Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Side 32
f FRÉTT ASKOTIÐ (68)*@)*(58) SÍMSNN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1985. Skýrsla um Kefíavíkur- herstöðina öryggismálanefnd hefur sent frá sér skýrslu um áætlanir varðandi her- stöðina á Keflavíkurflugvelli og fram- kvæmdir þar. Skýrslan er samin af Gunnari Gunnarssyni, forstöðumanni öryggismálanefndar. 1 skýrslunni er fjallað um byggingu olíugeyma og olíuhafnar, staðsetningu og fjölgun nýrra orrustuflugvéla, byggingu styrktra flugskýla, endur- nýjun ratsjárstöðva og uppsetningu nýrra stöðva, byggingu á styrktri stjómstöð og ýmsar aðrar bygginga- framkvæmdir. I skýrslunni kemur meðal annars fram að kostnaður við fyrirhugaðar og yfirstandandi framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli, það er olíugeyma, olíu- höfn, flugskýli og stjómstöð, nemur um 284 milljónum Bandarikjadala eöa rúmlega 11 milljörðum íslenskra króna. Eru þá framkvæmdir við fyrir- hugaðar ratsjárstöðvar undanskildar. -ÓEF. Málverk á uppsprengdu verði á uppboði í Reykjavík: Vel við skál og hækkaði prísana Listmunauppboð var haldiö i Reykjavík um helgina. Voru 43 málverk boðin upp. Fóru þau öll á uppsprengdu verði, einhverju því hæsta sem þekkst hefur hérlendis. Er ástæðan sú að meðal þeirra sem sóttu uppboðið var maður einn, vel við skál. Bauð hann í nær allar myndirnar og spennti þannig verðið upp. Listmunauppboðiö var haldið að Gallerí Borg. Var þar margt um manninn enda góð verk í boði. Fyrr- nefndur maður mætti með fyrra fallinu og hóf þegar frammíköll. Bauð hann í hverja einustu mynd hvað eftir annað. Þegar upp var staðið hafði hann sjálfur keypt tíu máiverk fyrir hundruö þúsunda. Hin málverkin keyptu aðrir uppboðs- gestir á mun hærra verði en talið var að fengist fyrir þau þegar þeir reyndu að yfirbjóða manninn. „Þetta er rétt. Ég get ekki neitað' þessu,” sagði Olfar Þormóðsson, einn eigenda Gallerí Borgar. „Það var lítið hægt aö gera við þessu en undir það allra seinasta létum við til- boð hans sem vind um eyru þjóta.” Dýrasta myndin fór á 285.200 krónur sem er eitt alhæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk á uppboði hérlendis að sögn tJlfars Þormóðssonar. Var það mynd frá Húsafelli eftir Ásgrím Jónsson. I þá mynd bauð fyrrgreindur maður en öðrum var slegin hún. Sú næstdýr- asta var einnig eftir Ásgrim, falleg mynd frá Nesstofu. Var hún slegin á 235.600. Er þetta verð með söluskatti. — En hvers vegna var maöurinn ekki settur út fyrir? „Það gátum við ekki gert. Hann keypti tíu málverk. Hann hefur nokkum frest til að greiða þau. Geri hann það ekki munu þeir sem voru með næsthæstu tilboðin fá að ganga inn i samninginn. Þá munum við úti- loka manninn frá uppboðum okkar i framtíðinni,” sagði tílfar Þormóðsson. -KÞ. Sjómannaverkfall: ALLT STRAND Hvorki rekur né gengur í samningamálum sjómanna og viðsemjenda þeirra. Eins og kunnugt er hófu um 4000 yfir- og undirmenn á fiskiskipunum verkfall síðdegis á sunnudag. „Mér sýnist langt í land,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari í samtali við DV í morgun. „Við sáum á um þriggja tíma fundi í gær en það gekk ekki neitt.” — Áttu von á löngu þófi? „Ég veit það ekki, en eins og staðan er nú er útlitiö langt frá þvi að vera bjart,” sagði Guölaugur Þor- valdsson. Deiluaðilar komu saman til fundar i húsakynnum rikissáttasemjara klukkan 10 i morgun. Áttu menn von áiöngumfundi -KÞ. