Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 18
18
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
Þeir skipta þúsundum og eru úti um allt:
SJ1JKRASAGA
HASSISTANS
Hinn dœmigerði
kannabisneyt-
andi hefur þrjár
sambúðir að
baki, á tvö börn
og er alltaf með
annan fótinn i
foreldrahúsum.
Þar til pabbi
gamli gefst upp
á honum.
DV-mynd S6I-
nes.
Sjúkrasaga kannabisneytandans hefst þegar hann er 13—14 ára. Hann smakkar
áfengi í fyrsta skipti, fyrsta skrefið er stigið.
Þegar hann er orðinn 15 ára er hann farinn að drekka um hverja helgi. Verður und-
antekningarlítið alltaf mjög öivaður. En heldur sig við eitt kvöld.
Ári síðar á hann það til að drekka tvo daga um helgar. Hann lendir oft í vand-
ræöum og er litið tii friðs þar sem hann fer. Þrátt fyrir allt lýkur hann grunnskóla
með ágætum árangrí.
Viö 17 ára aldur verða þáttaskii í lífi hans. Hann kynnist kannabisefnum. Að eigin
mati hefur hann himin höndum tekið. Hann dregur mjög úr áfengisneyslu, hættir
henni jafnvei alveg. Hann verður upptekinn af hassinu og talar niðrandi um áfengi.
Rétt fyrir tvítugt flosnar hann upp frá menntaskólanámi. Er farinn að nota hass
daglega í löngum skorpum en tekur þó stúdentspróf utanskóla.
Þegar hér er komið sögu, árin orðin tvö um tvhugt, er hann farinn að drekka með
hassinu og notar amfetamín um helgar. Peningavandræði fara að segja til sín. Hann
gætir þess að vera alltaf með annan fótinn í foreldrahúsum. Enda hefur hann þrjár
sambúðir að baki og á tvö börn. Hann dundar gjarnan við félagsfræðinám í Háskóla
íslands.
Það eru yfirleitt þrír þættir sem verða þess valdandi að hinn dæmigerði kannabis-
neytandi leitar aðstoðar á sjúkrastöðinni Vogi.
A) Honum gengur illa að stunda námið. Heimilislifið er í rúst ef það er þá eitthvað
lengur.
B) Hann er orðinn þunglyndur. Timburmenn og fjárhagsáhyggjur liggja þungt á
honum. Hann örvæntir og er í sjálfsmorðshugleiðingum þegar verst lætur.
C) Pabbi gamli er búinn að gefast upp á honum. Hann getur ekki lengur notið
skjóls og fyrirgreiðslu í foreldrahúsum þar sem hann hefur verið með annan fótinn
frá því hann flutti að heiman.
Kannabisneytandinn leitar aðstoðar á sjúkrastöðinni Vogi. Fer i slopp, lætur loka
sig inni og viðurkennir mistök sín. Hann verður að byrja upp á nýtt.
-EIR.
Tilfinninga-
lega flatir
hassistar
„Mér þykir vanhæfni alls konar
einkenna þaö fólk sem ánetjast hefur
kannabisefnum,” sagöi Þórarinn
Tyrfingsson, læknir á sjúkrastöðinni
Vogi. „Þessir kannabisneytendur
eru yfirleitt innhverfir, ákaflega
uppteknir í eigin hugarheimi og
vöntun á raunveruleikaskyni er
áberandi. Þeir minna mig helst á
fólk sem er að horfa á lélega video-
spólu; þeir eru með sama svipinn á
andlitinu.”
Þórarinn Tyrfingsson ætti að vita
hvað hann er að tala um. Þeir eru
ekki fáir, kannabisneytendumir
sem hafa gefist upp í vítahring
áfengis og lyfja og leitaö hælis á
Vogi. Þar leggja þeir spilin á boröið,
fara í slopp, inniskó og biðja einfald-
lega um hjálp. Þó svo það taki 5
vikur í einangrun.
