Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Page 5
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. 5 Ársútgjöldin eru 744 þúsund krónur Vísitöluf jölskyld- an þarfað halda vel á spöðunum: Ef einhver undrast það hve pyngj- an hans tæmist fljótt eftir hverja út- borgun getur hann huggaö sig viö aö þannig er þaö einnig hjá vísitölufjöl- skyldunni. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar eru útgjöld þessarar fjölskyldu 744 þúsund krónur ó árinu, mælt á verðlagi í byrjun ársins. Vísitölufjölskyldan er dálítið ein- kennileg. I henni eru tveir fullorðnir og tæplega tvö börn, telst sem sagt vera 3.66 einstaklingar. Hagstofan fékk margar fjölskyldur í liö með sér í lok síðasta áratugar sem héldu bók- hald yfir útgjöld sín. Þannig fékkst meðaltal sem enn er notast við og síðan framreiknað. Vert er aö hafa í huga að þessi framreikningur lýsir ekki endilega stöðunni í dag. Hugsanlegt er að fólk geti sparaö og spari ýmislegt sem það gat látið eftir sér þegar könnunin var gerð. Þá eru í þessum fram- reiknuðu útgjöldum kostnaðarliðir sem ekki falla endilega til jafnt og þétt ár eftir ár. Sem dæmi má nefna að húsnæðiskostnaöur er metinn 10— 11% af heildarútgjöldunum. Siunir eru komnir neðar eða geta sparað viðhald um tíma. Aðrir eru þó auðvit- að ofar, sumir svo um munar. HERB Verðbólguhraðinn er nú nálægt 26% lækkar úr 59% og stefnir í 12% Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er hraði verðbólgunnar nú í mars og til maíloka 5,9%, sem jafngildir 26% verð- bólgu á 12 mánaða tímabili, ef sami verðbólguhraði héldist. Þetta er mikil breyting frá síöustu þrem mánuöum. Og enn mun verða stórbreyting á tíma- bilinu júní, júli og ágúst. Þá verður verðbólguþróunin komin niður í 12% miöað við 12 mánuði. I mánuðunum desember, janúar og febrúar komu af fullum þunga fram afleiðingar „kollsteypunnar” í nóvem- ber á síðasta ári. Á þeim þrem mánuöum varð verðbólguhraðinn 12,3%, en það hefði þýtt 59% verðbólgu á heilu ári með sama verðbólguhraða. Nú er sem sé verðbólgan komin niður í 26% og stefnir i 12%. Ekki þýðir að spá lengra fram í tímann. Frá gengisfellingunni 20. nóvember í vetur hefur orðiö mjög misjöfn gengis- þróun, eftir gjaldmiðlum. Dollarinn hefur hækkað um 7,6% en Evrópu- gjaldmiðlar hafa lækkað að meðaltali um 4%, miðað við krónuna. Að mati dr. Sigurðar B. Stefánssonar, hagfræðings hjá Kaupþingi hf., væri það helst breyting á gengisskráningu krónunnar sem raskað gæti spám um þróun verð- lagsmála og verðbólgu, hækkun verð- lags. En framangreindar spár eru frá honum runnar. HERB Selfoss: Frimurarar skemmta eldri borgurum Frímúrarar á Selfossi buðu eldri borgurum nýlega í kaffidrykkju í húsa- kynni sín að Hrísmýri 1, Selfossi. Var fjölmenni mikiö og veitt af mikilli rausn. Af góðu iburðarmiklu brauði sem konur félagsmanna bökuðu. Borðin voru svo vel skreytt að við höfðum ekki séð eins flottar veit- ingar og íburðarmiklar. Páll Jónsson tannlæknir var veislu- stjóri og bauð gesti velkomna með stuttri og skemmtilegri ræðu. Kjartan T. Ólafsson vélstjóri, Irafossi, var kynnir og stjórnaði almennum söng. Var sungið af mikilli raust. Ræður voru margar fluttar, athyglisverðar, skemmtilegar og fróðlegar. Svava Gunnarsdóttir söng einsöng og undir- leik annaðist Þórlaug Bjarnadóttir. Brynleifur H. Steingrímsson læknir fluttá frumort kvæöi. Rúmlega 50 eru í áðurgreindri