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari og Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, rssða mólin milli funda i húsakynnum sáttasamjara f gær. Að baki þairra aru samninganefndarmenn. DV-mynd GVA. Bílstjórarnir aðstoða senDiBiLnSTöÐin LOKI Fyrsta - annað og . . . hlkk . . . þriðjal Viöskiptaráðherra vill ríkisbanka og einkabanka að jöfnu: „FÆKKUN BANKANNA MED SAMQNINGU” „Fækkun viðskiptabankanna veröur ekki meö þeim hætti að elnhver bankanna verði lagður niður, hvorki tJtvegsbankinn né aðr- ir. Sérstök nefnd vinnur aö tillögum um þessa fækkun. Fyrirmæli mln til hennar voru að leggja fram tillögur um fækkun viöskiptabanka með sameiningu," segir Matthias Á. Mathiesen viðskiptaráðherra. 1 samtali DV viö Steingrim Her- mannsson forsætisráðherra i siðustu vlku mátti skilja á honum aö Otvegs- banklnn yrði lagður undir Búnaöar- bankann eöa þann banka og Lands- bankann. Forsætisréðherra lýsti áður þeirri skoðun slnni aö hann teldl raunar elnn rikisbanka nóg. Þeir eru nú þrir. Viðsklptaráðherra segir alls ekki útilokað að fækkun banka nái elnnig til einkabankanna. „Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að slíkt sé æskilegt veröur það skoðað. Þótt rikisstjómin hafi ekki vald tli þess að ákveöa samelningu annarra banka en ríkisbanka má hugsa sér samninga um viötækari sameiningu. Raunar hef ég verið þeirrar skoöunar að æskileg væru helminga- skipti milli rfitisbanka og einka- banka,” seglr Matthias A. Mathie- sen. Til þess að uppfylla slíkar óskir þarf nánast aö býlta bankakerfinu. Nú eru rikisbankamir með 76% á móti 24% einkabankanna, miðað við innlán. Hlutföllin breytast i 64% og 36% fyrir rfltisbankana séu spari- sjóöir taldir með elnkabönkunum. HERB. FulltrúarASÍ ogVSÍáfundum: „Erum að undir- búa viðræð ur" — segir Ásmundur Stefánsson „Þessir fundir voru ákveðnir með samningunum í haust. Þá var ákveðið að tveir menn frá hvorum samningsaðila skyldu hittast og fara yfir þau atriði sem heist kæmu til greina i samningum og undirbúa samningaviðræður,” sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, i samtali viö DV. Undanfamar vikur hafa fulltrúar ASÍ og VSÍ hist nokkrum sinnum, tveir fulltrúar frá hvorum. Eru þaö Ásmundur Stefánsson og Bjöm Bjömsson hagfræðingur fyrir hönd Alþýðusambandsins og Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSI, og Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur fyrir hönd Vinnuveitendasambandsins. „Þetta em ekki samningafundir enda er ekki búið að leggja neltt ákveðið fyrir á þeim vettvangi,” sagði Ásmundur. — Er þetta undirbúningur fyrir viðræður við ríkisstjómina? „Ég get ekki sagt til um það að svo stöddu. Við erum einungis að tala viö atvinnurekendur og ekki hægt aö segja núna hvað kemur ná- kvæmlega út úr þeim samtölum,” sagöi Ásmundur Stefánsson. Hann sagði að næsti fundur þeirra fjórmenninga væri áform- aöur ikringumnsestuhelgi. -KÞ. Milljónirvantar til húsbyggjenda Húsnæölsmólastofnun rikisins vantar 185 milljónir króna til að geta staðlð við skuldbindingar sinar, Alexander Stefánsson félagsmálaréöherra greindi frá þessu á Alþingi í gær. Sérstökum fyrlrspumum var belnt til hans ut- an dagskrár um greiðsluvandræöi Byggung. Sagði ráðherrann að mfilið lægi fyrlr hjá fjármála- ráðuneytinu tfl ákvörðunar. Þessu máli tengdist aö lánsfjárlög 1985 væruennóafgreiddáAlþingi. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.