Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 18
18
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985.
!
F
f
ERUM m EKKIKOMNIR
AF ÍRSKUM ÞRÆLUM?
Rætt við dr. Stefán Aðalsteinsson um uppruna íslenskra dýra og manna
„Þaö eru ákveönar kenningar um
uppruna Islendinga. Þaö er ofarlega sú
staöhæfing aö Islendingar séu aö veru-
legu leyti ættaöir frá Irlandi,” segir
Stefán Aöalsteinsson, deildarstjóri við
Rannsóknastofnun landbúnaöarins.
Hann heldur áfram: „Sú staöhæfing
byggir meöal annars á þvi aö á meðal
tslendinga er há tíöni á svonefndum O
blóöflokki, svipuö og hjá Irum. En tíön-
in á O flokki er miklu lægri i Noregi.
Þaö ber reyndar svo mikiö í miili Is-
lendinga og Norömanna aö þessu leyti
aö ef ABO blóöflokkakerfið væri notaö
eingöngu til að dæma um uppruna Is-
lendinga og aöeins verið aö velja milli
þess aö viö kæmum annaðhvort frá
Noregi eöa Irlandi ættum viö aö vera
aö 3/4 hlutum af írsku bregi brotnir og
aöeins 1/4 af norrænu. Þessi niöur-
staöa stangast alveg á viö þær rituðu
heimildir sem geta um uppruna Islend-
inga. Arí fróöi segir til dæmis skýrum
stöfum aö Island hafi byggst úr Noregi
á dögum Haralds hins hárfagra. Is-
lenska er alfaríö norrænt mál. Menn-
ing okkar, eftir því sem best veröur
dæmt, er norræn að uppruna. Að meg-
inhluta alla vega.
Verkmenning er greinilega norræn.
Hér hafa veriö byggðir bústaöir og
gripahús eftir norrænni fyrirmynd og
búiö á svipaðan hátt meö því aö beita
fé til heiða og fjalla á sumrin. Hafa
mjólkurpening í seli á sumrin og fóöra
búfé inni á vetrum á fóðri sem var afl-
aö á sumrinu. Þessir búskaparhættir
eru greinilega norræn arfleifö. Ein leiö
til að átta sig á uppruna þjóöarinnar er
aö skoöa húsdýrin og reyna aö skoða
hvaðan þau muni ættuö. Þar liggja fyr-
ir heilmargar rannsóknir og saga
þeirra gefur glögga vísbendingu um
hvaðan búféö sé komiö.
Nautgripir
Ef viö byrjum á nautgripunum þá er
búiö aö gera margar kannanir á þvi
hvers konar blóöflokkar séu í íslenska
kúakyninu og sú blóöflokkasamsetning
hefur veriö borin saman viö blóðflokka
i nautgripum í nálægum löndum. Sá
samanburöur gefur eindregið til kynna
aö íslensku kýmar séu ættaðar beint
frá Noregi. Þær eru svo líkar gömlu
norsku kúakynjunum í blóðflokkum að
þaö mætti nærri því halda aö þær heföu
veriö nýkomnar úr norskum fjósum
þegar þessi samanburöur var geröur,
1962.
Hrossin
Um hrossin er þaö aö segja að hér á
Islandi er sérstæöur hrossastofn sem á
engan sinn lika á meginlandi Evrópu.
Samt er hægt aö rekja ákveöiim skyld-
leika á milli hrossa á Islandi og hrossa
á Hjaltlandseyjum, Shetlandi. Shet-
landshesturinn er með tiltölulega svip-
aöa blóöflokka og íslenski hesturinn.
Það bendir til sameiginlegs uppruna.
Nú er þaö vitað að Hjaltland var norskt
land á landnámsöld og í mörg hundruö
ár eftir landnám á Islandi. Þess vegna
bendir þessi skyldleiki til þess að
hrossin þar og á Islandi séu komin frá
Noregi. Norski f jaröahesturinn er ekki
eins likur islenska hestinum og ætla
mætti. En þess ber aö gæta að hann
gæti hafa breyst verulega vegna inn-
blöndunar úr öörum hestakynjuni frá
því um landnám. Beinagrindur úr
hrossum sem fundist hafa í kumlum í
Noregi og á Islandi frá því um og eftir
landnám sýna aö á þeim tíma hafa
hross í Noregi og á Islandi veriö svipuð
aö stærð og beinabyggingu.
Enn er til í Noregi sjaldgæft hesta-
kyn sem kallað er ýmsum nöfnum
meöal annars Nordland hesturinn eöa
Lynge hesturinn. Hann er mjög svipaö-
ur íslenska hestinum í útliti en blóð-
flokkar hans benda til aö hann sé
blandaður finnskum hrossum.
Sauðfé
Sauöfé hér á landi er af stuttrófufjár-
stofni sem víöa finnast leifar af í Norö-
vestur-Evrópu. Sá stofninn á megin-
landi Evrópu sem mest likist íslenska
fénu er gamla norska stuttrófuféö. Það
má sérstaklega geta þess aö homalag-
iö í þessum kynjum — því íslenska og
norska — er eins. I báðum löndum
koma fyrir hymdir hrútar og hymdar
ær og eins kollóttir eða sívalhymdir
hrútar og kollóttar eöa hnýflóttar ær.
Homalagiö á Færeyjafénu og fé á
Hjaltlandi og í Orkneyjum er öðruvísi.
Þar er algengast það fyrirbæri að hrút-
ar séu hymdir en ærnar kollóttar.
Þessi gerö af homalagi finnst ekki í ís-
lensku fé svo vitaö sé. Blóðflokkar í
sauöfé hafa ekki veriö rannsakaöir þaö
mikiö aö hægt sé aö dæma um upprun-
ann út frá þeim en það litla sem gert
hefur veriö bendir til náins skyldleika
norska og íslenska stofnsins.
Geitur
Hér er til í landinu gamall geitastofn
sem er oröinn sjaldgæfur og í útrým-
ingarhættu. Þaö er ekkert ákveðiö vit-
aö um uppruna hans en að litum og
homalagi er hann svipaöur norskum
geitum.
Hundar
Hundurinn á Islandi er saga út af
fyrir sig. I fomsögum er sums staðar
getiö um dýrhunda, hunda sem eru
stærri en af ir hundar. I Islandslýs-
ingu Odds F narssonar, sem er rituð
upp úr 1590, er getið um fjórar geröir
hunda á Islandi, bæjarhunda, fjár-
hunda, dekurhunda og veiöihunda. Og
veiöihundamir voru miklu stærri en
aðrir hundar. Eggert Olafsson lýsir