Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ
(68) • (78) • (58)
SIMINN
SEM
ALDREI
SEFUP
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
efla vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist efla er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gœtt. Vifl tökum
vifl fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst, óháð dagblað
MÁNUDAGUR 4. MARS 1985.
Sam/ð v/ð sjó-
menn í morgun
Samtök um
kjarnorku-
vopnalaust
ísland
Samtök um kjarnorkuvopnalaust
Island voru stofnuð á fundi á Hótel
Borg í gær. Markmið samtakanna er
að berjast fyrir því að Alþingi gefi
bindandi yfirlýsingar um að ísland
muni aldrei taka við eöa leyfa öðrum
ríkjum að koma fyrir kjarnorku-
vopnum á landinu eða fara með slik
vopn um íslenska lögsögu. Einnig
hyggjast samtökin beita sér fyrir því
að ákvæði um kjarnorkufriðlýsingu
landsins verði sett inn í stjórnarskrá.
Fundurinn á Hótel Borg var fjöl-
sóttur og gengu þar undirskrifta-
listar og söfnunarbaukar. Ávörp
fluttu meðal annarra Erlendur
Patursson, sem talaði bæði á
færeysku og íslensku, Sigurður Áma-
son læknir og séra Gunnar Kristjáns-
son sem bar upp til atkvæða lög
samtaka um kjamorkuvopnalaust
Island.
Séra Gunnar las einnig upp nöfn
sjö manna sem skipa skulu fram-
kvæmdanefnd samtakanna til bráða-
birgða. Framkvæmdanefnd á að
vinna að landsfundi samtakanna
sem stefnt er að að halda eigi síðar
en í maílok.
SGV
Reykur og
gléðíbarna-
herbergi
Á laugardagsmorgun var slökkvi-
liðið i Reykjavík kvatt til vegna elds í
bamaherbergi i íbúð i Yrsufelli i
Reykjavík.
Þegar slökkviliðið var komið á
staðinn kom í ljós að töluverður
reykur var í herberginu en enginn
eldur, aðeins glóð. Höfðu foreldrar
vaknað við vondan draum er bamið
var skyndilega farið að leika sér i
reyk. Barniö var flutt til öryggis á
slysadeild til rannsóknar.
Sennilegt er talið að reykurinn og
glóðin hafi stafað af tæki sem bamiö
varaðleikasérvið.
SGV
Bílstjórarnir
aðstoða
senDiBiinsTöÐin
Samningar voru í þann veginn að
takast í kjaradeilu Sjómannasam-
bands Islands og Landssambands
íslenskra útvegsmanna klukkan níu í
morgun.
„Við vonum nú frekar að það geti
verið stutt í samkomulag,” sagði
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta-
semjari í samtali við DV.
Samningamenn aðila sátu á fundi
í alla nótt, frá klukkan 20.30 í gær-
kvöldi. Eftir að úrslit lágu fyrir í at-
kvæðagreiðslu yfirmanna á fiski-
skipum um samkomulagið frá því á
föstudag, jókst bjartsýni á að stytt-
ast færi í samninga við undirmenn.
Atkvæðagreiöslan fór þannig að
58,9 prósent sögðu já en 41,1 prósent
sögöu nei. Alls greiddu 706 félags-
menn atkvæði. 25 seðlar voru auðir
eða ógildir.
„Að mörgu leyti fengum við tals-
vert í gegn,” sagði Guðjón A.
Kristjánsson, forseti Farmanna- og
fiskimannasambandsins, um árang-
ur verkfallsins.
„Lífeyrissjóðsmálið er eins og við
vildum hafa það. Við fengum áfanga
í leiðréttingu á líftrygginga- og slysa-
málum. Kauptrygging hækkaöi.
Við hefðum vissulega viljað ná á-
fanga í kostnaöarskiptingunni fyrr
en það er þó búið að snúa þróuninni
við. Um það fengum við loforð,”
sagöi Guðjón.
Vestfjarðaflotinn fór nær allur á
veiðar um helgina. Þar voru aðeins
yfirmenn í verkfalli. Skip frá ýmsum
öðrum smærri stöðum, eins og1
Skagaströnd og Breiðdalsvík, fóru
einnig á veiðar af sömu ástæöu.
Síðustu fréttir
Samningar tókust milli sjómanna
og útgorflarmanna klukkan 10.25 í
morgun. Ef félagsfundir samþykkja
i dag verflur verkfalli aflýst i kvöld.
Mosfellingar
fá kokkteil
úr krönunum
— kalda vatniö þeirra
þykirsamt ekki
sérlega svalandi
Kalda vatnið í Mosfellssveit þykir
ekki sérlega svalandi. Það er raunar
8—9 gráðu heitt. Þar sem kalda vatn-
ið er kalt er þaö 4—5 gráður. Mosfell-
ingar fá kalda vatnið sitt aðallega
sem eins konar kokkteil. Or Guddu-
laug kemur vel kalt vatn, sem síðan
er blandað 14 gráðu heitu vatni úr
borholu í Laxnesdýjum.
