Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Síða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. Fulltrúar sjómanna og útvegsmanna skrifa undir í annað sinn: SKIPTAREGLURNAR BREYTAST STRAX — í fyrra samkomulaginu var miðað við næstu áramót Samkomulag náðist í kjaradeilu Sjómannasambands Islands við Landssamband íslenskra útvegs- manna og Félag íslenskra botn- vörpuskipaeigenda í hádeginu í gær. Fulltrúar deiluaðila undirrituðu samkomulagið um klukkan þrettán. Þetta var annaö samkomulagið sem þeir skrifuöu undir í deilu þess- ari. Það fyrra mætti mikilli andstöðu sjómanna og var kolfellt. Úrslit fyrri atkvæöagreiðslunnar lágu fyrir urn miðnættiá þriðjudagskvöld. Guðlaugur Þorvaldsson rikissátta- semjari tilkynnti deiluaðilum í há- deginu á miövikudag að sáttafundur yrði klukkan 16 daginn eftir, á fimmtudag. Seint á miðvikudags- kvöld ákvað Guðlaugur hins vegar að flýta fundinum. Hann hófst klukk- an tíu í gærmorgun. Þremur tímum síðar var búið að skrifa undir. Síðdegis á miðvikudag kallaði Halldór Ásgrímsson þá Oskar Vig- fússon og Kristján Ragnarsson, for- svarsmenn deiluaðila, til fundar við sig í sjávarútvegsráðuneytinu. Lík- legt verður að telja að á þeim fundum hafi grunnurinn verið lagður aðsamkomulaginu. Stærsta viðbótin við fyrri samning- inn er sú aö lækkun kostnaðarhlutar útgerðar utan skipta um tvö prósent kemur strax til framkvæmda en ekki frá næstu áramótum, eins og gert var ráð fyrir í yfirlýsingu ríkis- stjómarinnar. Þessi breyting þýðir, aö sögn Oskars Vigfússonar, 0,9 prósent kauphækkun fyrir sjómenn. Yfirmenn, sem búnir voru að semja, munu einnig fá þessa hækkun strax. Meöan verið var að ganga frá samkomulaginu í hádeginu í gær var skrifstofa sáttasemjara í stöðugu símasambandi við Halldór Asgríms- son sjávarútvegsráðherra, sem var á Egilsstöðum. Halldór féllst á breytinguna fyrir hönd ríkisstjómar- innar. I nýja samkomulaginu eru fata- peningar einnig hækkaðir úr 540 krónum á mánuöi upp í 750 krónur. -KMU. Samkomulag hefur náflst. Kristján Ragnarsson kveður Guðlaug Þorvaldsson. Jón Fulltrúar sjómanna lesa yfir samkomulagið. Sigurðsson fylgist með. DV-myndir: GVA. Ýmsir hlutir gerðust sem komu niður á samningunum —segir Óskar Vigfússon Kristján Ragnarsson: Vitanúvið hvaðþeirbúa „Það sem þama bætist viö er að þessi kostnaöarhlutdeíld kemur til skipta nú þegar,” sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Það var gagnrýnt og talið óákveðið hvenær þetta ætti að gerast. Núna kemur þetta til launa- hækkunar strax hjá sjómönnum. Þá vita þeir viðhvað þeir búa. Það kostar okkur að hækka þessa fatapeninga úr 540 krónum í 750 krónur. Fastakaupiö á stóru togurunum hækkar um sömu tölu og þessi tala hækkar.” — Telurðu að þetta komi til með að duga til að sjómenn samþykki? „Það hvarflar bara ekki að mér að við séum aö undirrita sam- komulag öðru sinni sem ekki muni duga,” sagði Kristján Ragnarsson. -KMU. „Eg held að þessi viðbótar- samningur komi aðeins til móts við þau sárindi, sem virtust vera í mönnum, varðandi það loforð ríkis- stjórnarinnar um kostnaðarhlut- deildina að hún skyldi beita sér fyrir því að það kæmi fýrir árslok. Það virtist fara mjög fyrir brjóstið á okkar mönnum,” sagði Oskar Vig- fússon, forseti Sjómannasambands Islands. ,,Síöan er þaö að þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu mína varðandi fata- peninga, um að ég teldi brotið blað í samskiptum sjómanna og útvegs- manna að sjómenn hefðu rétt til þess að fá greiðslu frá vinnuveitenda sínum vegna hlífðarfata, töluðu menn um þetta sem hálfgerðan „tittlingaskít”, sem væri ekki nema rétt fyrir sjóhatti. En þessi upphæð er hækkuö upp í 750 krónur á mánuði. Eg held að ef menn fara að leggja þetta saman með tilliti til ársstarfa hl jóti þetta að vera nokkurs virði. ” — Menn töluöu um að oröalag í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um kostnaöarhlutdeildina