Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. EinarJóha Bakatil á Þórsgötunni stendur lítiö en háreist timburhús. Grunnflöturinn er á stærð við meðalherbergi en þó er húsið þriggja hæða. Eitt sinn hýsti það tvær fjölskyldur. Það var á þeim árum þegar menn sættu sig við aö sitja þröngt. Nú býr í húsinu hátimbraða við Þórsgötu Einar Jóhannesson klarínettuleikarí og hefur rúmt um sig. Út á sundurtætt bilastæðiö bárust( tónar klarínettunnar þegar blaðamann DV bar að garði og truflaði Ein ,r við æfinguna. Einar segir að þetta hverfi sé þéttskipað tóniistarmönnum og nóg að ganga þar um til að hlýða á fjöl- breytta tónlist... „Það hefur stundum verið talaö um að hrúga svona fólki saman á einn staö,” bætir hann við. „Eg heyri ekki betur en aö þaö hafi gerst hér í Þingholtunum.” Klapp á herðarnar — Þú hlaust Menningarverðlaun DV nú eftir áramótin. Hvaða álit hefur þú á verðlaunum af þessu tagi? „Verðlaunin eru mér hvatning til að halda áfram af auknum krafti, svona klapp á herðamar. Eg held að það plagi oft fólk í listum að það er fullt efasemda og stundum komið að því að gefast upp. Svona viðurkenningar styrkja menn í trúnni. Þær eru líka að mörgu leyti heppilegri en keppnimar sem stundaðar eru úti í löndum. I keppni tekur fólk ekki þá áhættu aö vera persónulegt. Dómnefndimar em jafnan skipaðar fulltrúum ýmissa þjóða og stíla. Niðurstaðan er oft flat- neskjuleg málamiðlun. Eg er að hugsa um þetta núna vegna þess að við félagamir í blásara- kvintettinum erum á leið í keppni til Frakklands. Sú spuming vaknar óneitanlega hvort ögunin eigi að koma niðurátúlkuninni. Það eru tvær leiðir til að vekja athygli á sér á alþjóðlegum vettvangi. önnur' er að sigra í keppni. Hin er að hafa nóg fjármagn á bak við sig ef hægt er að fá stuöningsmenn sem er ekkert verri leið en keppnimar, því enginn kemst lengra áfram nema á gæðum sínum. Hvatinn til að standa sig er nauðsyn- legur fyrir okkur ófuilkomin mann- kertin. Ég fer utan og spila til að fá raunverulegan samanburö. Sem betur fer er Sinfónían á leið i konsertferð til Frakklands í vor. Ferðaiög em nauö- synleg til að hún staðni ekki og verði að séríslensku fyrirbæri án alvöru samanburðar.” — Hvað um listamannalaun? Ná þau tilætluöum árangri? „Hlutskipti úthlutunamefndarinn- ar er erfitt. Hún er að reyna að fara milliveg og láta bæði gamla og viður- kennda menn og unga og efnilega fá listamannalaun. Otkoman er hvorki fugl né fiskur. Nær væri að takmarka úthlutanimar við yngri menn því ann- ars er hætt við aö viðurkenningin komi of seint. Það er alls ekki sú reisn yfir listamannalaununum sem ætti aö vera því verið er að reyna að þóknast öllum. Þaðeraldreihægt.” Hraðinn er eitur — Listamönnum sámar oft við gagnrýnendur. Tekur þú mark á gagn- rýni. „Ég les hana alltai og verð ösku- vondur þegar mér er hallmælt og voða lukkulegur þegar mér er hrósað. Undir niðri veit maöur þó alltaf nokkum veg- inn hvað maður á skilið. Ég lít ekki á gagnrýni sem þvaður. Gagnrýnendur skrifa eftir hjartans sannfæringu. Það verður að lesa það sem þeir skrífa með þaö í huga. Sann- færing eins getur aldrei orðið sannfær- ing alls fjöldans, heldur aðeins persónulegt mat. I hraðanum á okkar tímum, þegar fólk er matað á upplýs- ingum, er hætt við að það láti nægja að lesa gagnrýnina í stað þess að upplifa sjálft. Hraðinn er eitur sem eyðileggur persónulegt mat á hlutunum. ’ ’ — Verða listamenn að trúa því að þeir séu snillingar til að halda velli? „Eru ekki allir orðnir snillingar? Orðin snillingur „virtuous” eða frábær eru búin aö tapa merkingu sinni. Það getur verið að sumir haldi sér gang- andi á trúnni á snilligáfu. Ég á alltaf bágt með að trúa slíku skjalli. 1 tónlist- inni stendur maður og fellur með hverjum tónleikum fyrir sig. Hver tón- listarmaður er hvorki betri né verri en hann var á síðustu tónleikum. ’ ’ Að syngja prelódíur í vöggu — Hvenær byrjaðir þú að læra á hljóðfæri? „Ég byrjaði fyrir alvöru að læra á klarínettu í Tónlistarskólanum þegar ég var 13 ára. Klarínettan varð fyrir valinu vegna þess að í bamaskólann minn kom sending af alls konar hljóð- færum og allt annað var rokið út þegar kom aö mér aö velja. Sannast sagna var þaö engin ásrvið fyrstu sýn en sambúðin hefur batnað með árunum. Það hefur gengiö á ýmsu eins og í þeim hjónaböndum sem endast best. Þetta er stöðug ræktun, leit aö nýjum flötum til aö staðna ekki og enda í leiða. I tónlistinni er ég eiginlega alæta. Stundum fæ ég nóg og þá fasta ég. Jafnvel kemur fyrir að ég þoli ekki músík, ekki einu sinni raulið í sjálfum mér.” — Var þér haldið að tónlistinni í upp- vextinum? DV-myndir Kristján Ari. „Hver tónlistarmaflur er hvorki betri t verri en hann var á síflustu tónleikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.