Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Síða 9
DV. FÖSTUDAGUR12. APRlL 1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hoxha leiðtogi Albaníu látinn Albanía syrgir leiötoga sinn, Enver Hoxha, sem andaðist í gær af hjarta- slagi, 76 ára að aldri. Hann stýrði þessu laumuríki Balkanskagans í fjóra áratugi með stalínismann að fyrir- mynd en rauf tengsiin viö sovéska kommúnista þegarKrúsjeff afhjúpaði stalínismann og síöar einnig við kín- verska kommúnista þegar þeir opnuðu vesturgluggann. Fánar voru víðast í hálfa stöng í höfuðborginni Tírana í morgun og fánaborg á Skanderbeg-torgi, þaðan sem útför Hoxha verður gerð á mánudag. Ramiz Alia, forseti Albaníu, var valinn formaður útfararnefndar sem þykir vísbending um að hann veröi eftirmaður Hoxha sem leiðtogi kommúnistaflokks Albaníu. Enver Hoxha, leiðtogi Albaníu og sá leiðtogi kommúnista sem lengst hefur verið við völd í heiminum eða í fjóra áratugi. Hoxha hefur stýrt Albaníu síðan 1944 þegar hann var leiðtogi and- spyrnuhreyfingarinnar og skæruliða gegn hernámi Þjóðverja og Itala. Hann hefur stjórnaö með harðri hendi og hafa samstarfsfélagar hans, sem sumir fylgdu honum allar götur frá striðsárunum, ekki allir orðið ellidauðir. Dánartilkynningin fékk engin viðbrögð í Moskvu eða Peking þar sem tíöindin voru sögð umsagnariaust. — Grikkland, sem í orði kveðnu á enn í stríði við Albaníu síðan í síðari heimsstyrjöldinni, sendi sínar „einlægustu samúðarkveöjur”. I valdatiö Hoxha hefur Albanía veriö algerlega einangrað land og þangaö leyföist fáum erlendum gestum að koma. Ríkti yfirleitt mikil leynd um innanlandsmálin. Hoxha hrósaði sér af því að Albanía væri eina kommúnistaríkið sem meö öllu heföi útrýmt trúariðkunum. Prest- ar höfðu flestir verið drepnir, eða hnepptir í fangelsi, hvort heldur kristinnar trúar eða múhameðs. Moskum og kirkjum hafði verið breytt í kvikmy ndahús eða vöruskemmur. Síðari árin hefur Hoxha lítið haft sig í frammi opinberlega, en Alia forseti axlað æ fleiri störf leiðtogans. Fyrir tilstuölan Alia hefur Albania þreifaö fyrir sér um diplómatatengsl við Italíu og Grikkland ogaukin viðskipti. Gervihjartaþegi að verða f rískur CARTER VILL AÐ Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- araDVíSvíþjóð: Leif Stenberg, Svíinn, sem á páska- dag fékk grætt í sig plasthjarta, er sagður viö góöa líöan. I gær settist hann upp í rúminu og borðar nú þegar venjulegt sjúkrahúsfæði. „Engin vandamál hafa komið í ljós. Þvert á móti hefur starfsemi lifrar og nýma þegar batnað nokkuð,” sagði Bjame Semd, norski læknirinn sem stjómaöi aðgerðinni. Maria hélt því leyndu fyrir sjón- varpsáhorfendum að hún er blind. Fáirvissuþað Eftir að sönglagakeppnin á Irlandi um réttinn til að keppa í Eurovision-söngvakeppninni í næsta mánuði hafði farið fram kom það Irum á óvart að sigurvegarinn, Maria Christian (19 ára), reyndist biind. Hún mun keppa fyrir Irland (Irska lýðveldið í suöri) með laginu „Wait until the Weekend”. Hommaathvarf Borgarstjóm Lundúna opnaði um páskana fyrsta sérlega athvarf homma og lesbía