Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Page 1
Sandgerðishöfn í morgun. Sjórinn fossar inn á bryggjuna. Mennirnir vaða burt. DV-mynd GVA. Hvassviðri suðvestanlands í hæsta flóði ársins: Bryggjur á bólakafi en bátamir stóðust brimið „Þetta hefði orðið miklu verra ef vindáttin heföi verið meira vest- anstæð. En það skolast samt hressilega af bryggjunum. Það er svona fets sjór Úggjandi á Norður- bryggjunni,” sagði Þórhallur Gísla- son, hafnarvörður í Sandgerði, í morgun. DV var í Sandgeröishöfn í morgun á háflóbinu klukkan 7.07, hæsta flóði ársins. Þar var mikill viöbúnaður, menn um borð í hverjum báti, viðbúnir hinu versta. Vindur var suðsuðvestan, sjö til níu vindstig. Brimið barði á bátun- um, hafnargörðum og byggingum. Ekkert lét þó undan. I Sandgerði mundu menn eftir því að snemma í janúar í fyrra varð þar stórtjón. Ellefu bátar slitnuöu þá upp og skemmdust meira eða minna. „Brimið er ekki eins mikið núna en flóðiö er geysilegt,” sagði Jón Júliusson vigtarmaður. I Sand- gerðishöfn lágu 35—40 bátar, togari og fragtskip. „Það var gengið mikiö betur frá bátunum núna heldur en í fyrra. Núna var meira um viðvaranir,” sagði Þórhallur Gislason. I Grindavík, Þorlákshöfn, á Akra- nesi, Eyrarbakka og Stokkseyri höfðu menn áhyggjur í gær þegar séö var að hverju stefndi, í að hvassviðri og stórstraumur færu saman. Hvergi fréttist þó af t jóni í morgun. „Hér í Grindavik eru bryggjumar í vesturhöfninni á bólakafi. Það er ekki einu sinni bílfært um þær, jafnvel vörubílar kæmust ekki,” sagði Vilmundur Ingimarsson hafnarvörður klukkansjöímorgun. „Hér eru menn um borð í öllum bátum, komu klukkan hálffimm í morgun til að binda þá betur,” sagði Vilmundur. I Reykjavík iokaðist Eiðsgrandi um tíma vegna grjóts sem skolaðist áland. -KMU. Kennaradeilan: Bráðabirgða- samkomulag? Það er mat margra að launadeilur BHM og ríkisins eigi eftir að hafna í kjaradómi. Það telur a.m.k. Kristján Thorladus, fonnaður Hins íslenska kennarafélags. „Við sjáum ekki aðra leið úr því sem komið er, eftir 5% boð ríkisins. Það er greinilegt að þeirra hug- myndir eru ekki á sömu nótum og hjá aðildarfélögum ríkisins.” Ef málin fara fyrir kjaradóm þýðir það m.a. að kennarar mæta ekki til starfa fyrr en í lok mars. Þá er liklegt að kennarar verði famir til annarra starfa og öruggt að skóla- starf þessarar annar veröi eyðilagt. „Þá er ég hræddur um að við verðumfarnir,” segirKristján. Hann segir að ef kennarar fái skil- merkilegar tryggingar fyrir því að kjör þeirra verði bætt, þá muni hann leggja til að gert verði bráðabirgða- samkomulag. Kennarar muni þá snúa til starfa þó samningar séu ekki komnir í höfn. Nú er verið aö ræða endurmatsskýrsluna. Um hana hefur verið boðaður f undur í dag. -APH. Skautgest- innílærið Skot hljóp úr riffli í heimahúsi á Flateyri í gærmorgun og lenti í læri á gesti sem þar var staddur. Sátu tveir menn að drykkju þegar atburðurinn varð. Engir sjónarvottar voru að at- burðinum en talið er aö húsráöandi hafi orðið leiður á gestinum og beðiö hann að fara heim. Hafi gesturinn neitaö að fara og húsráðandi dregið fram riffil, með þeim afleiðingum að skothljópúrhonum. Húsráðandi hringdi strax í héraðs- lækninn á Flateyri. Var gesturinn fluttur á sjúkrahús á Isafirði í að- gerð. Haföi skotið farið í gegnum lærið og skilið eftir mikið sár. Húsráðandinn er í haldi hjá lög- reglunni. Ekki hefur enn verið unnt að yfirheyra hann vegna öhrunar. Pétur Kr. Hafetein, sýslumaður á Isafirði, sagði í samtali viö DV í morgun að gæsluvarðhaldsúr- skurður yröi mjög sennilega kveðinn upp fyrir hádegl Húsráðandi er rúrnlega þrítugur en gesturinn um fimmtugt. -EH. Vaxtalækkun? Veröbólga og lánskjaravísitala hafa lækkað, lfltur eru á vaxta- lækkun um mánaöamótin. Þar sem verðbólgan er á niðurleið er vaxtalækkun í endurskoðun. Búist erviö20til25% verðbólguáárinu. Vísitölumálin eru í athugun, að sögn forsætisráðherra, og hefur veriö haft eftir hmum að vel komi til greina aö taka lánskjaravisitöluna úr sambandi þegar verðbólgan sé komin niöur í 10 til 12%. -ÞG. Heildverslunin Glóbus: Ritari kæröur fyrir fjárdrátt — ung kona í gæsluvarðhald vegna málsins Rúmlega tvítug kona, skrifstofu- stúlka hjá heildversluninni Glóbus, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á meintum fjárdrætti í starfi. Að sögn Erlu Jónsdóttur, deildar- stjóra hjá Rannsóknarlögreglunni, þá var konunni sleppt um helgina eftir að hafa setið í varðhaldi síðan 27. febrúar, daginn eftir að fjárdrátt- urinn komst upp. Erla sagði að kon- an hefði viðurkennt að hafa dregið sér f jármuni fyrirtækisins í rúmlega ár. Ekki væri enn ljóst um hve mikið fé væri aö ræða þvi bókhaldslegum athugunum væri ekki lokið. Konan, sem er ritari hjá fyrirtæk- inu, mun hafa dregið sér f é með þeim hætti að stinga undan staðgreiðslum sem hún tók á móti frá viðskipta- vinum, bæði reiðufé og ávísunum. Hafði konan til umráða stimpia með nafni fyrirtækisins og gat með þeim hætti framvísað ávísunum sem henni bárust í hendur. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.