Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR12. APRlL 1985. 5 Hitaveita Suðurnesja hef ði lítið grætt á samningi við íslandslax: _ „HEFÐUM FENGID TVÆR KRÓNUR FYRIR TONNH)” ,,Nei, Hitaveita Suöurnesja tapar ekkert á því að hafa misst af samn- ingnum við tslandslax hf.,” sagði Ing- ólfur Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveita Suðurnesja ætlaöi aö selja tslandslaxi hf. tonnið af heita vatninu á 26 krónur. Þess vegna hafa margir velt því fyrir sér hvort hitaveitan hafi ekki misst af feitum bita fyrst ekki náðust samningar við Islandslax hf. En sjáum nánar hvernig Ingólfur út- skýrir mál sitt. „Heitavatnslögnin, sem leggja átti til Islandslax hf., átti að vera um 6,5 kílómetra löng og hún átti aö kosta 23,7 milljónirkróna. I samningaviðræðunum var gert ráð fyrir að Islandslax hf. greiddi um 15,5 milljónir króna og Hitaveita Suður- nesja afganginn, eða 8,2 milljónir króna. Miðað við að samningurinn heföi orö- ið til 7 ára eins og til stóö, hefðum við afskrifað 8,2 milljónir á 7 árum. Með 6% vöxtum hefði það gert 1.440 þúsund krónuráári.” Þá eru það tekjurnar. Sjáum hvað Ingólfur segir um það hvað Hitaveita Suðurnesja hefði fengið í aðra hönd vegna samningsins. „Það var gert ráð fyrir því að Is- landslax hf. keypti lágmark 60 þúsund tonn af heitu vatni á ári og tonnið á 26 krónur. Þannig hefðu tekjurnar á ári Grindavík og íslandslax: Sömdu um katt vatn — bærinn eignast líklega jörðina Stað „Samkomulagið felst í því að Is- landslax hf. lýtur meir stjómun bæjarfélagsins í framkvæmdum sín- um. Þannig verður fyrirtækið að taka tillit til allra reglugerða Grinda- vikurkaupstaðar varðandi vatnstök- una." Þetta sagði Jón Gunnar Stefáns- son, bæjarstjóri í Grindavik, vegna samkomulags bæjarráðs Grindavík- ur og Islandslax hf. sem gert var f yr- ir skömmu. Bæjars*jðrn Grindavík- ur á eftir ao samþykkja samkomu- lagið. „I rauninni er þetta samkomulag sem fyllir upp í þann samning sem ráöuneytið og Islandslax hf. gerðu 7. mars sl. en okkurþótti sá samningur ekki tæmandi eins og fram hefur komið,”sagðiJón. Það kom ennfremur fram hjá hon- um að í samkomulaginu væri það skilyrði að Islandslax hf. yrði með heimilisfang í Grindavík. Og að fyrirtækið yrði að fara í einu og öllu eftir byggingacsamþykkt Grindavík- ur í framkvæmdum sínum. Samningur landbúnaðarráðuneyt- isins og Islandslax hf. var gerður 7. mars sl. Hann felur í sér leigu Is- landslax hf. á kirkjujörðinni Stað til 50ára. „Það eru miklar lúur á að viö, eignumst jörðina inn„n tíðai. Við ræddum um kaupin viö þá i ráðu- neytinu í gær og þeir tóku mjög vel í þau. Enn þá er samt ekki farið að ræðaverðeða sk ilmála. ’ ’ Kirkjujörðin Staöur er um 5 kíló- metra frá Grindavikurbæ, í vestur- átt. -JGH r Stjórn Hitaveitu Suðurnesja: íslandslax ætlaði sér ekki að semja og landbúnaðarráðherra með ósannindi á Alþingi Að landbúnaöarráðherra hafi farið ineð rangt mál á alþingi þann 26. mars sl. og að það hafi aldrei veriö ætlun Is- landslax hf. að semja við Hitaveitu Suðurnesja, þrátt fyrir samningavið- ræðurþessara aöila. Þetta eru niðurstöður ályktunar sem stjórn Hitaveitu Suðurnesja gerði 29. mars síðastliðinn. I upphafi ályktunar- innar er minnst á orð Jóns Helgasonar landbúnaðarróðherra á alþingi 26. mars. Orörétt segir: „I umræöum á alþingi þann 26. mars sl. um fyrirspurn vegna vatnstöku Islandslax hf. í landi Staðar í Grindavík