Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Síða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR12. APRlL 1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Norðmennbak við víglínu? Vamarmálaráðherra Noregs, Anders C. Sjaastad, segir að ef hemaöarumsvif á Norðurhöfum aukast eins og þau hafa gert undan- farið verði hann að biðja þingið um aukin fjárútlát til varnarmála. Ilann vill fá 3,5 prósent raunút- gjaldaaukningu á framlagi til hersins. Sjaastad segir aö nauðsynlegt sé að bæta tækjakost hersins, og bæta viðbragðsflýti heraflans. Hann segir að gífurleg hernaðarupp- bygging Sovétríkjanna á höfunum við Noreg sé áhyggjuefni. Hann bendir á að geti Sovétríkin ráðið þessum höfum muni stórir hlutar Noregs lenda bak viö víglínu Sovét- ríkjanna í hugsanlegustríði. FiskurtilJapan Norðmenn hafa eygt nýjan stór- markað fyrir fiskafurðir sínar. Það er .lapan. Fiskveiðiráöherrann Thor Listaus heimsótti nýlega •lapan. Niöui'staða hans var að ef Norðmenn geta framleitt þann fiskvarning sem Japanir vilja kaupa þá geti Japan orðið að stór- markaði. Norðmenn seldu Japönum um eitt prósent af heildarfiskinnflutn- ingi þeirra í fyrra. Saintals flytja Japanir inn 1,3 rnilljarða tonna af fiski á ári. >að þýðir að ef Norð- menn ná að auka sölu sína upp í þrjú til fjögur prósent af þeim markaði. þá er til mikilsað vinna. Meiriatvinna íNoregi Atvinnuleysingjum hefur fækkaö í Noregi undanfariö. Þar eru nú at- vinnulausir um 68.000 manna eða um f jögur prósent vinnuaflans. Kn frá febrúar 1984 til febrúar 1985 fækkaði atvinnuleysingjum um 9.000 inanns. 43.000 hinna atvinnulausu eru karhnenn, en af konum eru 25.000 atvinnulausar. Óupplýstir fráUSA Breskir þinginenn eru óánægðir með bandarískar hjálparhellur sínar. Þeim finnst skiptinemamir. sem koma tö Bretlands í nokkra mánuöi til að hjálpa þeim og kjós- endum þeirra, illa upplýstir og að f lestu leyti til óþurftar. Aðalstarf nemanna er að leita í skjölum að upplýsingum ýmiss konar. Fn þeir gera lítiö annað en að þvælast fyrir í bókasafni þings- ins, segir í skýrslu þingnefndar. ..Maður heyrir talað um amerískan fótbolta og hvaö þeir ætli að gera það og þaö kvöldið,” segir einn bókavörðurinn, en svo viti þeir varla nokkuð uin algjör grandvallaratriði eins og ti! dæmis hvaðellilaunera. Bandaríkin styðja hryðjuverka- menn Fyrram y firmaður ley niþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefur sagt að sumar geröir skæruliöanna í Nicaragua sem Bandaríkjastjóm styður hljóti að kallast hryðjuverk. Stansfield Tumer, sem var yfir- maður CIA í tíö Carters, forseta, sagði þetta í Managua, höfuöborg Nicaragua, þegar hann var þar ásamt þremur bandarískum þing- mönnum til að kanna ástandið í landinu. Hann sagðist ekki telja að þjóðaröryggi Bandaríkjanna staf- aði hætta frá Nicaragua og því væri ekki hægt að afsaka stuðning við skæruliöana. Fyrir fjórum árum strandaði sovéskur kafbátur á skeri vifl Karlskrona-herstöðina. Nú segja Svíar að annafl hvort kafarar með einhvem búnað með sór eða litill kafbátur hafi verið 6 sveimi nálægt sama svaeði. Svíar skutu á kafbát og leituðu i alla nótt Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DV í Svíþjóð: Sænski sjóherinn skaut síödegis í gær á óþekktan kafbát aðeins um 500 metra fyrir utan hafnarmynnið í Karlshamn í Blekinge. Sjóherinn hefur undanfarna daga verið meö æfingar á þessu svæði og er talið að hlutverk ó- þekkta kafbátsins hafi veriö að fylgj ast meö æfingunum. Kaf bátsins hefur síðan verið leitað í alla nótt án árangurs. Sænski sjóherinn skaut á bátinn með nýjum vopnum í gær. Varðskip skutu fjölmörgum litlum skotum að kafbátinum til þess að laska hann en eyðileggja ekki alveg. Ætlunin með því er að neyða kafbátinn upp á yfirborðið. Reyndar era sjóhersmenn ekki viss- ir um hvort um kafbát er að ræða. Þeir segja að einnig kunni að hafa verið á ferðkafarar. Atburðurinn gerðist aðeins um 48 kílómetra frá