Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 48
48 DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum AlþýAubankinn: Stjörnurelkningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar ti! þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextir eru 31% og á'rsávöxtun 31%. Sérbók fær strax 3C%nafnvexti 2% bætast síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem innstæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu mánuði. Ársávöxtun getur orðið 37.31% Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankinu: Sparibók með sérvöxtum er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs- ávöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bornir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn- ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun bættvið. Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri. ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. IAnaðarbankinn: Á tvo reiknmga í bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 36% nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og verötryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir eru færðir misserislega, 30. júní og 31. desember. Landsbanklnn: Kjörbók er óbundin með 35% nafnvöxtum. Vextir eru færöir um ára- mót. Eftir hvem ársfjórðung eru þeir hins vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri gildir hún umræddan ársfjórðung. Af hverri úttekt dragast 2.1% i svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- reikning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2 mánuöina, 3. mánuöinn 25.5%, 4. mánuðinn 27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%. Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 35.14%. Vextir era bomir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggöum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með Ábét er annaðhvort 2,75% og full verðtrygg- ing, eins og á 3ja mánaða verðtryggðum sparireikningí, eöa ná 34,6% ársávöxtun, án verðtryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 24%, þann aimanaksmánuð. Verslunarbánkinn: Kaskó-relkningurbm er óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil á ári, janúar—mars, apríl—júní, júlí— september, október—desember. I lok hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta- uppbót sem miðast við mánaöarlegan út- reikning á vaxtakjörum bankans og hag- stæðasta ávöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist :á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með 30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á verðtryggðum 6 mánaða reikningum meö 2% vöxtum. Sé lagt inn á miðju tímabili ag inn stæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan spamaðartímann. Við úttekt fellur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir í reiknast þá 24%, án verðtryggingar. * tbúðalánarelkningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200% miðað við sparnað með vöxtum og verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Utlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú ákvörðun er endurskoöuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Vextir á Trompreikningi eru stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4,— 6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út af reikningi á einhverju vaxtatimabilinu, standa vextir þess næsta tímabil. Sé innstæða óhreyfö í 6 mánuði frá innleggsdegi er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gildir sem betri reynist. Rikissjóður: Spariskirteinl, 1. fiokkur A 1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskirteini með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau era verðtryggð og með- 6.71 vöxtum. Vextir greiðast misserislegá á tímabilinu, fyrst 10. júli næstkomandi. Upphæðir erú 5, 10 og 100 þúsund krónur. Spariskírteini með hreyfanlegum A’öxtum og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin til 10. júli 