Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Side 11
DV. MÁNUDAGUR 22. APRlL 1985. 11 VIÐTALIÐ: TIL SVIÞJODARI TARKOVSKYMYND Guörún Snæfríður Gísladóttir leik- kona heldur í lok mánaöarins á vit nýrra ævintýra í Svíþjóö þar sem henni hefur boöist eitt aöalhlutverkiö í nýj- ustu mynd Tarkovskys, sovéska kvik- myndaleikstjórans heimskunna. Eins og alþjóð man sótti Tarkovsky okkur Islendinga heim nýveriö, ásamt konu sinni, á kvikmyndahátíö sem sér- staklega var tileinkuð honum og verk- umhans. Guörún Gísladóttir er leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og þessa stundina meö stórt hlutverk í tveim verkum Leikfélagsins, Agnesi — barni guös og Gísl. — Hvernig komstu í kynni við Tar- kovsky? „Það var nú þannig að sL sumar kom vinur minn, Lárus Ýmir Oskars- son kvikmyndagerðarmaður, mynd af mér í bunka sem Tarkovsky var aö skoöa í leit sinni aö heppilegum leikur- um f yrir þessa nýju mynd. Myndin nefnist Saerifico, eða Fórn- in, en annars er ekki búiö aö ákveöa endanlegan titil, þaö er ýmislegt sem kemurtilgreina.” Að sögn Guörúnar hef jast tökur nú f sumar og er stefnt aö því aö ljúka myndinni fyrir áramót. Myndin verður tekin í Svíþjóð, aðallega í Stokkhólmi og á Gotlandi. „I myndinni leik ég einhvers konar góðkynja eöa guðlega norn og töluvert þýöingarmikiö hlutverk. Ætli leikar- amir séu ekki í kringum sex eða sjö, þ.á m. helstu leikararSvia, eins og t.d. Erland Josephson og A. Edwall, auk þess sem enska leikkonan Susan Fleet- wood veröur einnig með. Indælis skemmtun á Flúðum Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara DV á Selfossi: Þaö er margs aö minnast úr hinni ógleymanlegu ferö í Hrunamanna- hrepp. Þar eru tveir stórir samkomu- salir í félagsheimilinu að Flúðum. Tíu bsdcur liggja þar á stóru langboröi f öðrum salnum, í góöu bandi og meö mynd af hverjum hreppsbúa, aldur, at- vinna og fæðingarár er þar skráð. Þar er mikinn fróðleik að finna i þeim greinilegu heimildum sem Eyrún Guð- mundsdóttir hefur safnaö síðastliðin 25 ár og gerir ennþá þótt hún sé orðin 78 ára. Oskandi er að öll bæjar- og hreppsfélög geröu slíkt hið sama. Það er myndarlegt og frjálslegt fólk í Hrunamannahreppi og kann aö taka á móti gestum. Þar eru íbúðir fyrir aldr- aöa og veröur fleiri íbúðum fyrir aldr- aöa bætt við á næstu árum. Ibúar i hreppnum eru 540. Kvenfélagið f Hrunamannahreppi er 42 ára og hefur unnið ötullega aö líknarmálum í sínu hreppsfélagi og einnig í Arnessýslunni, og á ég þar við langlegudeild aldraöra sem var endurreist í fyrra og lögðu kvenfélagskonur þar mikiö af mörk- um. A samkomu fyrir eldri borgara í f élagsheimilinu að Flúðum flutti náms-' stjóri Suðurlands fróðlegt erindi. Reg- ína Guðmundsdóttir stjómaði kórsöng og lék undir af sinni alkunnu list. Inga Bjamadóttir las kvæði eftir Böðvar Guðmundsson sem heitir Hús- byggjandinn. Það komút fyrir 20árum og á sannarlega erindi til húsbyggj- enda í dag. Að lokum þakkaði Einar Sigurjónsson, formaður styrktarfélags aldraðra á Selfossi, fyrir ágætar mót- tökur og bauð hann eldra fólki í Hruna- mannahreppi að taka þátt í ferðum bæði utanlands og innan. Sveinn Sveinsson flutti þessa vísu í ferðinni: Þessi góða Flúðaferö festist vel í minni, hún er oss til heilla gerð hverju einu sinni. Þennan daginn þökkum við þaö var mikið gaman. Vildiégaöviðogþið værum oftar saman. Guðrún vildi af eðlilegum ástæðum ekki fara að lýsa söguþræði verksins of mikið en í grófum dráttum fjallar myndin um hvað hver og einn er tilbú- inn að fóma fyrir lifið. Hvort mann- skepnunni væri nú ekki mögulegt að bæta ástand mála, ekki sist þar sem heimsendir er í nánd, ef allir fómuðu einhverju. Annars er heimsendirinn sem slíkur mikilvægur þáttur í mynd- inni. Guðrún hefur ekki starfaö við leiklist á erlendri grund áður, ekki nema í leik- ferðum með íslenskum leikurum. „Tarkovsky er alveg stórmerkilegur maður og það verður óneitanlega mik- iö ævintýri að kynnast þessu öllu, bæði kvikmyndaleik og auðvitað nýju sam- starfsfólki,” sagði Guðrún Snæfriður Gísladóttiraðlokum. hheL Guflrún Snnfriflur Gisladöttir. Hún hsidur ssnn til Sviþjóflar og mun leika þar i nýjustu mynd Tarkovskys. T AirCTTFC • Compact Video Camera/Recorder CV155 p VljKt Ptus&mx ^ STO** “v F-KCT 11 ð r” in r"1! 44 ►► j - 1 s 0 O * . 9 0 'SMtrtUt Sf.AWOH 0nt;Sf.7 Si : * i. NOROMEHOE ___.CVJ5S__ SAMBYGGT UPPTOKUTÆKI OG MYNDAVÉL Þací er ekki á hverjum degi sem okkur veitist sú ánægja aci bjóda jaín eítirsóttann grip og pennan. Hér er um ad ræda mjög fullkomna myndavél med "ZOOM" linsu sem stækkar alltad sexsinnum (f= 1/2,6,6-46mm) Birta parí adeins ad vera 15 lux. Sambyggt vid myndavélina er mjög fullkomid VHS upptokutæki.Þetta gengur sídan allt fyrir hledslurafhlödu og er íislétt,sem gerir pér kleift ad taka kvikmyndir uppi á íjöllum. verd adeins 78.995' stgr NORDMENDE L U K J Skipholti 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.