Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. 27 íþróttir íþróttir B-keppnin íNoregi: Pólverjar í þriðja sæti Frá Jóni E. GuAjónssyni, frótta- manni DV í Noregi. Pólverjar tryggðu sór þriðja sætið i B-keppninni ó laugardag þegar j>eir sigruðu Tékka, 26—25, í hörku- spennandi leik i B-keppninni í Drammen á laugardag. Mikið jafnræði með liöunum ailan tímann en Pólverjum tókst að hala sigur i land í lokin. Gawlik var marka- hæstur Pólverja með ótta mörk. Thomas Bartek og Brestovansky skoruðu átta mörk hvor fyrir Tékka. Ungverjar unnu öruggan sigur á Spáni í keppninni um fimmta sætiö. Sigruöu, 29—25. Markakóngurinn Kovacs var óstöövandi. Skoraöi 10 mörk í leiknum fyrir Ungverja. Þeir Campanes og Munzo skoruöu mest fyrir Spán, sex mörk hvor. Leikur Finnlands og Bandaríkjanna um níunda sætið var mjög spennandi enda þar aö miklu aö keppa. Sigurveg- arinn hélt sæti sínu í B-keppninni, tapliöiö féll í C-keppnina. 1 lokin stóðu Finnar uppi sem sigurvegarar, 27—26. Leikurinn í járnum allan timann, 13— 13 í hálfleik. Jan Runnberg skoraöi mest fyrir Finna, átta mörk, en hjá USA var Joe Storey markhæstur. Einnig meö átta jörk. Frökkum tókst aö sigra Hollendinga í keppninni um ellefta sætiö, 29—25, eftir framlengingu. Staöan eftir venjulegan leiktíma 23—23 en eftir fyrri hálfleikinn 11—8 fyrir Frakkland. Bernard Gaffet var markhæstur Frakka með 7 mörk. Lambert Schuurs skoraöi átta mörk fyrir Holland. -JEG/hsim. ENN VAR MARITA KOCH FUÓTUST — sigraði í 200 m hlaupi á Evrópumeistaramótinu í Aþenu Austur-evrópsku konurnar voru mjög sigursælar á Evrópumeistara- mótinu í frjólsum iþróttum sem hóð var í Aþenu um helgina. Sigruðu nær undantekningalítið en órangur var heldur slakur. Marita Koch, hlaupadrottningin austur-þýska, bætti enn einni skrautfjöðrinni i hatt sinn þegar hún sigraði í 200 m hlaupi með miklum yfirburðum. I langstökkinu náöist hvaö bestur árangur. Sovéska stúlkan Chistiakova stökk yfir sjö metra og tvær aðrar komu skammt á eftir. Helstu úrslit urðu annars þessi: 200 m hlaup 1. Marita Koch, A-Þýsk. 22,82 2. Kirsten Emmelmann, A-Þ. 23,06 3. Els Vader, Hollandi 23,64 800 m hlaup 1. Ella Kovacs, Rúmeníu 2:00,51 2. Nad. Olizarenko, Sovét. 2:00,90 3. Christeana Cojocaru, Rúm. 2:01,01 Hástökk 1. Stefka Kostalinova, Búlg. 1,97 2. Susanne Helm. A-Þýskal. 1,94 3. Danuta Bukowska, Póll. 1,90 400 m hlaup 1. Sabine Busch, A-Þýsk. 51,35 2. Dagmar Neubauer, A-Þýsk. 51,40 3. Alena Bulirova, Tékk. 52,54 Langstökk kvenna 1. Gal. Chistiakova, Sovét. 