Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Blaðsíða 14
14 Frjá!st.óhá6 dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 686411. Auglýsingar: SlDUMÚLA 33. SlMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir. smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMl 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning,umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuöi 330 kr. Verö í lausasölu 30 kr. Helgarblaö35 kr. ov Þúsundimar bíða enn Áhugamenn um húsnæðismál fylltu Háskólabíó á fundi, sem svonefndur „Sigtúnshópur” stóð fyrir. Líklega hafa þar mest verið á ferð menn, sem eiga við mikil vandamál aö glíma vegna húsnæðiskaupa. Víða í kerfinu sitja menn á fundum og ræða lausnir á vanda húsbyggjenda. Flokkamir gera tillögur. Málið er efst á baugi í „samráði” ríkisstjómar og aðila vinnu- markaöarins í þessari viku. Hið eina, sem hönd festir á, er, að ráðgjafarþjónusta hefur farið af stað hjá Húsnæðisstofnun. Færri gáfu sig fram þar en búizt var við. Líklega stafar það af því, að úr- ræði ráðgjafarþjónustunnar á að takmarka við þá, sem komnir voru í mikil vanskil. Bent hefur verið á, að sið- laust sé að miða úrlausnir við vanskil. Húsbyggjendur reyna eins og aðrir í lengstu lög að greiða lán sín, áður en þau teljast vera í vanskilum. Til þess taka flestir ný lán, eftir því sem þau eru föl. Skuldabaggarnir hlaðast. Reynsla húsbyggjenda hefur oft verið hin síðustu ár, að þeir komast ekki upp úr skuldafeninu. Skuldimar verða sífellt stærri hluti af verömæti húsnæöisins, sem þeir eiga, og samsvara margra ára launum. Skattafsláttur fyrir húsbyggjendur og kaupendur hefur mest verið í fréttum síðustu daga. Tillögur um skattaaf- slátt munu komnar frá Alexander Stefánssyni félags- málaráðherra og starfshópi á hans vegum. Rætt er um, að þeir, sem byggt hafa eða keypt húsnæði að undanförnu, geti fengið afslátt af tekjuskatti, allt að 40 þúsund krónum fyrir einstakling og 80 þúsund fyrir hjón. Miöað verði við ákveðna staðla, og afslátturinn verði 8 prósent af þeim, þó aldrei meiri en aö framan greinir. Fyrst sagði félagsmálaráðherra, að þessi afsláttur ætti helzt að koma til sögunnar við skattlagningu í ár. Valdamenn í kerfinu sögðu hins vegar nú fyrir helgina, að afslátturinn kæmi ekki í gagnið fyrr en á næsta ári, yrði eitthvað af honum. Nokkur rök eru fyrir slíki. Þótt ætlunin sé, að þessi af- sláttur dragist beint frá skatti eftir að hann hefur verið reiknaður, mundu sumir húsbyggjendur tapa á kerfis- breytingunni. Vafalaust munu margir finnast, sem hafa hundruð þúsunda í vaxtafrádrátt vegna húsbygginga eða -kaupa. Þótt afslátturinn nýtist miklu betur en frádrátt- urinn, vegna þess að afslátturinn verði dreginn beint af skattinum og útborganlegur í sumum tilvikum, mundu ýmsir samt bera skarðan hlut frá borði. Þá hefur verið rætt um að minnka almenna frádráttinn frá tekjum úr 10 prósentum í 6 jafnframt þessu. Á móti komi, að liðir verði frádráttarbærir, sem nú eru það ekki, ef menn nota 10 prósent frádrátt. Þessi breyting gæti einnig komið niður á sumum. Málið er býsna flókið. Rétt kann að vera, að slík kerfisbreyting þurfi lengri aðdraganda. Þegar haft er í huga, að þúsundir bíða úrræða, virðist því sem litlar vonir verði í bili bundnar við þessar tillögur Alexanders, sem lengi hefur verið unnið að. Eftir standa tillögur hans um „greiðslujöfnun”. Sá munur, sem felst í því, að lán hafi verið bundin lánskjara- vísitölu en ekki miðuð við kauphækkanir, yrði þá færður aftan við lánstímann, sem þýddi lengingu lána — mikið