Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 44
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 2. MARS 1985.
Raforkuverð erað sliga bakaríin:
BAKARAR UNNVÖRPVM
ADSKIPTA YFIRIOLÍUNA
Bakarar í stærstu bakaríum lands-
ins keyra vélar sínar aö hluta til á
olíu. Er ástæöan sú að þeim finnst
raforkuverð orðiö óheyrilega hátt.
„Við gerðum úttekt á þessum
málum á siðasta ári,” sagði
Jóhannes Bjömsson, formaðurl
Landssambands bakarameistara, i
samtali við DV. „Það kom í ljós að
mun hagstæðara er að nota olíuofna
en rafmagnsofna. Að vísu eru olíu-
ofnarnir heldur dýrari í innkaupum
en þeir eru fljótir að borga sig upp.
Þaðtekur aðeins örfáa mánuði.”
Jóhannes sagði að í könnun þeirra
hefði komið í ljós að kilóvattstundin
kostaði 1,82 kr. fyrir ofna er gengu
fyrir rafmagni en 1,20 kr. væm þeir
keyrðir á olíu.
„Ég sé ekki betur en þetta sé það
sem koma skal,” sagði Jóhannes.
„Bakarar þurfa að endurnýja ofna
sína á nokkurra ára fresti. Þeir sem
eru að gera það núna em aö hugsa
alvarlega um það að fá sér olíuofna í
stað rafmagnsofndnna. ”
„I næsta mánuði munum við hér
skipta yfir í olíu,” sagði Jón Víg-
lundsson, forsvarsmaður Sultu- og
efnagerðar bakara. „Raforkuverðið
er orðið svo hræðilega hátt að það er
að sliga sum bakaríin. ”
1 könnuninni sem bakarar létu
geraífyrra komíljósaðmeöalorku-
kostnaður bakaris á ári var þá um
500 þúsund krónur. Telja þeir sem
blaðið talaði við að hségt verði að
lækka þann kostnað til muna ef olía
er notuð í stað rafmagns. En kemur
þetta neytandanum til góða með
lægra vöruverði?
„Að sjálfsögðu kemur til lækkunar
ef þetta reynist vel,” sagði Jón
Víglundsson. _Kp
Kennaradeilan:
UNDIR FELD
Kennarar eru hættir og kennsla í
flestum framhaldsskólum farin úr
skorðum. Sums staöar hefur verið
ákveðið aö leggja niður kennslu.
Búist er við því aö samningafundur
verði i kennaradeilunni á mánudag.
Samninganefnd ríkisins hefur lagst
undir feld yfir helgina. Hún hefur sagt
að hún verði með einhver svör á
mánudag.
DV náði í Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra eftir ríkisstjómarfund
sem haldinn var síðdegis í gær og
spurði hann um kennaradeiluna.
Aibert sagði að deilan værí í þeim
farvegi sem hún ætti að vera eða hjá
samninganefndinni. Aðspurður um
aögerðir af hálfu ríkisstjómarinnar
sagði hann að um það vildi hann ekki
ræða. APH/EH
Páll ogSigmundur
langsterkastir
Prófkjör um embætti háskólarektors
fór fram í Háskóla Islands í gær. Orslit
urðu þau að Páli Skúlason fékk 49
starfsmannaatkvæði og 345 stúdenta-
atkvæði eða 30,6%, Sigmundur
Guðbjamarson 80 starfsmanna-
atkvæði og stúdentaatkvæði eða
30,5%, Jónatan Þórmundsson fékk 17
starfsmannaatkvæði og 141 stúdenta-
atkvæði eöa 11,6%, Július Sólnes fékk
25 starfsmannaatkvæði og 60 stúdenta-'
atkvæði eða 10,5%. Atkvæði stúdenta
gilda einn þríðja af greiddum
atkvæðum.
Sjálft rektorskjörið fer fram 2. apríl
nk. -eh.
Í gær söfnuðust framhaldsskólanemar á Austurvöll. Tilefnið var að
leggja skólatösku við minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Skólataskan var
i líki islenska fánans. í erindi, sem flutt var við þetta tækifæri, kom m.a.
fram að Jón hefði verið einn af frumkvöðlum menntunar í landinu og
vona nemendur að viðhaldið verði þeirri virðingu mennta sem endur-
speglast í minningu Jóns. -APH/DV-mynd: GVA.
Bílstjórarnir
aðstoða
SEJlDIBíUISTÖÐin
Alltaf styttist að fara
úr olíunni í eldinn hjá
bökurum!
Mikill þrýstingur
á sjómenn að semja
Mikill þrýstingur er á fulltrúum
Sjómannasambands Islands og
Landssambands íslenskra útvegs-
manna að leysa kjaradeiluna.
Samningafundur hófst hjá ríkis-
sáttasemjara klukkan 17 í gær en
ekki hafði dregiö til tiðinda þegar
blaðiðfóríprentun.
Fyrir samningafundinn kallaöi
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra þá Oskar Vigfússon,
Kristján Ragnarsson og Guölaug
Þorvaldsson ríkissáttasemjara á
fund til sín. Forsætisráðherra lagði
þar ríka áherslu á að samningar
tækjust enda er fiskvinnslan að lam-
ast og loðnan að synda sinn veg.
Yfirmenn sömdu við útvegsmenn í
fyrrakvöld. Samningamir eru kynnt-
ir á félagsfundum, bæði í gær og í
dag, og greidd um þá atkvæði sem
talin verða á morgun, sunnudag.
Á Vestfjörðum eru undirmenn ekki
í verkfalli. Fundur var í Skipstjóra-
og stýrimannafélaginu Bylgjunni á
Isafirði síðdegis i gær en var frestað
um kvöldmatarleytið.
„Menn vildu fá skýringar frá út-
gerðarmönnum á ákveðnu orða-
— sjá einnig bls. 5
lagi,” sagði Vilhelm Annasson i
stjóm Bylgjunnar. Fundurinn átti að
hef jast aftur klukkan 21 í gærkvöldi
en blaðið var þá faríð i vinnslu. Hafi
samningarnir þar verið samþykktir
em Vestfjarðatogarar trúlega farnir
á veiðar þegar blaðið berst til les-
enda.
Formaður Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins öldunnar í Reykja-
vík telur að atkvæðagreiðslan geti
farið á hvom veginn sem er. Hann
sagöi að menn væm ánægöir með
ákvæði samninganna um lífeyrismál
en óhressir með hvað lítið hefur þok-
ast með kostnaðarhlutinn. -KMU
Fórstmeö
fiskibáti
íAlaska
Sveinn Ben Aðalsteinsson, 42 ára
gamall, fórst með bandarískum fiski-
báti sem gerður var út frá Seattle við
Kodiak-eyju undan strönd Alaska þann
12. febrúar sl. Sveinn hafði verið bú-
settur í Bandaríkjunum ásamt fjöl-
skyldu sinni í rúmt ár.
Sex menn voru um borö i bátnum.
Talið er að mennimir hafi lent í
vandræðum vegna ísingar. Báturinn
hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangs-
mikla leit. Tveir aðrir bátar vom á
veiðum á svipuðum slóöum þegar
slysið varð. Tókst þeim aö komast í
var inn í fjörð til að varast ísingu.
Sveinn heitinn lætur eftir sig konu og
tvöböm. -EH.