Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985.
5
Samningar útvegsmanna við yf irmenn á f iskiskipum:
KAUPTRYGGING HÆKKAR UM
26% UMFRAM ASÍ-VSÍ
„Eg held aö ég vilji engu spá um úr-
slit atkvæðagreiðslunnar því að ég
held að það geti farið á báöa kanta,”
sagði Ragnar G. D. Hermannsson, for-
maður Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins öldunnar, að loknum
sameiginlegum félagsfundi yfirmanna
á fiskiskipum á Reykjavíkursvæðinu.
Miklar umræður urðu á fundinum í
gær um samningana. Einkum voru
menn óhressir með að ekki skyldi nást
fram meiri breyting á kostnaðarhlut-
deildinni en á móti voru menn ánægðir
með árangur í lifeyrissjóösmálum.
„Lífeyrissjóðsdæmið er stærsta
kjarabótin,” sagði Ragnar. „Þetta er
okkur mjög stórt mál vegna þess
meðal annars hversu há slysatíðni er
hjá okkur,” sagði Ragnar.
Af launum stórs hluta sjómanna
hafa lífeyrissj óðsgreiðslur ekki verið
eins og tíðkast í landi. Núna var samið
um að frá undirskriftardegi yrði greitt
í lífeyrissjóð af 80 prósentum launa og
af öllum launum frá 1. janúar 1987.
Á fundinum í gær var upplýst að
hækkunin á kauptryggingunni úr
19.500 krónum upp í 27 þúsund krónur
væri 26,4 prósent hækkun umfram
samninga ASl og VSI.
„Þetta segir ekki alla söguna.
Tryggingin var mjög lág og stærstur
hluti sjómanna er aldrei á tryggingu,”
sagði Ragnar.
Til að liðka fyrir samningum lýsti
ríkisstjómin því yfir að hún stefni að
því að auka þann hlut, sem kæmi til
Verðum að forðast
allsherjaröngþveíti
— sagðí Krist ján Ragnarsson áður en
hann hélt á samningaf und
meðsjómönnum
„Ég hlýt að vera bjartsýnn. Þessi
fundur hlýtur aö vera tilkominn vegna
þess að einhver óski sérstaklega
eftir að halda fund. Eg fer á þennan
fund í von um það að við getum leyst
þetta,” sagði Kristján Ragnarsson,
framkvæmdastjóri LÍU, skömmu áður
en samningafundur útvegsmanna og
sjómanna hófst hjá sáttasemjara
klukkan 17 í gær.
„Þaö sem brennur á eru loðnu-
göngurnar. Einnig eru öll skip komin í
höfn og búiö að vinna allan afla og fólk
að verða atvinnulaust. Það er aö koma
yfir eitt allsherjaröngþveiti. Það
stendur okkur öllum nærri aö reyna að
forðast þetta eins og frekast er unnt.
Yfirmenn og undirmenn hafa aldrei
orðið viðskila fyrr. Við höfum alltaf
samið við þessa aðila saman. Við
áttum ekki annan kost en að semja við
þann aðila, sem vildi við okkur semja,
en ekki hinn, sem lagði fram úrslita-
kosti þar sem í voru kröfur sem við
höfum ekki séð áður. Og það átti að
heita úrslitatilraun til samninga!
Vestf jarðaflotinn fer örugglega á sjó
í kvöld. Síöan er það líka á Aust-
fjörðum, bæði á Breiðdalsvík og
Djúpavogi, þar sem verkalýðsfélögin
höfðu ekki gert verkfall. Þegar búið er
að semja við yfirmenn þá fara skipin
út þar. Sums staðar á minni bátum eru
nánast bara yfirmenn þannig að það
fer eitthvað af þeim af stað. Það sjá
því allir að það er best að ljúka þessu í
heild,” sagði Kristján Ragnarsson.
-KMU.
Láttu drauminn rætast:
Hinar margrómuðu
Vestmannaeyjar og
Stýrimannaskólinn
Við erum héma tvær frá Húsavík
sem stundum nám i 4. bekk Mennta-
skólans á Akureyri, skrifuðu Sigríður
Ingvarsdóttir og Rut Káradóttir.
„Æðsti draumur okkar um langa hríð
hefur verið að skoða hinar margróm-
uöu Vestmannaeyjar og fá að kynnast
mannlífinu þar. Inni í þessum draumi
er einnig fólgið að fá aö kynnast Sjó-
mannaskólanum í Eyjum og fá að sjá
hvemig kennslan þar fer fram.”
Svona skrifuðu þær stöllur og nú er
útlit fyrir að draumur þeirra fái að
rætast um næstu helgi. Friðrik
Asmundsson, skólastjóri Stýrimanna-
skólans í Vestmannaeyjum, býðst til
aö taka á móti þeim og skrifstofa
Flugleiða í Vestmannaeyjum býður
þeim far alla leið frá Akiu-eyri.
Um næstu helgi segjum við nánar frá
draumnum.
-SGV.
Um nœstu helgi fara Sigriflur Ingvarsdóttir og Rut Kóradóttir til Vast-
mannaeyja og kynnast Stýrimannaskólanum, umhverfi og mannlifi þar.
DV-mynd JBH.
skipta um tvö prósent fyrir áramót.
Auk þess hækkar sjómannafrádráttur
úr 10 prósentum upp í 12 prósent og
fæðispeningar hækka.
„Við töldum að við gætum kannski
náð fram meiri hækkunum i þessum
samningum. En þaö færi ákveðinn timi
í það og á meðan myndu fiskamir
synda í burtu. Vertíðin er að ganga
yfir. Kvótinn breytir þessu á engan
hátt,” sagði Ragnar G.D. Hermanns-
son.
Fundir um samningana voru í
félögum víða um land í gær og verða
einnig í dag. Atkvæði eru greidd leyni-
lega í fundalok. Þau verða talin á
morgun, sunnudag.
-KMU.
DV-mynd Bj.Bj.
Samningarnir kynntir A fundi fyrir félagsmann á Reykjavíkursvtaflinu.
Teg. árg. km verð útb. eftirst. til.
Skoda120 LS '80 50.000 65.000 5.000 6 mán
Ford Cortina 1,6 '76 95.000 100.000 30.000 8 mán.
Volvo 144 DL '73 180.000 100.000 30.000 8 mán.
Fiat 132 2000 '78 100.000 75.000 20.000 10 mán.
Datsun 140Y station '79 98.000 135.000 40.000 6 mán.
Ford Fairmont '79 69.000 195.000 75.000 12 mán.
Dodge Aries coupé '81 60.000 430.000 150.000 12 mán.
Dodge Omni '80 65.000 290.000 100.000 12mán.
I Plymouth Volaré coupé '80 60.000 290.000 100.000 12 mán.
I Chrysler LeBaron '81 95.000 550.000 200.000 18 mán.
I Ford Cortina 1,6 '76 100.000 105.000 40.000 8 mán.
Volvo 144 DL '73 147.000 100.000 30.000 8 mán.
við tökum gamla
in upp í og semjum
um milligjöfina
ídag kl.1-5.
JÖFUR
HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600