Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Qupperneq 39
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. sjaldgæf vegna kostnaðar við auglýsingar. Annað dæmi um áhrif verðlaunanna er að sænska kvikmyndastofnunin bauð Norðurlandaráði að sýna fulltrú- um á þinginu hér sænska útgáfu sem dæmi um vel heppnaða norræna sam- vinnu á sviði kvikmyndagerðar. Það tók þingið nokkurn tima að taka þessu boöi og þegar til kom var búið að bóka öll eintök í Svíþjóð, hún er þaö eftir- sótt. En hugsunina á bak viö þetta metur maður út frá þessum sam- norræna þanka. Hrafninn er sænsk-ís- lensk mynd um norska flóttamenn. Þá hefur mér einnig verið boðið til Banda- ríkjanna en bandariska kvikmynda- stofnunin ætlar að sýna myndina í maí og margt fleira er í deiglunni. Myndin er auglýst í Svíþjóð sem gull- verðlaunamynd fyrir leikstjórn og það hefur haft áhrif á aðsóknina. Hins vegar varð ég ekki var við að menningarverðlaun DV hefðu haft áhrif á aðsóknina í Austurbæjarbíói. Það komu 1800 manns í allt við endur- sýninguna.” Fornaldarhetjurnar góðu Hvaða hugsun er það sem liggur til grundvallar í myndum þínum? „I Oðali feðranna er verið að afklæða ákveðna rómantiska ímynd. Það sama er ég að gera í Hrafninn flýgur. Fomaldarhetjurnar góðu, sem við lás- um um í barnaskóla eins og Hriflu- Jónas og aðrir ágætir hugsjónamenn útbjuggu þær, birtast okkur í allt öðru ljósi í þessari mynd. Þetta eru ekki frjálsræðishetjur á glitklæðum heldur flóttamenn eins og Afganir í dag. Draumur þeirra er að geta snúið aftur heim til Noregs. Þeir hafa ekki minnstu tilfinningu fyrir að vera Is- lendingar. Hins vegar hefur þessi túlk- un ekki farið eins öfugt í fólk og afrómantíseringin í Oðali feðranna vegna þess að verið er að fjalla um tíma sem er það fjarlægur að hann ógnar ekki nútíð áhorfandans. Hrafninn flýgur er mynd þar sem hvert einasta fyrirbæri er búið til frá rótum. Bara það hvemig heiðið hof leit út veit enginn nákvæmlega — eða Jakob Þór Einarsson og Edda Björgvinsdóttir i Hrafninum. „Þetta er dæmisaga um mann sem kemur með köllun i heiminn og sigrar alla óvini sína þar til sú svíkur hann sem elskar hann mest." Gullverðlaun sænsku kvikmyndaakademiunnar fyrir leikstjórn. guðimir Oðinn og Þór. Ég bjó Oðin til úr feiknalega stórum rekaviðardrumb sem síðan var brenndur sótsvartur — svartur vegna þess að Oðinn er guð hrafnanna. Líkneskið af Þór var hins vegar roðið mörgum lítrum af nauta- blóði — rauöu blóöi vegna þess að hann er guð stríösins, blóðsúthellinganna. Þetta hljómar afskaplega einfalt þegar sagt er frá eftir á en að búa þessa guði til og gefa þeim þann magíska kraft sem þeir hafa í mynd- inni kostaði feiknamikil heilabrot og endalausar tilraunir. Þaraa komum við aö fyrirbæri sem snertir höfundar- verkið sjálft og gerir ýtrustu kröfur til þess skáldskapar sem myndin byggir á Höfundarverkið liggur ekki bara í að búa til söguþráð og persónur heldur að hugsa hvern einasta hlut sem birtist í myndinni og láta þá mynda eina heild.” Gerpla Svipar þá fornmönnunum í Hrafnin- um ekki til þess sem lesa má um í Gerplu? „Kveikjan að Hrafninum var áætlun sem ég gerði eitt sinn um að kvik- mynda Gerplu. Hins vegar er Gerpla tortímingarsaga þeirra manna sem trúa á stál. Þar er teflt saman öfgum stíls og efnis þannig að úr verður bók- menntalegt meistaraverk. Hrafninn er hins vegar skáldskapur hins sjónræna — drama sem byggir á ákveðinni dæmisögu um mann sem kemur með köllun í heiminn og sigrar alla óvini sína þar til sú svíkur hann sem elskar hann mest. Þá er hann píndur og deyr táknrænum dauða en snýr svo aftur úr gröfinni eða haugn- um á efsta degi til að kveöa upp hinn endanlega dóm. Staðreyndin er hins vegar sú að ég hefði aldrei gert Hrafninn ef áætlunin um Gerplu hefði aldrei verið gerð á sín- umtíma.” Verður Gerpla þá aldrei kvikmynd- uð? „Því verða aðrir að svara. Bók- menntaleg meistaraverk búa oft yfir sjálfstæðu lífi sem ekki gengur aö yfir- færa í annan miðil nema með list- rænum sjónhverfingum sem af- skaplega fáum er gef ið að kunna. ’ ’ G.K. jggBK&t'- David Bowie — Paul McCartney — Limahl — Frankie goes to Hollywood og fleiri mœttir til að taka þátt í þessari stórkostlegu útsölu. Verðið er f rá krónum 99,- á plötum og snældum MUNIÐ AÐ UTSALAN STENDUR AÐEINS UT HLJOMPLOTUUTSALAIM OKKAR ER í FULLUM GANGOvx v L m í.aMMAP fÆlki n n Pöstkröfur. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, s. 84670. S. 685149. Laugavogi 24, s. 18670.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.