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskirteini, 1. flokkurSDR 1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 bfeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breytilegur milli sjóða og hjá hverium sióði eftir aðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandí skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. IMafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1.000 krónur iiggja inni í 12 mánuði á 24,0% nafnvöxtum verður innstæðan í lok þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0% vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex mánuöina. Þá er innstæðan komin í 1.120 krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir seinni sex mánuöina. Lokataian verður þannigkr. 1.254.40 ogársávöxtunin 25,4%. Dráttarvextir Dráttarvextir I mars eru dráttarvextir 4%. Dráttarvextir á ári reiknast 48%, dagvextir era því 0.1333%. Vfsitölur Lánskjaravísitalan fyrir mars 1985 er 1077 stig, en var 1.050 stig í febrúar. Miðað er við 100 í júní 1979. Byggingarvisitalan fynr fyrstu þrjá mánuði ársins er 185 stig. Hún var 168 stig síðustu þrjá mánuði ársins 1984. Miðað er við 100 í ianúar 1983. VEXTIR BAWKA OG SPARISJÚOfl 1%) innUnmhi sírkjörum SJA SERUSTA ílii iiinniiiii !i »i INNUN OVERÐTRYGGÐ SPARSJÓOSBXKUR óhumSn inrstate 24J) 244) 244) 244) 244) 244) 244) 244) 244) 24 5 SPARIREIKNINGAR 3p máfwSa uppróffi 215 m 274) 274) 274) 274) 2743 274» Z74> 715 6 mánate uppngn 380 m 304) 314> 384) 31.5 31J 304) 315 12 minaðu uppsógn 32ja 34Á 324) 31,5 324) 18 rnánafe uppngn JlJt 404 37Í SPARNAOUR - LANSRÉTTUR Sparað 3-5 mánuói Zifi 274) 274) 274) 27J Z74> 715 Sparað 6 mán. og mairi 31JB 304) 274) 274) 31J 304) 304) INXLANSSKlRTEM T16mánaða 32Á) 34,6 304) 315 31,5 315 3241 314> TtKKAREIKNWGAR Avhararaðuingar 22JJ 224) 184) 11J 194) 1M 194) 194) 1M Hbuparaðmmgar 1M 164) 1841 11J 194) 124) 194) 194) 18 5 innUn verðtryggo SPARIREIKNINGAR JjimánM.wMgn 44) 15 041 15 14) 2.71 14) 14) 6 mánaða uppaögn 8.5 84> 3 5 3 5 3 5 3 5 3 5 15 3 5 innUn gengistryggð GJALOEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalarar 9 5 9 Á M 84) 15 7J 15 15 95 Starfingapund 100 9Á 1M 11J 1M 1M 1041 10J 95 Veatur þýifc mörk 40 44) 44) 54) 4J 15 44) 44) 95 Darafcar krðnur 10,0 9.5 104) IJ 1M 1M 104) 104) 95 útlAn óverðtryggð ALNIENNIR VlXLAR (forvairtir) 314) 314) 314) 314) 314) 3141 314) 315 314« VIOSKIPTÁViXLAR (forvaxtx) 324) 324) 324) 324) 324) 324) 324) 324) 324) ALMFNN SKULOAfiREF 3441 344) 344) 344) 344) 344) 344) 344) 344) V10SKIPTASXUL0A8RÉF 354) 3M 354) 354) 354) 3M HLAUPAREIKNINGAR Yfirdráttur 324) 324) 324) 324) 324) 324) 324) 324) 324) trrUN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 2 1/2 árí 44) 44) 44) 44) 44) 44) 44) 44) 4J Lanpi an 2 1/2 ár 54» 54) 54) 54) 54) 54) M 5.0 55 DtUntilframleiðsiu VÉGNA MNANLANOSSðLU 244) 244) 244) 244) 24J 244) 244) 244) 244) VEGNA ÚTFLUTMNGS SOR raðtránym M U M M M M M M M Um helgina Um helgina Ekki Mæjorka heldur Hrísorka Það var ýmislegt bitastætt í ríkis- f jölmiðlum helgarinnar. Það var þó ekki laust við að ég vor- kenndi þeim landsmönnum er ætluöu að horfa á imbann á föstudagskvöld, eiga ekki videó og áttu ekki annarra kosta völ en horfa á einhverja fræðslumynd um rigningu og vinda- far. Slík dagskrá á sjálfu föstudags- kvöldinu er ekkert annaö en móðgun við landslýð. Laugardagskvöldið fór nú reyndar fyrir ofan garð og neðan iijá mér í sjónvarpsglápi. Á sunnudagskvöldiö var það einn dagskrárliður er bar höfuð og herðar yfir annað efni. Stiklur Ómars Ragnarssonar, eitt af því allra besta sem íslenskt sjónvarp hefur boðiö upp á um dagana. Þátt- urinn á sunnudagskvöld var nú ekki einn af þeim bestu i Stikluröðinni en góöur samt. Við fylgdumst með leikaranum góðkunna, Árna Tryggvasyni, og frú í suðrænu veðri við skak á Eyjafirði. Ámi vakti mann til umhugsunar um alla þá skemmtilegu útivistar- möguleika er tsland býður upp á. Til hvers að