Karlskrona-höfninni þar sem sovéskur kafbátur strandaði 1981. Sjóhernum sænska hefur aldrei tek- ist að neyða kafbát upp á yfirborðið. r Israel: Þorpin aftur í skotfæri Borgarar í noröurhluta Israels eru í dag aftur innan skotfæris eldflauga skæruliöa eftir þriggja ára öryggi langt bakvið víglínu Israeishers í IJbanon, eftir að herinn drósig til baka frá Nabatiyeh-svæðinu í suöur Líbanon. Israelsmenn hafa varað skæruliða í Líbanon við að geri þeir árásir á óbreytta borgara í ísrael muni af- leiöingarnar verða mun verri en jafnvel járnhnefastjórn Israelsmanna á svæðinu undanfarið. Heimildir innan hersins segja að þrátt fyrir að ísraelsher hafi flutt sig til baka nær landamærum Líbanons og Israels hafi Israelsmenn enn stjórn á um 19 prósentum landsvæðis Líbanons. Við brottflutninginn frá Nabatiyeh fór 648. ísraelski hermaðurinn í Líbanon þegar bíll hans keyrði á jarð- sprengju. Mikið var um árásir á hermenn tsraela í Nabatiyeh undanfariö. Israelar vonast til að þeim árásum fari aðlinnaúrþessu. Búist er við að brottflutningnum verðilokiöí júní. Deilan um kjamavopn í bandarískum skipum: Stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum? Bandaríkjamenn segjast ekki hafa þreytt þeirri stefnu sinni að segja ekki hvort skip þeirra eru hlaðin kjarna- vopnum eða ekki. Kínverjar segja þó annaö. Þeir segja að Bandaríkjamenn hafi f ullvissað sig um að þau bandarísk skip sem koma við í kínverskum höfn- um verði ekki hlaðin kjarnavopnum. Nýsjálendingar fylgjast vel með málinu. Þeir neituöu nær ölíum banda- rískum herskipum um að leggja aö í höfnum sínum eftir aö Bandaríkja- menn neituðu að fullvissa þá um að einungis kjamavopnalaus skip myndu heimsækja Nýja Sjáland. I tilkynningu sem Bandaríkjamenn gáfu út geröu þeir þó enga tilraun til að bera yfirlýsingar Kínverja til baka að öðru leyti en að segja að þeir hefðu ekki breytt stefnu sinni hvaö þetta varðar. Ef yfirlýsing Kínverja um samninginn við Bandaríkin er rétt er þó ljóst að stefnunni í þessum málum hefur verið breytt, eða hún brotin. Umsjón Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson V aldaræningjar og verkalýðsforysta: Náðu samkomulagi um borgarastjórn Súdan Herstjómin í Súdan virðist hafa komist að samkomulagi um að mynda borgaralega stjóm í landinu sem fyrst. I dag munu fulltrúar hinna ýmsu verkalýðsfélaga og stjómmálasam- taka ræða við fulltrúa hersins um myndun bráðabirgðastjómar. Yfirlýsing verkalýðsfélaganna og ÞaO tók Swareddahab hershöfð- ingja ekki langan tíma að ná sam- komulagi við stjómmólaöflin i Súdan úr myndun bróðabirgða- stjórnar. stjórnmálasamtakanna sagði að viðræður hefðu verið í gangi síöan á mánudag. Nú hefði 15 manna herstjóm landsins samþykkt tillögur stjórn- málaaflanna í landinu. I yfirlýsingunni var ekki greint nákvæmlega frá innihaldi samningsins en herinn mun eiga að stjóma um 12 mánaða skeið þangað til borgaraleg stjórn getur tekið við. Fyrri yfirlýsing frá samtökum stjómmálaaflanna í landinu sagði að „fuUveldisráð” og ráöuneyti myndu stjórna landinu tU bráðabirgða þennan tíma. Swareddahab hershöfðingi á að vera fyrir ráðinu. I því munu eiga sæti fuUtrúar frá kristna og heiðna suður- hluta landsins, þrír óbreyttir borgarar sem herinn velur og fulltrúar verka- lýðsfélaganna og stjómmálaflokk- anna. Yfirlýsing sagði að ráðuneytinu myndi stjóma maöur sem alUr gætu sætt sig við. Tveir ráðherrar myndu fara með málefni suðurhluta landsins, þar sem var virkur skærahernaður gegn stjóm Nimeiris. Swareddahab ræddi um bráöa- birgðastjórnina í gærkvöldi við Sadek Al-Mahdi, leiðtoga Ummah frjálslynda þjóðemisflokksins, sem hefur um 10 miUjón fylgjendur, aöallega í vestur- héruðunum. A1 Mahdi var í fangelsi þangaö tU Nimeiri, fyrrverandi for- seti, leysti hann úr haldi í október í fyrra. Hann hafði gagnrýnt íslamiseringu Nimeiris í þessu landi sem er einungis múslímskt að hálfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.