Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 3
DV. LAU G ARDAGUR 2. MARS1985. 3 „LÍTIÐ LÆRT ÞESSA ÖNN” „Flestir nemendur, sem hafa mætt, hafa verið i nokkrum tímum og með göt á milli. Ég hef bara verið í tveimur fyrstu tímunum,” sagði Halldór Sig- fússon, nemandi á 1. ári í HM, í gær. „Okkur hefur ekkert verið sagt hvað á að gera í þessu máli. Við vitum því ekki hvert framhaldið verður. „Fœ már líklega vinnu of þetta verður lengi." — En hvað gerist hjá þér ef þetta ástand á eftir að standa yfir langan tíma? „Ég býst við því að ég reyni að sækja um vinnu. Síðan reyni ég að lesa eitt- hvað með. Annars held ég að nemend- ur haf i almennt litið lært á þessari önn vegna þess að þessar aðgerðir hafa verið yfirvofandi alla önnina. Nemend- ur vita að ef þetta stendur lengi þá er önninónýt.” APH. r r „MENNTAMALARAÐHERRA VERDUR AÐ REDDA ÞESSU” Tuttugu af þrjátíu og fjórum kennurum MA mœttu ekki í gœr. Á myndinni eru kennarar að rœða málin og í beinu simasambandi við kollega sína í Rqykjavfk. DV-mynd JBH. „Verður að útskrifa stúdenta, annars fer allt i vitleysu." DV-mynd GVA. Ásdis Bergþórsdóttir er á síðustu önn og stundar nám á eölisfræðisviði. Það er þvi mikið í húfi fyrir hana að geta lokið námi á þessari önn. „Það hefur ekki verið neinn timi hjá mér í dag og ég á ekki von á því að það verði nokkur. Mér reiknast til að að- eins einn kennari minn sé starfandi núna. Hjá honum er ég aðeins tvo tima í viku. Fagið er framsögn og gildir ekki nema fyrir eina einingu,” segir Ásdís. — En nú er ljóst að ef kennarar koma ekki fljótlega til starfa aftur áttu á hættu að tapa niður þessari önn. „Já, ef menntamálaráðherra reddar ekki málinu áöur. Ég styð kennara í þessari baráttu og tel að menntamála- ráðherra og f jármálaráðherra eigi að semja við kennara sem fyrst. Það er min skoðun að menntamála- ráðherra verði að útskrifa stúdenta, annars fari allt í vitleysu. Ég lifi í þeirrivon.” — Enefsvoferaöönnineyðileggst? „Þá neyðist ég til þess að vera annað ár hér. Ég myndi sætta mig við það aðeins ef kennarar fengju einhverjar kjarabætur út úr þessu.” -APH. Saksóknari þjarmar að Arne Treholt Frá PAtri Ástvaldssyni, fréttaritara DV i Osló: Lasse Qvigstad, saksóknari í Tre- holt-málinu, var harðorður í garð ,Treholts í réttarhöldunum í gær. Qvigstad tók meðal annars fyrir fyrstu yfirheyrslumar yfir Treholt og hélt því fram að aðferðir leyni- lögreglunnar við þær hefðu verið fyllilega eðlilegar. Einnig kvað hann óvíst hversu miklu áfalli Treholt hefði oröið fyrir i upphafi og sagöi að viðbrögð hans hlytu að hafa orðið önnur ef hann teldi sig saklausan. Treholt ítrekaði þaö, sem hann hefur áður hamrað á, að leyni- lögreglan hefði notað úthugsaðar sál- fræðilegar aðferðir, meðal annars ógnað sér á ýmsan hátt. Það vakti pirring hjá Qvigstad og Rynning dómara er Treholt vék sér undan að segja nánar til um hvaö hann ætti við. Þess í stað bað hann um frest á því að útskýra það. Ulf Underland hefur enn ekki hafið vöm sína en af hálfu verjanda er nú unnið aö því að fá þá þrjá sérfræð- inga í öryggis- og vamarmálum sem rétturinn hafnaði í byrjun til að bera vitni i málinu. „ Vitum ekkert um afdrif Hafþórs” — segir Rannsóknarlögregla ríkisins Leitin að Hafþóri Má Haukssym, öllum þeim gögnum sem málinu piltinum úr Reykjavik sem hvarf á tengdust. bifreið sinni, hefur staðið á annan „Við erum búnir að taka persónu- mánuð. legar skýrslur af öllum sem koma Að sögn Hauks Bjamasonar hjá inn í myndina. Enn sem komið er Rannsóknarlögreglu ríkisins er búið vitum við ekkert um afdrif Hafþórs. að kemba allt Suðvesturiandið. Búið Þó teljum við sennilegt að sést hafi er að ganga inn á hálendin, kafa, til bílsins í Borgarfirði eins og fram fljúga og aka en án árangurs. Sagöi hefurkomið.” Haukur að nú væri veriö aö vinna úr _eh. F / A T SÖLUSÝNING MEST SELDI BÍLL Á ÍSLANDI sem ætla að festa kaup á nýjum bíl ættu að kanna endursöluverð á þeim bíl er þeir hyggjast kaupa. bíll hefur sannað áþreifanlega jafnhátt endursöluverðog FIAT. ætti að festa kaup í öðru fyrr en hann hefur kynnt sér okkar landsþekktu FIAT-KJÖR. fer bónleiður frá okkur með gamla bílinn, því við tökum flesta notaða bíla upp i nýja. METSÖLUBÍLLINN sem alls staðar slær í gegn. ALLIR ENGINN ENGINN ENGINN ÚR FIAT-FJÖLSKYLDUNNl SÝNUM VIÐ: FIAT Regata FIAT127 Panorama FIAT PANDA 4x4 FIAT UNC OPIÐ LAUGARDAG KL. 1-6 OPIÐ SUNNUDAG KL. 1-5 1929 IWJHJÁLMSSON HF. FIAT bíHinn Þ'»nn F ' ATT 1985 Smiðjuvegi4 Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.