frímúrarareglu og það var ekki frítt við að okkur, eldri borgurunum, brygði við þegar við komum og sáum alla gestgjafa okkar svona fína og flotta í flottum bún- ingum, kjólfötum og hvítt um hálsinn. Var mikið tignarleg reisn yfir þessum myndarlega hópi. Frímúraramir eiga efri hæð í áðurgreindum húsakynnum sínum sem eru 200 fermetrar að stærð. Og innréttuðu það sjálfir í sjálfboöa- vinnu. Dáöust margir að þeirra f jöihæfni og dugnaði við vinnuna. Því þetta eru nú allt embættismenn og það héldu allir að þeir kynnu ekkert að vinna svona. Ein kona sagði, þegar við komum inn í anddyri hússins: „Mér varð nú bara hálfillt við að sjá svona marga menn i svona fínum fötum. Eg hef aldrei séð nema svona sex þegar verið er að koma einhverju stórmenni ofan í jörðina.” Eg hef ekki séö öllu ánægöari eldri borgara heldur en þegar við fórum ánægð og glöð frá þessum gest- gjöfum okkar. -Regina - Selfossi. Húsnæðisskortur Hótel- og veitingaskólans Iðnfræöslunefnd Iðnnemasambands Isiands vill vekja athygli á þeim gífur- lega húsnæðisskorti sem Hótel- og veitingaskóli Islands á við að glíma. Þetta vandamál er margra ára gamalt og hefur oft verið vakin á því athygli. Iönnemar segja það óhæft meö öllu að á meðan veitingahúsum og matsölu- stöðum fjölgar svo mikið sem raun ber vitni skuli yfirvöld menntamála algjörlega hundsa þá auknu mennta- þörf sem þessi þróun hlýtur að hafa í för með sér. Iönnemar sætti sig ekki við að iðnmenntun á tslandi sé sett á lægri stall en aðrar menntabrautir. Iönnemar vilja ekki sætta sig við að verða jafnvel að þola seinkun á fyrir- huguðum námslokum vegna húsnæðis- skorts. INSI kallar menntamálaráðuneytið til ábyrgðar og hvetur um leið til að iðnnemum í landinu verði skipað í þann sess sem eðlilegt er, þ.e.a.s. á við bóknámsbrautir. -þh. Á laugardagskvöld, rótt fyrir niu, lentu tveir bilar í árekstri á Bústaðavegi við Ráttarholtsveg. Bilstjóri bils- ins sem var á austurleið œtlaði að aka inn á bílastœði en fór i veg fyrir bilinn sem kom úr vesturátt. Annar ökumanna var fluttur á slysadeild til rannsóknar. SGV/DV-mynd S. METTLER OG SAUTER IÐNAÐARVOGIRNAR ERU TRAUSTAR OG NÁKVÆMAR. EI200, nýi vogarhausinn frá SAUTER er á svo hag- stæðu verði að SAUTER vogarpaliur ásamt EI200 kostar minna en mekanísk vog. T.d. kostar 240 kg pallur ásamt hausnum EI200 kr. 73 þús. án sölu- skatts. Nákvæmnin nemur 10 gr. allt vigtunarsviðið. EI200 er varinn fyrir vatni og ryki samkvæmt IP65. EI200 má fá með 2 úttökum fyrir tengingu við tölvu og prentara. önnur nýjung frá SAUTER eru vogarpallar uppbyggðir að öllu leyti úr ryðfríu króm-nikkel stáli, því tilvaldar þar sem salt og vatn eru fyrir hendi. SAUTER vogirnar byggjast á METTLER rafeindatækni, þ.e.a.s. á því besta sem til er. Góð og örugg þjónusta. Byggmgavörusýning í Holtagörðum Umfangsmikil byggingavörusýning er nú í Holtagörðum. Lögð verður aðal- áhersla á vörur fyrir baðherbergi og ýmis rafmagnsheimilistæki. Byggingavörudeild setur upp þrjú fullbúin baðherbergi og einn Stóran saunaklefa. Verða kynntar hinar margvíslegu vörur á þessu sviði sem deildin hefur á boðstólum og einnig notar hún tækifærið til að kynna aörar söluvörur og starfsemi sína. Metller-Sauter. Frá míkrógrammi i 6 tonn. Einkaumboð á íslandi. SAUTER KRISTINSSON HF., Langagerði 7,108 Reykjavík. Sími 30486. T/UUtUuUL -ÞH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.