væri loðið. Má ætla að sjómenn hafi ekki treyst loforði ríkisstjómarinnar? „Þetta var loðið orðalag og það sem verra var: Þetta átti að koma fram í árslok. Núna er þetta gert strax. Ef ríkisstjómin stendur ekki við það loforð þá er höfuðverkurinn útgerðarmanna. Þetta er nefnilega inni í okkar samkomulagi.” — Hvað þýðir þessi tvö prósent kostnaðarhlutur í beinhörðum peningum? „Ætli það komi ekki 80 milljónir til skipta fyrir sjómenn. Það þýðir um 0,9 prósent í kaupi. Það er nú ekki meira en það. En þetta er prinsip- mál, — mikið prinsippmál meðal sjó- mannastéttarinnar. Þama er verið að raska hlutaskiptingum og þaö er verið að hala til baka. En við mjög erfiðar aðstæður. Þið hafið heyrt yfir- leysingar forsætisráðherra, sjávar- útvegsráðherra og fleiri aöila um að hún skyldi ekki hreyfð í upphafi. En við erum þó búnir að hreyfa um þessi tvö prósent og það sem meira er: Við erum búnir að hreyfa hana gagnvart sölum erlendis. Það er miklu þyngri vog vegna þess aö erlendis era níu prósent tekin í frádráttarlið vegna þessarar kostnaðarhlutdeildar. Hún lækkar í sjö prósent við þessa aðgerð.” — Var það ótti ykkar við lög sem ýtti á eftir þessum samningum? „Nei. Við óttumst ekki lög í þessu. Hins vegar þýðir ekki að líta framhjá þeirri staðreynd að það var orðið mismunandi álag á félög sjómanna eftir þvi hvar þau vora á landinu. Sumir voru farnir að stunda sjóinn. Aðrir ekki. Og það er ekki annað hægt en að taka tillit til þess, þótt það komi niður á samningsgerðinni. Þaö sem skeði meðan við vorum í samningaviðræðum kom niður á samningsgeröinni. Samstaða sjómanna var geysilega mikil í upp- hafi þessara átaka. Siöan hafa ýmsir hlutir skeð sem ég hirði ekki frekar um að segja álit mitt á. Eg geri ráð fyrir að þið vitið hvaö ég er að meina með þessu,” sagði Oskar og var rokinn á braut. -KMU. „Varanleg skipti á bömum óhugsandi” Bamaskiptin á Fæðingardeildinni: segir dr. Sigurður S. Magnússon prófessor Martröð hverrar fæðingardeildar era án efa bamaskipti. Þaö er nú einu sinni svo að ákaflega erfitt er að þekkja hvítvoðunga í sundur. Or þessu er bætt með sérstökum merkingum og er slíkt kerfi talið óbrigðult. Lena fæddi bam á fæöingardeild Landspítalans þann 28. febrúar sl. Viku seinna fór hún heim með tveggja daga gamalt barn sem var ekki hennar. Ruglingurinn komst upp skömmu eftir að Lena var komin heim með barnið. Uppi er ágreiningur meðal hjúkrunarfólksins og Lenu sem heldur því fram að bömin hafi ruglast tveimur dögum áður en hún fór heim. Starfsmenn fæðingardeildarinnar segja hins vegar að á því sé ekki fræði- legur möguleiki. Ruglingurinn geti ekki hafa varað nema í nokkra klukku- tíma. Hvítvoöungar séu handfjatlaðir af svo mörgum að einhver hlyti að hafa orðið þess var aö bömin hefðu raglast. Annað barnið hafi alltaf verið merkt. Dr. SigurðurS. Magnússon prófessor og yfirlæknir kvennadeildar Land- spítalans var spurður að því hvort svona lagað hefði skeð áður og hvort varanleg skipti á börnum væru hugs- anleg? „Nei, það er óhugsandi að svoleiðis hafi komið fyrir. Það myndi þýða að tvö börn væru ómerkt og líkurnar á slíku eru hverfandi. Nokkrum minútum eftir fæöingu eru bæði móðir og bam merkt með armbandi. Þetta kerfi er notað alls staðar í heiminum með góðum árangri. Bömin era annað hvort merkt um úlnliðinn, hálsinn eða öklann. I um- ræddu tilfelli tel ég að hafi orðið víxl á vöggum barnanna. Það verður sennilega aldrei hægt að segja nákvæmlega til um það hvenær raglingurinn skeði. Bömin era hand- f jötluð af svo mörgum og því held ég að þetta hafi ekki skeð fyrr en rétt fyrir heimför móðurinnar.” DV gerði tilraun til að ná tali af hinni móðurinni sem enn dvelst á fæðingar- deildinni en hún vill ekkert segja um málið opinberlega. -EH. m------------------► Lena Betak var látin hafa barn annarrar konu til afl fara mefl hoim. DV-mynd Bj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.