hagsmunamál húsbyggjenda. En skuldbreytingar er það, sem húsbyggjendur og -kaupendur þarfnast helzt, til dæmis lenging allra skammtímalána til 8 ára eins og lagt hefurveriðtil. Haukur Helgason. DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985. „HVALVEIÐAR HEFJIST AÐ NÝJU” Vitið þiö hvaða tvær spumingar það eru, sem fyrstar leita á hug þeirra, sem ekki sátu sjálfir lands- fund Sjálfstæðisflokksins? Sú fyrri er hvort verið geti að f undinum hafi verið frestað. Að fengnu neikvæöu svari er þá spurt hvort fundurinn standi kannski ennþá. Eftir gríöarlangt tilhlaup aö fund- inum var nefnilega ekkert stokkiö. Það gerðist ekki neitt. Kúguppgefn- um stökkvaranum snerist hugur þegar á stökkbrettið sjálft var komið svo hann sneri bara af leið og fór inn ísturtu. Áhorfendumir, sem beöið hafa með öndina í hálsinum umhverfls sandgryfjuna, eftir að stór atburður gerðist, horfa nú í forundran á ó- snortið sandyfirborðið í gryfjunni. Smátt og smátt fara þeir aö átta sig á að þar á enginn stökkvari eftir að lenda. Mótið er á enda. Því lauk áður enþaðhófst. Aldrei hafa jafnmargir Islendingar veriö kallaðir um jafn- langan veg til jafnlítils gagns og þeir 1100 sjálfstæðismenn sem kvaddir vom til landsfundarins. Ljótur leikur Þótt menn greini á í stjórnmálum og séu því pólitískir andstæöingar em þeir tímar liðnir aö saman fari persónuleg óvild og pólitískur ágreiningur. Eindregnir pólitískir andstæðingar þurfa því síður en svo að vera persónulegir óvildarmenn. Þvert á móti skapa persónuleg kynni oft virðingu og álit á andstæðingum. Það hefur oft komið fram opinber- lega hjá mér að ég met mikils greind og hæfileika Geirs Hallgrímssonar og tel að flokksmönnum hans og ýmsum öðrum hafi farist við hann bæði illa og ódrengilega. Mér er heldur engin launung á að þrátt fyrir minni kynni af Þorsteini Pálssyni tel ég að flokkur hans sé að ósekju að sýna honum svipaða framkomu. Slfkt kann að valda einhverri kátínu hjá andstæðingum en sú gleði verður skammæ því slíkar starfsaöferöir stjórnmálaflokks valda þvi aðeins að erfiðara verður að ná nauðsynlegri pólitískri samvinnu og grafa þegar lengra lætur undan pólitiskum stöðugleika í landinu. Óframkvæmanlegt hlutverk Hlutskipti kjörinnar forystu Sjálf- stæöisflokksins við rik jandi aöstæður er óframkvæmanlegt. Flokksmenn ætlast til þess að ný forysta gefi flokknum nýtt svipmót, lífgi upp á hann og sé fersk brjóstvöm hans inn á við og út á við. Um leið eru allir möguleikar hennar til þess frá henni teknir af þessum sömu flokksmönn- um með því að svipta flokksforyst- una öllu raunverulegu valdi; allri reisn og vægi. Flokksleiðtogamir em valdalausir að mestu um þá stefnu- mótun sem máli skiptir — þá stefnu- mótun sem fram fer á vettvangi ríkisstjómar. Ráöherramir em hinir sterku menn. Þeir hafa valdið, þeirra orð hafa vægið, þeirra em tækifærin. Þeim þykir að sjálfsögðu ágætt að geta notað flokksforystuna til blaöa- fulltrúastarfa, til þess að bera skila- boð og leika sáttasemjara en brosa góðlátlega henni á bak og láta á sér skilja aö engir landsfundir fái svo Kjallarinn SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR sem við þeim hróflað nema þeir sætti sig við það sjálfir. Flokksformaður, sem þarf að berja í slíka bresti, er að vinna von- laust verk. Hlutskipti hans er næstum því aumkunarvert og sjálfur koðnar hann óhjákvæmilega niður, brýtur sig í smærri og smærri mola eftir því sem tímar líða og það sem verst er — gerir það í engra þökk. Þorsteinn Pálsson er veikari for- maður Sjálfstæðisflokksins nú en hann