Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Page 38
38 DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. Hrafn Gunnlaugsson er umdeildast- ur íslenskra kvikmyndaleikstjóra. Hann hefur verið úthrópaöur sem helgimyndabrjótur sem ekkert er heil- agt. Myndir hans eru sagðar drifnar blóði. Á hann hefur einnig verið borið lof fyrir frumleika og áræði. Hvað sem þessum dómum líður er hitt ólíklegt, að þögn verði um myndir Hrafns. Aðsókn að seinustu myndinni, Hrafn- inn flýgur, hefur verið heldur dræm hér á landi. Hrafn var spurður hverju það sætti. Sjálfskipaðir verndarar „Það sem hefur eyðilagt mest fyrir þessari mynd hvað aösókn snertir er að einhverjir menn, sem hafa atvinnu af því að hafa vit fyrir öðrum, bönnuöu myndina. Það útilokaði ekki bara böm heldur einnig að foreldrar færu með bömum sínum. Einnig virðast gömlu konumar, sem klæða sig upp til að fara út, ekki hafa treyst sér til að sjá mynd- ina af ótta við að fá blóðslettur framan í sig. Þegar þær fara ekki þá fara mennimir þeirra ekki heldur. I raun- inni er Hrafninn sárasaklaus ævin- týramynd sem á ekkert skylt við blóð og er að mínu viti hin ágætasta fjöl- skylduskemmtun. Það sorglega er að krakkar fengu ekki einu sinni að sjá myndina í fylgd með fullorðnum. Stóri bróöir hefur tekið að sér aö hafa vit fyrir foreldrum sem em aö ala böm sín upp. Jafnvel þó þú sem uppalandi vildir fara með böra þín á einhverja kvikmynd sem Stóri bróðir hefur bannaö þá er bann hans æðra foreldravaldinu og meinar aö velja og hafna fyrir bömin sem þú berð ábyrgðá. Eg held að það sé kominn timi til aö menn staldri aöeins við í ritskoðunar- æöinu sem gengur yfir landiö. Það eru alltaf einhverjir fræðingar að vernda fólk fyrir sjálfu sér. Þessir menn sveit- ast viö þaö heilu dagana að horfa á hryllingsmyndir sem þeir telja að aðr- ir hafi ekki andlega burði eða taugar til að sjá. En hvemig er áran þeirra sjálfra oröin eftir að hafa horft á allan viðbjóðinn? Vildir þú hitta þessa menn ímyrkri?” Nú er það viökvæði sumra að þeir fari ekki á myndir eftir Hrafn Gunn- laugsson? „Mínar myndir hafa þá sérstöðu að vera höfundarverk en ekki eftir- myndanir af vinsælum skáldsögum. AUar þessar myndir hafa verið gerðar af ákveðinni köllun og krafist afstöðu af áhorfandanum eins og skáldskapur á að gera. Sá sem er stöðugt að kref ja áhorfendur sína um að taka afstöðu með eða á móti klýfur gjaman fylking- una. Þaö er kannski nóg að ein mynd fari á skjön við skoöanir manna til aö þeir hafni öllum hinum. Þetta er það sem hefur yfirleitt alltaf gerst þegar nýjar hugsanir hafa verið viðraðar í listinni, bæði hér heima og erlendis. En kannski hafa viðbrögðin verið harka- legri hér heima vegna þess að menn hafa fundiö þær spumingar sem þessar myndir hafa spurt brenna frekar á sér en útlendingar sem ekki eru sjálfir vaxnir út úr því umhverfi sem myndimar sækja yrkisefni sitt í. Ég held að þegar frá líður sjái menn þetta í öðru ljósi. Eg hef aldrei leitað eftir því í myndum mínum að ganga erinda einhverrar lýðhylli heldur reynt að vera sjálfum mér trúr sem lista- maður.” Að hitta í mark Hefur þú gert einhverja mynd sem hefur eyöilagt fyrir þér? Hvað með Oðal feðranna? „Ég vil ekki kalla þetta að eyði- leggja heldur að hitta í mark. Eg held t.d. að Oðal feöranna hafi hitt beint i mark vegna þess að þar er snúið viö þeirri rómantísku lygi að það sé ein- hver tragedía i þvi fólgin að menn 'flytjist frá afdölum til betra lífs í borg- inni. I íslenskum skáldskap var sama klisjan margbúin aö éta sjálfa sig: Sagan af sveitadrengnum sem verður að yfirgefa sveitina sina sælu og fara á mölina. Harmleikurinn i Oðali feör- anna liggur hins vegar í því aö komast ekki burt og sitja fastur í hokri og eymd í þessari sælu sveit. Ákveöin öfl eru alltaf að ala á ein- hvers konar þjóðernisöfgum með því aö telja fólki trú um að nauðsynlegt sé að viðhalda byggð úti á ystu annesjum og í afdölum. Skýringin á því aö menn byggöu í eina tíö á þessum stööum var plássleysi og fátækt. En þessi öfl vilja binda fólk átthagafjötrum við þessa staði vegna pólitískra hagsmuna. Byggðastefnan og allt þetta tal um jafnvægi í byggð landsins er angi af þessu öllu. I Oðali feðranna bjó ég til fjölskyldudrama sem gerist í dag en yrkisefnið ekki sótt í gamlar sögur og sveipað fjarrænni öryggismóöu liðinna tíma. Áhorfandinn veit innst inni að þetta fólk, sem sagt er frá í myndinni, er til i þjóöfélaginu. Þar með er höfðaö til samvisku áhorfandans og réttlætis- kenndar. En sök bítur sekan. Og þeir sem myndin hitti snerust öndverðir gegnhenni. Þannig væri hægt að fara í gegnum allar mínar myndir og hægt aö finna skýringar á því hvers vegna sumir segjast ekki sjá myndir eftir Hrafn Gunnlaugsson.” Verðlaun En verðlaunin sem þú hefur hlotiö. Hvaðþýða þau? „Nú í vikunni er ég að fara til Noregs í boði norska sjónvarpsins vegna frum- sýningar á Hrafninum þar í landi. Sjónvarpið ætlar að gera þátt um myndina og höfund hennar. Hrafninn ætti að höföa til Norömanna öðrum fremur því myndin fjallar um pólitíska flóttamenn frá Noregi. Að Norðmenn gera þennan sjónvarpsþátt er dæmi um hvaöa áhrif verðlaun geta haft. Ef ég heföi ekki fengiö verðlaun sænsku Kvikmyndaakademíunnar er mjög ólíklegt að norska sjónvarpiö hefði tekið Hrafninn út úr af öllum þeim fjölda mynda sem koma í bíó. Bíódreifing á islenskum myndum er Hrafn mefl menningarverfllaun DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.