Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Qupperneq 44
44 DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Öskarsverölaimin voru afhent hlnn 25. tnars sL Voru tslendingar og Albanir líklegast einu Evrópu- þjóðlrnar sem ei sáu htsending- una beint M.a.s. Kínverska at þýðulýðveldiö og Pólland sóu herlegheitin beint, reyndar í fyrsta sinn. F. Murray Abraham, leikarinn í verðlaunamyndinni Amadeus, var að vonum ánægður með alla óskarana sem myndin fékk enda hafði hann ekki komlð *o utAOTHomtta ao«íjíio, nólægt neinu öðru en auglýsinga- k vikmy ndum óður. Sally Field var að vonum í skýjunum elnnig en hún fékk verðlaun fyrir leik sinn í mynd- inni „Places in the Heart”. Hérna sjóum við skötuhjóin að verðiaunaafhendingu lokinni, al- sæi með óskar. ★ ★ ★ Kappakstur er vinsæl íþrótta- grein í útlöndum. I nóvember næstkomandi fer fram heims- meistarakeppni, Grand Prix, í borginni Adelaide í Astralíu. Ástralir eru miklir úhugamenn um kappakstur og hafa í gegnum tíðina eignast fjóra heimsmelst- ara og bíða í ofvæni eftir fleiri titlum. Hinn 25 óra gamli Ayrton Senna er eitt mesta kappaksturs- efni sem komið hefur fram lengi. Senna varð númer níu í síðustu heimsmeistarakeppni en hefur staðið sig með afbrigðum vel á undanförnum mánuðum og segir sagan að strákur ætli sér ekkert annað en sigur í Astraliu. Keppir Senna í Lotusliðinu f ræga. ★ ★ ★ Lára litla Ingalls úr Húsinu á sléttunni er nú orðin stór og full- orðin stúlka og segja fróðir að hún þyki hinn besti kvenkostur. Það er af Láru, réttu nafnl Mellssu Gilbert, að segja að hún er nú komin á fast og það með hinum gjörvliegasta pllti, Rob Lowe. Bæðl eru i kvikmynda- bransanum og talin lofa góðu um áf ramhaldandi veigengni á þeirri braut. Melissa hlaut m.a.s. ný- lega verðlaun fyrir að vera efni- legasta unga stjarnan á árinu 1985. Af Húsinu á sléttunni er það að segja að sagan er byggð á endur- minningum Láru Ingalls, sem uppi var á síðustu öld, um líiið i ungri Ameriku, landi frum- byggja og víðfeðmra veiðislóða. Nú loggur hljómsveitin Mezzoforta land undir fót. Fyrirhugaflir eru fjölmargir tónleikar í Evrópu. Stór stund hjá Steinari Steinari Berg Isleifssyni og fyrir- tæki hans, Steinum h/f, voru nýlega veitt alþjóðleg verðlaun fyrir þann ógæta árangur sem fyrirtæki hans hefur náð í að koma íslenskri tónlist ó framfæri erlendis. Verðlaunin, „Intemational Trophy for Quality”, voru afhent í Madrid að frumkvæði Trade Leaders Club, al- „Querido amigos y buenos com- paneros," að sjélfsögðu þakkafli Steinar Berg vel fyrir sig. þjóðlegra samtaka leiöandi manna og fyrirtækja í viðskiptaheiminum. Er þetta í þrettánda sinn sem verðlaunin eruafhent. Verðlaunin hlutu Steinar h/f fyrst og fremst fyrir þann ógæta árangur sem hljómsveitin Mezzoforte hefurnáð erlendis en tónlist hljómsveitarinnar má nú finna í verslunum um víða ver- öld. Nú eru meðlimir Mezzoforte að leggja upp í hljómle.ikaferðalag um Þýskaland, Austurríki, HoUand, Belgíu og Frakkland, er hugsanlegt að Spánn bætist einnig í hópinn. Eins og alþjóð veit skipa Mezzoforte að sjólf- sögöu Eyþór Gunnarsson á hljóm- borði, Friörik Karlsson á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, og Gunnlaugur Briem á trommunum. Þeim tU aöstoðar er danski saxófón- leikarinn Niels Halcholm, en nú hefur einnig söngvari bæst í hópinn. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast með söngvara en fyrir stuttu kom ein- mitt út fyrsta sungna lag sveitarinnar á smáskífu, lagið Taking off. Söngvari Mezzoforte heitir Weston Foster, m.a. þekktur fyrir að hafa starfaö með einni frægustu fönkhljómsveit Bretlands, Second Image. Að hljómleikaferðinni lokinni mun Mezzoforte hljóðrita nýja tveggja laga plötu. A forhUð plötunnar veröur lag Friðriks Karlssonar, This is the night. Er ráðgert að þessi plata Mezzoforte komi út um aUan heim i júnimánuði næstkomandi. Glœsileg viflurkenning til handa islenskum athafnamanni. Steinar Berg tekur vifl verfllaununum A Helia Castilla hótelinu í Madrid. Steinþór I karatesprikli við heimabæ sinn I Norflur Kaliforniu. Afl sögn kunnugra blasir hór Golden Gate brúin vifl og þé er víst ekki langt til San Francisco. Með svarta beltið 11 ára Sá sem flýgur þarna á myndinni er aðeins 11 ára gamall en kominn með svarta beltið í karate. Stráksi heitir Thor Stone, við ættum að geta kaUað hann Steinþór, og er yngsti handhafi annars stigs svarta beltis í heiminum. Steinþór er ekki bara mikUl karatemeistari, hann er Uka yngsti kennari í íþróttinni sem vit- að er um i heiminum og kennir hann bömum jafnt sem fullorðnum fjórum sinnumá viku. „Hann er svo lítill að hann gæti þess vegna veriö sjö ára gamaU,” segir móðir hans,,, en hann hefur sannkaU- aðan AtlasUkama”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.