leita langt yfir skammt með endalausum ferðum til sólarlanda en gleyma sínu eigin landi sí og æ þegar ferðamöguleikar sumarfrísins eru athugaðir? Árni sagöist sækja sina lífsorku til Hríseyjar á sumrin, eða Hrísorku eins og hann kallaöi þaö í stað hinna betur þekktari Mæjorkaferöa. Ágætis samlíking sem á að fullu rétt ásér. Stikluþættir Ómars hafa sannarlega kynnt föðurlandið betur fyrir mörgu borgarbarninu er litlu öðru hafði kynnst en hinu hefð- bundna suðvesturhomi. Við skulum bara vona að tíma- bundin andakt sunnudagskvöldsins eftir Stikluþátt verði ekki of skamm- líf, heldur lifi með áhorfandanum og komi fram í enn frekari athugun á eigin landi og frekari ferðalögum innanlands. -Hannes Heimisson. Bryndís Hólm frjáls- íþróttakona Ég horfi nú ekki mikið á sjónvarp, æfingarnar taka það mikinn tíma. Einkum eru það laugardagskvöldin sem eru laus og þá horfi ég á bíó- myndirnar ef þær eru góðar. Já, svo er það íþróttaþátturinn að sjálf- sögöu. Maður lætur hann aldrei fram hjásérfara. Mér finnst útvarpið hafa batnað mikið að undanförnu. Rás 2 jók mjög viö fjölbreytni þess og ég hlusta svo til eingöngu á hana. Sérstaklega hef ég gaman af þáttum Jóns Ólafssonar á föstudögum, Léttir sprettir. Andlát Guðni Þorsteinsson múrarameistari, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum að morgni miðvikudags- ins 27. febrúar. Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, Álfheim- um 72, Iést i Landakotsspitala að kvöldi 28. febrúar. Ása Sigurðardóttir, Kapiaskjólsvegi 7, lést I Landspitalanum 19. febrúar 1983. Jarðarförin hefur farið fram 1 kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jön Hermann Indriðason, Álfaskeiði 121 Hafnarflrði, lést 28. febrúar I St. Jósefsspitala, Hafnarflrði. Guðlaug Guðmundsdóttir er látin. Kristln Ágústa Þórðardóttir frá Súg- andaflrði, Hrafnistu, Reykjavik, verð- ur jarðsungin frá Hallgrimskirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 13.30. Carl Gunnar Rocksén, fyrrverandi vararæðismaður, Sólheimum 23, verð- ur jarðsunginn frá Langhoitskirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 13. Guðrún Jónsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. mars kl. 13. Ragnheiður Bogadóttir, Frakkastig 6Á, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 13.30. Sveinn Jónsson leigubilstjóri, Ártúni 10 Selfossi, sem lést 23. febrúar, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju i Lands- sveit miðvikudaginn 6. mars kl. 13. Kveðjuathöfn verður 1 Selfosskirkju kl. 12.30 samadag. Ólafur Ólafsson frá Eyri i Svinadal, Kambsvegi 14 Reykjavik, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju i dag, mánudag, kl. 13.30. Tilkynningar Tímaritiö Flug Nýlega kom út 2. tbl. 21. árgangsaf tímaritinu Flug. Meðal efnis í blaðinu má nefna grein eftir Guðmund Hafsteinsson veðurfræðing þar sem hann fjallar um flugveður að vetrar- lagi og helstu þætti sem ber að hyggja að áður en lagt er af stað í flug á þessum árstíma. Þá er einnig grein um flugrekstur Leigu- flugs Sverris Þóroddssonar eftir Gunnar Þor- steinsson. Hann rekur þar sögu fyrirtækisins og í spjalli við Sverri kemur fram að flug- rekstur á Islandi er ekki dans á rósum. Auk þessara greina er grein eftir Ragnar J. Ragnarsson um sögu frönsku Jodel flugvél- anna, en þessi saga er löng og flókin, því margir hafa tekið að sér að smiða Jodel flug- vélar. AA lokum má geta þess að í blaðinu eru margar stuttar greinar og fréttir um ýmsa þætti flugmálanna. Tímaritið Flug er sjálfstœtt timarit, mál- gagn Flugmálaféiags Islands og er tilgangur- inn með útgáfu blaðsins að fjalla um helstu þætti íslenskra flugmála, hvort sem er á sviði atvinnuflugs, skemmtiflugs eða annarra þátta flugmálanna. Ritstjóri Flugs er Rafn Jónsson. