Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985.
17
ennþá stærri... Annars er stór per-
sóna aldrei stór. Hún dregur sig í hlé
ogþegir.. .”
„Aö gera sig lítinn andspænis mál-
verkinu, er stundum eina leiðin til aö
sigra þaö. Stundum er ég svo litill, að
mér finnst margra klukkustunda leið
yfir léreftiö. Þá líöur mér eins og
Gúlíver i Risalandi.
Ef maður ætlar að skrifa leikrit um
fólk, er nauðsynlegt að sjá það ofan frá
(eins og guð) og við blasa litlar flugur,
sem maður hefur í hendi sér. En svo
þarf maöur líka oft að skríða undir
sófa — og skoða fólkið þaðan. En það
er ekki alltaf nóg að snerta viðfangs-
efnið með augunum. Ef ég mála mosa,
sakar ekki að snerta hann líka með
fingrunum. Það getur hjálpað manni
— aðþreifaá.
Það er nauðsynlegt að þekkja allar
hliðar á manneskjunni og eins mikið af
mannlifinu og unnt er — og það er til-
gangslaust að halda fyrir nefið, þó það
sé vond lykt. Hún er hluti af leiksvið-
inu. Og léreftinu, fyrst við erum aö tala
um það. Smáu atriðin eru eins og litlu
orðin: geta ráðið úrslitum.
Mér likar vel áminning heiöursborg-
ara hreppsins mins, Halldórs Laxness,
þegar hann segir í Brekkukotsannál:
„Aðeins eitt starf er til ógeðslegt, og
þaðerillaunniðstarf.”Og: „iBrekku-j
koti var sérhvert orð dýrt, litlu orðin
líka.”
Litlu strikin og minnstu pensilförin
eru stundum dýrust. Eg hef sagt í
samtali við Odd vin minn Bjömsson,
að ekkert verk sé ómerkilegra enl
annað og ég efist um „að maður sem
telur sig yfir það hafinn að sópa vel,
geti gefið sig að listaverki. Vermeer
hefur áreiöanlega verið góður sópari.” 1
En þú getur sett Rembrandt i
staðinn fyrir Vermeer — eða Kjarval,
ef þú vilt heldur.”
STAÐA
FRAMKVÆMDASTJÓRA
Laus til umsóknar er staða framkvæmdastjóra við Kísil-
iðjuna hf. Mývatnssveit.
Umsóknarfrestur er til 18. mars nk.
Umsóknir sendist auglýsingadeild DV Þverholti 11 merkt
Ki-100.
_
Kópavogsbúar — Kópavogsbúar.
Kristján Óskarsson leikur á orgelið í kvöld, sunnu-
dagskvöld, frá kl. 21.00.
ílCfítllULtlUt iliMjt'liújrgi 26, 2001tóp<it)Ogur, ffelini42541
| íttl !
WILLYS
CHEROKEE1983
Eigum eitt ókeyrt eintak af þessum frábæra og
eftirsótta bíl, er verður til sýnis í sýningarsal
okkar að Smiðjuvegi 4.
Laugardag kl. 1—6.
°g
sunnudag kl. 1—5.
■egill VILHJÁLMSSOIM*
Smiðjuvegi 4c, Kópav.
Veislumatur
úr íslenskum kartöfíum
íslenskar kartöflur eru veislumatur. Bakaðar, fylltar, blandaðar,
steiktar, heitar eða kaldar, - möguleikarnir eru ótæmandi,
matreiðslan auðveld og þú kemur gestum þínum skemmtilega á
óvart með ljúffengu og spennandi hráefni.
Yeislukartöflur_____________________________
• 500 g kartöflur • 125 g hvítlaukssmurostur • 1 dl rjómi • salt_
Skrælið kartöflurnar og skerið þær í þunnar sneiðar._
Smyrjið eldfast mót, raðið kartöflusneiðunum í mótið og saltið milli laga.
Hrærið saman hvítlauksosti og rjóma, hellið því yfir kartöflurnar. Hafið lok á
mótinu, steikt neðst í ofni við 200°C í 45 mín. Síðustu 10 mín. er lokið tekið
af mótinu svo rétturinn brúnist lítið eitt._
Borið fram með steiktum kjötréttum.
Islenskar kartöflur eru auðugar af C-vítamíni,
einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þær
innihalda elnnig B, og B.. vitumfn, níasln, kalk,
járn, eggjahvítuefni og trefjaefni.
I 100 grömmum af íslenskum kartöflum eru
aðeins 78 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna
að í 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu
110, soðnum eggjum 163, kjúklíngum 170, nauta-
hakkí 268 og í hrökkbrauði 307.
Notaðu íslenskar kartöBur
næst þegar boðið er til veislu
Grœnmetisverslun
] londbúnQðarins f
Síöumúla 34 — Sími 81600