Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. Taikning af Halldóri Laxnass frð 1977. AÐ SÓPA GÓLF.. - UM LISTAMANNINN SVERRI HARALDSSON, 1930-1985 Mars tilöod okKar á barnamyndatökum. Við skilum þér 16 prufum í stærðinni 9x 12 fyrir aðeins kr. 3.000,- Tilboöiö gildir frá 4—21. mars. LJÓSMYNDASTOFA KÓPAVOGS Sflvn 43020 LJÓSMYNDASTOFAN MYND SÍMI 54207 Sverrir Haraldsson listmálari lést fyrir fáeinum dögum. Hann komst ungur aö árum í röð fremstu lista- manna íslensku þjóðarinnar og hélt stöðu sinni til dauöadags. Sverrir átti ættir að rekja til Aust- fjarða en hann fæddist í Vestmanna- eyjum hinn 18. mars 1930. Hann ólst upp hjá afa „<num og ömmu og sextán ára gamall hóf hann nám við Mynd- lista- og handíöaskólann í Reykjavík. Þar voru menn fljótir aö koma auga á frábæra hæfileika hans og sýning sem hann hélt 22ja ára gamall staöfesti aö hér var mikill listamaöur á ferö. Hann hélt áfram námi í Paris 1952—53 og síöar í Vestur-Berlín á árunum 1957— 60 en annars hélt hann að mestu kyrru fyrir á Islandi. Fjölbreytnin var mikil í verkum Sverris og skipta má ferli hans í nokkur býsna ólík tímabil. Árið 1977 kom út bók um Sverri og verk hans sem þeir gáfu út, Páll Víg- konarson og Gunnar Þorleifsson. Matthías Johannessen, ritstjóri og skáld, skráði samtöl viö listamanninn og viö tökum okkur þaö bessaleyfi að birta hér einn kafla samtalanna. Hann birtist undir fyrirsögninni: Að sópa gólf. „Maöur veröur aö umgangast strig- ann með varkámi, en hvorki frekju né ruddaskap. Helzt eins og annað fólk. Stundum verður maður að vera dálítið myndugur, segja málverkinu fyrir Frð „spraututimabili" Sverris, ónafngraind mynd frð 1958. verkum, en þó alltaf kurteis; eins og Gúliver í Putalandi. En stundum þarf maöur að gera sig lítinn eða eins og Þórbergur segir í Kompaniinu, sem bjargaöi lífi minu útí Berlín: „Annars er þaö einkennilegt, hvað margt fólk á erfitt með að laga sig hvert eftir öðru. Þaö vill vera svo rismiklar persónur, aö hvorug lætur undan fyrir hinni. Þegar ég mæti stórri persónu, reyni ég alltaf að vera lítil persóna, til þess að stóra persónan hafi þá ánægju að vera VERÐTRYGGÐUR Ln axtareikninsu ávaxtar fé þitt á arðbæran hátt Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.