þar í borg. Athvarfið er í fimm hæða vöruhúsi sem borgarstjórnin lét endumýja. I byggingunni er sérstakt svæði fyrir lesbískar mæður, kvennaher- bergi þar sem karlar mega ekki koma, aðstaða tii frainköllunar ljósmynda, bar, kaffihús og diskótek. „Kynhverfir gátu ekkert farið í Lundúnum þar sem þeir máttu ekki eiga von á að verða fyrir að- kasti og móðgunum,” sagði séra Richard Kirker sem er í stjórn hússins. REAGAN FRAM- LENGISALTII Óskar Magnússon, DV, Washington. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hvatti Reagan Banda- ríkjaforseta nýlega til að framlengja Salt II sáttmálann um kjarnorkuvopn þegar sáttmálinn rennur út 31. desember. Carter sagði að ef það yrði ekki gert mundi það hafa mjög neikvæð áhrif í heiminum og sýna að áhugi okkar á samningum um afvopn- un væri ekki einlægur. Það var Carter sem samdi og undirritaði Salt II sátt- málann 1979 ásamt Leonid Bresnev sem þá var aðalritari í Sovétríkjunum. Carter sagðist ekki telja að það þyrfti að vera niðurlægjandi eða ó- þægilegt fyrir stjórn Reagans að framlengja sáttmálann jafnvel þó Reagan hefði stöðugt verið andvígur sáttmálanum á sínum tíma vegna þess að á sl. fjórum árum hefur stjóm Reagans stöðugt verið hvött til þess af ýmsum aðilum að framlengja sam- komulagið. Reagan hefur hins vegar neitað að svara því hvort Bandaríkin muni framlengja þennan sáttmála þegar nýja kjarnaflaugin verður tilbúin seinna á þessu ári. Ef standa ætti við á- kvæði sáttmálans þyrfti stjórnin að eyðileggja eldri vopn í staðinn fyrir nýju MX-flaugina. Carter var hér í Washington til að greiða fyrir sölu á nýrri bók eftir sig sem var að koma út um Miðaustur- lönd. Hann lét hafa þetta eftir sér á blaöamannafundi í tilefni útkomu bókarinnar. Carter fyrrum forseti er nú farinn að láta heyra í sér varðandi alþjóða- stjórnmál. Hann hætti við smíði MX flaugarinnar sem Reagan vill smíða. NÝTTLYF GEGN BLÓÐTAPPA Læknir við Harvard-háskóla hafa búið til tilraunalyf sem hefur reynst tvisvar sinnum áhrifameira við að leysa upp blóðtappa í hjarta en það lyf sem áður hefur verið notaö. Þetta nýja lyf er framleitt með lífefnafræðilegum aðferðum. Þegar 122 sjúklingum sem höfðu fengið hjartaáfall var gefið lyfið leyst- ist blóðtappinn upp í 66 prósent tilfella. Sjúklingamir sem fengu gamla lyfið, Streptokinase, voru ekki eins heppnir. Það var aöeins í 36 prósent þeirra sem blóðtappinn leystist upp. SUNNY NISSAIM SUNIMY Coupe 1.5GL Með Nissan Sunny færðu bókstaflega alla þá aukahluti sem þú verður að panta sérstak- lega í aðra bila, t.d. upphituð framsæti, útvarp, tölvuklukku, snúningshraðamæli, öryggis- belti fyrir fimm, þriggja hraða miðstöð, rafhitaða afturrúðu með rúðuþurrku og rúðu- sprautu, þurrkur á framljósum, hliðarrúður að aftan opnast með tökkum úr framsæti, farangursgeymsla og bensínlok eru opnanleg út ökumannssæti og m.fl. Vélin er 83 hestöfl, 1500 cc. Sunny er auðvitað framhjóladrifinn og fimm gíra eða sjálf- skiptur. MUNID BÍLASÝNINGAR OKKAR UM HELGAR KL. 14-17. li INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.