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 5. mars kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Skemmtiatriði: Vigdís Einarsdóttir les upp, síðan verður leikið á gítar og sög. Allar konur í sókninni vel- komnar. Árshátíð Breiðfirðinga- félagsins í Reykjavík verður haldin í Domus Medica laugardaginn 9. mars kl. 19. Upplýsingar í simum 16689, 685771 og 33088. Unglingameistaramót í badminton Unglingameistaramót tslands í badminton 1985 fer fram í Laugardalshöllinni dagana 16. og 17.marsnk. Keppt verður í eftirtöldum flokkum, öllum greinum, ef næg þátttaka fæst. Hnokkar/tátur f. ’73 og síðar. Sveinar/meyjar f. ’71—’72. Drengir/telpurf. ’69—’70. Piltar/stúlkur f. ’67—’68. Þátttökutilkynningar skulu berast til BSl fyrir 9. mars nk. Opið Reykjavíkurmót fullorðinna í badminton Reykjavikurmeistaramót i badminton fer fram í húsi TBR við Gnoðarvog dagana 9.— 10. mars nk. Badmintondeild Víkings mun sjá um mótið að þessu sinni. Mótið er opið þátttakendum frá félögum utan af landi. Keppt verður í eftirtöldum flokkum, öllum greinum, ef næg þátttaka f æst: meistaraflokki, a-flokki, öðlingaflokki, æðstaflokki. Þátttökutiikynningar skulu berast til Magnúsar Jónssonar, Badmintondeild Vik- ings, hs. 81705, vs. 27790, í síðasta lagi fimmtu- daginn 7. mars nk. Almanakshappdrætti Landssamtaka Þroskahjálpar Dregið hefur verið í almanakshappdrætti Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir febrú- ar. Upp kom númerið 5795. Vinningurinn í janúar er 2340. Vinningar á árinu 1984, frá mars til des.: 31232 - 47949 - 53846 - 67209 - 81526 - 88273 -105262 -111140 -124295 -132865. íslenska pílu- kastsfélagið heldur mót í húsnæði Pöbbsins, Hverfisgötu 46, sunnudaginn 3. mars. Keppt í 501 í undan- riðlum kl. 12.30. Urslit fara fram kl. 20 sama dag. Skráning í sima 621756 og 19011. Fræðslu og skemmti- fundur Félagsíslenskra snyrtisérfræðinga Hinn árlegi fræðslu- og skemmtifundur Fé- lags íslenskra snyrtifræðinga verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, þriðjudagskvöldið 5. mars kl. 20.30. Margar fróðlegar og forvitnilegar uppá- komúr verða á dagskránni. Aðaigestur kvöldsins verður förðunar- meistarinn Emma Kotch frá Complections Intcmational London School of Make-up og sýnir hún förðun. Auk hennar verður tískusýning, dans, make- up, eftirherma, flutt verður stutt ávarp, happ- drætti og snyrtivörukynningar. Kynnir kvöldsins verður Heiðar Jónsson snyrtir. Góð kvöldskemmtun fyrir dömur og herra á öllum aldri. Húsið opnað kl. 19.30. Skemmtinefndin. Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1985 hefst i A-riðli mánudaginn, 4. mars, kl. 20, og í B-riðli miðvikudaginn, 6. mars, ki. 20. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 44—46. Keppnin verður með svipuðu sniði og áður — í aðalatriðum á þessa leið: Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi í hvorum flokki um sig. Umhugsunartími er ein klukkustund á skák fyrir hvom keppanda. Hver sveit skal skipuð fjórum mönnum auk 1—4 til vara. Fjöldi sveita frá hverju fyrirtæki eða stofnun er ekki takmarkaður. Sendi stofnun eða fyrir- tæki fleiri en eina sveit skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Þátttöku- gjald er kr. 2.500 fyrir hverja sveit. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riðli. Keppni í A-riöli fer fram á mánudagskvöldum en í B-riðli á miðvikudagskvöldum. Fyrsta kvöldið verður tefld ein umferð en tvær umferðir þrjú seinni kvöldin. Mótinu lýkur með hraðskákmóti sem fram fer í A-riðli þriðjudaginn, 28. mars, kl. 20, og í b-riðli fimmtudaginn, 28. mars, kl. 20. Þátttöku má tilkynna í sima Taflféiagsins á kvöldin, ki. 20—22. Lokaskráning í A-riðil verður sunnudaginn 3. mars, kl. 14—17, en í B-riðil þriðjudaginn, 5. mars, kl. 20—22. Afmæli 90 ára afmæli á i dag, mánudaginn 4. mars, firú Sigrfður Jónsdóttir frá Norð- urgötu i Mýrdai, Þrastargötu 7 i Rvik. Hún ætlar að taka á móti gestum 1 dag i Templarahöllinni viö Eiriksgötu, eftir kl. 19. — Sigriöur var gift Lárusi Knudsen sem látinn er fyrir allmörgum árum. Hann var starfsmaður Reykja- vlkurhafnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.