var fyrir einu og hálfu ári þegar hann fyrst var til þess kjörinn. Það er ekki hans sök. Flokkur hans getur sjálfum sér um það kennt. Ein hrakförin enn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var í vitund þorra landsmanna tilraun til að leysa þennan harða hnút — til þess að brjótast út úr þess- ari sjálfheldu. Fæstir geröu sér ljóst ^ „Þeir stjórnmálaflokkar sem etja fylgiskappi viö Sjálfstæðisflokkinn hafa vissulega stundað hvalveiðar á fylgismönnum hans að undanförnu. Sannarlega ratast Morgunblaðinu satt á munn þegar það telur fréttnæmustu niðurstöðu landsfundarins vera þá að hvalveiðar hefjist að nýju.” I Landsfundur ályktan Hvalveiðar hefj- ist að nýju I LAND8FUNDUB SjiirabeMsflakkafan I saæþykkti í aouadag UUöga þeoa effa- lia ak tryggja yrti ak kraheiiar og Ikreffaareikar gda mrt eimhrerjaiB Lkctti kaldit áfrara, og rar farf beiat til [þiagflokka SjilfatreAnflokkafaia at Jkaaa Kti eiaakfai tfreiatat tU þeaa at | sro auetti rerta. Þaö var Haraldur Blðndal aem I mælti fyrir þessari tillðgu, og voru flutningsmenn tillögunnar auk hans 18 sjálfstæðiamenn úr öllum kjör- | dæmum landsins. Flutningsmenn tillögunnar voru Hár Elfsson, Reykjavfk, Ágúst Haf- berg, Reykjavfk, Guömundur Hall- varðsaon, Reykjavík, Haraldur Blðndal, Reykjavík, Valdimar Ind- riðason, Akranesi, Ragnheiður Ólafsdóttir, Akranesi, Ellert Krist- | insson, Stykkishólmi, Sveinn Jóh. | Þórðarson, Barðastrandarsýslu, Engilbert Ingvarsson, Norður- [ fsafjarðarsýslu, Matthfss Bjsrna- fsafirði, Sveinn S. Ingólfsson, I Skagastrðnd, Ómar • Hauksson, I Siglufirði, Bjðrn Dagbjartsson, lReykjavik, Halldór Blöndal, Akur- Jeyri, Guðmundur G. Halldórsson, | Húsavík, Theodór Blöndal, Seyðis- Jflrði, Eggert Haukdai, Rangárvalla- |sýslu, Guðjón Tómasson, Hafnar- Sfirði, og Matthías Á. Mathiesen, | Hafnarfirði. Sjá grein um Uadsfnadinn á bfs. 26—27 og fréttir af fúadiaum á mió- Þeasi eindálka frétt var elna lands- fundarfróttin sam finnanleg var ó aðahfréttasíflum Mbl. 6 fyrsta út- komudegl blaðsins að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. að það getur svona samkoma ekki gert nema formaðurinn krefjist þess sjálfur og gangi til opinberrar högg- orustu við ráðherrana. Af flokksholl- ustu lét Þorsteinn Pálsson það undir höfuð leggjast. Fyrir hann hefði ver- iö betra ef fundurinn hefði aldrei ver- ið haldinn, því þennan atkvæöalausa fund upplifir þjóðin sem enn eina hrakför atkvæðalitils formanns. Því fundurinn var „anti-klimax” — atburöalaus meö öllu. Það má t.d. marka af því að í fréttatíma sjón- varpsins á mánudagskvöldið — dag- inn eftir að landsfundinum lauk — var ekki svo mikið sem ein einasta frétt frá fundlnum sögð. Sú þögn æpir. En þögn sjónvarpsins æpti ekki ein. A aöalfréttasíðum Morgunblaðs- ins fyrsta útkomudag þess að lokn- um landsfundi var aðelns ein ein- dálka frétt sögð af fundinum. Sú ein- dálka frétt var birt undir fyrirsögn- inni: „Landsfundur ályktar; Hvalveiðar hefjist að nýju.” Ný hvalveiðivertíð Þeir stjómmálaflokkar sem etja kappi við Sjálfstæðisflokkinn um fylgi — ekki síst Alþýðuflokkurinn — hafa sannarlega stundað hvalveiðar á fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins að undanförnu. Sannarlega ratast Morgunblaðinu satt orð á munn þeg- ar það telur fréttnæmustu niðurstöðu landsfundarins vera þá að hvalveið- ar skuli núaftur hefjast. Að loknum aðgeröalausum landsfundi hefst nefnilega ný og fengsæl hvalvertíð á veiðisvæði Sjálfstæðisflokksins. Góða veiði! Sighvatur Björgvinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.