Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Side 17
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Nær Treholt-málið til íslands?
Vestri skrifar:
Jæja, þó er Islandsvinurinn Arne
Treholt aftur kominn í sviösljósið.
Ekki seinna vænna. Þeir voru þó
nokkrir hér á landi, sem hafa haft
saman við hann að sælda, þótt ekki
væri nema í hádegisverðarboöunum
frægu, sem hann var vanur aö halda,
meðan hann var og hét.
En það var einnig í gegnum
Evensen karlinn, sem sumir landa
okkar báru hlýjan hug til Treholts.
Evensen var nefnilega líka hollvinur
Islands, á meöan hann var og hét, og
bauð til margra góðmáltíöa á erlendri
grund.
Skyldi Evensen karlinn verða
kvaddur tL1 að vitna við réttarhöldin í
Oslo? Tre) olt var nú allténd hans
hægri hönd, bæði á fundum í Moskvu
ogannarsstaðar!
Og það eru margar spuming->r,
sem brenna á vörum alvörufrétta-
manna og einnig leikmanna um
þennan dæmalausa njósnara, sem
Ame Treholt virðist hafa verið.
Til dæmis er spurt víða: Var það
Ame Treholt sem lék sér að Evensen,
yfirmanni sínum, og fór á bak við hann
árum saman — eða var það Evensen
sem kom upp um Treholt?
Sumir íslenskir embættismenn hafa
látiö þau orð falla, meira aö segja
opinberlega, það var að vísu rétt eftir
að Treholt var tekinn fastur — að
Evensen karlinn hefði ekkert vitað um
tómstundaiðju Treholts, hægri handar
sinnar! — Ef svo er, þá er eitt víst, og
þaö er að hann hefur veriö litiö gefinn
maður — í það minnsta enginn mann-
þekkjari. Evensen hlýtur þó að hafa
vitað um lifsmáta Treholts, eða hvað?
En nú er Evensen karlinn orðinn
dómari i Haag, viö alþjóöadómstólinn
þar, ef ekki háyfirdómari! Hvað þýðir
það og hvers vegna er hann þar niður
kominn? Um þetta spyrja margir nú.
Einnig spyrja margir hvort dómarar
við Haagdómstólinn séu svo friðhelgir
að ekki megi kalla þá til vitnis í njósna-
máli. — Ef svo fer að Evensen verður
ekki kallaður til vitnis i málinu, þá er
það sönnun þess að honum hefur verið
„komið í starf ” sem dómara til þess að
veröa ekki leiddur fyrir rétt sem vitni!
Þetta er þó með ólikindum og verður
vart trúað.
En svo mjög sem Islands er getiö i
réttarhöldunum, vegna skjala sem
Treholt á að hafa afhent Rússum um
mikilvægi Islands, er meira en skrýtið
ef ekki veröur einhver tilkallaður af
Islands hálfu, sá eða þeir, sem mest
höföu samskipti viö Treholt og hans
flokksmenn og skoöanabræður á þeim
tima!
Á velmektarórum Treholts. Hér sést Evensen klingja glösum við rússneska viömælendur é einni hafróttarráðstefnunni. Ame Treholt er
aldrei langt I burtu (yst til vinstri).
ER MINNIÞITT TRYGGT?
REYNDUAÐ
LEGGJA
ÞETTA
SPIL
Á MINNIÐ
OG FLETTU BLAÐINU
í verði
Eins og þú veist, þá hefur dollarinn styrkt
mjög stöðu sína undanfarna mánuði. Þetta hefur
leitt til verðlækkunar sænsku krónunnar, og þar
með gert okkur mögulegt að bjóða Volvo-bíla
á enn lægra verði.
Volvosalurinn er opinn alla virka daga
frá kl. 9.00 til 18.00, og á laugardögum
frá kl. 13.00 til 17.00. w
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200