„Röksemdafærsla og þanka-
gangur kannabisneytenda er öðru-
vísi er gerist og gengur og eðlilegt
þykir. Þeir geta hengt sig í eitt orð í
miðjum samræöum og spunniö út frá
því alls kyns „spekúlasjónir” og
gleyma fyrir bragðið hvað um var
rætt í upphafi. Það getur verið erfitt
að halda uppi samræðum viö þetta
fólk. Svo eru þeir svo tilfinningalega
flatir í öllu látbragði að með ólík-
indum er. Á meðan venjulegur
„Kannabisneytendur eru yfirleitt
innhverfir, ókaflega uppteknir i
aigin hugarheimi og vöntun ð
raunveruleikaskyni áberandi."
alkóhólisti getur æst sig upp á háa cé
út af smámunum þá situr kannabis-
neytandinn og lætur sér ekki bregða.
Framkoman virðist einhvem veg-
inn dofin,” sagði Þórarinn Tyrfings-
son, en bætti því við að þegar kanna-
bisneytendur hættu að reykja hass
löguðust þeir furðu fljótt og yrðu eins
og venjulegt fólk. Tilfinningalífið
yrðiafturmishæðótt. -eir.
VAND-
RÆÐI
ÁVOGI
Árlega koma 700 manns til
meöferðar í sjúkrastöðinni á Vogi.
Vandamál þessa fólks er ofdrykkja
og fíkniefnaneysla. Þessi 700 manna
hópur er að koma í fyrsta skipti í
meðferö og eru þá ekki taldir með
þeir sem koma æ ofan í æ.
Einn fimmti hluti þessa hóps
misnotar sannanlega kannabisefni í
framhjáhiaupi með ofdrykkjunni. I
aldurshópnum 20—30 ára misnotar
aftur á móti einn af hverjum þrem
kannabisefni.
Meö misnotkun á kannabisefnum
er átt við að viðkomandi neyti hass
eða marijúana um hverja helgi heilt
ár eða á hverjum degi í hálft ár.
Þá misnotar helmingur kannabis-
sjúklinganna einnig amfetamín.
Af þessum 700 manna hópi eru 60
sem hafa reykt hass daglega í 2 ár
eða meira. Það eru tæp 10% af sjúkl-
ingahópnum.
-EIR.
EITUR
ÁEYJU
ÁR ÆSKUNNAR
1985
Marijúana-
málí
Hæstarétti
Á síöasta ári lagði fíkniefnalög-
reglan hald á 112 kannabisplöntur
hérlendis.
„Þetta eru yfirleitt smámál og
hefur þeim öllum lokið með dóm-
sátt,” sagði Guðjón Marteinsson,
fulltrúi við fíkniefnadómstólinn. „Þó
man ég eftir einum sem ekki vildi
una dómsátt og fór málið fyrir
Hæstarétt. Maðurinn bar því við að
kannabisplönturnar hefðu ekki verið
til neyslu heldur hefði hann ætlað að
reisa skjólgarð eins og tíðkast í
framandi löndum. Hæstiréttur tók
rök hans ekki til greina,” sagði
Guðjón Marteinsson. -eir.
Hassisti á
sjötugsaldri
Sjúklingagarðurinn á sjúkra-
stööinni Vogi er ærið skrautlegur og
kennir þar ýmissa grasa.
Meðal sjúklinga má nefna 68 ára
gamla konu sem átti í verulegum
vandræðum með kannabisneyslu
sína. Með reyknum drakk hún
áfengi.
Til fróðleiks má geta þess að í
stórborgum erlendis nota rónar
kannabisefni meðfram drykkj-
unni. Algeng sjón er að sjá þá sitja á
bekkjum fagurra skrúögaröa og láta
hasspípuna ganga. Þeir þurfa minna
af ódýra rauövíninu á meöan.
-EIR.
í erlendum stórborgum fó
rónarnir sér gjarnan reyk með.
rauðvininu.