7,02 2. Eva Murkova, Tékk. 6,99 3. Heike Dreshler, A-Þýsk. 6,97 4. Helga Radke, A-Þýsk. 6,89 Kúluvarp kvenna 1. Helena Fibingerova, Tékk. 20,84 2. Claudia Losch, V-Þýsk. 20,59 3. Heike Hartwig, A-Þýsk. 19,93 4. Mihaela Loghin, Rúmeníu 19,89 1500 m hlaup 1. Doina Melinte, Rúmeníu 4:02,54 Ribe sigraði Ribe þarf nú afleins eitt stig úr síflustu þremur leikjum sinum til afl 1. deildar sœti í handknattleik verfli i höfn í Dan- mörku. Fólagið lagfli Brönderslev afl velli, 24-19, í gœr. Þeir Gísli Felix Bjarnason og Gunnar Gunnarsson leika mefl Ribe. -SOS 2. Fita Lovin, Rúmeníu 4:03,46 3. Brigitte Kraus, V-Þýsk. 4:03,64 300 m hlaup 1. Agnese Possamai, Italíu 8:55,25 2. Olga Bondarenko, Sovéet. 8:59,03 3. Yvonne Murrey, Bretl. 9:00,94 60 m grindahlaup 1. Nellie Cooman, Hollandi, 7,10 2. Marlies Göhr, A-Þýsk. 7,13 3. Heather Oakes, Bretl. 7,22 -hsím. Kári varð __ t stigahæstur — á íslandsmeistara- mótinu í bekkpressu Kári Elisson fró Akureyri varð stigahæsti einstaklingurinn ó Ís- landsmeistaramótinu í bekkpressu sem fór fram um helgina og hlaut bikar að launum. Kári varð sigur- vegari i 75 kg flokki — lyfti 52,5 kg. Tvær stúlkur tóku þátt i mótinu. Hildur Nieisen keppti í 60 kg flokki — lyfti 52,5 kg og Margrét Óskars- dóttir í 75 kg flokki, þar sem hún lyfti 67,5 kg. Daniel Olsen varð sigurvegari i 82,5 kg flokki - 130 kg. Baldvin Skúlason sigraði i 90 kg flokki — 140 kg. Ólafur Sigurgeirsson varð sigur- vegari i 100 kg flokki — 185 kg. Vikingur Traustason sigraði i 110 kg flokki — 192,5 kg. Hjalti Árnason bar sigur úr býtum i 125 kg flokki - 192,5 kg. SOS Heimsmet í baksundi Igor Polyanski, Sovétrikjunum, setti nýtt heimsmet í 200 m baksundi í gær í landskeppni Austur-Þýskalands og Sovétríkjanna í A-Berlín. Synti vegalengdina á 1:58,14 mín. Eldra heimsmetið átti landi hans Sergei Zabalotnov, 2:58,41 mín., sett í Moskvu í ágúst í fyrra. hsim. róttir íþróttir í SPÖRTU UTSALA > / ) Á ÍÞRÓTTAVÖRUM. Byrjuðum í morgun allsvakalega útsölu á íþrótta- og vetrarvörum I verslun okkar í Ingólfsstræti 8. Úrvalið er meiriháttar og verð á hlutunum ekkert venjulega lágt. T.d.: íþróttaskór, flest nr. frá 20 frá kr. 299,- Fótboltaskór upp í nr. 39 frá kr. 399,- Dömufimleika- og leikfimifatnaður frá kr. 250,- Jakkar, frá kr. 900,- Don Cano unglingaúlpur kr. 2.300,- íþróttagallar barna frá kr. 800,- íþróttagallar í fullorðinsstærðum frá kr. 999,- íþróttabolir frá kr. 100,- Golfskór, öll nr. frá 36 frá kr. 999,- íþróttatöskur frá kr. 130,- Alls konar hlífar frá kr. 40,- Körfuboltaskór frá kr. 860,- Leðurfótboltar kr. 350,- Regnjakkar frá kr. 300,- Ullarpeysur, Adidas kr. 800,- Ullarvesti, Adidas kr. 600,- Vattskíðahúfur frá kr. 150,- Vetrarúlpur — vetrarjakkar — lúffur — eyrna- skjól — skíðagleraugu — hanskar — húfur — Moon Boots — vatthúfur — barnaskíðasett og fleiri vetrarvörur. ALLT Á ÚTSÖLU Við rúllum boltanum til ykkar. Nú er tækifærið til þess að gera frábær kaup. et Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN _________ ] Laugavegur 49, simi 23610. Ingólfsstrœti 8, simi 12024
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.