Ýmsar hugmyndir eru á lofti um
að kæla kalda vatnið úr krönum Mos-
fellinga. I sumar veröur borað í Mos-
fellsdal. Til greina kemur að sam-
tengja vatnsveitur á höfuðborgar-
svæðinu. Loks hefur verið hugað að
því aö nota vatn úr Hafravatni vegna
iðnaðar, þá hreinsað með sömu tækni
og Akurnesingar beita nú.
En þetta er ekkí eina vatnsvanda-
mál Mosfellinga. Um árabil hefur
jarðvegurinn víða verið að þoma
upp. Til marks um það er að bændur,
sem ræktuðu matjurtir og fengu
tvær, þrjár uppskerur á ári, hafa
sumír gefist upp og jafnvel snúið sér
að öðru. Jarðvegurinn hefur þomað
og yfirborðshitinn horfið. Líklegt
þykir að þetta tengist varmavirkjun-
um Hitaveitu Reykjavikur. „Þeir
keyra hér allt á tampi,” segir Páll
Guðjónsson, sveitarstjóri í Mosfells-
sveit. HERB
Ríkið með
svör í dag
I dag mun samninganefnd ríkisins
svara þeim launakröfum, sem aðild-
arfélög BHM hafa lagt fram.
Indriði H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagði í
morgun að enn væri óákveðiö hvort
hvert einstakt félag yröi kallað á
fund eða boðað til sameiginlegs fund-
ar með fulltrúum BHM. Einnig sagði
hann vera óákveðið hvort fundað
yrði með kennurum sérstaklega í
dag.
-KMU.
Finnski rithöfundurinn Antti Tuuri kom til landsins í gær. Hann tekur á móti bókmenntaverðlaunum
Norflurlandaráfls á þriðjudagskvöld. Dóttir hans Hanne kom með honum hingað og ætla þau að ferðast
umlandifl. -ÞG/DV-mynd GVA.
Próf kjör rektors:
Nafn Andra gleymdist
I prófkjöri um kosningu háskóla-
rektors, sem fram fór í síðustu viku,
gleymdist nafn Andra Isakssonar.
Samkvæmt reglu eiga að vera öll
nöfn prófessoranna í Háskólanum á
prófkjörslistum.
Einar Sigurðsson, formaður kjör-
nefndar, var spurður að því hvort
prófkjörið væri lögmætt vegna
þessa.
„Þetta var lagfært strax um há-
degi og nafni hans bætt á listann.
Þess ber að gæta að hér er aðeins um
prófkjör að ræða. Ef eitthvað svona
hefði komiö upp í alvörukosningum
þá væri það líklega krítískara. ”
Einar sagði að Andri hefði sjálfur
bent á þetta og ekki ætlað að gera
neitt veður út af þessu.
„Þetta er auðvitaö neyðarlegt.
Ástæðurnar fyrir þessu eru skrif-
stofuhaldslegar,” sagði Einar.
Einnig benti hann á að samkvæmt
reglum bæri kjörstjórn ekki að halda
prófkjör. 1 reglunum væri aðeins
heimildarákvæöi um þetta.
Alvöru kosningarnar verða 2. apríl
og þá verður rækilega passað upp á
að allt verði eins og þaö á að vera.
APH
APH
Helgi og
Jóhann unnu
Skákmennirnir Helgi Ólafsson og
Jóhann Hjartarson tefla nú á alþjóð-
legu skákmóti i Kaupmannahöfn.
Þeir geta báöir náð titli stórmeist-
ara, fái þeir sjö vinninga úr 11 um-
ferðum. Félagarnir byrjuöu vel um
helgina. Helgi vann Danann Carsten
Höi og Jóhann vann sænska stór-
meistarann Lars Karlsson.
Meðal annarra þátttakenda eru
stórmeistararnir Bent Larsen og
Smyslov.
HERB
Umdeildar „pakkaferðir” Steindórsmanna
Laugardagskvöld og -nótt var lög-
reglan í Reykjavík nokkrum sinnum
kölluð til vegna væringa með leigu-
bílstjórum í Reykjavík.
Höfðu leigubilstjórarnir þá króað
af Steindórsbílstjóra, sem aka á litl-
um sendibílum en höföu tekið einn
farþega og voru að aka honum heim.
I öllum tilvikum lauk máiinu meö því
að tekin var skýrsla af Steindórsbíl-
stjóranum og honum var síöan
sleppt. Þó mun einn Steindórsbíl-
stjórinn ekki hafa haft tilskilin leyfi
til sendiflutninga.
Eins og kunnugt er hafa Steindórs-
menn á sendibílum leyfi til léttra
pakkaflutninga og auðvitað aö ferja
farþega með þeim. Fannst leigubíl-
stjórumá Hreyfliog BSRsemþeir
væru að seilast út fyrir sitt verksvið
með þessum mannaflutningum þótt
farþegarnir hafi vafalaust einhverjir
veriö meö sígarettupakka eða álíka í
vasanum. SGV
4
4
4
4
4
4
4
4
4
i