilyrðum svo flókin þvi það hafði einfaldlega biiað sen- dir... Umsjón: Jóhanna S. Sígþóirsdóttir. Leigubílar eru misvel hirtlr. Kvikmyndir Kvikmyndir ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit Shirlsy MacLaine ósamt Edmund Gwenn i hlutverkum sinum. LAUG ARÁSBÍÓ—THE TROUBLE WITH HARRY ★ ★ ★ MEINFYNDIN MORÐSAGA The Trouble With Harry. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Handrit: John Michael Hayes eftir skáldsögu JackTrevor Story. Kvikmyndun: Robert Burks. Tónlist: Bernard Herrmann. Aöalleikarar: Edmund Gwenn, John Forsythe, Shirley MacLaine og Mildred Natwick. Það kemur sjálfsagt mörgum á óvart sem sjá The Trouble With Harry í fyrsta skipti að myndin er ekki i hinum hefðbundna stíl gamla meistarans. Alfred Hitchcock brá sem sé út af venjunni og gerði mynd sem er meira i ætt við gamanmyndir en hinar víðfrægu sakamálamyndir hans. Að sjálfsögðu byggist sögu- þráðurinn i The Trouble with Harry á morði eins og Hitchcocks er von og visa. Húmorinn ræður samt ferðinni í þetta skiptið. Má kalla söguþráðinn ' „svartan húmor”, svo reynt sé að koma enska orðatiltækinu „black humor” yfir ú islensku. Myndin gerist í litlu sveitahéraði i Vermont í Bandaríkjunum. Einn daginn finnst lik af utanhéraðs- manni. Albert Wiles (Edmund Gwenn) sem er á veiðum i skóginum, þar sem likið er, heldur að hann hafi orðið manninum að bana í slysni. Meðan hann er að hugsa rúð sitt ber að Jennifer Rogers (Shirley MacLaine) ásamt syni sínum sem einnig hafði fundið líkið. Henni finnst fátt um þennan líkfund. Segir syni sinum að þetta sé bara hann Harry. Síðar kemur 1 ljós að hann var fyrrverandi eiginmaður hennar. Ivy Gravely (Mildred Natwick), einmana jómfrú, kemur að likinu. Hún hefur meiri áhuga á Albert gamla en likinu. Sam Marlove (John Forsythe) er listmálari sem gengur fram á líkið. Hann er meira en til- leiðanlegur við að hjálpa Albert gamla að grafa likið, sem þeir og gera. Þeir eru ekki fyrr búnir að grafa líkið er þeir koma því upp á yfirborð- ið aftur. Það kemur sem sagt í ljós að jregar Albert gamli fór að hugsa mál- ið gat hann ekki hafa drepið Harry. Enda kemur i ljós jjegar jjeir fara að athuga likið nánar að ekkert skotfar er á likinu. Eftir þetta verða miklar umræður meðal fólksins, sem komið hefur við sögu, um það hver drap Harry. Kem- ur í Ijós að það eru fleiri en Albert sem halda þvi fram að þeir hafi drep- iðHarry. . . Óþarfi er að halda áfram með söguþráðinn. Það á margt spaugilegt eftir að koma i ljós áður en myndin er öll. The Trouble With Harry er eins og áður sagði útúrdúr hjá meistara Hitchcock. Ekki er hægt að telja hana með hans bestu myndum. Til þess hefur aldurinn farið verr með hana en hans mestu meistaraverk, að minu mati. Af gamanmynd að vera er hún frekar hæg i allri uppbyggingu. Aftur á móti leyna sér ekki hand- brögð Hitchcocks þegar horft er á myndina. Hvert smáatriði er frá- bærlega vel unnið og myndataka í hæsta gæðaflokki. Leikararnir gera hlutverkum sinum góð skil. Sérstakalega er Edmund Gwenn í hlutverki Alberts gamla minnisstæður. Og gaman er að sjá Shirley MacLaine í sínu fyrsta hlut- verki. The Trouble With Harry er ekki meðal áhrifamestu mynda Alfreds Hitchcock. Hún er samt meðal þekktari kvikmynda meistarans og engum ætti að leiðast yfir þessari meinfyndnu morðsögu. Hilmar Karisson. ára reynsla i nýsmíði, viðgerðum og alhliða viðhaldi mannvirkja. Allt verkið á einum stað þvi ef við höfum ekki fagmanninn þá útvegum við hann. Sérhæfing i eftirfarandi atriðum. Orkusparandi aðgerðir: Glerskipti. Endurkíttun á gleri. Innfræstir þéttilistar á Klæðning og einangrun á þök og veggi. Steypu- viðgerðir Vegna frostskemmda. Vegna alkalískemmda, við- gerðir eingöngu unnar að undangenginni rannsókn samkvæmt umsögn viðurkenndra aðila. Klæðning útveggja. Þétting steinþaka. Silanúðun. Viðhaldsþjónusta. Gerum bindandi samninga um eftirlit og viðhald fasteigna. Gefum árlegar skýrslur um ástand fasteigna til stjórna húsfélaga og fyrirtækja. Róflgjöf: - Viðhald og viðgerðir. Nýsmiði og breytingar. Hönnun innanhúss. Skoðun fasteígna vegna sölu og/eða viöhalds. Þétting samskeyta húsa. Þétting húseininga. Þétting neðanjarðarmannvirkja. Þétting sturtu- og baðgólfa. Lekaþéttingar á steinsteypu. Þéttingar lekra þaka. Háþrýstiþvottur. SÉRHÆFÐIR í HÚSAVIÐGERÐUM ^ SUOARVOGI 7 ~ 104 REYKJAVÍK SIMl 33200 - NNR 1655 3573 SUOARVOGI 7- 104 REYKJAVÍK SIMI33200 - NNR 7123-2972 © . . .það er ekki það sama að selja og afgreiða Þetta er nýstárlegt námskeið í sölutækni sem samið hefur verið sérstaklega fyrir kaupmenn og starfsfólk í verslunum þar sem leggja verður áherslu á persónulega sölumennsku ef árangur á að nást. Á námskeiðinu verða þátttakendur þjálfaðir í því að þyggja upp söluna og Ijúka henni. Unnin verða raunhæf verkefni í sölutækni fengin úr um- hverfi þátttakandans. Námskeiðið er árangur af samstarfi Verslunarskóla Is- lands og Kaupmannasamtaka Islands. Námskeiðstími: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30- 15.00, námskeiðið hefst 5. mars nk. og lýkur 21. mars. Kennsla fer fram í húsakynnum Kaupmannasamtaka ís- lands, Húsi verslunarinnar, 6. hæð. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Helgi Baldursson viðskiptafræðingur. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Kaupmannasamtaka is- lands, Húsi verslunarinnar, í síma 68 78 11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.