sagði landbúnaðarráð- herra, Jón Helgason, í svari sínu viö þeirri spurningu hvort honum hafi verið ljóst, þegar hann heimilaöi Is- landslax hf. vatnstöku í landi Staöar, að samningaviðræður væru á loka- stigi: „Fulltrúi landbúnaðarráðuneytis, sem vann að samningsgeröinni, hafði samband við framkvæmdastjóra Hita- veitu Suðurnesja í janúarmánuði sl. Og þá geröi hann grein fyrir því að hann teldi, að ef ekki yrði um samn- inga að ræða milli Hitaveitu Suður- nesja og Islandslax hf. þá myndi gerð- ur samningur eða heimild í samning- um um töku á heitu vatni úr landi jarð- arinnar Staðar. Þannig að þarna var samband á milli meö nokkrum fyrir- vara.” I ályktuninni se'gir að framkvæmda- stjóri Hitaveitu Suðurnesja kannist ekki við að hafa verið settir þessir kostir og að stjórn Hitaveitu Suður- nesja hafi verið ókúnnugt um fyrirætl- anir landbúnaðarráðherra um samn- ingsgerð viö Islandslax hf. Orðrétt segir síöan: „Stjórn Hita- veitu Suðurnesja mótmælir því þess- um ummælum ráðherra sem ósönn- um.” Þá er í ályktuninni lýst vonbrigðum með vinnubrögð forsvarsmanna Is- landslax hf. Sagt að samningaviðræð- ur hafi hafist 31. október á síðasta ári og að síðasti viðræðufundur hafi verið 5. febrúar. „Fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja höfðu ekki ástæöu til að ætla annað en samkomulag heföi náðst um öll atriði, nema hvað óskað var viðræðna um hækkun tengigjalds vegna lengri lagn- ar en áöur haföi verið ætlað. Síöan berst svo tilkynning til Hita- veitu Suöurnesja þann 4. mars frá Is- landslax hf. um að „samningurinn skuU settur í salt” og þann 7. mars er undirritaður samningur milli landbún- aöarráðherra og Islandslax hf. Með hUðsjón af því, að framkvæmdir lslandslax hf. í Staðarlandi hófust um áramót og hafa haldið áfram síöan, hlýtur stjórn Hitaveitu Suöurnesja að álykta að aldrei hafi veriö ætlun for- svarsmanna Islandslax hf. að semja við Hitaveitu Suðurnesja, þar sem þeir hafi vitað um aöra kosti í vændum.” -JGH orðið 1.560 þúsund krónur. Af þessu sést að við höfum farið á mis við 120 þúsund krónur á ári með því að gera ekki samninginn. Eða rétt- ara sagt; við heföum í raun fengið 2 krónur fyrir tonnið.” Þess má geta í lokin að tonnið af heita vatninu til iðnaðar í Grindavík erseltá38krónur. -JGH SÝNING á METTLER-SAUTER RAFVOGUM með tölvubúnaði verður föstudaginn 12. og laugard. 13. þ.m. frá kl. 10—19, að Langagerði 7. Sviss METTLER —SAUTER vogirnar eru hannaðar fyrir rannsóknarstofur, iðnaðarfyrir- tæki og matvælaframleiðendur og ná tökum á míkrógrammi og upp í 6 tonn. Komið og kynnist því nýjasta og fullkomnasta sem völ er á. Mettler-Sauter. Frá míkrógrammi í 6 tonn. Einkaumboð á íslandi, SAUTER KRISTINSSON HF.f Langagerði 7,108 Reykjavík. Sími 30486. ~7fL£JEL£JL. IMISSAIXI ■ « ■ IIIIIIP mu SUNNY NISSAN SUNNY Sedanl.5GL Með Nissan Sunny færðu bókstaflega alia þá aukahluti sem þú verður að panta sérstak- lega í aðra bíla, t.d. upphituð framsæti, útvarp, tölvuklukku, snúningshraðamæli, öryggis- belti fyrir fimm, þriggja hraða miðstöð, rafhitaða afturrúðu, farangursgeymsla og bensín- lok eru opnanleg úr ökumannssæti, þurrkur á framljósum, tveir útispeglar stillanlegir innan frá, Ijós í farangursrými o.m.fl. Auðvitað er Sunny framhjóladrifinn. Vélin er 83 hestöfl, 1500cc. MUNIÐ BÍLASÝNINGAR OKKAR ALLAR HELGAR KL.14-17. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.